Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 23 Fann hann á mbl.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 23 44 5 04 /2 00 4 Verslunin Heilsuhornið á Glerártorgi áAkureyri hefur í nokkur ár boðið til sölulífrænar vörur, t.d. matvæli, og segir eigandinn, Hermann H. Huijbens, eftirspurnina aukast hægt og bítandi. Verslunin er rúmlega 20 ára en 1. júní næst- komandi verða 11 ár liðin frá því Hermann og eiginkona hans, Þóra G. Ásgeirsdóttir, eign- uðust Heilsuhornið. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er fjölbreytnin mikil. Alls bjóða þau hjón upp á um eitt þúsund vöruteg- undir í versluninni. Fljótlega eftir að Hermann og Þóra tóku við rekstrinum hófust þau handa við að flytja inn lífræna vöru. „Við vorum fyrst í stað með tvöfalt kerfi, bæði lífræna vöru og einnig ýmislegt ann- að sem var í búðinni áður en við eignuðumst hana. Markaðurinn var lítill og eftirspurnin sáralítil en með því að fræða fólk komum við vörunni á framfæri,“ segir Hermann við Morg- unblaðið. „Við vorum til dæmis fyrst til að setja íslenska miða á vöruna.“ Fyrst í stað flutti Heilsuhornið inn lífræna ávexti og grænmeti með flugi, „en það var óhemju dýrt og ekki forsvaranlegt að halda því áfram, þótt það hafi verið gaman. Flutnings- kostnaður var svo hár.“ Síðan hefur Hermann flutt inn lífræna ávexti í samstarfi við m.a. Ban- ana ehf. í Reykjavík. „Við erum því alltaf með góða ávexti og grænmeti og höfum verið síðustu sex ár, ávexti sem koma til dæmis frá Argentínu og Nýja-Sjálandi á þessum árstíma. Á sumrin seljum við íslenska framleiðslu en því miður eru allt of fáir bændur ennþá sem hafa haft kjark til þess að fara út í hreina lífræna ræktun. Svo er- um við líka farin að selja lífrænt fæðubótarefni frá Bandaríkjunum, sem við flytjum sjálf inn, og alls kyns vítamín.“ Þóra fór í fjögurra ára nám í smáskammta- lækningum fyrir skemmstu og starfar nú sem hómópati samhliða verslunarrekstrinum. „Það má segja að hún sinni aðallega öðrum hópi við- skiptavina en ég. Aðstoðar fólk vegna óþols og þess háttar; ég sé um matarhliðina, vítamínin og reksturinn. Við viljum geta þjónað sem allra flestum og höfum mjög gaman af þessu.“ Hermann segist þjóna viðskiptavinum víða um land; segist raunar líta svo á að hann þjóni landsbyggðinni allri. „Við fáum viðskiptavini frá Vestmannaeyjum, Hólmavík, austan af Hér- aði … En við sinnum aðallega Norðvesturlandi, Norðausturlandi og Austurlandi.“ Fastir viðskiptavinir Hermanns eru margir, ekki síst fólk sem hefur búið erlendis og vanist lífrænum vörum. Stöðug þróun Hann segir mikið um að kennarar komi með skólakrakka í heimsókn á vorin, svo og leik- skólabörn. „Þau fá þá að smakka lífræna ávexti og finna mikinn mun. Börn eru svo ótrúlega næm, því þau eru óspillt eins og náttúran!“ Hermann segir stöðuga þróun á lífræna markaðnum. „Fólk lítur þetta líka sífellt já- kvæðari augum. Það er mjög gott að stórmark- aðir eru farnir að bjóða upp á lífrænar vörur, þannig kynnist fólk þeim og getur síðan prófað þær enn frekar hjá okkur, þar sem úrvalið er mun meira.“ Hann leggur áherslu á að litið sé á lífræn matvæli í stóru samhengi. „Nú ætla Akureyr- ingar í átak í umhverfismálum og lífrænu mat- vælin eru einn angi af því. Fólk þarf að átta sig á því að við sem búum núna á jörðinni eigum hana ekki bara fyrir okkur. Fólk á meginlandi Evr- ópu er komið mun lengra en við varðandi líf- ræna ræktun; Evrópubúar fóru þá leið nauð- beygðir og við ættum að læra af þeirra reynslu.“ Lífræn vara er nokkuð dýrari en hefðbundin, enda ekki hægt að bera þær saman, segir Her- mann. Lífræn ræktun tekur t.d. mun lengri tíma. „Vaxtarhraði lífrænna matvæla er mun hæg- ari en annarra og það þarf meiri mannskap. Ég segi stundum við fólk að við getum ekki bara al- ið börnin okkar upp til þriggja ára aldurs heldur verðum að gera það til tvítugs. Það er nákvæm- lega eins með epli; vaxtarhraðinn verður að hafa sinn gang ef fara á náttúrulega leið.“ Hermann telur mikilvægt að stjórnvöld setji Íslendingum einhver markmið á þessu sviði. „Það hefur ekki verið gert, því miður. Í Svíþjóð minnir mig að markmiðið sé að árið 2006 verði 30% ræktaðra matvæla þar í landi lífræn. Það væri mjög gott að setja sér markmið þannig að menn geti ekki komist upp með bara hvað sem er.“  MATUR | Hermann H. Huijbens og Þóra G. Ásgeirsdóttir í Heilsuhorninu á Akureyri skapti@mbl.is Bjóða upp á um 1.000 vörutegundir Hermann H. Huijbens: Eigandi Heilsuhorns- ins á Glerártorgi á Akureyri í versluninni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Úr Heilsuhorninu á Glerártorgi: Lífræn matvæli einn angi umhverfismála, segir eigandinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.