Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 37 Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. ✝ Oddur Thor-arensen fæddist í Reykjavík 12. janúar 1932. Hann lést á Dvalarheimilinu Grund hinn 20. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Óskar Thorarensen for- stjóri, f. 24.9. 1887, d. 20.9. 1953, og kona hans Ingunn Eggertsdóttir Thor- arensen, f. 7.1. 1896, d. 12.3. 1982. Systk- ini Odds eru: 1) Egg- ert Thorarensen, fv. forstjóri B.S.R., f. 26.5. 1921. 2) Guðrún Thorarensen, fv. gjaldkeri hjá Sýslumannsembættinu í Rvk, f. 1.4. 1923. 3) Þorsteinn Thoraren- sen, rithöfundur og bókaútg., f. 26.8. 1927. 4) Skúli Thorarensen, fv. fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Kópavogi, f. 12.1. 1932, d. 28.8. 1969. 5) Solveig Thorarensen, fv. kennari við M.K., f. 9.9. 1933. 6) 1960, fóstra og landfræðingur. Börn þeirra: Salka, f. 16.4. 1990, og Jökull, f. 10.5. 1992. Oddur varð stúdent frá M.R. ár- ið 1953; lauk kennaraprófi 1957. Hann varð cand. theol. frá H.Í 1958. Oddur var kennari við Voga- skóla í Rvk. 1958-60, sóknarprest- ur á Hofi í Vopnafirði 1960-63 og stundaði jafnframt kennslu á Vopnafirði. Hann var sóknarprest- ur á Hofsósi 1963-66, síðar gæslu- maður á Náttúrufræðistofnun Ís- lands í 30 ár. Hann vann að útgáfu ásamt Þorsteini Thorarensen: Myndskreytt Biblía Fjölva og Skipabók Fjölva. Oddur var mikill áhugamaður um sönglist, enda söngmaður góður og ágætur org- elleikari. Á skólaárunum söng hann ásamt Skúla tvíburabróður sínum Glunta Wennerbergs við ýmis tækifæri. Til að mynda hefur varðveist frá þeim tíma upptaka með söng þeirra frá dagskrá há- skólastúdenta í Ríkisútvarpinu á fyrsta vetrardag. Einnig söng Oddur um tíma með Fílharmóníu- kórnum undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Útför Odds verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ásta Guðrún Thor- arensen, fulltrúi hjá Tollstjóraembættinu í Reykjavík, f. 10.7. 1937. Hinn 7. júní 1957 kvæntist Oddur Helgu Jarþrúði Jónsdóttur, f. 22.2. 1939. Hún er dóttir sr. Jóns Péturs- sonar prófasts á Kálfafellsstað og konu hans Þóru Jónsdóttur. Oddur og Helga skildu. Synir þeirra eru: 1) Óskar Ingi, f. 16.4. 1958, myndlist- armaður; sambýliskona Ingeborg Linda Mogensen, f. 22.4. 1955, prentsmiður (skildu). Börn þeirra: Pan, f. 12.1. 1981, nemi, og Rúna, f. 11.2. 1983, nemi, sambýlismaður: Daði Ólafsson, f. 10.9. 1980, lög- fræðinemi. Þeirra sonur Ólafur, f. 20.1. 2002. 2) Jóhann, f. 19.6. 1959, jarðfræðingur; kona hans Arna Björk Þorsteinsdóttir, f. 24.6. Myndin sýnir þrjú systkin. Tvo drengi og eina telpu. Telpan er yngri, tveggja ára, og drengirnir tvíburar ári eldri, tveir bjarteygir glókollar, sem halla sér ofurlítið í átt að litlu systur eins og til að vernda hana, en hún, þungbúin á svip, hnyklar brýnnar í ákafri ein- beitingu við að spenna greipar. Óneitanlega skemmtileg mynd, jafnvel svo, að ljósmyndarinn sjálf- ur, Sigríður Zoëga, finnur hjá sér hvöt til að stækka hana í yfirstærð og stilla út í sýningargluggann sinn í Austurstræti, þar sem hún hangir um hríð og vekur athygli vegfar- enda. Eins og vera ber um svo jafn- aldra systkin eiga þau eftir að fylgj- ast að gegnum bernsku- og æskuárin. Önnur mynd, augnabliksmynd, tekin nokkrum árum seinna í stof- unni heima. Það er sunnudagur og systkinin eru spariklædd, telpan í fínu kápunni sinni og drengirnir með þessi líka flottu kaskeiti á höfð- inu. Þau hafa, eins og svo oft áður, fengið sunnudagspening hjá ömmu sinni til að fara í bæinn að kaupa sér ís og jafnvel að fara í þrjú-bíó – í al- menn sæti, sem kosta bara tvær kr. Stundum er líka gaman að koma við og gefa öndunum á Tjörninni. Eitt sinn á leið um Hljómskála- garðinn hætta bræðurnir sér of langt út á Tjarnarbakkann. Það er um vetur og þeir eru með flughúfur á höfðinu, spenntar undir kverk. Annar dettur í Tjörnina og virðist hætt kominn, en hinn er ekki á því að gefast upp og sýnir snarræði með því að toga bróður sinn á flug- húfunni upp úr vatninu; björgunar- afrek, sem lengi er í minnum haft í fjölskyldunni. Í huganum eru bernskuárin fljótt að baki og lærdómsárin taka við. Í menntaskóla eiga systkinin samleið og bralla ýmislegt. Það verður að segjast, að þau eru ekki allt of sleip í stærðfræðinni, svo að pabbi gamli skaffar stærðfræðiséní til að bæta úr því. Það er þá reyndar einn af leigubílstjórunum á stöðinni! Systk- inin sitja ásamt séníinu í kringum stóra borðstofuborðið, uns málun- um er bjargað fyrir horn. – Öll eru þau fyrir músík og söng. Hún er lið- tæk við píanóið og þeir hafa báðir góðar raddir. Ergo – Þau fara að æfa saman Glúntana eftir Wenner- berg og troða upp á skólaskemmt- unum. Gaman! Og það verður enn meira gaman, því þau fá öll að spreyta sig saman í skólaleiknum (Herranótt). Og – allt í einu er kom- ið að stúdentsprófum. Að þeim loknum fara systkinin svo í mynda- töku til meistara Kaldals. Og sagan endurtekur sig. Meistari Kaldal stækkar myndina upp í yfirstærð og stillir henni út í sýningarkassann sinn við Laugaveg 11, öllum til sýn- is næstu mánuðina. Nú eru bræðurnir báðir horfnir yfir móðuna miklu og systirin situr hér ein og kveður þá. Systir. Nú er Oddur móðurbróðir minn allur. Myndarlegur, með dökkt og mikið hár, fríður sýnum og sterk- greindur. Hann er órjúfanlegur hluti æskuminninga af Fjölnisveg- inum, þar sem hann hélt heimili með ömmu minni Ingunni og systur sinni Rúnu. Ég minnist yndislegra sumardaga í leik með þeim Odds- sonum Óskari og Jóhanni í garð- inum stóra með háu trjánum, æv- intýralandi barnshugans. Ef ekki viðraði til útileikja vorum við ávallt velkomin í herbergið hans Odds. Þar sýndi hann okkur myndir af stórum skipum sem höfðuðu sterk- ar til drengjanna, en stúlkan fylgd- ist með af skyldurækni og beið eftir að Oddur stæði nú upp, settist við hljóðfærið sitt, forláta harmóníum sem hann steig af miklum móð, spil- aði og kenndi okkur sálmalög, og söng með sínum þróttmikla baritón. Ég minnist líka ferða á Náttúru- gripasafnið þar sem hann starfaði. Þar leiddi hann mig og fræddi um undur náttúrunnar, sýndi mér fal- lega steina og glitrandi kristalla, fugla og dýr hinnar íslensku Faunu að ógleymdum hinum klunnalega Geirfugli. Oddur sá um öll prestsverk í fjöl- skyldunni og var myndarlegur og tilkomumikill í prestsskrúðanum er hann jós börnin vatni, gaf þeim nafn og bað þeim Guðs blessunar. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna. Þau voru samrýnd systkin- in, móðir mín Solveig og hann, enda einungis eitt ár á milli þeirra. Þau músíseruðu mikið saman, móðir mín lék á píanó og hann söng. Ég renni grun í að þetta hafi verið þeim báð- um afar kærar stundir. Þeir voru líka góðir vinir, faðir minn Sturla og Oddur. Ræddu málefni líðandi stundar og lágu ekki á skoðunum sínum enda báðir með sterkar meiningar á mönnum og málefnum, en þeir umgengust hvor annan af gagnkvæmri virðingu. Þegar ég eltist gerði ég mér grein fyrir því að lífshlaup frænda míns hafði ekki verið eintómur dans á rósum. Hann þurfti að glíma við sjúkdóm sem setti mark á allt hans líf. Hann fann til þess að vera ekki að fullu þátttakandi í lífinu og átti erfitt með að sætta sig við það. Ég dáist að þessum frænda mínum sem hélt reisn sinni þrátt fyrir allt. Um leið og ég votta sonum hans og öllum aðstandendum samúð mína, kveð ég hann með virðingu og heyri hann í anda syngja sinni fal- legu röddu: Sommerens sidste blomster fandt jeg på min vej Jeg bar den hjem ved mit hjerte nu sender jeg dem til dig. Det går et suk gjennem skogen av navnlös kvide og ve; Snart sovner de sidste blomster under den förste sne. (Kristmann Guðm.) Ingunn Ósk Sturludóttir. ODDUR THORARENSEN ✝ Laufey SigurrósJónsdóttir fædd- ist á Melum á Kjalar- nesi 12. ágúst 1916. Hún lést á Landakoti 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson frá Miðfelli í Hvalfirði, f. 14. nóvember 1882, d. 4. júlí 1961, og Sig- ríður Andersdóttir, f. 9. september 1880, d. 30. september 1958. Þau bjuggu á Melum á Kjalarnesi til 1929, fluttu þá að Hnausi í Flóa til 1940, síðan til Reykjavíkur. Systkini Laufeyjar eru Lilja, f. 1903, Þórður Gunnar, f. 1905, Vilborg, f. 1907, Erlendur Helgi, f. 1908, Jón Þórir, f. 1910, Bjarni, f. 1913, Anders Gunnþór, f. 1919, Gústaf Adólf, f. 1920, og Níels Helgi, f. 1921. Laufey átti Dögg, f. 1970, maki Arnþór Sig- urðsson, börn Sól og Snær, hún á dóttur með Sigmar Friðgeirssyni, Sunnu. b) Tinna, f. 1973. c) Páll Orri, f. 1978. 4) Gústaf Adólf, f. 1949, maki (skilinn) Ingibjörg Indriðadóttir, börn þeirra: a) Selma, f. 1973, maki Steffeen Leesner, barn Tinna Líf. b) Brynj- ar, f. 1977, sambýliskona Panalap Supanee. 5) Sigríður Jóna, f. 1951, maki Þorbjörn Gunnarsson, synir þeirra: a) Friðrik, f. 1978, barns- móðir Íris Friðvinsdóttir, sonur Friðvin Alex, og b) Gunnar, f. 1988. Sonur Sigríðar með Sigurði Þor- valdssyni, c) Ólafur, f. 1968, maki Praiwan Keffee, synir Alex og Ar- on. 6) Guðfinnur, f. 1954, maki Jó- hanna Einarsdóttir, börn þeirra: a) Ólafur, f. 1974, sambýliskona Anna Amssova. b) Inga Helma, f. 1977, maki Guðmundur Björnsson, synir þeirra: Aron Freyr og Bjarki Þór, sonur með Gunnari Gunnarssyni, Arnar Fannberg. c) Laufey. 7) Barn hennar Svavar Diðriksson, f. 1933, d. 1937. Útför Laufeyjar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. einnig eina hálfsystur, Þóru, f. 1907. Þau eru öll látin nema Níels Helgi. Laufey giftist Ólafi Guðfinnssyni frá Litla-Galtadal á Fells- strönd í Dalasýslu, f. 1908, d. 1997. Foreldr- ar hans voru Guðfinn- ur Jón Björnsson, f. 1870, d. 1942, og konu hans Sigurbjargar Guðbrandsdóttur, f. 1874 d. 1958. Börn Laufeyjar og Ólafs eru: 1) Sólrún, f. 1942, maki Þórhallur Bjarnason, dætur þeirra a) Esther Laufey, f. 1962, maki Ragnar Hauksson, börn Þór- hallur og Sólrún. b) Jóhanna, f. 1964, maki Gunnar Birkisson. 2) Örn, f. 1945, er á sambýli. 3) Sig- urbjörg, f. 1947, maki Finnur Ell- ertsson, börn þeirra a) Sigurbjörg Ég kveð þig heitu hjarta. – Minn hugur klökkur er. Ég veit, að leið þín liggur svo langt í burt frá mér. Mér ljómar ljós í hjarta, – sem lýsir harmaský, þá lífsins kyndla kveikti þín kynning björt og hlý. Og þegar vorið vermir og vekur blómin sín, í hjartans helgilundum þá hlær mér minning þín. (Jón Þórðarson.) Elsku amma Laufey, nú hefur þú kvatt okkur, og ég sé þig aldrei meir. Vonandi tók afi á móti þér og vísar þér veginn, þú varst nú viss um að hann hefði auga með þér og passaði upp á þig eftir að hann lést. Mér finnst samt eins og þú sért hérna hjá okkur ennþá vegna allra góðu minninganna sem ég á um þig. Frá því að ég fæddist hef ég komið reglulega í Mávahlíðina til þín og afa. Þótt ferðunum fækkaði eitthvað um unglingsárin þá jukust þær aft- ur þegar ég var komin til vits og ára. Að fara í Mávahlíðina var fast- ur punktur í tilverunni og það er sárt að vita að það er liðin tíð. Það var oft glatt á hjalla og ekk- ert óvanalegt að margt væri um manninn í litla eldhúsinu þínu, mik- ið hlegið og skrafað um daginn og veginn, tekist á um pólitík og fót- bolta. Það var alltaf heitt á könn- unni og kaffibrauð til að bjóða með því. Ef hann Gunni minn var með þá áttir þú alltaf einn kaldan í ísskápn- um handa honum og sagðir við hann ef hann var tregur til: „Svona fáðu þér nú einn, Jóhanna keyrir bara heim.“ Er ég sit hér og pára þetta á blað þá sækja minningarnar að mér, við Esther að leik úti í garði í Mávahlíð- inni, öll jólaboðin, við öll í Kjósinni, þú að heimsækja okkur í tjaldúti- legu á Þingvöllum, svona gæti ég haldið endalaust áfram. Þótt minn- ingarnar séu margar og góðar er svolítið erfitt að henda reiður á því sem er fjær í tíma. Það er skýrast sem á daga okkar hefur drifið síð- astliðin ár, þú þá orðin vel við aldur en barst hann þó alltaf vel. Augun þín sviku þig allt of snemma, en þú lést það ekkert á þig fá, hélst þínu striki og lærðir bara að lifa með því. Alltaf ver þér efst í huga að geta verið heima eins lengi og heilsan leyfði, og á hörkunni einni saman tókst þér það, þú varst bara búin að vera nokkrar vikur á Landakoti þegar þú lést. Þú hafðir alltaf skoðun á mönnum og málefnum og varst óspör á að segja til og láta fólk vita hvort þér líkaði eða mislíkaði eitthvað. Þetta fór nú misvel í suma en jafnaði sig yfirleitt á endanum. Þú hélst þínum karakter alveg fram á síðasta dag og er það mér minnisstætt þegar þú skammaðir hjúkrunarkonurnar daginn sem þú lést. Þær fengu nú að heyra það að þér mislíkaði meðferðin þótt þær væru nú aðeins að reyna að gera þér gott. Það var eitt af því sem ég dáði mest í fari þínu að segja þína mein- ingu og standa við hana. Það var alltaf jafn gaman að koma til þín því þú þakkaðir fyrir hverja heimsókn eins og verið væri að gefa þér gull, varst alltaf jafn glöð ef einhver kom og leit inn til þín. Ekki má gleyma að þakka þessu frábæra starfsfólki bæði á Land- spítalanum og á Landakoti fyrir hversu vel það hugsaði um þig og reyndi eftir bestu getu að láta þér líða vel. Það var mér mikill heiður að fá að vera hjá þér á dánarbeðinum og ég er viss um að það var vel tekið á móti þér hinum megin. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Guð blessi minningu þína. Jóhanna. LAUFEY SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að símanúmer höfundar og/eða send- anda (vinnusími og heimasími) fylgi með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.