Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 11 ÚR VERINU SÍLDVEIÐAR ganga rólega um þessar mundir en nálægt tugur skipa er nú að veiðunum nyrst í ís- lenzku lögsögunni og norður í Síld- arsmugunni allt norður undir 72. breiddargráðu austur af lögsögu Jan Mayen. Aðeins tvö skip hafa landað afla, Hákon EA kom til Nes- kaupstaðar nýlega með fullfermi af frosnum síldarflökum eða á milli sex og sjö hundruð tonn og var þetta fyrsta síldin úr norsk-íslenska síldarstofninum sem berst að landi þetta vorið. Síðan hefur græn- lenzka skipið Siku landað um 400 tonnum til bræðslu. Freysteinn Bjarnason, útgerð- arstjóri Síldarvinnslunnar, segir að veiðarnar séu erfiðar og síldin stygg. Skipin með troll hafi þó verr- ið að kroppa eitthvað en lítið sem ekkert gangi hjá nótaksipunum. Á sunnudaginn var hollenzkt skip að fá einhvern afla norðarlega í Síldarsmugunni í ágætis veðri. Ís- leifur VE var þá nyrstur af skip- unum á 70. gráðu norður og 2. aust- ur. Togskipin voru innan íslenzku lögsögunnar og voru að fá góða síld eða um 350 grömm að þyngd, en ekki hefur verið mikill kraftur í veiðunum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Síld Hákon EA landar síld í Neskaupstað, fyrst íslenzkra skipa í vor. Rólegt á síldinni VEIÐAR á kolmunna ganga vel um þessar mundir. Íslenzku skipin hafa landað um 88.700 tonnum sam- kvæmt upplýsingum samtaka fisk- vinnslustöðva. Erlend skip hafa landað 34.600 tonnum og því hafa fiskimjölsverksmiðjurnar tekið á móti ríflega 123.000 tonnum. Leyfilegur kvóti íslenzkra skipa er 493.000 tonn á þessu ári og því standa eftir óveidd um 404.300 tonn. Langmestu af kolmunna hefur verið landað hjá Síldarvinnslunni á Seyðisfirði, um 38.000 tonnum. Eskja á Eskifirði er næst með 25.800 tonn og í þriðja sætinu er Loðnu- vinnslan á Fáskrúðsfirði með 21.500 tonn. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið á móti 14.500 tonnum, 7.200 tonnum hefur verið landað hjá HB Granda á Akranesi, 6.300 tonn- um hjá Samherja í Grindavík og 6.000 tonnum hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. 2.400 tonn hafa borizt til Tanga á Vopnafirði, 1.300 tonn til Ísfélagsins í Vestmannaeyj- um og 135 tonn til Síldarvinnslunnar í Helguvík. Góð veiði á kolmunna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Guðmundssyni, löggiltum fasteignasala hjá Fasteigna- markaðinum ehf.: „Í grein eftir Hannes Hólm- stein Gissurarson sem birtist í Mbl. sl. föstudag er gefið í skyn að í borgarstjóratíð sinni hafi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir staðið fyrir kaupum borgarinnar á tilteknum fasteignum á Laugaveginum af sérstakri greiðasemi við Jón Ólafsson. Af þessu tilefni vil ég koma eft- irfarandi á framfæri: Sala eignanna fór fram fyrir milligöngu Fasteignamarkaðar- ins ehf. sem hafði haft eignirnar til sölu um langan tíma ásamt fleiri fasteignasölum í borginni. Það var að frumkvæði mínu að þessi viðskipti komust á. Verð- hugmyndir eigendanna höfðu lengi verið mun hærri en borgin var tilbúin að fallast á. Á ákveðnum tímapunkti taldi ég mig hafa stöðu til þess að ná verðinu verulega niður og fékk þá eigendur fasteignanna til þess að gera mér tilboð um kaup á eignunum fyrir það verð sem mér fannst ásættanlegt fyr- ir hönd ótilgreinds kaupanda. Þegar tilboðið lá fyrir hafði ég samband við Þorstein Inga Garðarsson hjá Skipulagssjóði Reykjavíkurborgar og bauð sjóðnum að ganga inn í kaupin. Mér vitanlega voru einu af- skipti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur af málinu þau, að hún hringdi í mig áður en málið var lagt fyrir borgarráð til að fullvissa sig um að borgin væri ekki að greiða hærra verð fyrir eignirnar en sanngjarnt og eðli- legt mætti teljast og til að fá staðfestingu á því að eigend- urnir hefðu ekki haft vissu um hver hinn raunverulegi kaup- andi væri. Þessar upplýsingar hafa áður komið fram opinberlega m.a. í Morgunblaðinu þann 05.03. 2003 þar sem greint er frá vinnuferli Fasteignamarkaðarins ehf. að sölunni. Það er mér því með öllu óskiljanlegt að gefið skuli í skyn í framangreindri grein að ann- arleg sjónarmið eða greiðasemi hafi ráðið þessum viðskiptum.“ Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, Fasteignamarkað- inum ehf. Yfirlýsing frá Jóni Guðmundssyni, löggiltum fasteignasala Kaup borgarinnar á eignum Jóns Ólafssonar á Laugaveginum Deilt um laxinn vestanhafs DEILUR eru nú að rísa um það vestan hafs hvort nýta eigi laxa- seiði, sem hafa klakizt út og verið alin upp til sleppinga í klakstöðv- um, til að byggja upp villta laxa- stofna, sem eiga undir högg að sækja. Hugmyndin er runnin und- an rifjum skógarhöggsmanna, bænda og fleiri aðila, sem telja um- svif sín heft vegna skilgreiningar á því hvaða laxastofnar séu í hættu. Um þetta hefur meðal annars verið fjallað í The New York Times. Alríkisstjórnin hefur nú í fyrsta sinn íhugað að telja lax sem sleppt er í ár með, þegar metið er hvort tilteknir laxastofnar séu í hættu. Sé þá um að ræða að klaklax hafi verið tekinn úr sömu ám og nýttur til seiðaframleiðslu, og seiðunum verði sleppt í. Vísindasamfélagið hefur að hluta til brugðizt hart við þess- um hugmyndum og telja margir vísindamenn að lax sem klakizt hef- ur út í keri og komizt þar á legg, komi hvergi í staðinn fyrir fisk sem klakizt hefur út við náttúrulegar aðstæður, jafnvel þó að um sé að ræða laxa af sama stofni og með sömu erfðavísa. Vísindamennirnir telja að þetta sé í andstöðu við náttúruverndarlög að telja lax klakinn á landi með villtum laxi, sé eins og að telja dýr í dýragörðum með, þegar metinn er fjöldi dýra í hugsanlegri útrýmingarhættu. Verði þessi leið farin verði aldrei hægt að vernda ár og skóga eins og vera ber. Ransom A. Myers, doktor í fiska- líffræði við háskólann í Halifax, segir að þetta sé hrein pólitísk ákvörðun, sem sé beint gegn vís- indunum. Myers var í nefnd á veg- um yfirvalda til að koma með til- lögur um stefnu í málefnum laxins. „Hugmyndum nefndarinnar var hafnað til að móta stefnu sem er hagstæðari aðilum í iðnaði, sem eru á móti því að landrými þeirra verði skert,“ segir hann. Stjórnvöld segjast verða að fara að niðurstöðu dómstóla, sem skyld- ar þau til að taka fisk úr eldisstöðv- um með þegar staða einstakra laxa- stofna sé metin. Staðreyndin sé einfaldlega sú að vísindamennirnir séu komnir út fyrir verksvið sitt og séu að reyna að móta stefnuna í þessum málum. Það sé ekki hlut- verk þeirra. Eins og staðan var höfðu um- hverfisverndarsinnar náð ákveðnu forskoti en nú hafa landnýtingar- menn stigið fram á orrustuvöllinn og náð þeim árangri að meta verð- ur fisk úr eldisstöðvum með. Það er ljóst að veruleg barátta er fram- undan í málefnum villta laxins vest- anhafs. PERSÓNUVERND hefur form- lega óskað eftir því að Vátrygg- ingafélag Íslands upplýsi fyrir 24. júní nk. hvernig það muni tryggja að upplýsingar um lyfjanotkun ein- staklinga úr gagnagrunni Lyfju hf. verði ekki notaðar í ólögmætum til- gangi. VÍS segist hvorki hafa áhuga né ástæðu til að sækjast eft- ir slíkum upplýsingum. Í bréfi Persónuverndar til VÍS er minnt á aukna ásókn í heilsu- farsupplýsingar, þar á meðal um erfðaeiginleika, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun. Segir að nýjar tækniframfarir hafi gert slíkar upplýsingar verðmætari en flestar aðrar persónuupplýsingar og þeirrar þróunar hafi orðið vart er- lendis að m.a. tryggingafélög, vilji komast yfir heilsufarsupplýsingar t.d. til að útiloka viðskipti við ein- staklinga, sem hafa tiltekna erfða- eiginleika eða sjúkdóma. Ekki sé verið að gefa í skyn að slíkt vaki fyrir Vátryggingafélagi Íslands, heldur verið að benda á hættuna sem fylgir því að heilsufarsupplýs- ingar um einstaklinga séu misnot- aðar. Jafnaðskilin og fyrir kaupin Í yfirlýsingu sem VÍS sendi frá sér „vegna umræðna á opinberum vettvangi um meðferð persónuupp- lýsinga í tengslum við kaup óstofn- aðs hlutafélags VÍS og fleiri á Lyfju hf.“ segir m.a. að fyrirtækið verði minnihlutaeigandi í félaginu. Í yfirlýsingunni kemur fram að aldrei hafi komið til álita að reka VÍS og Lyfju sameiginlega að neinu leyti og verði Lyfja rekin áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. „Upplýsingakerfi VÍS og Lyfju verða jafnaðskilin hér eftir sem hingað til eins og lög kveða á um. Því er auðvitað óheimilt með öllu að VÍS nýti sér á einhvern hátt persónuupplýsingar sem Lyfja býr yfir og ætti að vera óþarft að taka fram að slíkt hefur ekki hvarflað að nokkrum manni sem að málinu kemur af hálfu VÍS enda hvorki áhugi né ástæða fyrir félagið að sækjast eftir slíkum upplýsingum,“ segir í yfirlýsingu VÍS. Tekið er fram að bæði VÍS og Lyfja starfi í samræmi við reglur sem lög um meðferð persónuupp- lýsinga kveði á um og hafi sett sér nákvæmar öryggisreglur um með- ferð persónuupplýsinga. „VÍS verður minnihlutaeigandi í væntanlegu félagi um rekstur Lyfju. Félagið lítur einfaldlega á Lyfju sem góðan fjárfestingarkost og ætlar að stuðla að áframhald- andi farsælum rekstri fyrirtækis- ins,“ segir í yfirlýsingu VÍS. Persónuvernd vill tryggja verndun gagna- grunns Lyfju Þekkst hefur að erlend trygginga- félög ásælist heilsufarsupplýsingar þeir lofa fyrir kosningar,“ sagði Steingrímur. Fela eigið dugleysi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vitnaði í um- mæli þingmanna stjórnarandstöð- unnar þar sem þeir lýstu áhyggjum af fákeppni og samþjöppun valds. Sagði hún von að fólk spyrði af hverju þessi umpólun hefði orðið í afstöðu þeirra til samþjöppunar valds á fjölmiðlamarkaði. Sagði hún að stjórnmálamenn hefðu orðið að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar um síðustu áramót hvort bregðast ætti við þessari samþjöppun eins og gert hefði verið í öðrum vestrænum ríkj- um. Við þessu hefði þurft að bregð- ast. HELSTU nýmælin í lögum um breytingu á útvarpslögum og sam- keppnislögum, fjölmiðlalögin svo- nefndu, sem samþykkt voru á Al- þingi í gær, eru að skorður eru settar við útgáfu útvarpsleyfa til fyrirtækja að því er varðar mark- mið, starfsemi, markaðsstöðu og eignarhald þeirra. Þótt lögin taki gildi þegar í stað er útvarpsrétt- arnefnd þó heimilt að framlengja útvarpsleyfi sem falla úr gildi innan tveggja ára en þó ekki lengur en til júní 2006 jafnvel þótt leyfishafinn uppfylli ekki skilyrði nýju laganna eða m.ö.o. fresturinn til að laga sig að lögunum getur verið liðlega tvö ár. Um leið er gerð breyting á því hvernig skipað skuli í útvarpsrétt- arnefnd. Í nefndinni sátu áður sjö menn sem kosnir voru hlutfalls- kosningu á Alþingi en þeir verða nú þrír og á menntamálaráðherra að skipa tvo þeirra samkvæmt tilnefn- ingu Hæstaréttur en ráðherra skip- ar síðan þann þriðja án tilnefningar og verður hann formaður nefnd- arinnar. Aðeins almenn skilyrði áður Í fyrri lögum má segja að veiting útvarpsleyfa hafi aðeins verið háð mjög almennum skilyrðum. Sam- kvæmt breytingunum á lögunum er óheimilt að veita fyrirtæki útvarps- leyfi sem hefur að meginmarkmiði rekstur sem er óskyldur fjölmiðla- rekstri. Í annan stað má heldur ekki veita útvarpsleyfi til félags ef markaðsráðandi fyrirtæki eða fyr- irtækjasamstæða á einhverju sviði á meira en 5% í því nema því aðeins að velta þess sé minna en tveir milljarðar á ári. Í þriðja lagi er svo óheimilt að veita útvarpsleyfi til fyrirtækis ef annað fyrirtæki eða fyrirtæki í sömu fyrirtækja- samstæðu eiga meira en 35% eign- arhlut í því. Í fjórða og síðasta lagi má ekki veita útvarpsleyfi til fyr- irtækis ef það tengist útgáfu dag- blaðs. Útvarpsréttarnefnd getur þó vik- ið frá skilyrðunum að því er varðar leyfi til svæðisbundins hljóðvarps. Samkeppnisstofnun er falið meta hvort fyrirtæki teljist vera í mark- aðsráðandi stöðu. Þau hafa þó frest til andmæla og atugasemda og geta kært niðurstöðu Samkeppnisstofn- unar til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. En hvað tákna þessar breytingar á lögunum? Ljóst er að skilyrðin um eignarhald munu snerta rekstur Norðurljósa, þar sem Baugur Group er stærsti einstaki hluthaf- inn en miðað við núverandi eign- arhald munu þau ekki snerta rekst- ur Íslenska sjónvarpsfélagsins sem rekur Skjá 1. Eftir 1. júní 2006 getur Baugur ekki átt meira en 5% hlut í Norður- ljósum í óbreyttri mynd. Liðlega tveggja ára frestur til aðlögunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.