Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Coimbra kemur í dag. Arnarfell fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bootes og Haanseeraq koma í dag. Selfoss fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 bókband. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað og postulín, kl. 13 handa- vinna. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Aðstoð við böðun og glerskurður, kl. 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, sönghópurinn kl. 13.30, dans kl. 15.15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Hlað- hömrum, kl. 13–16 föndur og spil, kl. 12.30–15.30 tréskurð- ur, kl. 13.30–14.30 les- klúbbur, kór eldri borgara Vorboðar, æf- ing kl. 17–19. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 14.30 skemmtiatriði á vegum leikskólabarna á Bæj- arbóli og nema í Tón- listarskóla Garða- bæjar. Kaffisala á vegum kirkjunnar kl. 14–17. Trésmíðahópur með opið hús í kjallara kl. 13.30–16.30. Karla- leikfimi kl. 13.10. Lok- að í Garðabergi vegna vorsýningar sem er op- in kl. 13–19. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Kl. 9 videókrókur, kl. 10–11.30 pútt, kl. 11.20 leikfimi, kl. 13 gler- skurður. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 10.30 helgistund, leiðsögn í vinnustofu fellur niður vegna uppsetningar listsýningar. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handavinna, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist og ker- amik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler- og postulín, kl. 14 hörpu- hátíð, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 9 myndlistahópur, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl. 13.30–16 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 sam- verustund og leir. Vesturgata. Kl. 9.15– 12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 kóræf- ing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður, perlusaumur og morgunstund, kl. 10 boccia, kl. 13 hand- mennt og bridge. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Opið kl. 9–14. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 10–12 verslunin. Þórðarsveigur 1–5 Grafarholti. Kl. 13.30 opið hús. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gull- smára spilar í félags- heimilinu að Gullsmára 13 mánu- og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 11. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Spilakvöld í Kiw- anishúsinu kvöld kl. 20.30. Kristniboðsfélag kvenna, Fundur kl. 17 í umsjá Þóreyjar Ingv- arsdóttur. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 20 aðalfundur. Venjuleg aðalfund- arstörf, lagabreyt- ingar, önnur mál. Í dag er fimmtudagur 29. apríl, 120. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Vak- ið því og verið þess minnugir, að ég áminnti stöðugt sérhvern yðar með tárum dag og nótt í þrjú ár. (Post. 20, 31.)     Úr Vefþjóðviljanum:„Bregðast skólar hins opinbera með já- kvæðum hætti við sam- keppni frá einkaskólum þegar valfrelsi er aukið í skólamálum með ávís- anakerfi? Batnar árang- ur nemenda þegar þeir fara í einkaskóla? Fá einkaskólar til sín betri nemendur en opinberir skólar? Að sögn Caroline M. Hoxby, prófessors við Harvard-háskóla, eru þetta meðal algengustu spurninga um valfrelsi í skólamálum og um þær fjallar hún í nýlegri grein í Sænska hagfræðiritinu, Swedish Economic Policy Review. Með ávísanakerfi er átt við að hið opinbera greiðir fyrir menntun nemenda, en nemendur þurfa ekki að fara í op- inberan skóla, heldur geta þeir valið sér skóla, hvort sem er í opinberum rekstri eða einkarekstri. Talsverð reynsla er kom- in á slíkt kerfi í Banda- ríkjunum og á því byggir Hoxby rannsóknir sínar. Fyrstu spurningunni svarar Hoxby játandi; op- inberir skólar batni þeg- ar þeir standi frammi fyrir þeirri samkeppni sem verði til við að taka upp ávísanakerfi. Hún segir að samkvæmt kenn- ingu stuðningsmanna val- frelsis í skólamálum muni þeir skólar sem ekki standa sig missa nem- endur til hinna með þeirri afleiðingu ann- aðhvort að verri skól- arnir hverfi eða að þeir batni. Gögn sýni, að gæði opinberu skólanna að teknu tilliti til fjármagns, geti aukist um 50% til 69%. Óhætt er að segja að þessar tölur gefi til- efni til bjartsýni um að árangur megi auka veru- lega án aukinna útgjalda, ef frelsi og samkeppni fá að njóta sín á þessu sviði.     Önnur spurningin, þaðer að segja um það hvort árangur batni hjá nemendum sem fari í einkaskóla, segir Hoxby að sé óheppileg af að minnsta kosti tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að ekki eigi að spyrja um árangur án tillits til fjármagns sem sett sé í námið og hins vegar vegna þess að gögnin sýni að valfrelsi í skólamálum bæti þá op- inberu skóla sem verði að keppa við einkaskóla undir ávísanakerfi. En þrátt fyrir að spurningin sé gölluð kýs Hoxby að svara henni og hún segir að gögnin sýni að árang- ur hins almenna nem- anda batni við að fara í einkaskóla. Þriðja spurningin teng- ist spurningu númer tvö og snýst um það hvort að einkaskólar fái til sín betri nemendur en hinir skólarnir, og þar með hvort að það skýri ef til vill betri árangur. Hoxby segir að raunin sé sú að einkaskólarnir laði ekki til sín betri nemendurna. Ef eitthvað sé fái þessir skólar hlutfallslega mikið af nemendum sem séu álitnir síður eftirsókn- arverðir eða eigi í erf- iðleikum í námi.“ STAKSTEINAR Ávísanakerfi Víkverji skrifar... Víkverja finnst gott að koma við ákaffihúsum og fá sér mjólk- urkaffi í „göngumáli“ eins og plast- glösin með lokinu hafa verið nefnd. Þetta hefur Víkverji gert lengi og notið þess að drekka kaffið á leið- inni í vinnuna. Þetta kaffistand á Víkverja á sér hins vegar slæma hliðarverkun, en það er kostnaður- inn og hin endalausa umbúðanotk- un. Ætli Víkverji drekki ekki að meðaltali 4 bolla frá kaffihúsunum á viku og þar höfum við það: um 200 plastglös á ári falla til vegna þess- arar nautnar eins manns. Ætli sé ekki best að láta kostnaðinn fylgja með í leiðinni: 50 þúsund kall kost- ar kaffihúsadekur Víkverja á ári. Víkverja langaði af þessu tilefni til að draga aðeins úr óhófinu og fór að skoða málið. Eitt af því fyrsta sem hann uppgötvaði var að aðal- aðdráttarafl plastkaffisins fólst ekki í kaffigæðunum sjálfum, held- ur þeirri athöfn að drekka það í bílnum. Næst áttaði Víkverji sig á því að unnt er að kaupa úrvalskaffi á kaffihúsunum og hella bara upp á heima hjá sér. Ekki leið á löngu uns Víkverji fór að safna nokkrum not- uðum kaffiglösum og afgreiddi sjálfan sig í eldhúsinu með ná- kvæmlega eins drykki og hann hafði verið að borga 250–300 kall fyrir. Sparnaðurinn skilaði sér fljótt í bíóferð fyrir tvo auk þess sem kaffi Víkverja er ágætt á bragðið. Víkverji tekur samt fram að hann hefur alls ekki hætt öllum við- skiptum við kaffihúsin, heldur dregið töluvert úr óhófinu. 50 þús- und kall bara fyrir kaffibolla er talsverður peningur og ef Víkverja tekst að lækka þennan kostnað um helming, mætti kaupa gönguskó af vönduðustu gerð fyrir mismuninn. En auðvitað lifir Víkverji bara í blekkingu. Hvaða máli skiptir það í raun hvort peningunum er eytt í bíó, kaffi eða föt? Allt er þetta sóun í neyslu og aftur neyslu. x x x Víkverji, sem borðar skyr á hverj-um einasta degi, frétti af manni einum sem tók mataræði sitt í gegn og fór að borða skyr í annað hvert mál. Þarna var um að ræða ein- stakling sem vildi fá fitulitla fæðu með góðum prótínum til að byggja upp vöðva og losna við spik. Þetta heilsuátak gekk líkast til of langt þegar kona mannsins var farinn að finna skyrlok út um alla íbúð, sér til nokkurrar armæðu. Þetta voru hin- ir ólíklegustu staðir, undir sófa, inni í skápum og jafnvel inni á baði. Engu var líkara en maðurinn væri að troða í sig skyri í leyni. En stein- inn tók víst úr þegar skyrlokin fóru að gægjast undan koddanum. Það var bara heppni að það var skyr en ekki einhver önnur hollustufæða sem viðkomandi féll fyrir. Ímyndið ykkur ef þetta hefði allt saman ver- ið sardínudósir. Morgunblaðið/Eggert LÁRÉTT 1 kústum, 4 tré, 7 blítt, 8 lélegrar skepnu, 9 traust, 11 skordýr, 13 úrgangur, 14 skerandi hljóð, 15 úr- þvætti, 17 streita, 20 kona, 22 skolli, 23 bítur, 24 ílátið, 24 ákvarða. LÓÐRÉTT 1 sjávardýrum, 2 kurt- eisu, 3 södd, 4 ódrukkinn, 5 hnífar, 6 rödd, 10 verk- færi, 12 auðug, 13 ósoðin, 15 hyggin, 16 erfingjar, 18 skrökvar, 19 grúinn, 20 ró, 21 þyngdareining. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 afslöppun, 8 fornt, 9 niðið, 10 ann, 11 akkur, 13 arðan, 15 úthaf, 18 áfátt, 21 úlf, 22 nafns, 23 aftan, 24 hagnýting. Lóðrétt: 2 fersk, 3 litar, 4 pinna, 5 urðað, 6 efla, 7 áðan, 12 uxa, 14 rif, 15 úfna, 16 hafna, 17 fúsan, 18 áfast, 19 ástin, 20 tonn. Krossgáta   Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html Skemmtileg sýning ÉG fór, ásamt fimm öðr- um, að sjá Saumastofuna sem Leiklistarfélag Sel- tjarnarness sýnir. Verkið var sýnt í Félagsheimili Seltjarnarness. Mig langaði að koma því á framfæri að þetta var rosalega skemmtilegt og vel gert hjá þeim. Helm- ingurinn af okkur hafði séð þetta í Iðnó en þessi sýning var ekki síðri, vel gert hjá þeim og var hin besta skemmtun. Óska þeim til hamingju með þetta. Ánægður áhorfandi. Brottfall úr skólum er foreldravandamál VEGNA frétta í Sjónvarp- inu (RÚV), föstudags- kvöldið 23. apríl sl. um brottfall úr skólum, vil ég lýsa undrun minni á skiln- ingsleysi þeirra sem þar lýstu skoðun sinni á mál- inu. Ekki var minnst einu orði á meginorsök þess að unga fólkið hættir í skól- anum. En hún er fátækt. Unga fólkið sem engan á að eða á engan sem styður við bakið á því. Unga fólkið sem stendur efst í systk- inahópi margskilinna for- eldra sem ekki muna leng- ur eftir upphafinu, og ekki hefur nein tök á að sjá öll- um farborða. Eða þau sem hafa verið látin skrifa upp á fjárhagsskuldbindingar fyrir foreldra sína. Þau hafa síðan orðið að hverfa úr skóla til þess að vinna fyrir lánunum sem svokallaðir foreldrar hafa eytt og síðan látið falla á unga fólkið. Eins mætti minnast á að aðstoð frá félagsmálageir- anum til unglinga sem eiga foreldra sem eru öryrkjar, þarf að sækja í gegn um slíkt nálarauga að til þarf helst löglærðan mann í fullu starfi. Þessar ástæður og aðrar þeim tengdar álít ég að séu stór þáttur í því hve margir hætta í skólanum í miðju námi. Áslaug Kjartansdóttir, Vík. Verð á nikótín- tyggjói LESANDI tekur undir orð vinar Víkverja nú á dög- unum, um hátt verð á nikótíntyggjói. „Ég hef reykt í 20 ár og lengi vel hátt í tvo pakka á dag. Ég hef nú verið reyk- laus í fjóra mánuði, án Nicotinell hefði ég aldrei getað hætt. Mér hins vegar blöskrar verðið, ég borga fyrir 84 stk um 2500 kr. Ég legg til að þeir sem málið varðar endurskoði verðið. Það þarf að vera meiri fjár- hagslegur ávinningur af því að hætta.“ Tapað/fundið Kort týndust NOKKUR kort saman í plasti týndust, líklega á planinu hjá Glæsibæ, vest- anverðu, sl. þriðjudag. Eig- andinn þarf mjög á þessum kortum að halda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 1692 og 820 1692. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.