Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Hella | Hundrað og fimmtíu konur í Rangárvallasýslu gerðu sér nýlega glaðan dag og fóru saman í svokallaða kvennareið. Þetta er siður sem konur í Hestamannafélaginu Geysi í Rangárþingi tóku upp fyrir nokkrum árum og hefur hlotið auknar vinsældir með hverju ári síðan, sem sjá má á þátttök- unni. Lagt er af stað frá Hellu ann- ars vegar og Hvolsvelli hins vegar, mæst á miðri leið við Strönd, þaðan liggur leiðin nið- ur á bakka Eystri-Rangár að Hótel Rangá þar sem snæddur er kvöldverður. Mikið fjör er í þessum ferðum, börn og karl- menn eru bannvara meðan á kvennareiðinni stendur. Morgunblaðið/Óli Már Kvennareið á Rangárvöllum Upplyfting Stokkseyri | Menningarhátíðin Vor í Ár- borg var nú haldin í annað sinn. Hátíðin nú, sem og í fyrra, var afar vel heppnuð. Hátíð- in teygði anga sína um öll plássin í sveitar- félaginu, Stokkseyri, Eyrarbakka og Sel- foss. Hún stóð í fjóra daga og voru alls 33 sýningar og söfn opin þessa daga, rétt um 50 viðburðir og samkomur voru á dagskrá, auk þess sem veitingahúsin voru með sér- tilboð og er þá ekki allt upp talið. Formað- ur menningarnefndarinnar er Inga Lára Baldvinsdóttir á Eyrarbakka. Einn viðburðanna á hátíðinni er árleg sýning Elfars Guðna, bæjarlistamanns Stokkseyrar og handahafa menningar- verðlauna Árborgar árið 2003. Elfar Guðni sýnir í vinnustofu sinni, Svartakletti, í Hólmarastarhúsinu og víðar í því húsi. Þetta er 42. einkasýning listamannsins. Hið mikla frystihús á Stokkseyri er óðum að taka á sig mynd menningarseturs og þar eru nú margar vinnustofur, tónleika- og ráðstefnusalir, auk hins rómaða Draugaseturs. Sýning í Svartakletti Ljósmynd/Jóhann Óli Hilmarsson Elfar Guðni, listmálari á Stokkseyri, við eitt verka sinna. Hann opnaði 42. einka- sýningu sína um helgina. Þórshöfn | Þórshafnarkirkja þykir tign- arlegt mannvirki sem setur svip á bæinn og á kirkjan sér marga velunnara. Enn svip- meiri er kirkjan orðin núna því nú hefur hún fengið klukku á turninn og segir þorpsbúum hvað tímanum líður. Klukkan er gjöf frá útgerðinni Geir ehf. á Þórshöfn, til minningar um Jóhann Jónasson, fyrrum útgerðarmann. Klukkan er með díóðulýsingu á vísum og skífu, gangverkið er tölvustýrt og slær klukkan á heila og hálfa tímanum. Kirkjuklukka komin upp ♦♦♦ Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Nýjasta námsbrautLandbúnaðarhá-skólans á Hvann- eyri hefur göngu sína næsta haust, það er nám til BSc.-gráðu í skóg- fræði, með möguleikum til framhaldsnáms hér heima eða erlendis til kandidatsprófs eða MS- gráðu. Landbún- aðarráðherra staðfesti námskrá fyrir skóg- fræðinámið í síðasta mán- uði. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er fram heildstætt nám á sviði skógræktar hér á landi, að því er fram kemur á vef skólans, www.hvann- eyri.is. Námið er þverfag- legt, með áherslu á nátt- úruvísindi, tækni og rekstrargreinar. Umsókn- arfrestur er til 10. júní næstkomandi. Skógfræði Hveragerði | Hlaupið var á dögunum áheitahlaup á vegum 5. flokks knatt- spyrnudeildar Hamars í Hveragerði. Alls hlupu 20 drengir og þegar yfir lauk höfðu þeir lagt að baki 165 km. Þetta fór langt fram úr björtustu vonum og söfnuðust yfir 120.000 krónur. Peningar koma sér vel þar sem hópurinn mun taka þátt í Faxaflóamóti, Íslands- móti og KB banka-mótinu í Borgarnesi. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Hlaupið eftir fjárstuðningi Nú er farið að notavísur til aðdraga að ís- lenska ferðamenn, en í kynningarbæklingi um Ölfus er vísa eftir Æra- Tobba, sem var uppi á 17. öld og bjó beggja vegna Ölfusár: Arra sarra urra glum illt þykir mér í Flóanum. Þagnar magnar þundar klið þó er enn verra Ölvesið. Arndís Þorvaldsdóttir fær orðið í hagyrðinga- horni Austurgluggans sl. fimmtudag. Hún rifjar upp vísu sem hún fór með á hagyrðingamóti harmóníkumanna á síð- astliðnu sumri, en þá orti hún um Huga Guttorms- son, ljóðskáld frá Krossi: Aldrei verður orðavant, andans ríður hrossi, afskaplega elegant er – ungskáldið frá Krossi. Urra glum pebl@mbl.is Við hjá fasteignasölunni fasteign.is höfum verið beðin að finna sérhæð með bílskúr í Garðabæ fyrir ákveðinn kaupanda. Afhendingartími getur verið rúmur ef þess er óskað. Verðhugmynd allt að 21 milljón. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason sölumaður á fasteign.is í síma 5-900-800 eða 6-900-820 Garðbæingar athugið! SÍMI 5 900 800 Ólafur Finnbogason sölumaður. Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali Lithimnulestur Með David Calvillo fimmtudag og föstudag Lithimnulestur er gömul fræðigrein þar sem upplýsingar um heilsufar, mataræði og bætiefni eru lesnar úr lithimnu augans. Á fimmtudag og föstudag mun David Calvillo vera með lithimnulestur í Heilsubúðinni, Góð heilsa gulli betri. Njálsgötu 1, uppl. og tímapantanir í s:561-5250. Það ríkti sannkölluð stjörnustemning á Hótel Framtíð á Djúpavogi sl. mið- vikudagskvöld þegar sex keppendur frá fé- lagsmiðstöðinni Zion stigu á stokk og sungu fyrir fullu húsi. Undankeppni í söngva- keppni í anda Idol-stjörnuleitar var lokið og komið var að úrslitastundinni. Ungling- arnir höfðu greinilega undirbúið sig vel og sýndu og sönnuðu að hér býr hæfileikaríkt fólk sem við eigum örugglega eftir að heyra meira frá í framtíðinni. Sigurvegari keppn- innar var Jóhann Dagur Þorleifsson, í öðru sæti var systir hans Ylfa Rós og í þriðja sæti lenti Helgi Týr Tumason.    Grunnskóli Djúpavogs fékk góða gesti í heimsókn um miðjan maí. Þetta voru kenn- arar frá Hollandi, Rúmeníu og Danmörku sem komu vegna Comeniusar-verkefnis sem skólinn hefur tekið þátt í sl. 3 ár. Þeir kynntu sér skólastarfið, sátu í kennslu- stundum og fræddu nemendur og kennara um heimkynni sín og aðstæður þar. Með þeim í för voru þrír piltar á grunnskólaaldri sem gistu hjá fjölskyldum í þorpinu.    Meistaraflokkur Umf. Neista í knatt- spyrnu spilaði sinn fyrsta deildarleik í sum- ar sl. sunnudag þegar þeir tóku á móti Ein- herja frá Vopnafirði.Heimamenn sigruðu 3-0 og fögnuðu ákaft í leikslok. Í liðinu eru margir ungir og efnilegir knattspyrnumenn sem gaman verður að fylgjast með í fram- tíðinni. Þrír leikmenn frá Makedóníu og Serbíu hafa nú gengið til liðs við félagið og koma þeir eflaust til með að styrkja strák- ana í komandi keppni.    Meira af íþróttum: Ásta Birna Magn- úsdóttir, 16 ára kylfingur frá Djúpavogi, hefur náð frábærum árangri í golfíþrótt- inni. Hún hefur æft með unglingalandslið- inu í vetur og fór m.a. í æfingaferð til Florída í byrjun árs. Hún hefur nú verið valin til þátttöku á Junior Open sem leikið verður á Kilmarnock Barassie golfvellinum í Skotlandi í júlí en það er eitt af stærstu áhugamannamótum í heimi. Auk Ástu tek- ur Reykvíkingurinn Snorri Páll Ólafsson þátt.    Samningaviðræður um sítengingu á Djúpavog hafa staðið yfir undanfarið. Ómar Enoksson og Snæbjörn Sigurðsson hafa leitt vinnu heimamanna við að leita leiða til að komast inn á „háhraðabrautina“ og nú virðist sem samningar séu að nást við Sím- ann. Stefnt er að því að tengingin verði komin á í haust. Úr bæjarlífinu DJÚPIVOGUR EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR FRÉTTARITARA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.