Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 15 Laugavegi 32 sími 561 0075 PAUL Martin, forsætisráðherra Kanada og formaður Frjálslynda flokksins, tilkynnti á sunnudaginn að gengið yrði til þingkosninga í land- inu mánudaginn 28. júní. Meiri- hlutastjórn Frjálslynda flokksins hefur setið að völdum undanfarin þrjú kjörtímabil, en vegna hneyksl- ismáls sem kom upp í fyrra nýtur flokkurinn nú naumlega stuðnings 40% kjósenda, ef marka má skoð- anakannanir, sem er lítið eitt meira en stuðningur stærsta stjórnarand- stöðuflokksins, Íhaldsflokksins. Martin tók við forsætisráð- herraembættinu og formennskunni í flokknum af Jean Chretien fyrir fimm mánuðum. Þegar Martin boð- aði til kosninganna sagði hann margt hafa áunnist á þeim tíma er stjórn sín hafi setið að völdum, en hann hefði áhuga á að láta enn frekar til sín taka. „Ég tel að við munum geta myndað meirihlutastjórn eftir kosn- ingarnar,“ sagði Martin við frétta- menn. Minnihlutastjórn hefur ekki verið við völd í Kanada síðan 1979. Auk Íhaldsflokksins eru tveir flokk- ar í stjórnarandstöðu, Nýi demó- krataflokkurinn, sem er vinstriflokk- ur, og Bloc Québécois, flokkur aðskilnaðarsinna í Québec-fylki. Stuðningur við Frjálslynda flokk- inn snarminnkaði í fyrra, er í ljós kom, að milljónum dollara af op- inberu fé hafði verið veitt til auglýs- ingastofa sem veittu stjórnvöldum lið í baráttunni gegn aðskiln- aðarsinnum í Québec á síðasta ára- tug. Martin var fjármálaráðherra í stjórn Chrétiens er uppvíst varð um hneykslið. Fréttaskýrendur segja, að kosn- ingabaráttan nú muni að líkindum verða hörðust í Québec. Einnig verði frjálslyndir að herða róðurinn í út- hverfum Toronto, en millistéttar- fólk, sem þar býr, finni hvað mest fyrir hækkandi bensínverði, nýjum sköttum sem fylkisstjórnin í Ontario hefur nýverið sett á, og hækkandi framfærslukostnaði. Boðað til kosn- inga í Kanada AP Paul Martin og eiginkona hans, Sheila, ganga í kosningarútu Frjálslynda flokksins í Ottawa eftir að Martin boðaði til þingkosninga 28. júní. Ottawa. AFP. FIMM manns létu lífið í nokkrum sprengingum sem urðu í Bagdad í gær og um átján manns féllu í átök- um milli bandarískra hermanna og vopnaðra sjíta í borgarhluta sem nefnist Sadr-borg. Tveir breskir ríkisborgarar biðu bana og tveir aðrir særðust í sprengjuárás á brynvarða bifreið ná- lægt öryggissvæði í Bagdad þar sem hernámsstjórnin er með höfuðstöðv- ar. Þrír aðrir, þeirra á meðal barn, létu lífið þegar bíll þeirra eyðilagðist í sprengingu nálægt bílalest banda- rískra hermanna. Bandarískar hersveitir börðust í fyrrinótt við vopnaða stuðnings- menn sjíaklerksins Moqtada Sadr í Sadr-borg þar sem hann nýtur mik- ils stuðnings. Læknar sögðu að átján óbreyttir borgarar hefðu látið lífið í átökunum. Hernámsliðið sagði hins vegar að 26 hefðu fallið og þeir hefðu allir verið í vopnuðum sveitum Sadr. Fimm bíða bana í sprengju- árásum Bagdad. AFP. HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu hækkaði enn í gær þegar sérfræð- ingar létu í ljósi efasemdir um að samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, gætu komið í veg fyrir að olíubirgð- irnar minnkuðu. Verð viðmiðunarfatsins í New York hækkaði um 1,79 dollara í 41,72 dollara og hefur ekki verið jafnhátt í 21 ár. Verðið á fati af Brent-olíu úr Norðursjó hækkaði um 90 cent í 37,41 dollara í London. Olíuverðið snarlækkaði á föstudag eftir að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hvöttu til þess að framleiðslan yrði aukin um að minnsta kosti tvær milljónir fata á dag. Sérfræðingar sögðust þó í gær efast um að þetta dygði til að halda olíuverðinu niðri. Olíuverðið hækkar London. AFP. ♦♦♦ FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.