Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 19

Morgunblaðið - 29.04.2004, Page 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 19 SUMARSPRENGJA! 50% SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 AFSLÁTTUR Í NOKKRA DAGA KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP! Grindavík | Formaður Verkalýðs- félags Grindavíkur, Benoný Bene- diktsson, var endurkjörinn formaður félagsins á aðalfundi þess sl. mánu- dagskvöld. Þá var stjórn félagsins jafnframt endurkjörin. Benoný hefur gegnt formanns- starfinu samfellt í 20 ár en hann verður 76 ára í maí nk. Hann var fyrst kjörinn formaður árið 1984 en var áður varaformaður í nokkur ár og þar áður óbreyttur félagsmaður, eða frá því hann hafði aldur til að ganga í félagið, að eigin sögn. Óhætt er að segja að saga Verkalýðsfélags Grindavíkur og starfsævi Benonýs hafi því verið samofin næstum heilan mannsaldur. Ætlaði að gegna formannsstarfinu í eitt ár Um formannsstarfið segir hann: „Ég ætlaði bara að vera í eitt ár því að félagið var í erfiðleikum. […] Þetta var upphaflega verka- lýðs- og sjómannafélag en þegar sjó- menn stofnuðu sitt eigið félag, Sjó- manna- og vélstjórafélag Grinda- víkur, fór allur krafturinn úr félaginu,“ segir hann. Margar hend- ur hafi lagst á plóginn við að efla það að nýju og hann hafi notið þeirra for- réttinda að starfa með nánast sama fólkinu um langt árabil. Í dag eru fullgildir félagsmenn um 450 talsins. Þess má geta að í stjórn félagsins eru sjö manns, þar af fimm konur. Benoný, sem er borinn og barn- fæddur í Grindavík, byrjaði til sjós um 14 ára aldur, að loknu barna- skólaprófi. Þá starfaði hann á 6–7 tonna báti sem var með stærstu fiski- bátum í Grindavík á þeim tíma. Aðalstarf hans um ævina var hins vegar hjá Þorbirni og síðar Þorbirni Fiskanesi þar sem hann starfaði sem bifreiðastjóri í rúma fjóra áratugi. Þá var hann bifreiðastjóri hjá Kaup- félagi Árnesinga um fimm ára skeið. Benoný hætti að keyra vörubíl fyrir Þorbjörn Fiskanes fyrir hálfu öðru ári og hefur síðan einbeitt sér að verkalýðsfélaginu. Kjaraviðræður hafa gjörbreyst En hyggst hann gefa kost á sér í formannsstarfið að ári? (Hlær) „Þegar maður er kominn á þennan aldur þá tekur maður ekki marga mánuði fyrir í einu.“ Benoný kom að samningsgerð í viðræðum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í vor. Hann tekur undir að kjaraviðræður hafi gjörbreyst á þeim tíma sem hann hefur verið viðloðandi þær – sem betur fer, að eigin sögn. „Í dag er allt reiknað upp á punkt og prik hvað laun megi hækka án þess að allt fari af stað. Ég vil líka bæta við að það hefur alltaf verið mjög gott milli atvinnurekenda í Grindavík og verkalýðsfélagsins. Þeir hafa verið miklir skilamenn við félagið okkar og við aldrei þurft að standa í málaferlum eða þvíumlíku til að rukka inn félagsgjöld. Þetta hafa verið mjög ábyggilegir menn sem maður hefur átt samskipti við í gegnum árin.“ Stærstu atvinnurekendurnir í Grindavík eru Þorbjörn Fiskanes, Vísir, Samherji, Þróttur og Stakka- vík og ber Benóný þeim öllum vel söguna. „Þetta eru allt saman góð og öflug fyrirtæki.“ 55 ára fyrst í ræðustól Hann segist horfa björtum augum fram á veginn og meðan heilsan sé í lagi muni hann sinna félagsmálum hjá Verkalýðsfélaginu. „Ég byrjaði seint á þessu. Ég hafði aldrei í ræðustól komið fyrr en ég var 55 ára svo að ég var „sein- þroska“. Ég er bara barnaskóla- genginn og mesta skólaganga mín hefur verið sú að vera formaður þessa félags í þetta langan tíma,“ segir Benoný Benediktsson, formað- ur Verkalýðsfélags Grindavíkur. Framundan er baráttudagur verkalýðsins og munu konur úr stjórn félagsins sjá um kaffiveitingar 1. maí líkt og undanfarin ár. Benoný Benediktsson, formaður Verkalýðsfélagsins í 20 ár „Mesta skólaganga mín að vera formaður þessa félags“ Morgunblaðið/Garðar Benoný Benediktsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Njarðvík | Heilbrigðiseftirlit Suður- nesja áformar að veita eiganda grjótflutningapramma í Njarðvíkur- höfn áminningu og lokafrest til að farga umræddum pramma sem legið hefur í niðurníðslu í höfninni í nokk- ur ár og er að mati stofnunarinnar mikil slysagildra. Að sögn Bergs Sigurðssonar, heil- brigðis- og umhverfisfulltrúa, hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, er málið tvíþætt: annars vegar sæki æðarfugl í prammann, sennilega í ætisleit, en verði innlyksa í vatns- fylltum hólfum hans og dæmi séu um að fuglar hafi drepist þar en öðrum verið bjargað. Þá séu dæmi þess að krakkar hafi verið að leik í pramm- anum en engin slys hafi sem betur fer orðið á fólki fram að þessu. Göt víða á skrokknum Að sögn Bergs er pramminn mjög ótraustur á að líta og mikið tærður og göt komin á skrokkinn. Hann hafi legið þar óhreyfður í a.m.k. 3 ár. Heilbrigðiseftirlitið sendi eigandan- um bréf í febrúar síðastliðnum þar sem hann var krafinn um að pramm- anum skyldi fargað fyrir 15. mars sl. Fjöldi kvartana hafði borist vegna hans og lögregla m.a. verið kölluð á vettvang til að bjarga fugli þaðan og fjarlægja dauðan fugl. Þess má geta að skv lögum nr. 64/ 1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýr- um eru æðarkollur friðaðar. Hefur Umhverfisstofnu verið gert viðvart vegna þessa. Að sögn Bergs brást eigandinn ekki við tilmælum stofnunarinnar en hefur lýst því yfir að hann hafi í hyggju að selja prammann. Heil- brigðisstofnunin hefur með bréfi 20. apríl sl.ákveðið að taka til meðferðar að veita eigandanum á minningu og lokafrest til að ljúka verkinu. Málið verður tekið fyrir á fundi heilbrigðisnefndar 5. maí nk. Grjótflutningaprammi í niðurníðslu Slysagildra fyrir æð- arfugl og börn að leik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.