Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 23 MIKIÐ var um dýrðir á tíu ára af- mælissýningu Klassíska listdans- skólans í Borgarleikhúsinu fyrir skömmu, en þar komu fram 113 nemendur skólans á aldrinum frá 5 til 25 ára. Þar sem skólinn var að halda upp á stórafmæli ákvað skóla- stjórinn Guðbjörg Astrid Skúladótt- ir að leggja stóra svið Borgarleik- hússins undir en hingað til hafa vorsýningarnar farið fram í húsi Ís- lensku óperunnar. Og það sem meira var, Guðbjörg lét sérgera nítján ball- erínubúninga af þessu tilefni hjá rússneska búningafyrirtækinu Grishko, sem hannar búninga og táskó fyrir ekta dansflokka um heim allan. „Það var stórt skref fyrir okkur að fara inn í Borgarleikhúsið, en sýn- ingin tókst með afbrigðum vel enda eru stúlkurnar okkar orðnar svo flinkar,“ segir Guðbjörg. „Tvö ár eru síðan ég fór að kynna mér rússneska búningasauminn fyrir þessa viðhafn- arsýningu, sem nú er nýafstaðin, en hingað til hef ég gjarnan sjálf setið við saumavélina á morgnana við að sauma búninga og farið svo í kennsl- una eftir hádegi og fram á kvöld. Ég hef notið aðstoðar Ástu Guð- mundsdóttur fatahönnuðar við búningahönnuna og saumaði ég nokkra býflugnabúninga og annað fyrir sýninguna að þessu sinni, en búningarnir sem komu frá Rússlandi voru algjörlega him- neskir og allir handgerðir. Fjórir búninganna voru hver í sínum litn- um, einn kóngablár, annar hafgrænn og tveir í sitthvorum bleika litnum. Þetta voru eins og korselett niður á mjaðmir með mismunandi brjóst- stykkjum. Pilsin komu svo þráðbein út með mörgum lögum af tjulli í tútúunum. Hinir fimmtán búning- arnir voru allir hvítir.“ Guðbjörg segist hafa verið afar sátt við viðskiptin við Rússana. Hún „Allt er fertugum fært“ bókstaflega og stofnaði ballettskóla og gerði á sama tíma 30 mínútna barnakvik- mynd, sem gekk undir nafninu „Lata stelpan“.“ Myndin, sem tekin var upp undir Esjurótum, var sýnd fimm sinnum á Stöð tvö á sínum tíma og hafði að geyma boðskap um hrein- lætið. Guðbjörg var ballerína á sínum yngri árum. Hún æfði í Noregi og Bretlandi og dansaði með dans- flokkum í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún lagði táskóna á hilluna sem dansari 28 ára að aldri, rétt áður en hún eignaðist eldri son sinn. Skólastjórinn segist mest einbeita sér að klassískum ballett í kennsl- unni sem sé hennar sérfag, en hún bjóði engu að síður upp á nútíma- dans fyrir tvo elstu hópana. Mjög mikilvægt sé að dansarar tileinki sér tækni klassíska dansins áður en þeir sleppi sér yfir í nútímadansinn. Aldur er afstæður Þegar Guðbjörg er innt eftir því á hvaða aldri hún vilji fá upprennandi ballerínur í fyrstu kennslustundina svarar hún því til að það skipti ekki öllu máli. „Aðalatriðið er að koma þegar áhuginn kviknar. Hjá mér er t.d. núna ein átján ára stúlka sem er mjög flink en byrjaði ekki fyrr en fyrir þremur árum. Svo má ég til með að monta mig aðeins því ein af fyrstu nemendunum mín- um, sem byrjaði 8 ára gömul hjá mér og er nú orðin 18 ára, er búin að fá inngöngu í mjög góðan ballett- skóla í Rotterdam í Hollandi. Alls sóttu 380 um og var hún ein af 40 sem komust inn eftir strangt inn- tökupróf.“  BALLETT| Tíu ára afmæli Klassíska listdansskólans TENGLAR ..................................................... Tengill: ballet.is join@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Himneskir handgerðir ballerínubúningar hafi verið í sambandi við elskulega konu sem hafi talað góða ensku og allt sem hún hafi sagt og lofað hafi staðið eins og stafur á bók. Að sögn Guðbjargar eru tískusveiflur í ball- ettbúningum fremur fábrotnar ef undan eru skildar litasamsetningar og smáútfærslubreytingar enda fái því enginn breytt að tútú verði alltaf tútú. Táskórnir á hilluna Guðbjörg, sem er nýorðin fimmtug, stofnaði ballettskól- ann sinn fyrir tíu árum. „Ég ákvað þá að taka máltækið Fínar ballerínur: Sérsaumaðir rússneskir ballettbúningar. Sólskyggni henta einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Auðvelda þér að njóta útiverunnar í íslenskri veðráttu. OPIÐ frá 10:00 - 18:00, Lau. 11:00 - 15:00 REYKJAVÍK: MÖRKIN 4, S: 533 3500 • AKUREYRI: HOFSBÓT 4, S: 462 3504 Allt fyrir gluggana ! fagm ennsk a í53 ár 5ára ábyr gð 15% afsl . í maí Eigum fyrirliggjandi demantsblöð frá DIMAS í öllum stærðum Dalvegur 16a 201 Kópavogur Sími 544 4656 s: 894 3000 - 894 3005 Túnþökur Ná úruþökur Túnþökurúllur únþökulagnir Áratuga reynsla og þekking                       1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Gróður og garðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.