Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 30
6$**  -  .      *, '#  ,   0       Rússneskir hermenn ganga hjá smáhöndlurum á götu í Kalinin- grad. Meðal hinna fátæku íbúa þessarar rússnesku hólmlendu við Eystrasaltið hefur á síðustu árum byggzt upp gremja í garð stjórn- valda í Moskvu, sem þeir álíta sýna vandamálum héraðsins skiln- ingsleysi. „Moskvu er alveg sama um okk- ur, og nú verðum við einangruð af ESB. Það á að skilja okkur eftir í fátækt,“ segir ellilífeyrisþeginn Valentina Fjodorovna, sem selur lauk og blóm á götu í miðborginni. Gremja í garð Moskvu 30 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F ulltrúar Rússlands og Evrópusambandsins náðu á þriðjudag sam- komulagi um tímabundn- ar aðgerðir sem ætlað er að milda áhrif þess að Rússland tapar hefð- bundnum mörkuðum fyr- ir útflutningsvörur sínar er stækkun Evrópusambandsins til austurs gengur í gildi 1. maí. Í endurnýjuðum samstarfssamningi þessara tveggja stóru viðskiptablokka, sem lengi hafði verið unnið að, samþykkti ESB einnig að vöru- flutningar milli rússnesku hólmlendunnar Kal- iningrad og Rússlands sjálfs verði tollfrjálsir. Hið 15.000 ferkílómetra svæði í kringum hafn- arborgina Kaliningrad, sem áður hét Königs- berg, verður umlukt ESB-landsvæði eftir inn- göngu Litháens og Póllands í sambandið. Rússnesk stjórnvöld samþykktu í staðinn að samstarfssamningurinn endurnýjaði næði einnig til nýju ESB-aðildarríkjanna, sem flest voru áður hluti Austurblokkarinnar og háð við- skiptum við Sovétríkin. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að tilgang- ur umsaminna aðlögunarákvæða samningsins sé að hindra að snögglega skerist á hefðbundin viðskipti. Yfirlýsingin endurspeglar ugg ráða- manna í Moskvu um að tolla- og innflutnings- reglur þær sem Austur-Evrópuríkin þurfa að taka upp eftir inngönguna í ESB muni gera rússneskan varning dýrari og þar með torvelda aðgang hans að hefðbundnum mörkuðum. Framkvæmdastjórn ESB hafði ætlazt til þess að samstarfssamningurinn við Rússland næði sjálfkrafa yfir nýju aðildarríkin, en Rúss- ar höfðu krafizt þess að fyrst yrðu svör fundin við 14 tilteknum spurningum. Ein þessara spurninga varðaði sérstakt gjald sem nýju ESB-aðildarríkin Litháen og Pólland kynnu að leggja á vöruflutninga milli Kaliningrad-hér- aðs og Rússlands sjálfs. Afskipti af stöðu Rússa í Eistlandi og Litháen Undirritun samkomulagsins frestaðist fram á síðustu stundu vegna kröfu Rússlandsstjórn- ar um tryggingar fyrir réttindum rússnesku- mælandi minnihlutans í Eistlandi og Lettlandi. „ESB og Rússneska sambandsríkið fagna aðild að ESB sem öruggri tryggingu fyrir vernd mannréttinda og einstaklinga sem til- heyra [þjóðernis-]minnihlutahópum.“ Réttindi þessa fólks, sem verður nýr minni- hlutahópur í hinu stækkaða ESB, reyndust síð- asti steinninn í götu samkomulags. Um 30% íbúa Eistlands og þriðjungur íbúa Lettlands eru rússneskumælandi fólk sem bú- ið hefur þar frá því löndin tvö tilheyrðu Sov- étríkjunum. Sumt af því er ekki af eiginlegum rússneskum uppruna, heldur ættað frá öðrum svæðum Sovétríkjanna sálugu, svo sem Hvíta- Rússlandi og Úkraínu. Samtals býr nær ein og hálf milljón rússneskumælandi fólks í Eystra- saltslöndunum þremur, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, en í Litháen er hlutfall þess af heild- aríbúafjölda ólíkt lægra en í hinum tveimur, um 10% (8,7% Rússar og 1,6% Hvít-Rússar). Margt af þessu fólki er ríkisfangslaust – 161.000 í Eistlandi (12% íbúanna) og nær 500.000 í Lettlandi (um 20% íbú- anna) – og fær ekki eist- nesk eða lettnesk borgara- réttindi nema með því að uppfylla ákveðin skilyrði, sem felast aðallega í því að standast próf í ríkismálinu og sýna fram á vilja til að sýna landinu sem það býr í hollustu. Þessi skilyrði hafa nú um 125.000 manns uppfyllt í Eistlandi og lítið eitt fleiri í Lettlandi. Um 88.000 fyrrverandi Sovét- borgarar í Eistlandi hafa þegið rússneskan ríkis- borgararétt þótt þeir búi áfram í landinu. Við stækkun ESB verð- ur allt þetta fólk komið inn fyrir landamæri sam- bandsins (og Evrópska efnahagssvæðisins) og mun mynda allfjölmennan og sérstakan minni- hlutahóp innan þess. Ráðamenn í Moskvu hafa gerzt sjálfskipaðir talsmenn réttinda þessa fólks og gagnrýnt mjög misrétti sem þeir álíta að það sé beitt af stjórnvöldum í Eistlandi og Lettlandi. Rúss- neska þingið hefur enn ekki staðfest samninga um landamærin milli landanna, sem þó mun ekki hindra að þessi sömu landamæri verði ný austurlandamæri ESB. Rússlandsstjórn hefur þó mun minna agnúast út í aðild Eystrasalts- landanna að ESB en Atlantshafsbandalaginu, sem þau gengu formlega í þann 2. apríl sl. En víst má telja að framvegis verði þessi nýi minnih konar Evrópu Kali fram t lands, ir stæk inni í s og Pól af með samt m stakt e lenda f að lúta stóðu þeim e verið h tölum f ísskápa sem se iningra þar, en ur þó enda. B ið um a héraðin Yfir milljón Rú í stækkuðu Evró    Við stækkun Evrópusambandsin varðandi tengsl þess við Rússlan rekur hér í hverju þessar brey ’Kaliningrad erússnesk borg e við sjáum fram okkar í Evrópu HVERS VEGNA VILL VOPNA- FRAMLEIÐANDI EIGA FJÖLMIÐIL? Umræður um skýrslu fjölmiðla-nefndar menntamálaráðherrahófust töluvert áður en skýrslan var gerð opinber og byggðust því á óstað- festum fréttum um efni hennar. Hið sama gerðist með frumvarp ríkisstjórnarinnar. Umræður um það hófust áður en ríkis- stjórnin hafði komizt að niðurstöðu um efni þess og byggðust einnig á óstaðfest- um fréttum. Það er erfitt að hefja umræður um skýrslu eða lagafrumvarp á grundvelli óljósra frétta. Auðvitað er sjálfsagt að ræða hvaða mál sem er hvenær sem fólki þóknast en það er ekki hægt að byggja slíkar umræður á upplýsingum, sem ekki liggja fyrir nema að mjög takmörkuðu leyti. Það verður þá að gerast á öðrum for- sendum. Þær umræður sem nú standa yf- ir hafa liðið fyrir það hvernig upphafið var. Skýrsla nefndar menntamálaráðherra er vel unnin eins og þingmenn úr öllum flokkum voru sammála um í umræðunum á Alþingi í gær. Það hefði farið vel á því að birta skýrsluna strax og hún var tilbúin sem hefði kannski beint umræðunum í já- kvæðari farveg. Umræður um efni málsins hafa líka verið eins konar hliðarmál vegna þess hversu uppteknir sumir fjölmiðlanna hafa verið við að fjalla um Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Forystumenn lands og þjóðar eru ýmsu vanir og þá ekki sízt nú- verandi forsætisráðherra en það má þó ekki verða til þess að mikilsverð mál falli algerlega í skuggann. Það var fyrst í um- ræðum á Alþingi í gær að byrjað var að ræða efnisatriði fjölmiðlaskýrslunnar. Áður en skýrslan var birt og frumvarp- ið lagt fram var látið að því liggja opin- berlega að efasemdir væru meðal fram- sóknarmanna um málið. Þingumræð- urnar leiddu allt annað í ljós. Sterkur málflutningur Árna Magnússonar félags- málaráðherra og Jónínu Bjartmarz, al- þingismanns Framsóknarflokksins, vakti sérstaka athygli og alveg ljóst að sam- staða stjórnarflokkanna um þetta mál er mikil. Talsmenn Vinstri grænna í þessum umræðum, Steingrímur J. Sigfússon og Kolbrún Halldórsdóttir, skáru sig úr í hópi stjórnarandstöðuþingmanna vegna þess að þau fjölluðu málefnalega um efn- isatriði fjölmiðlaskýrslunnar. Þingmenn Samfylkingarinnar tala á þann veg að eignarhald á fjölmiðlum skipti ekki meginmáli heldur innri starfs- reglur fjölmiðlafyrirtækjanna og staða ritstjórna og fréttastofa gagnvart eigend- um og þar með sé vandinn leystur. Þetta er mikill misskilningur. Það skiptir öllu máli hverjir eiga fjölmiðla. Sumir fjöl- miðlar eru heppnir með eigendur sína. Aðrir ekki. Og er þá ekki bara átt við fjöl- miðla á Íslandi. Í Danmörku hefur nokkur þróun verið í þá átt að sjálfseignarstofn- anir á vegum fjárhagslega öflugra sjóða eigi fjölmiðla. Það er athyglisvert eign- arform að fjölmiðli sem ástæða er til að skoða betur. Eigandi eða eigendur, sem vilja hafa áhrif á ritstjórnarlega stefnu fjölmiðla, geta gert starfsmönnum erfitt fyrir ef þeir vilja og um það eru fjölmörg dæmi. Morgunblaðið hefur stundum sagt að í átökum stjórnmálamanna og við- skiptajöfra hafi stjórnmálamennirnir síð- asta orðið. En jafnljóst er að ef til átaka kemur á milli eigenda fjölmiðils og rit- stjórna eða fréttastofa hafa eigendur síð- asta orðið og myndu innri starfsreglur engu breyta í þeim efnum. Stórfyrirtæki í öðrum rekstri, sem seil- ast til áhrifa í fjölmiðlaheiminum, gera það ekki vegna þess að þau telji að það sé hægt að hagnast svo mikið á rekstri fjöl- miðla. Þau leita eftir eignaraðild í fjöl- miðlum til þess að hafa áhrif og þá fyrst og fremst til þess að hafa áhrif í þágu eigin hagsmuna. Í öðrum löndum opnar eign- araðild að fjölmiðli aðgang að lýðræðis- lega kjörnum valdamönnum, ekki endi- lega í þágu fjölmiðilsins heldur vegna annarra hagsmuna eigenda. Undanfarna mánuði hafa t.d. verið miklar umræður í Frakklandi vegna þess að heimsþekktur vopnaframleiðandi þar í landi er að ná undirtökum í einu helzta fjölmiðlafyrir- tæki landsins. Hvers vegna vill vopna- framleiðandi eignast fjölmiðil? Svarið er: ríkisstjórnir eru helztu viðskiptavinir vopnaframleiðenda og stjórnmálamönn- um þykir betri kostur að hafa fjölmiðla með sér en á móti. Ef Wal-Mart reyndi að kaupa The New York Times færi allt á annan endann í bandaríska þinginu. Fyrir nokkru var aðalritstjóri blaðsins rekinn vegna alvarlegra mistaka á ritstjórn þess. Það vakti athygli og umræður en skipti engum sköpum. En jafnvel þótt viðkomandi eigandi eða eigendur einbeiti sér eingöngu að fjöl- miðlarekstri eru í flestum löndum í okkar heimshluta settar skorður við því hversu mikil hlutdeild hvers og eins má vera. Þingmenn Samfylkingarinnar þurfa að hugsa þetta mál betur og ekki láta önnur og óskyld mál trufla dómgreind sína. EVRÓPSKAR UMRÆÐUR UM EIGNARHALD Á FJÖLMIÐLUM Í Morgunblaðinu birtist í gær frásögn afskýrslu sem samþykkt var á Evrópu- þinginu í síðustu viku. Í skýrslunni er fjallað um fjölmiðlamarkaðinn í aðildar- ríkjum Evrópusambandsins og áhyggjum m.a. lýst af vaxandi samþjöppun eignar- halds. Þingið telur að ráðandi staða fjöl- miðlafyrirtækis á markaði komi í veg fyrir fjölbreytta fjölmiðlaflóru en hana beri að vernda í löggjöf ESB. Það vill að aðild- arríkin grípi til aðgerða til að hindra sam- þjöppun en geri þau það ekki verði ESB sjálft að grípa inn í. Í flestum þeim ríkjum, sem Evrópu- þingið fjallar um í skýrslu sinni, er nú þegar í gildi löggjöf um eignarhald á fjöl- miðlum. Reyndar gagnrýnir þingið að í einu af nýju aðildarríkjunum, Póllandi, séu engin lagaákvæði sem hamli gegn samþjöppun á fjölmiðlamarkaðnum. En annars staðar telur það ekki nóg að gert. Það vekur t.d. athygli á að í Hollandi eigi þrjú fyrirtæki 85% markaðshlutdeild, bæði í sjónvarpi og prentmiðlum. Þá sé eignarhald mjög samofið í Svíþjóð, þannig að ljósvaka- og prentmiðlum sé stjórnað af sama hópi. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að sennilegt sé að í Noregi verði samþykkt ný lög um eignarhald á fjölmiðlum, sem annars vegar rýmki um hámarkseignar- aðild eins fyrirtækis í hverjum geira fjöl- miðlunar en takmarki hins vegar mögu- leika eins fyrirtækis á að verða ráðandi í fleiri en einum geira, t.d. bæði á blaða- og sjónvarpsmarkaði. Hvort tveggja sýnir þetta fram á tvennt. Annars vegar að lög um eignar- hald á fjölmiðlum eru algeng og þykja sjálfsögð í flestum nágrannalöndum okk- ar eins og Morgunblaðið hefur áður bent á. Hins vegar að sú umræða sem fram fer hér á landi um hætturnar samfara aukinni samþjöppun á fjölmiðlamarkaði á sér hlið- stæður í nágrannalöndum okkar. Jafnvel þar sem lög eru þegar til staðar er talin ástæða til að herða á löggjöfinni til að tak- marka ítök fjölmiðlasamsteypnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.