Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 19 VINNA við gerð nýs leiðakerfis strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu gengur vel, að sögn Ásgeirs Eiríks- sonar, fram- kvæmdastjóra Strætó bs. Gert er ráð fyrir að nýja kerfið verði tekið í notkun í ágúst í sumar, þannig að aðeins eru um tveir mán- uðir þar til miklar breytingar verða á almennings- samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ásgeir segir mikla áherslu hafa verið lagða á að hafa samráð við íbúa og ýmsa hagsmunaaðila við útfærslu leiðakerfisins. „Við höfum kynnt til- lögur okkar og haft samráð við al- menning og sveitarstjórnirnar. Bæði höfum við haldið opna fundi og óskað eftir ábendingum á heimasíðu okkar, www.bus.is. Við gerum ráð fyrir því að kerfið taki á sig endanlega mynd á næstu tveimur til þremur vikum,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgun- blaðið. Ásgeir segir nokkrar breytingar verða frá þeim hugmyndum sem nú má sjá á heimasíðunni. „Við vildum einmitt fá viðbrögð og hugmyndir að breytingum, og erum nú að vinna úr þeim. Ekki verður um grundvallar- breytingar að ræða, en þess í stað fara leiðir um aðrar götur eða taka á sig lítilsháttar króka,“ útskýrir Ás- geir. Sem dæmi nefnir hann að ákveðið hafi verið að láta leið, sem átti að enda ferð sína í Kringlunni, fara niður Sléttuveg og enda ferð sína þar, og þjóna þar með því svæði í leiðinni. „Breytingar af þessu tagi eru minniháttar, en bæta nýtingu leiðarinnar án þess að ferðinni seinki.“ Kerfið einfaldað og frekar ekið á stærri götum Meginhugsun leiðakerfisins er að sex stofnleiðir, leiðir 1 til 6, gangi einungis á stofnbrautum gatnakerf- isins og séu fljótar í ferðum á milli helstu borgarhverfa. Þar til viðbótar komi leiðir sem fari í gegnum íbúða- hverfi, en þó helst ekki um götur þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund eða mikið er um hraðahindranir. Einnig er gert ráð fyrir auknum forgangi strætisvagna í umferðinni. „Þessar grunnreglur eru til þess ætlaðar að auðvelda ferð vagnanna og stytta ferðatímann. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að í einhverjum tilvikum lengist leið íbúa frá heimili að biðstöð vagna, en það er óhjákvæmilegt ef ná á að auka afköst og virkni kerfisins. Á móti kemur að þjónusta batnar og ferðatími styttist,“ segir Ásgeir. Ráðgera aukinn sveigjanleika í áætluninni Mun sveigjanlegri tímatafla er ráðgerð með nýja leiðakerfinu, til dæmis fleiri ferðir á álagstímum. „Með þeim hætti náum við að koma betur til móts við notendur vagn- anna og stuðla að enn betri þjónustu. Á álagstímum munu stofnleiðirnar ganga á 10 mínútna fresti.“ Eins og áður kom fram er með- vitað hugsað til þess í hönnun nýja leiðakerfisins að láta leiðirnar helst ekki ganga innan svonnefndra 30 kílómetra hverfa. Þar má nefna að ekki er gert ráð fyrir að strætisvagn gangi inn í Hlíðahverfi eða Teiga- hverfi í nýja kerfinu. „Við höfum þrátt fyrir þessa stefnu haft í huga göngufjarlægðir íbúa frá heimili að biðstöð, og er nú miðað við 300 til 700 metra fjarlægð. Styst verður á biðstöð í þéttbýlustu hverfunum en í einbýlishúsabyggð verður vegalengdin nokkuð lengri.“ Að sögn Ásgeirs er allt kapp lagt á að skapa raunhæfan valkost fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins hvað varðar almenningssamgöngur. „Við gerð nýja kerfisins höfðum við hinn almenna notanda í huga, ekki einungis þá sem ekki hafa tök á að nýta sér önnur farartæki. Við ger- um okkur grein fyrir því að til þess að fá fleiri til að nýta sér strætó þarf ferðatíminn að vera lágur og kerfið að vera skilvirkt. Rannsóknir okkar benda til þess að notendur vilji ganga örlítið lengra í strætó til að eiga styttri ferð fyrir höndum. Þetta snýst um viðhorf, og almenningur þarf að gefa þessum samgöngumáta tækifæri.“ Miðast við þarfir sem flestra Ekki er miðað sérstaklega við þarfir einstakra hópa í samfélaginu við hönnun nýja leiðakerfisins. „Við erum að skapa nýtt almenningssam- göngukerfi sem á að miðast við þarf- ir sem flestra. Það er hins vegar ákveðið framtíðarviðfangsefni fyrir okkur að koma til móts við þá not- endur sem telja nýja kerfið henta sér verr en núverandi kerfi. Það er til dæmis augljóst að gönguvegalengd að biðstöð mun lengjast á nokkrum stöðum,“ segir Ásgeir. Til grundvall- ar staðsetningu nýrra biðstöðva hef- ur verið notað ákveðið hermilíkan sem bæði tekur til ferðatíma í vagni og til og frá biðstöðinni, sem og ferðavenjukönnun sem framkvæmd var fyrir tveimur árum. Segir Ásgeir nýja leiðakerfið taka mið af þessari könnun og með þeim hætti sé tryggt að þjónusta batni með nýju kerfi. Veigamestu breytingar frá 1970 Leiðakerfi strætisvagna á höfuð- borgarsvæðinu hefur tekið nokkrum breytingum frá því að byggðasam- lagið Strætó tók til starfa árið 2001, en nú er loks gengið frá heildstæðu leiðakerfi fyrir allt höfuðborgar- svæðið. „Þetta eru miklar breyting- ar, þær langmestu frá 1970, þegar leiðakerfinu í Reykjavík var umbylt og margar núverandi leiðir urðu til í upprunalegri mynd. Í meginatriðum verða sömu biðstöðvar notaðar áfram, en eðlilega koma nýjar bið- stöðvar á götur sem strætisvagnar hafa ekki ekið áður, og aðrar leggj- ast af í staðinn. Megin skiptistöðv- arnar verða þær sömu. Hlemmur verður aðalendastöð kerfisins, og Lækjartorg aðeins viðkomustaður. Við munum leggja áherslu á kynn- ingu á nýja kerfinu, og munum til dæmis búa til einfalt leiðakort fyrir nýju leiðirnar og dreifa til almenn- ings,“ segir Ásgeir að lokum. Undirbúningsvinnu fyrir nýtt leiðakerfi nær lokið hjá Strætó bs. Ekið helst um stofnbrautir Morgunblaðið/Árni Torfason Með nýju leiðakerfi sem taka á í notkun í ágúst munu strætisvagnar ganga síður í hverfum þar sem 30 km há- markshraði er. Mun strætisvagn til dæmis hætta að ganga um Hamrahlíð. Ásgeir Eiríksson TENGLAR ..................................................... www.bus.is Vesturbær | Níundi bekkur V í Hagaskóla ákvað á dögunum að styrkja götubarnaheimili í Mós- ambík um sextíu þúsund krónur, en bekknum hlotnaðist féð í verðlaun í samnorrænu stærðfræðikeppninni KappAbel. Bekkurinn tók í vetur þátt í Kapp- Abel-keppninni, en í síðasta mánuði réðust úrslit í Íslandshluta keppn- innar og hafnaði 9.V í Hagaskóla í þriðja sæti auk þess sem bekkurinn var verðlaunaður sérstaklega fyrir besta bekkjarverkefnið. Þema keppninnar þetta árið var stærð- fræði og tónlist og fjallaði bekkjar- verkefni 9.V um tónlist á talnaás þar sem sett var fram rannsóknarspurn- ingin hvort fegurð stærðfræðinnar endurspeglaðist í fegurð tónlistar. Fyrir glæsilegan árangur í keppn- inni fékk bekkurinn auk verðlauna- skjala 60.000 krónur í verðlaun. Verðlaunaafhending fór fram síð- asta þriðjudag og tilkynntu fulltrúar bekkjarins þá að ákveðið hefði verið að gefa upphæðina til styrktar götu- barnaheimili í Maputo, höfuðborg Mósambík. Nína Helgadóttir, fulltrúi hjá Rauða krossi Íslands, veitti gjöfinni viðtöku í lífsleiknitíma hjá unga fólkinu og kynnti um leið samtökin. Níundi bekkur V í Hagaskóla í Reykjavík styður við hjálparstarf í Mósambík. Létu þau verðlaunafé sitt úr sam- norrænu stærðfræðikeppninni KappAbel renna til verkefnisins í höfuðborginni Maputo. Unglingar styrkja götu- barnaheimili í Mósambík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.