Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 28
UMRÆÐAN
28 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÁ því ég var ungur maður á
námsárum hef ég tekið marga
snerruna við hægri menn um nauð-
syn þess að almanna-
hagsmunir í fjöl-
miðlun séu tryggðir.
Þeir hafa alltaf sagt:
,,Það sem fólkið vill“
mun stýra okkur að
bestu lausn. Frjáls
markaður. Nú sé ég
þá á öllum skjám,
heyri á öllum rásum
og les í öllum blöðum
það sem augljóst hef-
ur verið: Ríkisvaldinu
ber skylda til að
tryggja fjölbreytni í
fjölmiðlun enda svo
ríkir lýðræðislegir almannahags-
munir í húfi að ekki verður hjá
komist.
Fjölmiðlafrumvarp Davíðs
Ég er eigi að síður eindreginn and-
stæðingur fjölmiðlafrumvarps Dav-
íðs Oddssonar. Það er svo bersýni-
lega sprottið úr persónulegri óvild
hans sjálfs á einu fyrirtæki að það
eitt gerir málið vanreifað. Hrað-
soðin skýrsla nefndar skipuð póli-
tískum erindrekum breytir engu,
og má þó margt gott um hana
segja, þótt gölluð sé. Takmarkanir
á eignarhaldi geta vel átt við í fjöl-
miðlun og má alls ekki
útiloka þá leið, sem
hluta af heildstæðri
áætlun um hvernig
fjölmiðlalandslag á að
vera hér á landi. Þetta
frumvarp er ekki hluti
af neinni heildar-
áætlun, nema þeirri,
að svala hefnd-
arþorsta eins manns,
sem telur nokkra fjöl-
miðla í landinu ekki
hafa þjónað lund sinni
nægilega vel. Það er,
eins og starfsloka-
samningur hans sjálfs, klæðskera-
sniðið að sérstökum aðstæðum.
Hver er staðan sem
þarf að breyta?
Það er staðreynd að yfirburða-
stærð Baugsveldisins á íslenskum
neytendamarkaði færir Norður-
ljósum umtalsvert forskot í krafti
viðskiptasambanda til að afla aug-
lýsinga. Baugs-miðlarnir búa við
samkeppnisforskot gegn öðrum
miðlun vegna eigendatengsla. Það
skekkir stöðu annarra miðla og
gerir nýjum samkeppnisaðiljum
erfitt að ráðast inn á markaðinn.
Þá er staða ritstjóra Fréttablaðs-
ins, sem einnig er eigandi í sam-
steypunni og stjórnarmaður í
Norðurljósum vægast sagt umdeil-
anleg og umhugsunarefni þeim
samtökum blaðamanna sem berjast
gegn frumvarpinu. ,,Sjálfstæði“ rit-
stjórnar sem svona er skipuð er
augljóslega ekki hafin yfir tor-
tryggni. Ekki frekar en staða rit-
stjóra Morgunblaðsins sem alla tíð
hefur verið – og enn er – rækilega
samofin pólitískri forystu Sjálf-
stæðisflokksins. Eigi að síður
munu þeir fáir í landinu sem trúa
því eins og forsætisráðherra að
upp sé komið einstakt kreppu-
ástand í lýðræðismálum þjóð-
arinnar sem verði að leysa í einu
vandarhöggi. Í þeim orðræðum
sem ég hef átt við talsmenn
,,frjálsrar verslunar“ í fjölmiðlum
hef ég árum saman varað við því
að stefna þeirra leiddi til óheftrar
viðskiptavæðingar, samþjöppunar
á eignar- og áhrifavaldi og fá-
breytni í fjölmiðlum. Þær viðvar-
anir eiga svo sannarlega við enn.
En þetta er mál sem þarf að leysa í
miklu víðtækari sátt og breiðari
grunni en hér er lagt til.
Illa hugsað
Frumvarpið er meingallað. Engin
úttekt liggur fyrir um það til hvers
eignatakmarkanir munu leiða fyrir
rekstur þeirra miðla sem starfa. Þá
er fáránlegt (miðað við yfirlýstan
tilgang frumvarpsins) að banna
fyrirtækjum að eiga í senn dagblað
og útvarp, en leyfa hins vegar einu
fyrirtæki að eiga öll dagblöð í land-
inu; eða öðru að eiga allt útvarp og
sjónvarp á einni hendi! Væri það
þóknanlegt Alþingi að Morg-
unblaðið, DV og Fréttablaðið væru
öll í eigu eins og sama fyrirtækis
undir 25% forystu eins auðkýfings,
og allar ljósvakastöðvar í landinu í
eigu annars fyrirtækis undir stjórn
sonar þess sama manns? Frum-
varpið gerir ráð fyrir það slíkt sé
leyfilegt. Þetta eina dæmi sýnir
hve illa hugsað þetta allt er.
Ef menntamálaráðherra skyldi
fá eitthvert hlutverk í þessu öllu
ætti hún auðvitað að skipa nefnd á
breiðum pólitískum grunni til að
taka upp þráðinn frá skýrslunni.
Sú nefnd yrði að skilgreina miklu
betur æskileg markmið fjölmiðl-
unar í landinu en hin fyrri. Nýja
skýrslan setur eignarhald í brenni-
punkt, sem er fráleitt eina athug-
unarefnið. Fjölbreytt rekstrarform
er annað. Nýting takmarkaðra
auðlinda – útvarpsrásanna – er
mikilvægt mál. Rækileg könnun á
samsetningu auglýsingamarkaðar-
ins er ekki síður umræðuefni en
eignarhald. Allir blaðamenn og
dagskrárgerðarmenn vita að aug-
lýsingavaldið í íslenskum fjöl-
miðlum er miklu áhrifameira en
eigendavaldið. Það grafalvarlega
mál er pólitískum hugsuði málsins
óviðkomandi. Og hvers vegna rek-
ur ríkið sjálfstæða dreifing-
armiðlun gervihnattasjónvarps
gegnum Símann á hinu svokallaða
Breiðvarpi? Hvað felst í ummælum
ráðamanna um stöðu RÚV um að
afnema afnotagjöldin? Af nógu er
að taka. Stefna ber að því að heild-
stæð löggjöf um fjölmiðlun verði til
á næstu 18 mánuðum. En líkast til
þurfum við að bíða eftir ríkisstjórn
frjálslyndra jafnaðarmanna til að
hreinsa út.
Frjálshyggjan gefst upp!
Stefán Jón Hafstein skrifar
um fjölmiðlafrumvarp ’…auglýsingavaldið ííslenskum fjölmiðlum er
miklu áhrifameira en
eigendavaldið.‘
Stefán Jón Hafstein
Höfundur er formaður framkvæmda-
stjórnar Samfylkingarinnar.
FRAMKVÆMDIR við færslu
Hringbrautar í Reykjavík hefjast
að öllum líkindum innan skamms.
Aðeins er eftir að undirrita tilboð í
verkið. Til stendur að færa Hring-
brautina suður fyrir
Læknagarð og Um-
ferðarmiðstöð.
Megintilgangur með
færslunni er sagður
vera að sameina lóðir
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss svo að þar
megi reisa hátækni-
sjúkrahús framtíðar.
Mér finnst að með
þessu séu minni hags-
munir teknir fram yfir
meiri. Mikilvægustu
rökin gegn fram-
kvæmdinni eru, að
mínu mati, að skipulag
Vatnsmýrarinnar liggur ekki fyrir.
Ný Hringbraut, breiðari og með
hljóðmön, skerðir mjög nýting-
armöguleika Vatnsmýrar og hefur
áhrif á þróun miðbæjarsvæðis
borgarinnar um alla framtíð.
Gamli miðbærinn er lítill og
þröngur. Hann þjónaði vel hlut-
verki sínu á meðan borgin var
minni, en eftir því sem borgin vex
eykst vandinn og umferð til og frá
honum verður erfiðari. Því er mik-
ilvægt að hann fái aukið rými og til
þess skapast kjörið tækifæri, þ.e.
að þróa miðborg framtíðar, þegar
flugvöllurinn fer úr Vatnsmýri.
Vegna þeirrar framtíðarsýnar
greiddi ég því atkvæði að flugvöll-
urinn færi. Því eru mikil vonbrigði
að sjá þetta tækifæri verða að litlu.
Áður en ráðist er í nokkrar fram-
kvæmdir í Vatnsmýri ætti að kanna
væntingar landsmanna til svæð-
isins. Þetta er verðmætt svæði og
ásókn í lóðir þar á eftir að verða
mikil og ekki má láta hagsmuni ein-
staklinga eða fyrirtækja ráða
skipulagi og nýtingu þess. Skjóta
ætti öllum framkvæmdum eða nið-
urrifi mannvirkja í
Vatnsmýri á frest þar
til búið er að móta
stefnu um framtíð-
arnýtingu og það
hvernig tengja á
gatnakerfi svæðisins
við nærliggjandi hverfi
og höfuðborgina alla.
Mín framtíðarsýn er
sú að norður-suður
flugbrautin verði að
glæsilegri versl-
unargötu. Þar verði
grænt belti í miðju
með litlum kaffihúsum
og matsölustöðum,
bæði úti og inni. Fyrir miðri braut
verði stórt torg sem hentaði fyrir
fjöldasamkomur. Gatan gæti tengst
gamla miðbænum við enda Hljóm-
skálagarðs. Einnig kæmi tenging
við gamla miðbæinn við Sól-
eyjargötu, Njarðargötu og Snorra-
braut. Ný Hringbraut, samkvæmt
núverandi útfærslu, samrýmist
þessari sýn engan veginn. Einnig
tel ég mikilvægt, til þess að borg sé
lifandi, að þar megi greina tengsl
við sögu og náttúru. Þess vegna á
að bíða með að rífa mannvirki, t.d.
þau sem tengjast sögu flugsins, s.s.
gamla flugturninn.
Hallgrímur Helgason rithöfundur
ritaði grein um færslu Hring-
brautar í Morgunblaðið 7. mars síð-
astliðinn. Þar líkir hann Hring-
brautinni við hryggsúlu manns-
líkamans. Hann líkir framkvæmd-
inni við hryggbrot þar sem ljótur
sveigur kemur á hryggsúluna. Ég
vil ganga lengra í samlíkingunni.
Færslan felur ekki eingöngu í sér
hryggbrot, hún veldur enn meiri
skaða á borgarlíkamanum. Ef
Hringbrautin er hryggsúla borg-
arlíkamans, þá er gamli miðbærinn
hægra lunga, Tjarnarsvæðið hjart-
að og Vatnsmýrin vinstra lunga.
Með framkvæmdinni sveigist
hryggurinn inn í vinstra lunga og
veldur örvefsmyndun og æðastífl-
um. Súrefnisflæði um stórborg-
arlíkamann verður minna og lífs-
gæði þar með.
Hagsmunir hverra ráða þarna
för? Stjórnendur Reykjavík-
urborgar og Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss munu hafa gert sam-
komulag um að fremur skuli reisa
hátæknisjúkrahús framtíðar á
Landspítalareit en í Fossvogi.
Skoðanir starfsfólks LSH og
þeirra, er þekkja vel til starfsemi
sjúkrahússins í dag, eru þó mjög
skiptar um það hvor staðurinn
henti betur, þ.e. við Hringbraut eða
í Fossvogi. Ýmis rök mæla með
Fossvogi. Hann er meira miðsvæðis
á höfuðborgarsvæðinu sem gerir að
verkum að styttra er fyrir neyt-
endur að sækja þjónustu þangað.
Landrými er þar nægilegt og ekki
eins verðmætt og við Hringbraut.
Ekki þarf að rífa neitt af því hús-
næði sem þar er fyrir. Það er
nýrra, hluti þess aðeins fárra ára,
deildir eru rýmri og svara betur
þörfum nútímans en sumar deildir
við Hringbraut. Vegna nægilegs
landrýmis er auðveldara að leggja
nægilega mörg bílastæði fyrir neyt-
endur þjónustunnar, starfsfólk og
aðstandendur.
Vatnsmýrin er dýrmætasta bygg-
ingarland framtíðar og það er afar
mikilvægt að hún verði nýtt til að
reisa nýja miðborg til viðbótar
gamla miðbænum og að nýi hlutinn
tengist þeim gamla eins vel og
frekast má verða. Ég vona svo
sannarlega að tilboðum í færslu
Hringbrautar verði hafnað og fyrst
verði hugað að heildarskipulagi
Vatnsmýrar. Ég vona einnig að al-
menningi verði gefinn kostur á að
tjá sinn vilja um skipulagið og hvað
beri að hafa forgang. Ef í vænt-
anlegu heildarskipulagi fælist t.d.
að umferð úr vesturbæ og af Sel-
tjarnarnesi dreifðist meira, það má
t.d. hugsa sér að Ægisíða haldi
áfram til austurs, þá myndi umferð
um Hringbraut minnka. Komum í
veg fyrir skipulagsslys sem erfitt
verður að bæta fyrir síðar. Höfum
forgangsröðina rétta. Byrjum á
heildarskipulagi.
Færsla Hringbrautar –
skipulagsslys
Guðrún Guðmundsdóttir
skrifar um skipulag ’Mikilvægt er að gamlimiðbærinn fái aukið
rými og til þess skapast
kjörið tækifæri, þ.e. að
þróa miðborg fram-
tíðar.‘
Guðrún
Guðmundsdóttir
Höfundur er íbúi í Reykjavík.
Kokkabókastatíf
Verð 3.990 kr.
Klapparstíg 44
Sími 562 3614
Litir: Svart, blátt,
grænt, grátt
Nýtt! drapplitur