Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 21 Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynnast í beinu flugi frá Íslandi. Budapest er nú orðinn einn aðal áfangastaður Íslendinga, enda hefur hún að bjóða einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Á þessum tíma er frábært veður og borgin skartar sínu fegursta. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Heimsferða. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.950 Flugsæti til Budapest, 27. maí með sköttum. Netverð. Símabókunargjald er kr. 1.500 á mann. Verð kr. 39.950 Helgarferð, 27. maí, gisting á hótel Mercure Duna með morgunmat, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur. Flug, gisting, skattar. M.v. að bókað er á netinu www.heimsferdir.is Símabókunargjald kr. 1.500 á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Hvítasunnuhelgi í Budapest 27. maí í 4 nætur frá kr. 29.950 lagið var stofnað gekkst það fyrir könnun meðal félagsmanna um hvernig námskeiði fólk vildi að félag- ið gengist fyrir. Þá kom fram veru- legur áhugi fyrir vinnu með hross- hár og varð niðurstaðan sú að halda námskeiðið í samvinnu við endur- menntunardeild Hólaskóla. Sólrún Harðardóttir endurmennt- unarstjóri við Hólaskóla sagði að þetta námskeið væri aðeins eitt af Fljót | Háskólinn á Hólum í Hjalta- dal og handverksfélagið Fléttan gengust fyrir námskeiði á dögunum þar sem verkefnið var vinna með hrosshár. Leiðbeinandi var Lene Zachariassen handverkskona úr Svarfaðardal, en hún hefur unnið með hrosshár í mörg ár og leiðbeint fólki varðandi ýmiskonar úrvinnslu á þessu hráefni. Sex þátttakendur voru á námskeiðinu sem stóð í tvo daga. Lene sagði að námskeiðið hefði verið allt verklegt og hefði hún verið að láta þátttakendur vinna með tagl- hár og var það notað í svokallaða hnútavinnu. Þetta eru afar gömul vinnubrögð sem eru upprunnin með- al Indíána í Ameríku og einnig mun samskonar vinna hafa fundist í Afr- íku. Aðeins voru kennd handbrögðin við að hnýta hrosshárið og sagði Lene að þátttakendurnir ættu síðan að nota eigið hugmyndaflug við að finna út hvernig muni þeir vildu nýta hrosshárið í. Þetta hefði í raun ekki verið hefðbundið námskeið þar sem yfirleitt er kennt að flétta gjarðir og reipi og að spinna hrosshár. Fléttan er áhugamannafélag í austanverðum Skagafirði og eru markmið félagsins að efla handverk og listiðnað á svæðinu. Félagið var stofnað 30. júní á síðasta ári og eru félagar 46 talsins. Má segja að það hafi orðið til uppúr verkefninu Breytum byggð sem var í gangi á þessu svæði um þriggja ára skeið og lauk vorið 2003. Fljótlega eftir að fé- mörgum sem skólinn gengist fyrir á starfsárinu. Hún sagðist telja að handverk og ferðaþjónusta tengdist ágætlega saman og því væri þetta námskeið fengur fyrir skólann. Sól- rún sagði að skólinn gengist fyrir fjölda námskeiða á hverjum vetri. Flest væru þau í þeim greinum sem skólinn leggur mesta áherslu á, þ.e. fiskeldi, hrossarækt og ferðamálum en einnig mætti nefna námskeið í markaðsfræðum og einnig í mat- reiðslu sem ber titilinn ,,Verum góð við grænmetisætur“. Þess má að lokum geta að Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins styrkir íbúa og starfsmenn lögbýla til þátt- töku í námskeiðum sem mennta- stofnanir landbúnaðarins skipu- leggja, en þær eru, auk Hólaskóla, Landbúnaðarskólinn á Hvanneyri og Garðyrkjuskóli ríkisins. Ævagömul handbrögð í hrosshársvinnu kennd á Hólum Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Gamalt handbragð: Þátttakendur á námskeiðinu, f.v.: Anna Fía Emilsdóttir, Ásdís Kjartansdóttir, Ásdís Garð- arsdóttir, Rán Sturludóttir, Ingibjörg Sigurðardótir, Rakel Sigursteinsdóttir og kennarinn Lene Zacharíassen. Fljót | Fiskiðjan Skagfirðingur fékk viðurkenninguna Skagfirskt framtak árið 2004. Ástæðan er kaup fyrirtækisins á Skagstrend- ingi hf. fyrr á þessu ári. Þetta var kunngert á aðalfundi Kaupfélags Skagfirðinga fyrir skömmu og fyrirtækinu afhent listaverk gert af Jóni Snorra Sigurðssyni gullsmið við það tækifæri. Það var Stefán Guðmundsson, formaður stjórnar Kaupfélagsins, sem afhenti viðurkenninguna. Hann sagði við það tækifæri að með kaupunum á Skagstrendingi væri Fiskiðjan komin í hóp öflugustu fyrirtækja landsins í sjávarútvegi. Miklar vonir væru bundnar við að þessi stóru viðskipti myndu styrkja útgerð og fiskvinnslu bæði á Sauð- árkróki og Skagaströnd. Jón E. Friðriksson framkvæmda- stjóri veitti viðurkenningunni við- töku og að vonandi leiddu þessi kaup til þess að gott fyrirtæki yrði enn betra. Rekstur Skagfirðings gekk vel í fyrra, hagnaður var lið- lega 400 milljónir. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Stefán Guðmundsson afhenti Jóni E. Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar, viðurkenningu. Skagfirðingur fékk viðurkenninguna Skagfirskt framtak Grímsey | Árshátíð Kíwanis er há- punktur Grímsfélaga í vetrarstarf- inu og ekkert til sparað að gera þá hátíð sem best úr garði. Árshátíð- arskemmtinefndina þetta árið skip- uðu þeir Sæmundur Ólason formað- ur, Dónald Jóhannesson, Garðar Ólason , Gunnar Ásgrímsson og Óttar Jóhannsson. Félagarnir ákváðu að þessu sinni að fá héraðs- lækninn Pétur sem aðalskemmti- kraft hátíðarkvöldsins, en þrír læknar hjá Heislugæslu Akureyrar skipta á milli sín að huga að heilsu- fari Grímseyinga, þriðju hverja viku. Þeir eru Hilmir Jóhannsson, Kristinn Eyjólfsson og Pétur Pét- ursson. Pétur læknir, sem er landfrægur hagyrðingur með hárfínan húmor fyrir spaugilegum hliðum tilver- unnar sló til og ekki nóg með það heldur sló hann líka tvær flugur í einu höggi því hann afgreiddi mán- aðarlegu læknaskylduna við eyjar- búa fyrri hluta dagsins. Pétur fékk með sér frænda sinn, Reyni Hjart- arson, kennara, hestamann og úr- vals vísna- og sögumann. Þetta var fyrsta heimsókn Reynis á heim- skautsbauginn. Þeir frændur fóru gjörsamlega á kostum við enda- lausan hlátur og innilegt klapp Grímseyinga. Maturinn sem boðið var upp á var algjört lostæti enda matbúinn af veisluþjónustunni Lostæti á Akureyri. Undir borðum stýrði Dónald Jóhannesson fjölda- söng og Grímsfélagarnir Sæmund- ur Ólason og Alfreð Garðarsson komu fram og sungu gamanvísur sem „Tvær úr Fjörðunum“ og vöktu mikla kátínu. Að þessu öllu loknu var tekið til við dansinn sem dunaði dátt við tóna Gunnars Tryggvasonar og söng Herdísar Ármannsdóttur í Cantabile rúm- lega fram á miðja nótt. Pétur bæði læknaði og skemmti Morgunblaðið/Helga Mattína Fóru á kostum: Reynir Hjartarson, Gunnar Tryggvason, Herdís Ármanns- dóttir og Pétur Pétursson í flugstöðinni í Grímsey. BYRJAÐ er að setja fyllingu undir veginn að Almannaskarði þar sem jarðgöngin koma að vestan. Búið er að gera plön fyr- ir vinnubúðir og aðstöðu vinnu- véla. Verið er að hreinsa jarðveg frá og af klöppinni þar sem byrj- að verður að bora fyrir göng- unum. Hreinsa þarf burt allan jarð- veg til að hægt verði að byrja að sprengja og það er nokkuð mikið magn, segir Reynir Gunnarsson hjá Vegagerðinni í samtali á hornafjörður.is Efnið úr göngunum verður notað í uppfyllingu á veginum sem verður fjórtán metra hár þar sem hæst verður. Vinnubúð- ir fyrir starfsfólk verða settar upp í byrjun maí og um mán- aðamót verður byrjað að sprengja. Reynir segir að mannskap og tækjum fjölgi þarna á svæðinu þegar líður á næsta mánuð. Framkvæmdir hafnar við Almannaskarð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.