Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 15
Laugavegi 32 sími 561 0075
PAUL Martin, forsætisráðherra
Kanada og formaður Frjálslynda
flokksins, tilkynnti á sunnudaginn að
gengið yrði til þingkosninga í land-
inu mánudaginn 28. júní. Meiri-
hlutastjórn Frjálslynda flokksins
hefur setið að völdum undanfarin
þrjú kjörtímabil, en vegna hneyksl-
ismáls sem kom upp í fyrra nýtur
flokkurinn nú naumlega stuðnings
40% kjósenda, ef marka má skoð-
anakannanir, sem er lítið eitt meira
en stuðningur stærsta stjórnarand-
stöðuflokksins, Íhaldsflokksins.
Martin tók við forsætisráð-
herraembættinu og formennskunni í
flokknum af Jean Chretien fyrir
fimm mánuðum. Þegar Martin boð-
aði til kosninganna sagði hann margt
hafa áunnist á þeim tíma er stjórn
sín hafi setið að völdum, en hann
hefði áhuga á að láta enn frekar til
sín taka. „Ég tel að við munum geta
myndað meirihlutastjórn eftir kosn-
ingarnar,“ sagði Martin við frétta-
menn. Minnihlutastjórn hefur ekki
verið við völd í Kanada síðan 1979.
Auk Íhaldsflokksins eru tveir flokk-
ar í stjórnarandstöðu, Nýi demó-
krataflokkurinn, sem er vinstriflokk-
ur, og Bloc Québécois, flokkur
aðskilnaðarsinna í Québec-fylki.
Stuðningur við Frjálslynda flokk-
inn snarminnkaði í fyrra, er í ljós
kom, að milljónum dollara af op-
inberu fé hafði verið veitt til auglýs-
ingastofa sem veittu stjórnvöldum
lið í baráttunni gegn aðskiln-
aðarsinnum í Québec á síðasta ára-
tug. Martin var fjármálaráðherra í
stjórn Chrétiens er uppvíst varð um
hneykslið.
Fréttaskýrendur segja, að kosn-
ingabaráttan nú muni að líkindum
verða hörðust í Québec. Einnig verði
frjálslyndir að herða róðurinn í út-
hverfum Toronto, en millistéttar-
fólk, sem þar býr, finni hvað mest
fyrir hækkandi bensínverði, nýjum
sköttum sem fylkisstjórnin í Ontario
hefur nýverið sett á, og hækkandi
framfærslukostnaði.
Boðað til kosn-
inga í Kanada
AP
Paul Martin og eiginkona hans, Sheila, ganga í kosningarútu Frjálslynda
flokksins í Ottawa eftir að Martin boðaði til þingkosninga 28. júní.
Ottawa. AFP.
FIMM manns létu lífið í nokkrum
sprengingum sem urðu í Bagdad í
gær og um átján manns féllu í átök-
um milli bandarískra hermanna og
vopnaðra sjíta í borgarhluta sem
nefnist Sadr-borg.
Tveir breskir ríkisborgarar biðu
bana og tveir aðrir særðust í
sprengjuárás á brynvarða bifreið ná-
lægt öryggissvæði í Bagdad þar sem
hernámsstjórnin er með höfuðstöðv-
ar. Þrír aðrir, þeirra á meðal barn,
létu lífið þegar bíll þeirra eyðilagðist
í sprengingu nálægt bílalest banda-
rískra hermanna.
Bandarískar hersveitir börðust í
fyrrinótt við vopnaða stuðnings-
menn sjíaklerksins Moqtada Sadr í
Sadr-borg þar sem hann nýtur mik-
ils stuðnings.
Læknar sögðu að átján óbreyttir
borgarar hefðu látið lífið í átökunum.
Hernámsliðið sagði hins vegar að 26
hefðu fallið og þeir hefðu allir verið í
vopnuðum sveitum Sadr.
Fimm bíða
bana í
sprengju-
árásum
Bagdad. AFP.
HEIMSMARKAÐSVERÐ á olíu
hækkaði enn í gær þegar sérfræð-
ingar létu í ljósi efasemdir um að
samtök olíuútflutningsríkja, OPEC,
gætu komið í veg fyrir að olíubirgð-
irnar minnkuðu.
Verð viðmiðunarfatsins í New
York hækkaði um 1,79 dollara í 41,72
dollara og hefur ekki verið jafnhátt í
21 ár. Verðið á fati af Brent-olíu úr
Norðursjó hækkaði um 90 cent í
37,41 dollara í London.
Olíuverðið snarlækkaði á föstudag
eftir að stjórnvöld í Sádi-Arabíu
hvöttu til þess að framleiðslan yrði
aukin um að minnsta kosti tvær
milljónir fata á dag. Sérfræðingar
sögðust þó í gær efast um að þetta
dygði til að halda olíuverðinu niðri.
Olíuverðið
hækkar
London. AFP.
♦♦♦
FRÉTTIR
mbl.is