Morgunblaðið - 25.05.2004, Síða 16
ERLENT
16 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrirtæki
Skemmti- og veitingarekstur
Til sölu veitinga- og skemmtihúsnæði, tæki og rekstur sem stað-
sett er á Sauðárkróki þar sem landsmótið verður í sumar.
Leyfi fyrir 300 manns. Mikill umferðar- og skemmtistaður.
394 fm. Skipti á íbúð í Rvík eða góðum bíl möguleg. Góð áhvíl. lán.
Hótel/gistihús
Glæsilegt hótel með 21 herbergi og gistingu fyrir 40 manns.
Nýupptekið. Notalegur matsalur einnig til útleigu. Staðsetning á
Snæfellsnesi þar sem er krökkt af útlendingum og gestum allt
sumarið. Góð heilsurækt er á staðnum. 900 fm.
Hótel á Akureyri
Allt nýupptekið og flott, tilbúið fyrir alla umferðina í sumar.
Í göngufæri frá miðbænum. 19 herbergi.
Allur búnaður 1. flokks. Fallegt hús og mjög áberandi.
Góð áhvílandi lán. Þangað fara Akureyrargestir sem vilja láta
sér líða vel.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
www.fyrirtaeki.is
Einar Örn Reynisson, lögg. fasteignasali.
HÁTTSETTUR bandarískur emb-
ættismaður sagði í gær að það gæti
tekið nokkrar vikur að rannsaka
árás bandarískra herflugvéla á
íraskt þorp nálægt landamærunum
að Sýrlandi á miðvikudaginn var.
Fólk sem lifði árásina af segir að
fórnarlömbin hafi verið í brúðkaups-
veislu þegar loftárásin var gerð en
bandarískir embættismenn telja að
flestir þeirra sem létu lífið hafi verið
erlendir skæruliðar sem tekið hafi
þátt í uppreisninni gegn hernámslið-
inu í Írak.
Bandarískur heimildarmaður
fréttastofunnar AP sagði að Banda-
ríkjaher útilokaði engan möguleika
en kvaðst vera fullviss um að árásin
væri réttlætanleg. „Við höfum ekki
neitað neinu í sambandi við þessa
árás. Við teljum ekki að brúðkaups-
veisla hafi verið haldin þegar árásin
var gerð snemma morguns. Er hugs-
anlegt að einhvers konar hátíð hafi
verið haldin þarna áður? Vissulega.“
Fréttasjónvarp AP sýndi myndir
af brúðkaupsveislu sem Írakar segja
að hafi verið haldin í húsi sem varð
fyrir árásinni. Þær voru teknar upp
á myndband fyrir árásina og mynda-
tökumaðurinn, Yasser Shawkat
Abdullah, var á meðal þeirra sem
létu lífið.
Allt að 45 manns biðu bana í árás-
inni, þeirra á meðal 27 í sömu fjöl-
skyldunni, að sögn Íraka.
Myndir af líkum barna
Á myndum sem teknar voru dag-
inn eftir árásina sjást lík kvenna og
barna, en Bandaríkjaher neitar því
að börn hafi látið lífið. Hins vegar
hafi allt að sex konur legið í valnum.
Á myndunum sjást einnig
skemmd hljóðfæri, pottar, pönnur og
sængurfatnaður sem venja er að
nota í brúðkaupsveislum í Írak.
Bandaríkjaher segir að enn bendi
flest til þess að erlendir skæruliðar
hafi verið í húsinu, sem varð fyrir
árásinni, í þorpinu Mogr el-Deep,
um fimm km frá landamærunum að
Sýrlandi. Í húsinu hafi fundist ýmis
búnaður sem bendi til þess að þeir
hafi tekið þátt í árásum á hernáms-
liðið, m.a. hermannasjónaukar,
byssur og rafhlöður sem hægt er að
nota til að koma af stað sprengingu í
sprengjum sem beitt hefur verið
gegn bandarískum herbílum á veg-
unum.
Var loftárásin gerð á brúðkaupsgesti eða skæruliða?
Írösk kona, sem særðist í loftárás á íraskt þorp á miðvikudaginn var, á
sjúkrahúsi í borginni Ramadi. Hún segir að tveir synir hennar hafi látið líf-
ið í árásinni sem hafi verið gerð á fólk í brúðkaupsveislu í þorpi hennar.
Rannsóknin gæti
tekið nokkrar vikur
Bagdad. AP.
Sambandið yfir Atlantsála hefur
orðið fyrir slæmum skakkaföllum
vegna atburða undanfarin tvö ár.
Hverjum er um að kenna?
Það bera allir nokkra sök. Stað-
reyndin er sú að á þessum tveimur
árum hafa báðir aðilar (með nokkr-
um undantekningum, nefna má
Bretland í því sambandi) hagað sér
eins og bandalagið skipti þá eig-
inlega bara afskaplega litlu máli.
Bush-stjórnin gaf sér annaðhvort
að bandalagið skipti engu máli eða
þá að Evrópuþjóðirnar myndu á
endanum telja að þær ættu ekki
annarra kosta völ en að fylgja
Bandaríkjunum eftir; hvorttveggja
var rangt. Frakkar og Þjóðverjar
virtust reiðubúnir til að ögra for-
ystuhlutverki Bandaríkjanna án
þess að íhuga hvaða afleiðingar það
gæti haft fyrir bandalag Evr-
ópuþjóða og Bandaríkjanna.
Hversu mjög hefur það skaðað
málstað Bandaríkjanna í Írak að
þau nutu ekki stuðnings ýmissa
hefðbundinna, öflugra banda-
manna?
Ég tel að við séum fyrst að átta
okkur á því núna hversu afdrifaríkt
þetta mun verða. Út frá hern-
aðarlegu sjónarmiði þurftu Banda-
ríkin í raun ekki á bandamönnum
að halda til að steypa stjórninni í
Bagdad. En skorturinn á banda-
mönnum þýðir að Bandaríkin borga
90% alls kostnaðar sem hlaust af
stríðinu, leggja til 80% þeirra her-
manna sem nú eru í Írak og 85%
þeirra hermanna sem falla eru Bandaríkjamenn. Allt
annað var uppi á teningunum í Persaflóastríðinu 1991
sem önnur ríki greiddu í reynd fyrir.
Enn meira máli skiptir hins vegar að hefðu aðgerð-
irnar notið almennari stuðnings þá hefði lögmæti
þeirra ekki verið svona umdeilanlegt. Slíkt lögmæti er
mikilvægt, ekki aðeins vegna þess að það er beinlínis
til hagsbóta að fleiri séu þátttakendur heldur líka
vegna þess að það myndi gera að verkum að verkefnið
í dag væri viðráðanlegra. Ef hryðjuverkamennirnir
telja að Bandaríkin séu einangruð og að mögulegt sé
að hrekja þau á brott þá munu þeir hafa lengra úthald
en ef þeir ella hefðu ef við væri að eiga sameinaðan
andstæðing.
Eru einhver merki um að allt standi þetta til bóta?
Já, það eru vísbendingar um að ástandið sé að
batna. Evrópuþjóðirnar (Frakkland og Þýskaland)
gera sér grein fyrir því að renni aðgerðir Bandaríkja-
manna í Írak út í sandinn þá hefði það alvarlegar af-
leiðingar fyrir þær líka, þær hafa því tekið að sýna
ákveðinn vilja til samstarfs. Þær hafa þegar samþykkt
að afskrifa hluta erlendra skulda Íraks og þegar búið
er að framselja völdin í Írak í hend-
ur heimamönnum í júlí er hugs-
anlegt að þær taki að sér hlutverk
við þjálfun lögreglu og örygg-
issveita, veiti efnahagsaðstoð og
leggi blessun sína yfir það að Atl-
antshafsbandalagið taki að sér
verkefni í landinu.
Hjá bandarískum stjórnvöldum
hefur líka átt sér stað breyting til
batnaðar. Margir Bandaríkjamenn
gera sér nú grein fyrir því hversu
dýrt það getur verið að fara sínu
fram einn og óstuddur og eru því
reiðubúnari en áður til að sættast á
málamiðlanir í samstarfi við banda-
menn. Bush forseti vill ekki þurfa
að sæta ásökunum um að hann hafi
hrakið alla vini og vandamenn í
burtu, skilið Bandaríkin eftir ein-
angruð, þegar hann sækist eftir
endurkjöri í nóvember.
Yrði það til bóta ef John Kerry
yrði kjörinn forseti Bandaríkj-
anna í nóvember í stað George
W. Bush?
Það myndi ekki skaða! Menn
ættu þó ekki að gera sér þá grillu að
skyndilega yrði mikil breyting til
batnaðar yrði John Kerry kosinn
forseti. Vandamálin og ágreiningur
bandamanna yrðu enn fyrir hendi,
rétt eins og var þegar Bill Clinton
var forseti á seinni hluta síðasta
áratugar. En ég held að andúðin á
Bush sé svo mikil í Evrópu, og
stjórn hans njóti svo takmarkaðs
trausts, að stjórnarskipti myndu
gefa gott tækifæri til að koma mál-
um á rétta braut á ný. Ég held að
Kerry muni setja það mjög á oddinn að styrkja á nýj-
an leik sambandið við gamlar bandalagsþjóðir.
Engin gereyðingarvopn hafa fundist, tengsl milli
Saddam-stjórnarinnar og hryðjuverkamanna hafa
ekki verið sönnuð og eftirleikur sjálfs stríðsins hef-
ur verið erfiður, svo ekki sé meira sagt. Hversu erf-
itt verður fyrir Bush í framtíðinni að fá aðrar þjóðir
til að fylkja með sér liði þegar svo ber undir?
Það er sannarlega búið að gera verkefnið erfiðara.
Næst þegar embættismenn Bush-stjórnarinnar halda
því fram að þeir búi yfir upplýsingum um að eitthvert
erlent ríki sé að gera eitthvað af sér þá munu margir
Evrópubúar einfaldlega ekki trúa orðum þeirra. Þetta
er afar óheppilegt vegna þess að vel má vera að næst
muni þessir embættismenn fara með rétt mál (benda
má t.d. á Líbýustjórn, þar voru áætlanir stjórnvalda
um framleiðslu gereyðingarvopna í reynd þróaðri en
við höfðum talið). En það mun verða það gjald sem
menn munu þurfa að greiða fyrir að hafa ýkt hættuna
sem stafaði af Írak.
Spurt og svarað | Philip H. Gordon
Myndi ekki skaða
ef John Kerry ynni
Philip Gordon er fræðimaður við Brookings-stofnunina í Washington en
var áður yfirmaður Evrópudeildarinnar hjá þjóðaröryggisráðinu banda-
ríska. Hann sendi nýlega frá sér bókina Allies at War: America, Europe
and the Crisis Over Iraq þar sem fjallað er um sambandið yfir Atlantsála
í ljósi Íraksstríðsins. Gordon svaraði spurningum Morgunblaðsins.
Philip H. Gordon
’ […] skorturinn ábandamönnum þýð-
ir að Bandaríkin
borga 90% alls
kostnaðar sem
hlaust af stríðinu,
leggja til 80%
þeirra hermanna
sem nú eru í Írak
og 85% þeirra her-
manna sem falla
eru Bandaríkja-
menn. ‘
Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is
EBÓLU-VEIRA hefur orðið fjór-
um að bana í suðurhluta Súdans
undanfarið, að sögn Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar (WHO) í
gær. Ekki hefur fengist staðfest
hvaða afbrigði veirunnar er um að
ræða.
Þeir sem sýkjast af ebólu deyja
flestir af völdum blæðinga vegna
þess að innyfli þeirra leysast upp.
En hlutfall sjúklinga sem deyja er
mismunandi eftir því um hvaða af-
brigði veirunnar er að ræða, og er
hlutfallið á bilinu 50 til 90%.
Á föstudaginn tilkynnti WHO
að brotist hefði út faraldur af völd-
um veiru er „líktist ebólu“ í Yamb-
io-sýslu í suðurhluta Súdans.
Rannsóknir sem gerðar voru í
Sóttvarnamiðstöð Bandaríkjanna
og Rannsóknarstofu í læknisfræði
í Kenýa leiddu síðan í ljós, að um
eiginlega ebólu-veiru var að ræða.
Talsmaður WHO sagði að „lík-
leg“ tilfelli í Yambio væru 19, og
til viðbótar væri verið að leita uppi
118 manns sem komist hefðu í
snertingu við þessa 19.
Ebóla banar fjórum
Naíróbí. AFP.
VERIÐ er að rannsaka hvernig
dauða að minnsta kosti níu fanga í
Írak og Afganistan bar að.
Læknar Bandaríkjahers hafa
komist að því að um manndráp hafi
verið að ræða í þessum níu tilvikum
en þar með er ekki nauðsynlega sagt
að glæpaverk hafi verið unnin sam-
kvæmt skilgreiningum hersins. Skil-
greiningin tekur einungis til þess að
dauði viðkomandi hafi tengst gjörð-
um annars manns.
Talsmenn bandaríska hersins
segja að niðurstaða liggi fyrir í tí-
unda tilfellinu. Þar ræddi um íraskan
fanga sem bandarískur hermaður
skaut til bana eftir að sá fyrrnefndi
tók að grýta hann. Hermanninum
var refsað og hann síðan rekinn úr
hernum.
Tilfellin tíu eru í hópi þeirra alvar-
legustu sem glæparannsóknadeild
Bandaríkjahers hefur tekið til með-
ferðar frá því í ágúst 2002.
Rannsaka dauða níu
fanga Bandaríkjahers
Washington. AP.