Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALLS voru 143 brautskráðir frá Verkmennta- skólanum á Akureyri um helgina, 67 stúdentar af bóknámsbrautum og listnámsbraut, þá luku 27 stúdentsprófi að loknu starfsnámi og luku því námi á fleiri en einni braut og 49 braut- skráðust af starfs- og verknámsbrautum. „Þeir sem ekki þekkja til gera sér ekki alltaf grein fyrir hve fjölbreytilegur og breiður nem- endahópur Verkmenntaskólans er í raun og veru. Þori ég að fullyrða að breiddin sé hvergi meiri,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson skólameist- ari við skólaslit, en skólanum var nú slitið í tuttugasta sinn og var þeim tímamótum í sögu skólans einnig fagnað nú. Fram kom í máli skólameistara að nem- endur dagskóla við upphaf haustannar voru 1.160 talsins og hafa aldrei verið fleiri, en um var að ræða um 100 nemenda fjölgun frá síð- asta ára. Heldur færri voru við nám á vorönn, eða sem nemur um 100 nemendum. Þá stund- uðu um 650 manns fjarnám við skólann bæði á haust- og vorönn, en í vetur líkt og áður þurfti að vísa mörg hundruð áhugasömum umsækj- endum frá. Fram kom við skólaslit að próf við skólann hefðu verið þreytt á um 100 stöðum nú í vor, þar af á 80 stöðum innanlands og 20 víða erlendis. Nyrsti prófstaðurinn var í Grímsey, sá syðsti á Spáni, austasti í Kína og vestasti í Minnesota í Bandaríkjunum. Langflestir nemendur dagskóla eru á aldr- inum 16 til 22 ára en ótrúlega margir samt eldri en 30 ára að því er fram kom í máli Hjalta Jóns. Hann gat þess einnig til marks um breiddina að í útskriftarhópnum væri yngsti stúdentinn 17 ára og elstu nemendur í vél- stjórn og járnsmíði væru á sextugsaldri. Írena Sædísardóttur fékk forláta bikar en hún var með hæstu meðaleinkunn á almennu verslunarprófi, Sveinbjörg Eva Jóhann- esdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á stúdentsprófi af viðskiptasviði, Eilífur Örn Jónsson hlaut verðalun fyrir framúrskarandi árangur í málmiðnaðargreinum, Hermann Daði Hermannsson fékk verðlaun fyrir fram- úrskarandi árangur í húsasmíði, Hilmar Þór Guðmundsson fyrir góðan árangur í viðbót- arnámi að loknu iðnnámi og Ívar Örn Vignis- son fékk verðlaun fyrir góðan árangur í vél- stjórnargreinum. Liðlega 140 nemendur voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri Próf þreytt á um eitt hundrað stöðum Morgunblaðið/Kristján Glaðbeittir útskriftarnemar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við brautskráninguna á laugardaginn. LÍKNESKI af Þór var afhjúpað á stalli utan við Verkmenntaskólann á Akureyri við skóla- slit um helgina, en tilefnið var 20 ára starfs- afmæli skólans. „Tilkoma þess er sú að starfs- menn og velunnarar skólans töldu við hæfi að gera sýnilegt á einhvern hátt að litla nistið sem talið er af Þór, sem styttan er gerð eftir, mun hafa fundist hér á Eyrarlandsholtinu um miðja 19. öld. Töldu menn við hæfi að Þórs yrði minnst í merki skólans og í skólastarfinu á einn eða annan hátt,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson skólameistari. Gat hann þess að nemendafélagið héti Þórduna, einn vefþjóna skólans bæri nafn Þórs og þá héti hátíð- armatsalur skólans Þrúðvangur. Styttan er 1,60 metrar á hæð, hún er úr bronsi og var steypt í Englandi, en hún er ná- kvæm eftirmynd nistisins. „Hér skal tekið fram, ef einhverjum kynni að þykja þetta orka tvímælis, að með því að hefja Þór á stall utan við skólann erum við að minna á upp- runa nistisins,“ sagði skólameistari og eins „að votta sögu lands og þjóðar virðingu okk- ar og hinni fornu menningu forfeðranna.“ Morgunblaðið/Kristján Bernharð Haraldsson, fyrrv. skólameistari VMA, og Hjalti Jón Sveinsson, núverandi skóla- meistari, eftir að líkneskið af Þór hafði verið afhjúpað í „hofi“ sínu austan við skólann. Líkneski af Þór afhjúpað „ÞETTA var mjög skemmtileg og góð afmælis- samkoma og tókst vel í alla staði,“ sagði Erlingur Níelsson hjá Hjálpræðishernum á Akureyri, en um helgina var því fagnað að 100 ár eru liðin frá því formlegt starf Hjálpræð- ishersins á Akureyri hófst. Tímamótanna var minnst í sal hersins við Hvannavelli og troð- fylltu gestir salinn, „það heiðruðu okkur mjög margir með nærveru sinni“, sagði Erlingur. Hjálpræðishernum bárust kveðjur víða að, blómakarfa kom frá Akureyrarbæ og þá gaf Hjálpræðisherinn í Reykjavík skjávarpa. Mir- ima Fredriksen, aðalritari Hjálpræðishersins í Noregi, Íslandi og Færeyjum, sem var sér- stakur gestur hátíðarinnar kom færandi hendi, afhenti 10 þúsund norskar krónur sem eflaust eiga eftir að koma sér vel. Anne Marie og Har- old Reinholdtsen, yfirforingjar Hjálpræðis- hersins á Íslandi, voru einnig sérstakir gestir hátíðarinnar. Óskar Einarsson stjórnaði gosp- elkór sem sérstaklega var settur saman af þessu tilefni, hann var skipaður um 25 söngv- urum, ungmennum sem sækja fundi hersins og eins fólki sem sótti fundi í eina tíð, fyrir allt að 20 til 25 árum. „Þetta lukkaðist allt saman mjög vel,“ sagði Erlingur. Hjálpræðisherinn á Akureyri fagnar eitt hundrað ára afmæli sínu Skemmtileg og vel lukkuð samkoma Morgunblaðið/Kristján Ungir sem aldnir fjölmenntu á samkomu sem haldin var í tilefni 100 ára afmælisins. BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti til- lögu á síðasta fundi sínum, þar sem fagnað er því frumkvæði sem hagsmunaaðilar í mið- bænum hafa sýnt um mótun framtíð- arhugmynda um miðbæ Akureyrar. Þróun og skipulag miðbæjarins er mikilvægur þáttur í því hvernig Akureyringar vilja sjá bæinn sinn þróast til framtíðar og því telur bæjarstjórn að íbúaþing gæti verið kjörinn vettvangur til að draga fram áherslur íbúa og hagsmunaðila. Áhugahópurinn um uppbyggingu miðbæj- arins vinnur að undirbúningi evrópskrar arki- tektasamkeppni um heildarskipulag miðbæj- arsvæðisins. Í dag, þriðjudag, boðar áhugahópurinn til fundar um næstu skref í verkefninu. Til fundarins mæta fulltrúar þeirra 12 fyrirtækja sem standa að verkefn- inu og einnig er bæjarstjórn og forsvars- mönnum skipulagsmála boðið að sitja fund- inn. Á fundinum munu fulltrúar frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta kynna nálgunina við gerð samkeppnislýsingarinnar og fjalla um hlutverk allra þeirra sem að munu koma, þ.e. áhugahópsins, bæjaryfirvalda, íbúa og annarra hagsmunaaðila.    Heildarskipulag miðbæjarins Frumkvæði hags- munaaðila fagnað Hlín talar á Amtsbókasafninu | Magn- ús og Snæfríður – um tvíleik alkóhólismans er heiti fyrirlestrar sem Hlín Agnarsdóttir, höfundur bókarinnar ,,Að láta lífið rætast – ástarsaga aðstandanda“, flytur á Amts- bókasafninu á Akureyri í dag, þriðjudaginn 25. maí kl. 17. Hún mun fjalla um tilurð bókar sinnar og speglar reynslu sína sem aðstandandi alkóhólista í frægum sögu- persónum Halldórs Laxness, hjónunum Magnúsi í Bræðratungu og Snæfríði Ís- landssól. Magnús átti við alvarlega drykkju- sýki að stríða og Snæfríður fór ekki var- hluta af henni. Hlín skoðar drykkjumunstur Magnúsar og viðbrögð Snæfríðar eiginkonu hans við því. Í fyrirlestrinum talar hún um kvöl aðstandandans og hvort hún sé óum- flýjanleg.    Nýr slökkvibíll | Framkvæmdaráð hefur, að tillögu slökkviliðsstjóra, samþykkt að gengið verði til samninga við MT-bíla ehf. í Ólafsfirði um kaup á nýrri slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Akureyrar. Tilboðsverð slökkvibílsins er tæpar 23 milljónir króna án virðisaukaskatts. Slökkviliðsstjóri mætti til fundar við framkvæmdaráð og gerði grein fyrir niðurstöðu útboðs á slökkvi- bifreið en alls bárust 27 tilboð, aðal- og frávikstilboð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.