Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 47 JÓNATAN Þór Magn- ússon, fyrirliði bikar- meistara KA í hand- knattleik, mun að öllum líkindum ganga til liðs við sænska liðið Lugi á næstu leiktíð. Félagið bauð honum að koma út til æfinga og var hann til skoðunar hjá liðinu í fimm daga þar sem hann mætti á þrjár æf- ingar og lék einn leik með liðinu. „Ég fæ tilboð frá Lugi á morg- un (í dag) og ég myndi segja að það sé ansi líklegt að ég semji við liðið. Mig langar að breyta til og KA-menn hafa vitað af því í lang- an tíma að það kynni að koma að því að ég færi frá þeim. Þetta er mjög spennandi klúbbur og allar að- stæður hinar bestu svo það yrði gaman að fá að spreyta sig þar,“ sagði Jónatan í samtali við Morgunblaðið í gær en hann hefur verið einn lykilmanna KA-liðsins undanfarin ár enda sér- lega góður varnar- maður og útsjónarsamur leik- stjórnandi. Lugi, sem Jón Hjaltalín Magn- ússon lék með á árum áður, hafn- aði í sjöunda sæti í sænsku úrvals- deildinni í vetur en var slegið út af Skövde, 2:1, í úrslitakeppninni. Jónatan Þór Magnússon á leið frá KA til Lugi FÓLK  PÉTUR Hafliði Marteinsson lék allan tímann í vörn Hammarby sem lagði Gautaborg, 1:0, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu í gær og var sigurmarkið sjálfsmark á lokamínútunni. Hjálm- ar Jónsson lék allan tímann fyrir Gautaborg.  TRYGGVI Guðmundsson og Jó- hann B. Guðmundsson léku báðir allan tímann fyrir Örebro sem tapaði fyrir Djurgården, 2:1.  FREYR Karlsson knattspyrnu- maður hefur komist að samkomulagi við stjórn knattspyrnudeildar Fram um að verða leystur undan samningi við liðið og er líklegt að hann gangi til liðs við Þrótt. Freyr er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið 75 leiki í efstu deild með Fram og Víkingi.  GUÐRÚN Lilja Sigurðardóttir setti heimsmet í 200 m flugsundi fatl- aðra á Sundmóti Hafnarfjarðar um helgina, synti á 3.27,89. Ingibjörg Svala Björgvinsdóttir setti Íslands- met í 50 metra baksundi garpa á sama móti á 44,55 og Ragnheiður Ragnarsdóttir bætti Hafnarfjarðar- metið í 100 m bringusundi á 1.11,76.  SUNNA Gestsdóttir, Íslandsmet- hafi í langstökki úr UMSS, stökk 6,37 metra á móti í Tönsberg í Noregi um liðna helgi. Þetta er sjö sentímetrum lengra en Íslandsmet hennar er. Þar sem vindur var yfir leyfilegum mörk- um fæst árangurinn ekki staðfestur sem Íslandsmet.  STEFÁN Már Ágústsson, hlaup- ari úr UMSS, keppti í þremur grein- um á móti Malmö um helgina. Hann hljóp 200 m á 24,45 sekúndum, 400 m á 51,98 og 800 m á 1.56,33 mínútum.  LEIK FH og Keflavíkur í úrvals- deild karla í knattspyrnu hefur verið frestað frá fimmtudegi til föstudags þar sem Þórir Jónsson, forystumað- ur hjá FH um árabil og leikmaður á árum áður, verður jarðsunginn á fimmtudaginn. Þá hefur leik Fylkis og Keflavíkur verið seinkað frá 31. maí til 2. júní.  ANDRE Agassi er úr leik á Opna franska meistaramótinu í tennis, sem er fyrsta stórmót ársins. Banda- ríkjamaðurinn er í sjötta sæti á heimslistanum þessa stundina, tap- aði í fyrstu umferð gegn heima- manninum Jerome Haehnel sem er í 271. sæti á heimslistanum. Þetta er í fyrsta sinn sem Haehnel tekur þátt í atvinnumannamóti sem þessu en hann er 23 ára gamall.  NORSKA úrvalsdeildarliðið Vik- ing frá Stavanger, sem Hannes Þ. Sigurðsson leikur með, hefur komist að samkomulagi við enska þjálfar- ann Roy Hodgson um að hann taki við sem þjálfari liðsins í júlí á þessu ári en Kjell Inge Olsen sagði starfi sínu lausu í upphafi leiktíðar eftir slakt gengi liðsins á undirbúnings- tímabilinu og 4:0-tap í fyrstu umferð á útivelli gegn Tromsö. ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu æfir á völlum í eigu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United á meðan það dvelur í Englandi vegna landsleikjanna gegn Japan og Englandi. Liðið fær þar góða aðstöðu og auk þess er steinsnar frá hóteli þess í Manchester á golfvöll þar sem hægt er að stytta sér stundir á milli æf- inga. Stjórn Knattspyrnu- sambands Íslands verður mestöll samankomin í Man- chester vegna landsleikjanna. Ákveðið hefur verið að halda stjórnarfund ytra föstudaginn 4. júní og hann fer fram á kunnum stað, sjálfum Old Trafford, hinum glæsilega leikvangi Manchester United. KRISTJÁN Finnbogason og Krist- ján Örn Sigurðsson úr KR, sem vald- ir voru í landsliðshópinn fyrir Man- chester-mótið, verða á ferð og flugi því tveir leikir með KR fara fram á meðan landsliðið dvelur í Manchest- er. Kristján og Kristján fara ekki til Englands á fimmtudaginn, þar sem KR mætir Víkingi þá um kvöldið. Þeir fara því utan á föstudag, vegna leiksins gegn Japan, en koma síðan aftur heim til að spila með KR gegn ÍBV í Eyjum á þriðjudag. Á miðviku- dag liggur svo leiðin hjá þeim til Englands á ný vegna undirbúnings fyrir leikinn gegn Englendingum. Jóhann lék síðast með landsliðinufyrir tveimur árum, vináttuleik gegn Noregi í Bodö þann 22. maí 2002 sem endaði 1:1. Auðun lék með landsliðinu þegar það gerði marka- laust jafntefli í Mexíkó þann 20. nóv- ember sl., en það var hans fyrsti landsleikur í 26 mánuði. Eiður Smári Guðjohnsen er aftur í hópnum en hann fékk frí frá leikjunum gegn Lettlandi og Albaníu fyrr í vor. Þá bætast þeir Heiðar Helguson og Hjálmar Jónsson í hópinn á ný en þeir voru ekki með í síðasta leik, gegn Lettlandi í Ríga 28. apríl. Þeir léku hins vegar báðir gegn Albaníu í Tirana fjórum vikum áður. Arnar Þór Viðarsson leikur ekki með í Englandi en eiginkona hans á von á barni í næstu viku. Ólafur Örn laugardaginn, en kemur síðan til Englands. „Við mætum sterkum andstæðing- um í Manchester og það verður erfitt að ná góðum úrslitum gegn þeim. En við förum til Englands til að standa okkur vel og á góðum degi getur allt gerst. Það er mikið ánægjuefni að fá verkefni á borð við þetta og geta ver- ið með hópinn saman í tíu daga en það gefur okkur Loga tækifæri til að vinna að ákveðnum hlutum með lið- inu,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson. Morgunblaðið/Kristinn Ívar Ingimarsson í landsleik gegn Skotum á Hampden Park – á í höggi við Don Hutchison. Jóhann B. og Auðun á nýjan leik í landsliðið JÓHANN Birnir Guðmundsson, leikmaður Örgryte í Svíþjóð, og Auð- un Helgason, leikmaður Landskrona í Svíþjóð, eru komnir í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu eftir nokkurt hlé. Þeir eru báðir í 20 manna hópi sem Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tilkynntu í gær fyrir Manchester-mótið en Ísland mætir þar Japan á sunnu- daginn kemur, 30. maí, og Englandi laugardaginn 5. júní. Bjarnason, Gylfi Einarsson og Veig- ar Páll Gunnarsson verða ekki með þar sem þeir eru uppteknir með lið- um sínum í Noregi. Helgi Sigurðsson verður ekki með gegn Japan þar sem hann spilar deildaleik með AGF á Markverðir Árni Gautur Arason, Man.City ................ 35 Kristján Finnbogason, KR....................... 19 Aðrir leikmenn Arnar Grétarsson, Lokeren .................. 65/2 Hermann Hreiðarsson, Charlton ......... 53/3 Helgi Sigurðsson, AGF........................ 51/10 Þórður Guðjónsson, Bochum .............. 51/13 Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke ....... 41/3 Tryggvi Guðmundsson, Örgryte........... 33/9 Pétur H. Marteinsson, Hammarby ...... 29/1 Auðun Helgason, Landskrona .............. 28/1 Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea ....... 27/9 Heiðar Helguson, Watford.................... 26/2 Jóhannes Karl Guðjónsson, Wolves ..... 17/1 Indriði Sigurðsson, Genk.......................... 15 Bjarni Guðjónsson, Coventry................ 14/1 Ívar Ingimarsson, Reading ...................... 14 Marel Baldvinsson, Lokeren.....................13 Hjálmar Jónsson, Gautaborg..................... 7 Jóhann Birnir Guðmundsson, Örgryte ..... 7 Kristján Örn Sigurðsson, KR..................... 3 Kristjánar á ferð og flugi LOGI Ólafsson sagði að þeir Ásgeir Sigurvinsson fylgdust grannt með Stefáni Gíslasyni, miðjumanninum öfluga í Keflavík, þótt hann hefði ekki orðið fyrir valinu í landsliðshópinn að þessu sinni. „Stefán hefur leikið mjög vel og við munum skoða hann áfram, ásamt fleirum. Við Ásgeir höfum skoðað leikina á Íslandsmótinu mjög náið og þótt aðeins tveir leikmenn ís- lenskra liða séu í hópnum að þessu sinni eru allar dyr opnar fyrir þá sem standa sig vel.“ Þá sagði Logi að Sin- isa Valdimar Kekic, fyrirliði Grind- víkinga, sé undir smásjánni eins og fleiri. „Kekic er inni í myndinni hjá okkur, hann er valkostur fyrir verk- efnin síðar á þessu ári ef hann stendur sig vel í sumar,“ sagði Logi Ólafsson. Stefán undir smásjánni HÓPURINN Stjórnar- fundur KSÍ á Old Trafford
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.