Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR H. Kristjánsson hættir sem aðstoðarþjálfari hjá danska úr- valsdeildarliðinu AGF þegar samn- ingur hans við félagið rennur út í júlí. Ólafur hefur verið aðstoðar- þjálfari liðsins undanfarin tvö og hálft ár en þar áður var hann leik- maður félagsins. Ástæða þess að AGF vill ekki bjóða Ólafi nýjan samning er sú að Svíinn Sören Åkeby sem tók við liðinu síðastliðið haust tók með sér landa sinn sem aðstoðarmann og forsvarsmenn AGF segjast ekki hafa ráð á því að hafa tvo aðstoðarþjálfara í starfi. „Ég átti alveg von á að þetta yrði niðurstaðan. Åkeby vildi halda mér en stjórnarformaður AGF sagði að félagið hefði ekki efni á að vera með tvo aðstoðarmenn, því hætti ég störfum í lok júní,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær. Ólafur segist hafa mikinn hug á að halda áfram þjálfarastörfum og hann segir ýmislegt vera í spilun- um. „Það hafa tvær óformlegar fyr- irspurnir borist til mín frá liðum úr dönsku 1. deildinni og nú sný ég mér að því að ræða við þessi félög. Þá hefur eitt sænskt 1. deildarlið haft samband við mig, svo ég hef eitthvað til að skoða næstu dagana. Nú ef ekkert kemur upp sem ég get sætt mig við þá er ekkert annað að gera en að koma heim. Ég er búinn að vera hjá AGF í sjö ár og þegar öllu er á botninn hvolft þá hygg ég að þessi niðurstaða sé bara ágæt, enda tel ég vera kominn tíma til að breyta til.“ Ólafur á förum frá AGF í Danmörku AXEL Stefánsson, fyrrverandi markvörður KA, Vals og Stjörn- unnar og nú aðstoðarþjálfari hjá Þór Akureyri, er með tilboð undir höndum frá karlaliði Elverum í Noregi en félagið vill fá hann til að taka við liðinu fyrir næstu leiktíð. Forráðamenn félagsins hafa lengi haft augastað á Axel. Þeir gerðu honum tilboð síðastliðið sumar sem hann hafnaði en nú ætla þeir að gera aðra tilraun að fá Íslendinginn til starfa. Kemur vel til greina „Ég er að skoða þetta og ég býst við að svara þeim endanlega um helgina. Ég er opnari fyrir því að fara út núna heldur en í fyrra. Ég hef mikinn áhuga á að starfa áfram við þjálfun og það kemur vel til greina að ég skelli mér til Noregs á nýjan leik,“ sagði Axel við Morgun- blaðið en hann er lauk námi í íþróttafræðum við íþróttaháskól- ann í Noregi fyrir nokkrum árum þar sem hann var með handboltann sem sérfag. Elverum, sem leikur í 1. deild, hefur góða reynslu af íslenskum þjálfurum en Þórir Hergeirsson, aðstoðarþjálfari norska kvenna- landsliðsins, þjálfaði karlalið Elver- um fyrir nokkrum árum með góð- um árangri. „Axel hefur verið á óskalista okkar í meira en eitt ár og við vonum að hann taki við þjálfun liðsins,“ segir Jon Refseth fram- kvæmdastjóri Elverum í viðtali við norska blaðið Östlendingen. Axel efstur á óskalista Elverum í Noregi Annað sem við Ásgeir erumánægðir með er hvað strák- arnir náðu að láta knöttinn ganga vel á milli sín. Það var miklu betra spil í leik liðsins en oftast áður. Það sem við lögðum upp með gekk upp. Óneitanlega hefðum við getað skapað okkur fleiri tækifæri til að setja knöttinn í netið hjá Lettum,“ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálf- ari, sem lék við hvurn sinn fingur eftir leikinn og sló á létta strengi. „Við getum ekki annað en verið ánægðir með það sem strákarnir gerðu – þeir börðust hetjulega all- an leikinn.“ Logi sagði að menn yrðu að gera sér grein fyrir því að jafntefli gegn Lettum í Ríga væru mjög góð úrslit fyrir landslið Íslands. „Við lékum hér án okkar hættuleg- ustu sóknarleikmanna, sem þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Heið- ar Helguson eru. Ég er þá ekki að gera lítið úr þeim Marel og Tryggva, sem léku virkilega vel í fremstu sóknarlínu. Þeir vörðust vel í þeirri stöðu að leika tveir gegn fjórum varnarleikmönnum Letta, sem eru ekki þekktir fyrir að fara fram með sína bakverði. Ég er sannfærður um að Eiður Smári hefði náð sínu besta fram gegn Letttum, eins og þeir léku. Hann er mjög klókur að koma snöggt fram og fá knöttinn á rétt- um augnablikum. Við náðum að skapa okkur margar sóknir en herslumuninn vantaði þegar Indr- iði og Þórður gáfu knöttinn fyrir markið. Eiður Smári hefði eflaust getað nýtt sér það,“ sagði Logi, sem var ánægður með leikinn. Það var ekki eins mikill æsingurog stress í leik liðsins eins og í Albaníu. Við getum ekki annað en verið sáttir við leik okkar nú,“ sagði Pétur Hafliði Marteinsson, sem lék án efa einn sinn besta landsleik gegn Lettlandi í Ríga. Pétur Hafliði var mjög traustur í vörninni, stöðvaði margar sóknar- lotur Letta og var óhræddur að bruna fram með knöttinn til að byggja upp sóknarlotur. Pétur sagði að það væri ekki annað hægt en vera sáttur við nið- urstöður leiksins. „Ég, Hermann og Ívar vorum einmitt að ræða um það hér í búningsklefanum hvað okkur tókst vel upp, en við vorum í fyrsta skipti að leika saman í þeim hlutverkum sem við gerðum. Við gerum okkur grein fyrir því að stundum vorum við of langt hvor frá öðrum í byrjun leiksins, en eftir því sem leið á leikinn vorum við búnir að finna réttan stíganda og samvinna okkar varð alltaf betri og betri,“ sagði Pétur og hann var ánægður með hve góðum tökum þeir þrír náðu á hinum fljóta Maris Verpazkovskis, hinum hættulega sóknarleikmanni Lettlands. „Við vitum það að þegar við leikum landsleiki þá þurfum við að glíma við bestu sóknarleikmenn hverrar þjóðar. Öll landslið hafa hættulega leikmenn, hvort sem það er Alban- ía, Lettland, Þýskaland eða Eng- land. Landslið eru með góða leik- menn í nánast hverri stöðu. Við munum nú fara betur yfir leik okk- ar og finna út hvernig best er að bregðast við hættulegum leikmönn- um,“ sagði Pétur, sem var ánægður með leik liðsins. „Við ræddum um það fyrir leik- inn að við yrðum að þora að gera meira ef við ætluðum að ná árangri og hafa meiri trú á því sem við er- um að gera. Það hefur oft hent ís- lenska landsliðið þegar illa gengur að við höfum fallið í það að spyrna knettinum langt og hlaupa. Það hefur aldrei neitt komið út úr þeim fasa. Þess vegna ræddum við mikið um það að vera þolinmóðir og hafa trú á okkur – vilja hafa knöttinn og láta hann ganga manna á milli. Mér fannst það takast nokkuð vel. Að vísu vorum við heppnir að Lett- ar skoruðu ekki mark í byrjun. Það hefði verið mikið kjaftshögg fyrir okkur en það hefði kannski verið skemmtilegt að sjá hvort við hefð- um náð að rétta okkar hlut. En Lettarnir náðu ekki að skora gegn okkur, þannig að við fögnum ákveðnum áfanga hér í Ríga,“ sagði Pétur Hafliði. Morgunblaðið/Kristinn Pétur Hafliði Marteinsson á landsliðsæfingu, einbeittur á svip í glímu við knöttinn, en hann leikur með Hammarby í Svíþjóð. Pétur Hafliði Marteinsson átti stórgóðan leik gegn Lettum Samstaða okkar var mikil ÞAÐ var ljúft að ná jafntefli gegn Lettum á þeirra heimavelli, en við hefðum viljað fagna sigri. Þegar maður gerir upp þessa viðureign þá gerum við okkur ljóst að úrslitin eru ekki aðalatriðið. Við lögðum upp með það að bæta leik okkar frá leiknum gegn Albaníu og okkur tókst það. Það er ánægjulegt. Það var miklu meiri samstaða í hópn- um nú en oft áður – meiri þolinmæði leikmanna sem þorðu að leika knettinum meira. „Náðum markmiðinu sem við settum okkur“ „VIÐ getum ekki annað en verið ánægðir með strákana. Við náðum þeim markmiðum sem við settum okkur – að halda markinu hreinu. Árni Gautur var hetjan okkar – hann varði tvisvar mjög vel í leiknum, eftir að við sofnuðum á verðinum í byrjun leiks og í upphafi seinni hálfleiksins. Þá fengu Lettar sín bestu tækifæri til að skora,“ sagði Logi Ólafsson landsliðsþjálfari eftir leikinn.  FABIEN Barthez er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við franska knattspyrnuliðið Marseille en hann hefur verið í láni hjá félag- inu frá Manchester United megnið af leiktíðinni.  BARTHEZ missti stöðu sína í liði United þegar Bandaríkjamaðurinn Tim Howard gekk í raðir United á síðasta sumri og þegar Roy Caroll var síðan tekinn fram yfir Barthez sem markvörður númer tvö var ljóst að Barthez ætti ekki lengur framtíð á Old Trafford.  BARTHEZ, sem lék samtals 139 leiki fyrir Manchester United og varð í tvígang meistari með liðinu, 2001 og 2003, hefur átt góðu gengi að fagna með liði Marseille. „Hann hef- ur sýnt og sannað að hann er einn besti markvörður heims og við erum afar glaðir að hafa tryggt okkur hann,“ segir Christophe Bouchet, forseti Marseille.  CHELSEA ætlar að eyða 100 milljónum punda í leikmannakaup í sumar ef marka má heimildir breska blaðsins Mirror. Blaðið greinir frá því að Roman Abramovich, eigandi félagsins, ætli að freista þess að kaupa David Beckham og Ronaldo frá Real Madrid og Francesco Totti frá Roma.  ABRAMOVICH hefur keypt leik- menn til Chelsea fyrir 130 milljónir punda frá því hann eignaðist félagið í fyrra en í þeim hópi eru leikmenn á borð við Hernan Crespo, Adrian Mutu, Damien Duff, Claude Makel- ele og Juan Sebastian Veron.  JOSE Mourinho, þjálfari Porto, tekur við liði Chelsea í sumar, ef marka má frétt í The Sun í gær. Þar var fullyrt að Chelsea og Porto hefðu þegar komist að samkomulagi um vistaskipti hans og Chelsea myndi greiða Porto bætur. Nuno Pinto da Costa, forseti Porto, lýsti því hins vegar yfir í viðtali við Daily Star að Mourinho færi ekki frá fé- laginu baráttulaust og hann myndi leita fulltingis UEFA og FIFA ef með þyrfti. „Hugarfar Rússans er það versta sem ég hef kynnst í knatt- spyrnunni. Hann heldur að hann geti komist upp með allt eftir að hann keypti Chelsea og farið fram hjá öll- um reglum,“ er haft eftir forsetan- um.  ARSENAL gekk í gær frá kaupum á Robin van Pierse tvítugum fram- herja frá Feyenoord. Talið er að Englandsmeistararnir greiði 3 millj- ónir punda fyrir leikmanninn en hon- um er ætlað að fylla skarð landa síns, Dennis Bergkamps, þegar hann hverfur frá Highbury eftir næsta tímabil. Pierse hefur verið í herbúð- um Feyenoord frá árinu 2001. Í 27 leikjum þessari í á leiktíðinni hefur hann skorað 6 mörk en mörg félög voru á höttunum eftir honum. FÓLK ÞAÐ hefur margt farið úrskeiðis í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Grikklandi fyrir Ólympíuleikana sem hefjast 13. ágúst í sumar en skipuleggjendur leikanna sögðu í gær við BBC að glerþakið yfir aðalleikvanginn í Aþenu yrði tilbúið í byrjun júní. Í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að hið flókna mannvirki yrði tilbúið nk. föstu- dag en svo verður ekki. Fani Palli-Petralia, talsmaður skipu- leggjenda í Grikklandi, sagði í gær að nú þegar væri búið að ljúka við um 80% af framkvæmd- unum við Ólympíuleikvanginn sjálfan og IOC þyrfti ekki að hafa áhyggjur af gangi mála við aðal- leikvanginn. Grikkir eru enn í vanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.