Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Arnarfell og Trinket koma í dag. Cathy Jo og Alta Mar fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Arklow Wave og Green Frost koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fataúthlutun þriðju- daga kl. 16–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 bað og vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulíns- málun. Hársnyrting, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13– 16.30 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10– 11.30 sund, kl. 14–15 dans, kl. 15 boccia. Sími 535 2760. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9– 16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 9–14 að- stoð við böðun, kl. 14 félagsvist, púttvöll- urinn opinn. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin og vefnaður, kl. 13.30 myndband. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, versl- unarferð í Bónus kl. 12.40, bókabíllinn á staðnum kl. 14.15–15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Dval- arheimilinu, Hlað- hömrum. Kl. 13–16 föndur og spil, kl. 16– 17 leikfimi og jóga. Í dag kl. 15 flytur Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur, erindi um byggðir og merki- lega staði á Norð- austurlandi og lífs- baráttu fólks á Melrakkasléttu og Langanesi. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Karla- leikfimi kl. 13. Lokað í Garðabergi er kirkjan er með opið hús í Safn- aðarheimilinu. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Húsið opnað kl. 9, kl. 10 ganga, kl. 13 brids. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13. Miðviku- dagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæisbæ kl. 10. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 gönguferð, kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Félagsstarfið fellur niður vegna endur- menntunar starfs- manna eftir hádegi í dag. Gullsmári, Gullsmára 13. Félagsstarfið fellur niður vegna endur- menntunar starfs- manna eftir hádegi í dag. Hraunbær 105. Kl. 9 postulín og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð, kl. 13 myndlist, línudans og hárgreiðsla. Kl. 15 línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9.30 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaað- gerðir virka daga, hár- snyrting þriðju- til föstudags. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun, miðviku- dag, fundur Miðgarði kl. 10. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15–11.45 enska, 13– 16 spilað og bútasaum- ur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–16 keramik, tau- málun, almennt fönd- ur, kl. 15 bókabíllinn. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Ath. síð- asti spiladagur er þriðjudaginn 8. júní, en eftir það er spilað alla föstudaga. Öldungaráð Hauka, síðasti fundur vetr- arins á morgun, mið- vikudag, kl. 20 á Ás- völlum. Skráning í sumarferðina. Í dag er þriðjudagur 25. maí, 146. dagur ársins 2004, Úrbanus- messa. Orð dagsins: Ég hef gjört þig dýrlegan á jörðu með því að fullkomna það verk, sem þú fékkst mér að vinna. (Jh. 17, 4.)     Brynjólfur Stefánssonleggur í pistli á Deiglunni út frá nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins, sem sýndi að einungis þriðjungur þjóðarinnar styddi rík- isstjórnina og að ef gengið yrði til kosninga nú fengi Sjálfstæð- isflokkurinn einungis um 25% fylgi. Brynjólfur segir stjórnarandstöðuna varla geta eignað sér heiðurinn af minnkandi stuðningi við stjórnina, því svo virtist sem for- ystumenn stjórnarflokk- anna legðu sig fram um að taka af þeim ómakið með hverju slæmu þing- málinu á fætur öðru og umdeildum ummælum í fjölmiðlum. „Nú eru blik- ur á lofti um að ekki ein- ungis gangi hratt á stuðning óákveðinna kjósenda Sjálfstæð- isflokksins heldur hafi nú einnig verið gengið fram af hluta kjarna- fylgis. Að kjósendur sem hingað til hafa verið taldir tryggir stuðnings- menn séu ekki lengur vissir í sinni sök,“ segir Brynjólfur.     Þeir sem tilheyra óákveðnu fylgi, eru hægra megin í stjórn- málum en vilja ekki binda trúss sitt við einn ákveðinn stjórn- málaflokk, hafa hingað til valið þann kost sem er næst þeirra hug- sjónum þ.e. Sjálfstæð- isflokkinn. Hafa kannski ekki alltaf verið sam- mála forystunni en fylgt meginhugsjónum og trú- að því að þingflokkurinn fari eftir því. Jafnframt hafa ungir sjálfstæð- ismenn styrkt þennan hóp í trúnni með álykt- unum um aukið frelsi og minni ríkisafskipti. Mál eins og fjölmiðla- frumvarpið, loforð um ríkisábyrgð, aukið eft- irlit með útlendingum o.fl. hafa brotið þessar meginhugsjónir – fækk- að valkostum þessa hóps um einn og skilið hann eftir frammi fyrir frekar fátæklegu vali. Von um að ungir frjálshyggju- menn, sem hafa undan- farin ár talað fyrir auknu frelsi og settust nýverið á þing, standi vörð um þessar megin- hugsjónir hafa farið fyr- ir lítið, sem sýnir sig best í skilyrðislausum stuðningi þeirra við fjöl- miðlafrumvarpið.“     Brynjólfur segir margasem talist hafi til kjarnafylgis Sjálfstæð- isflokksins hafa átt erfitt með að verja gjörðir rík- isstjórnarinnar und- anfarið, og þegar for- ystan fari á svig við hugmyndagrundvöll flokksins megi búast við að fækki einnig í þeim hópi. „Ef Sjálfstæð- isflokkurinn ætlar að halda sínum dyggustu stuðningsmönnum er ljóst að mikið þarf að vinna í innra starfi og líta þarf í eigin barm,“ segir Brynjólfur og bæt- ir við að ella megi vænta þess að skoðanakönnun Fréttablaðsins sé vísir að því sem koma skal. STAKSTEINAR Blikur á lofti Víkverji skrifar... Vorið er komið og grundirnar gróa,eins og þar stendur. Það þýðir aðeins eitt, garðurinn lifnar við. Vík- verji er raunar ekki í hópi fremstu garðyrkjumanna landsins en situr námsfús við fótskör meistara síns – eiginkonunnar. Hún er með grænan lit á hverjum fingri. Hér áður hafði Víkverji yfir litlum garði að ráða. Kloflengstu menn gátu með góðu móti stigið þar milli enda. Hann kom lítið þar að málum enda rúmuðust varla fleiri en einn við störf í garðinum í einu. Og Vík- verji fylgdist opinmynntur með konu sinni breyta þessu frímerki í mikinn lystigarð, svo eftir var tekið í hverf- inu. Fyrir hálfu öðru ári fluttu þau Víkverja-hjón búferlum og eign- uðust við það mun stærri garð. Þá fyrst var komið að Víkverja að bretta upp ermar. Mikið hekk um- lykur garðinn og í fyrravor tók Vík- verji þann kostinn vænstan að fá fagmann til að snyrta hekkið, en það ku vera bráðnauðsynlegt. Fagmað- urinn mætti til leiks með sög mikla, sullaði á hana bensíni og klauf svo hekkið í herðar niður. Það rýrnaði um helming. Víkverja stóð ekki á sama, stöðvaði fagmanninn sem snöggvast og spurði hvort hann væri ekki með öllum mjalla. „Jú, bless- aður vertu. Því meira sem maður tekur af þessu, þeim mun betra,“ sagði hann og brá söginni á loft svo heilu greinaflokkarnir flugu í allar áttir. Og fagmaðurinn hafði lög að mæla. Þvílík spretta um sumarið. Víkverji réð ekki neitt við neitt með gömlu garðklippunum. Nú í vor taldi Víkverji sig full- numa í þessum fræðum. Leigði sér rafknúnar hekkklippur – rómað orð hekkklippur, ekki á hverjum degi að þrjú k standa saman á prenti – og réðst til atlögu. Sú glíma fór vel fram og ekki er annað að sjá, nú er hlýnar í veðri, en hekkið sé við góða heilsu. x x x Nokkur tré eru í garðinum og Vík-verji hefur komist að því að þau eru misjafnlega vel gefin. Þannig kallaði eiginkonan á hann eitt kvöld- ið og benti á birkitréð fyrir framan eldhúsgluggann. „Hvað?“ spurði Víkverji spenntur. „Það er ekki farið að laufgast,“ útskýrði eiginkonan. Víkverji leit þá í kringum sig og sá lauf á öðrum trjám, sem alltof langt mál er að nafngreina hér, í garð- inum. „Hvernig stendur á þessu?“ spurði Víkverji undrandi. Og ekki stóð á svari: „Birkitréð veit að það á eftir að koma kuldakast. Það lætur ekki tíðarfarið gabba sig.“ Þetta er stórmerkilegt. Birkitré eru með öðrum orðum betur gefin en önnur tré. Láta ekki gabba sig út úr híðinu. Nú er það aftur á móti farið að laufgast, þannig að það má með sanni segja að sumarið sé komið. Gleðilegt sumar! Morgunblaðið/Jim Smart Verðlaunagarður í Kópavogi. Kannski fær Víkverji einhvern tíma verðlaun fyrir garðinn sinn. MAÐURINN minn er at- vinnulaus og ég er öryrki. Við erum með fjögur börn á heimilinu á aldrinum 11– 17 ára. Ég var að tala við konu hjá Atvinnuleysis- tryggingarsjóði og hún sagði mér að skattleysis- mörkin í dag væru 68 þúsund. Bæturnar eru komnar í 88 þúsund. Sú hækkun sem kom núna – hún fer beint aftur til rík- isins. Það kemur okkur best að hækka skattleysis- mörkin. Þau eiga ekki að vera 68 þúsund, heldur að minnsta kosti 100 þúsund áður en það er farið að taka skatt af okkur. Laufey Elsa Sólveigar- dóttir. Eru gyðingar aríar? LANGFLESTIR gyðingar í Evrópu og Bandaríkjun- um geta rakið uppruna sinn til þjóðar sem kemur frá Kákasus, vöggu hins aríska kynstofns. Þeir nefndust Khazarar og tóku gyðingatrú árið 740. Fjandmenn þeirra, arabar, lýsa þeim þannig: Þeir eru ljósir á hörund og bláeygð- ir. Ljósrautt hár þeirra er mikið og villt. Þeir eru stórvaxnir og kaldlyndir. Allt fas þeirra er villimann- legt. Af þessu fólki eru Askinasígyðingar komnir en þeir eru um 70% af gyð- ingum heimsins. Hið víð- lenda keisaradæmi Khaz- ara féll á tíundu öld fyrir Garðaríki, sem náði frá Ís- landi lengst í norðri til Svartahafs. Khazarar flýja í vestur einnig til Póllands og Þýskalands. Að sögn voru sex milljónir gyðinga myrtir í Þýskalandi á dög- um nasismans. Hvað eiga slæmir sagnfræðingar stóran hlut í þessum morð- um? Hefðu kynþáttafor- dómar komið upp ef há- skólakennarar hefðu gert skyldu sína? Þýskir og pólskir gyðingar komu ekki frá Júdeu. Þeir koma frá Kákasus, vöggu hins aríska kynstofns. Gunnar Dal. Dýrahald Svartur köttur týndist KISINN okkar, Jáum, týndist frá Selási í Árbæ hinn 15. mars sl. og er sárt saknað. Hann er svartur og eyrnamerktur R0015. Lík- legast er að hann haldi sig í Árbæ eða Breiðholti. Trú- lega hefur sést til hans í Vesturberginu í Efra- Breiðholti. Allar ábending- ar vel þegnar í síma 587 1966 eða 866 0701 hve- nær sólarhrings sem er. Kettlingar fást gefins FIMM fallegir átta vikna kettlingar fást gefins á góð heimili. Um er að ræða 2 hvítar læður og 3 svart- bröndótt fress. Kettirnir eru fjörugir og kassavanir og reiðubúnir til þess að yf- irgefa móður sína. Upplýs- ingar í síma 554 2090 og 692 6746. Tapað/fundið Gleraugnahulstur tekið í misgripum BRÚNT gleraugnahulstur með gleraugum í var tekið í misgripum í leigubifreið hinn 14. maí sl. Upplýsing- ar í síma 865 5590. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Þetta gengur ekki svona lengur LÁRÉTT 1 syrgja, 4 stafla, 7 ungi lundinn, 8 skræfa, 9 bekkur, 11 hása, 13 grenja, 14 skjót, 15 skikkja, 17 kvenfugl, 20 óhljóð, 22 auðan, 23 frumeindar, 24 reiði, 25 fiskar. LÓÐRÉTT 1 handsamar, 2 stórum ám, 3 beitu, 4 mögulegt, 5 getur gert, 6 heimting, 10 deilur, 12 kraftur, 13 beina að, 15 gleðjum, 16 fátið, 18 sæti, 19 svarar, 20 flanar, 21 vegur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 karlselur, 8 ungar, 9 iðnum, 10 inn, 11 tíðar, 13 norpa, 15 húsin, 18 ósönn, 21 arf, 22 skötu, 23 ullin, 24 ógætilegt. Lóðrétt: 2 augað, 3 lærir, 4 efinn, 5 unnir, 6 lugt, 7 amma, 12 asi, 14 oks, 15 hest, 16 spöng, 17 naust, 18 ófull, 19 öflug, 20 nánd. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.