Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.04.2004, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk HVAÐ GERIR MAÐUR VIÐ BRAUÐRIST SEM ILLUR ANDI BÝR Í? TEKUR HANA ÚR SAMBANDI FÁVITI BRÉF TIL ÞÍN SNOOPY... ÉG ELSKA DULARFULL BRÉF FRÁ HVERJUM ER BRÉFIÐ? HANN DATT! ÉG DETT ALLTAF ÞEGAR ÉG FÆ BRÉF FRÁ YFIRHUNDINUM! DULAR- FULLT BRÉF RÓLEG TILVERA MÍN HEFUR VERIÐ TRUFLUÐ AF ÞESSU MJÖG DULARFULLA BRÉFI ÖRUGGLEGA SLÆMAR FRÉTTIR... EÐA GÓÐAR FRÉTTIR... EN EKKI HVAÐ? Svínið mitt © DARGAUD ÉG ER EKKI AÐ REYNA AÐ SEGJA AÐ 42 ÁRA REYNSLA VIÐ AÐ PASSA BÖRN SÉ EKKI NÓG. VIÐ ERUM BARA AÐ SEGJA AÐ ADDA SÉ EKKI VÖN ÞÉR HÚN ER BARA SVO KRÖFUHÖRÐ VARÐANDI BARNFÓSTRUR ALLT Í LAGI. ÉG HEF MJÖG G0TT LAG Á BÖRNUM MIKIÐ LÍTUR HÚN SKELFILEGA ÚT! HÚN ER ÖRUGGLEGA VOND HÚN LYKTAR LÍKA ILLA GROIN SATT BEST AÐ SEGJA FINNST MÉR EKKI RÉTT AÐ LEYFA BARNI AÐ VELJA SÉR BARNFÓSTRU JÁ EN ÉG HELD AÐ ÞAÐ VÆRI BETRA EF ÞIÐ HITTUST TIL AÐ... EINS OG ÞÚ VILT. SVO LENGI SEM BARNIÐ ER HEILBRIGT. SJÁÐU TIL ÉG ÞOLI EKKI BAKTERÍUR KOMDU RÚNAR! VIÐ SKULUM FORÐA OKKUR VEIKINDI OG KVEF ERU MARTRÖÐ. BÖRN ERU ALLTAF AÐ NÁ SÉR Í EINHVERN ÓÞVERRA Í SKÓLANUM ÉG HELD AÐ HÚN SÉ Í HERBERGINU SÍNU AÐ LÆRA VIÐ SKULUM LÍTA Á LITLA KRÚTTIÐ AAAA!! VIÐBJÓÐSLEGT! HRÆÐILEGT! ALGJÖR VIÐBJÓÐUR!! HVAÐ ÞYKIST ÞIÐ VERA AÐ GERA? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var nýlega í viðtali í Kastljósi Sjónvarpsins. Þar kom mjög skýrt í ljós hversu mikill einkavæðingarsinni hann er. Hann var spurður álits á ummæl- um flokksbróður síns Alfreðs Þor- steinssonar, stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur, á þeim möguleikum að Orkuveitan keypti Símann af ríkinu. Halldór sagði það af og frá að selja fyrirtækið, sem nú er í almannaeigu til annars aðila, sem er í almannaeigu, sem sagt al- mennum borgurum Reykjavíkur. Verðugt umhugsunarefni fyrir þá ólánsömu kjósendur í Reykjavík- Norður, sem kusu þennan mann til setu á Alþingi. Halldór sagði nei-nei. Síminn skal seldur einkaaðilum! Nú vita allir þeir, sem vel fylgjast með málum, að Síminn skilar mikl- um gróða, milljörðum á hverju ári. Ætla mætti að formanni flokks sem vill skilgreina sig sem félags- hyggjuflokk væri það kappsmál að slíku fyrirtæki með slíkan hagnað væri haldið í eigu almennings því ekki veitir af þegar hjá hinu opin- bera vantar sífellt rekstrarfé til alls kyns nauðsynja. Ef svo illa færi að einkavæðingarsinnar næðu fram vilja sínum og ríkið fengi allmarga milljarða fyrir söluna er líklegt að stór hluti fjárins verði notaður t.d. í ónauðsynleg og rándýr jarðgöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, ellefu km löng, aðeins til þess að koma 1438 manna bæ í betra sam- band við Eyjafjarðarsvæðið. Slík framkvæmd verður aldrei þjóðhags- lega hagkvæm. Mér er spurn – er flokksfólk í Framsóknarflokknum sátt við að hafa slíkan íhaldsmann allsráðandi í flokki sínum? Ég hef það á tilfinningunni að enn sé að finna félagshyggjufólk í Fram- sóknarflokknum. Mér er enn spurn – er til nokkurs að viðhalda lífi þessa flokks öllu lengur? Er ekki mönnum orðið ljóst að Framsóknarflokkurinn er óþarfur í íslenskum stjórnmálum? Æskilegt væri að Halldór Ásgríms- son og íhaldsliðið hans gengi einfald- lega í Sjálfstæðisflokkinn en skyn- samlegra fólkið, það er að segja félagshyggjufólkið, gangi til sam- starfs við Samfylkinguna, sem stofn- uð var með samruna þriggja fé- lagshyggjuflokka. Ég er viss um að þar væri það á réttri hillu. Vinna þarf að þeirri þróun að hér verði tveggja flokka kerfi, Samfylk- ingin með sína jafnaðarstefnu og svo Sjálfstæðisflokkurinn með sína íhaldsstefnu. Þessir tveir flokkar myndu síðan berjast heiðarlega um forystuna til að stjórna þessu ríki okkar. JÓN OTTI JÓNSSON, prentari og nú á eftirlaunum. Til hvers er Fram- sóknarflokkurinn? Frá Jóni Otta Jónssyni: TVEIR áhugamenn um stangaveiði með flugu, Björgvin Halldórsson og Ragnar Hólm Ragnarsson, birtu grein í Mogganum laugardaginn 17. apríl, síðastliðinn, undir fyrirsögn- inni: „Bolti tekur brotajárn.“ Tilefni greinarinnar er fréttin af stórurrið- anum, sem veiddist á spún í Þing- vallavatni um páskana. Eftir lestur þessarar ótrúlegu greinar félag- anna, sem reyndar flokka sig, í lok skrifa sinna, sem sómakæra og hóf- sama sportveiðimenn, varð ég alveg agndofa. Þvílík grein. Þvílík fjöllun um veiðimann – félaga. Þvílíkt orð- bragð. Þvílík mannfyrirlitning. Því- lík vanþekking. Og allt þetta birt í opnu umvöndunarbréfi til veiði- manns, sem hafði það eitt sér til sakar unnið, að hafa veitt stóran urriða á spún í Þingvallavatni! Á þeim bráðum fimm áratugum, sem ég hef stundað stangveiði og þá mest fluguveiði síðustu þrjá, hef ég auðvitað rekist á allnokkur dæmi um menn, sem hafa leiðst útí ýmsa drambsemi og jafnvel sleggjudóma um veiðar annarra manna. Oftast hafa þetta nú verið reynslulitlir byrjendur, sem hafa talið sig hafa færst í einhvers konar æðra veldi – við það eitt – að veiða aðeins á flugu. Og reynsla mín hefur verið sú, að hér hefur það fyrst og fremst verið tíminn og þroskinn, sem lækk- ar rostann í þessum nýliðum. Ég ætla ekki að rekja efnisatriði greinar þeirra félaga hér, enda er hana að finna á sínum stað. Hins vegar vil ég leiðrétta eftirfarandi – og þá með vísan í efni greinarinnar: – Að veiðar með flugustöng eru auðvitað handfæraveiðar alveg eins og veiðar með spún. Og þess vegna er það rangt, að fólk flest sé hætt að stunda handfæraveiðar á stöðuvötn- um. – Að fluguveiði er ekkert merki- legri en aðrar veiðiaðferðir með öngla – eins og til dæmis með spún – og veldur ekkert minni sársauka – svo vitað sé. Alvöru veiðimenn – og þá skiptir auðvitað engu máli, hvað þeir nota við veiðar sínar – skrifa ekki svona greinar – ekki einu sinni handa skúffunni heima. Nú veit ég engin deili á heppna veiðimanninum við Þingvallavatn um páskana – en ég er auðvitað fé- lagi hans, þegar svona árás er gerð á hann – og okkur öll, sem viljum rækta með okkur aðalsmerki hins þroskaða veiðimanns, sem er þekk- ing – með tilheyrandi umburðar- lyndi og kurteisi. Þetta þyrftu þeir Björgvin og Ragnar Hólm að læra og tileinka sér. Þá fyrst kynnu þeir hófsemina og sómann, sem felst í því að mega kalla sig alvöru veiði- mann. GUNNAR INGI GUNNARSSON, veiðimaður. Falleinkunn stærilætis og ofstopa? Frá Gunnari Inga Gunnarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.