Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 142. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Sofið í tjaldi Land og synir sýnd í Cannes fyrir 25 árum | Fólk í fréttum Roni Horn sýnir ný verk sín á Kjarvalsstöðum | Listir Himneskir búningar Klassíski listdansskólinn fagnar 10 ára afmæli | Daglegt líf FULLTRÚAR Bandaríkjastjórn- ar afhentu í gær ríkjum öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna drög að ályktun um málefni Íraks og fyr- irhuguð valdaskipti þar 30. júní en þá mun írösk bráðabirgðastjórn taka við af Paul Bremer, æðsta fulltrúa Bandaríkjamanna í Írak, og hernámsstjórn hans. Fyrstu viðbrögð bentu til þess að eining gæti náðst um tillögurnar. Gert er ráð fyrir því í tillögunum að SÞ gegni lykilhlutverki í Írak meðan verið er að koma á friði og lýðræðisstjórn sem á að taka við 2005 í síðasta lagi. „Ályktunin mun slá því föstu að nýtt skeið sé hafið í Írak,“ sagði sendiherra Þýska- lands hjá samtökunum, Gunter Pleuger, í gær. Stjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands vonast meðal annars til þess að verði ályktunin samþykkt muni það auðvelda þeim að telja fleiri þjóðir á að senda herlið til að efla öryggi í Írak. Einnig myndi sam- þykkt valda því að innrásarliðið yrði frá 1. júlí skilgreint sem frið- argæslulið á vegum SÞ. Drögin eru sögð kveða á um að erlent herlið geti verið í Írak í a.m.k. ár en þá geti lýðræðislega kjörin stjórn Íraks endurmetið stöðuna, bráðabirgðastjórnin geti þó farið fram á slíkt endurmat fyrr. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, hefur sagt að fari bráðabirgðastjórnin fram á að er- lenda herliðið hverfi úr landi verði orðið við þeirri ósk. Ekki er það samt tekið skýrt fram í drögunum. Einnig virðist ljóst að Bandaríkja- menn áskilji sér rétt til að stýra sjálfir hermönnum sínum en lúta ekki ákvörðunum íraskra ráðherra. Fyrirhugað var að George W. Bush Bandaríkjaforseti flytti ræðu í herskóla í Pennsylvaníu á mið- nætti í gærkvöldi að íslenskum tíma og gerði grein fyrir stefnu sinni varðandi Írak í von um að draga úr áhyggjum landa sinna. Ályktun um Írak lögð fram Miklar líkur sagðar vera á að eining náist í öryggisráði SÞ um tillögurnar Sameinuðu þjóðunum, Washington. AP, AFP. Reuters Velkominn heim! SÍÐUSTU spænsku hermennirnir komu í gær heim frá Írak og hér fagnar eiginkona manni sínum.  Rannsóknin/16 Elgur stelur reiðhjóli Stokkhólmi. AP. BJÖRN Helamb og eiginkona hans, Monica, sem búa í Vuoggatjalme í Norður-Svíþjóð, hafa í áratug þurft að sæta því að hungruð elgskýr hef- ur öðru hverju heimsótt garðinn þeirra og hámað í sig rósarunnana. Hjónin ákváðu að reyna að sporna við þjófnaðinum. Þau stilltu reiðhjóli upp fyrir framan runnana í von um að elg- urinn sneri sér að öðru fóðri. „Við héldum að við gætum að minnsta kosti verndað eftirlætisrósirnar fyr- ir græðginni í henni með því að tor- velda aðganginn að þeim,“ sagði Helamb. En niðurstaðan varð önnur. Kýrin, sem er dálítið útlitsgölluð og hefur verið nefnd Lafandi eyra, stakk hausnum í gegnum hjólastell- ið og át af sama kappi og áður. „Síðan hvarf hún á brott með hjólið utan um hálsinn,“ sagði Helamb. Hjólið fannst um 500 metra frá hús- inu, illa beyglað og ónýtt með öllu. Þegar Lafandi eyra birtist aftur nokkrum dögum síðar beittu hjónin annarri aðferð: þau hröktu hana burt. NEFND, sem vinnur að skýrslu um hringamyndun og samþjöppun í at- vinnulífinu, mun skila niðurstöðu í september nk., að því er Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gærkvöldi. Slíkri vinnu hefði lokið hvað varðar fjölmiðla með niður- stöðu fjölmiðlanefndar og samþykkt laga um eignarhald á fjölmiðlum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði við sama tækifæri að unnið væri að gagna- söfnun sem nýttist við vinnu nefnd- arinnar. Vonaðist hún eftir málefna- legri umræðu um þetta mikilvæga mál þegar skýrslan yrði lögð fram. Frumvarpið um eignarhald á fjöl- miðlum setti mjög svip á eldhús- dagsumræðurnar en frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi í gær með 32 atkvæðum gegn 30. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, sat hjá við at- kvæðagreiðsluna og samflokksmað- ur hennar, Kristinn H. Gunnarsson, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu frumvarpið og þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna voru því andsnúnir. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að það tæki um 24 klukkustundir að ganga frá lögunum frá Alþingi. Síð- an færi það sína hefðbundnu leið til staðfestingar hjá forseta Íslands. Því ferli yrði hvorki flýtt né seinkað. Við atkvæðagreiðslu um fjöl- miðlafrumvarpið í gær var farið fram á nafnakall. Gerðu allmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar grein fyrir sínu atkvæði en það gerðu einnig Jónína, Kristinn og Halldór Blöndal úr stjórnarflokkun- um. Áður höfðu fulltrúar allra flokka, auk forsætisráðherra, sem lagði frumvarpið fram, gert grein fyrir afstöðu síns flokks í umræðum um atkvæðagreiðsluna. Davíð Oddsson vitnaði í þingræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, frá 13. febrúar 1995 þar sem Ólafur lýsti yfir áhyggjum af hringamyndun á sviði fjölmiðla og sagði hana ganga þvert á nútíma- hugsun á vettvangi lýðræðis. Í lög væru sett margvísleg ákvæði, t.d. í Bandaríkjunum og Evrópu, til að koma í veg fyrir hringamyndun. „Ég geri þessi orð Ólafs Ragnars Grímssonar að mínum orðum. Hafi þau verið rétt þá eru þau ennþá réttari núna,“ sagði forsætisráð- herra. Við meðferð frumvarpsins í gegn- um fyrstu, aðra og þriðju umræðu var fjallað um það úr ræðustól Al- þingis í 82 klst. og 36 mínútur. Alls voru 104 þingræður haldnar og 710 athugasemdir gerðar. Þar af töluðu þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í 9 klst. í 25 ræðum. Stjórnarandstöðu- þingmenn töluðu samtals í 55 klst. í 79 ræðum. Allar athugasemdirnar tóku hins vegar tæpar 19 klst. Ekkert þingmál hefur fengið jafnmikla umfjöllun á Alþingi ef frá eru taldar umræður um Evrópska efnahagssvæðið 1992–1993. Um það þingmál var talað í rúmar 100 klst. Skýrsla um hringamyndun í atvinnulífinu lögð fram í september Fjölmiðlalögin tilbúin til staðfestingar í dag Morgunblaðið/Sverrir Frumvarpið samþykkt á Alþingi í gær Eldhúsdagsumræða á Alþingi NÝSAMÞYKKT lög um eignarhald á fjölmiðlum settu mark sitt á eldhús- dagsumræðurnar á Alþingi í gærkvöldi. Hér má sjá fulltrúa allra þingflokka fylgjast með umræðunum, Ögmund Jónasson, Jónínu Bjartmarz, Pétur Blöndal, Magnús Þór Hafsteinsson og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Morgunblaðið/ÞÖK  Alþingi/10 KB BANKI og fyrrverandi stjórnendur hjá bresku hverfisverslanakeðjunni T&S hafa lagt fram tæplega 8 milljarða króna kaup- tilboð í bresku verslanakeðjuna Londis. Það er jafnhátt og tilboð sem stjórn Londis hefur þegar mælt með og er frá írska keppinautn- um Musgrave. Munurinn felst í því að kaup- mönnum Londis-verslananna, sem jafn- framt eru hluthafar í Londis, er boðið að eiga áfram meirihluta í félaginu með því að fá hluta kaupverðs greiddan með hlutabréfum. Stjórn Londis hefur ekki fengist til við- ræðna um tilboðið sem KB banki stendur að en það hefur verið gert opinbert til þess að sýna hluthöfum fram á að þeir hafi valkost. Fyrrverandi stjórnendur T&S-keðjunnar með í tilboðinu Það er Geoff Purdy, sem áður var inn- kaupa- og markaðsstjóri hjá T&S, sem Tesco keypti árið 2002, og fleiri fyrrverandi stjórnendur hjá T&S, sem standa með að- stoð KB banka að tilboðinu sem lagt var fram í gær. Lagt er til í tilboðinu að stjórn- endahópur á þeirra vegum taki við stjórn fyrirtækisins en fjórir yfirstjórnendur hjá Londis, þar á meðal forstjórinn, urðu að segja af sér nýlega eftir að hafa mælt með mjög ríflegum greiðslum til sín við sölu Londis. Purdy yrði forstjóri Londis. Big Food Group, sem er í fimmtungseigu Baugs Group, hefur meðal annarra lýst ein- dregnum áhuga á að eignast Londis en heim- ildir Morgunblaðsins segja að Baugur teng- ist ekki tilboðinu sem KB banki stendur að. KB banki vill kaupa Londis Jafnar tilboð keppi- nautarins Musgrave  KB banki/12 Verk um gægjur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.