Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 29 yndum að horfa fram á veg og sjá fyrir tefnumál myndu rísa hæst, þegar að ímamótum kæmi. tel að Sjálfstæðisflokkurinn hafi izt rétt við breyttum aðstæðum í tím- s. Hann hefur notið trausts. Hann gætt þess, að stefnan sem bundin er hans og heiti; sjálfstæði og frelsi, fái ta sín til framfara fyrir fólkið. sáum þetta vel á heimastjórnar- inu; framfarirnar fylgdu frelsi og æði. Það á við um þjóðir, það sama um einstaklinga. Þeim farnast betur, þeim eru sköpuð skilyrði til að nýta æfileika sína. vil líka nefna það, að þjóðin við- ni skyldur sínar við þá, sem höllum anda; að þjóðfélagið tryggi þeirra æði og þeirra möguleika líka. Þegar staðið er það ávinningur fyrir alla. ðningur við þá, sem stuðning þurfa, er inhver fórnarkostnaður í frjáls- usamfélagi. Frjálst og opið þjóð- ag þýðir ekki að skyldur okkar minnki sem minna mega sín.“ Fólk metur farsæld flokka í störfum rðu fyrir þér einhver ný viðfangsefni Sjálfstæðisflokkinn næsta aldarfjórð- n til dæmis? sé ekki hér og nú fyrir einhver við- efni, sem við yrðum að taka nýjum . Slíkt getur auðvitað alltaf komið upp laga menn sig að því. er stundum sagt fyrir kosningar, að r reyni að lesa í væntingar fólks og vonir og vilji tengja þær við sig. Það nær bara svo langt sem það nær, því fólk vill ekki velja þannig stjórnmálaflokka. Það lít- ur til stjórnmálaflokka og metur farsæld þeirra í störfum, hvernig þeir hafa brugðizt við málum og hvernig frelsinu hefur vegnað í þeirra höndum. Menn horfa síður til hinna, sem sækja bara útgjöld í þetta eða hitt í vasa almennings.“ Tíminn réttir hlut kvennanna – Einn er sá hlutur sem stöðugt kraumar undir; rýr hlutur kvenna á framboðslistum og í öðrum trúnaðarstöðum. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé tíma- bundið ástand. Það er von að mönnum finn- ist tíminn lengi að líða meðan þetta gengur yfir, en þegar upp er staðið er þetta stuttur tími í sögunni. Partur af þessu er, hversu stutt er síðan konur hösluðu sér völl í stjórnmálum. Þegar kannað var með fyrstu konurnar, sem urðu lögfræðingar, þá sýndi sig að frami þeirra var hlutfallslega meiri en almennur lög- fræðingur gat vænzt. Þær urðu ráðherrar, dómarar, þingmenn; þeim var tekið tveim höndum. Eftir 20–30 ár, þegar þátttaka karla og kvenna verður jöfn, þá verður allt með jöfn- um hætti. Þá ætla ég að mönnum muni finn- ast allt okkar tal um kyn og kvóta hlægilegt. Ég hef stundum sagt, að Sjálfstæð- isflokkurinn sé stærsta kvenfélag landsins með 12.000 konur innanborðs. Það gefur auga leið að það afl, sem býr í slíkum fjölda, hefur mikil áhrif á störf og stefnu eins flokks.“ Vondur málstaður þarf einhvern vondan karl – Margir draga nú upp sterka mynd af þér sem drottnunargjörnum og allsráðandi formanni, sem sért á leið með flokkinn á ráðríkisbraut. „Það hefur stundum flögrað að mér, að það gæti verið gaman, ef ég réði svona öllu eins og sumir vilja vera láta. Sem betur fer fyrir þjóðina er það ekki svo. En þeir sem búa við vondan málstað verða að hafa einhvern vondan karl, nú eða í framtíðinni vonda konu, til að útmála sem upphaf og endi alls ills.“ – En þetta bitnar á þér og flokknum. „Ekki til langframa. Það getur gert það í stuttan tíma, þegar hamagangurinn er sem mestur. En það hefur jafnan reynzt svo í Sjálf- stæðisflokknum, að þegar ráðist er að odd- vitum hans, þá þjappa menn sér saman um flokkinn og forystuna. Sjálfsagt eru þeir einhverjir sem segja sem svo: af hverju þarf þessi karl alltaf að vera með þessi læti. En ég þarf ekki að kvarta undan því, hvernig flokksfólk hefur breytt við mig.“ Vill að vægi stjórn- málaflokka minnki – Hvaða framtíðarsýn átt þú fyrir Sjálf- stæðisflokkinn; eigum við að segja þar til hann verður 100 ára? „Það er náttúrlega skrýtið að ég skuli eiga þá von, að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður niður; að hann nái slíkum árangri og tryggi svo hugsjónir sínar um frelsi og sjálf- stæði öllum til handa, að óhætt verði að leggja hann niður. En þótt ég sé þessi bjartsýnismaður, tel ég nú ekki, að slíkt alsæluríki verði þá kom- ið. Við megum heldur ekki gleyma því, að hægt er að tapa grundvallargæðum, svo sem frelsi einstaklinga og þjóða, ef menn vaka ekki yfir þeim. En hins vegar; þegar staða einstaklinga og fyrirtækja styrkist, þá hefur það þau áhrif, að stjórnmálaflokkarnir skipta ekki eins miklu máli og áður. Það tel ég vera já- kvætt. Aukið svigrúm og almennt traust í þjóðfélaginu minnkar þörfina fyrir stjórn- málaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki verið andsnúinn slíkri þróun, sem sækir afl í und- irstöðuatriði í stefnu hans.“ r en ekki ur flokkur að Sjálfstæðisflokk- hann heldur upp á ður hans, Davíð eð böggum hildar egir í samtali við num þyki vænt um sdaginn, að hann tel- era fjötur annars. Morgunblaðið/Kristinn minnkandi vægi stjórnmálaflokka æluríki að þeir verði lagðir niður. freysteinn@mbl.is JAN Jensen, yfirmaður hjá þróun- arráði Kaupmannahafnarborgar, telur að sveitarfélögin á suðvest- urhorninu geti haft hag af auknu samstarfi. Hann segir að slíkt sam- starf hafi skilað sér á Kaup- mannahafnarsvæðinu. Jensen hélt fyrirlestur á ráðstefnu um sam- starf á suðvesturhorni landsins sem Aflvaki hf. stóð fyrir í gær. Danska þingið kom Hovedstad- ens Udviklingsråd, stofnuninni sem Jensen vinnur fyrir, á fót fyrir fimm árum, en þar eiga pólitískir ráðamenn frá fimm sveit- arfélögum á Kaupmannahafn- arsvæðinu samstarf. Þetta eru Kaupmannahöfn, Frederiksborg, Hróarskelda, miðborg Kaup- mannahafnar og Frederiksberg. Þau hafa samstarf hvað varðar al- menningssamgöngur, svæð- isskipulag, ferðaþjónustu og menningargeirann. Þá sameina þau einnig krafta sína til að reyna að laða að erlenda fjárfestingu og eiga samstarf við nágranna sína Svía handan Eyrarsunds. „Ég myndi segja að þetta hafi skilað sér í sterkari samvinnu á stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. Hvað ferðaþjónustuna varðar höf- um við t.d. starfrækt verkefni sem við köllum „Wonderful Copen- hagen“ sem nær til alls svæðisins. Við höfum einnig tekið ábyrgð á lestakerfinu. Það eru aðeins fimm ár síðan við hófum samstarfið, en okkur finnst mikilvægt að geta keppt við önnur höfuðborg- arsvæði. Jafnvel þótt Danmörk sé lítið land er mikilvægt að Kaup- mannahafnarsvæðið geti keppt við Stokkhólm, Hamborg, Ósló.“ Ekki endilega sparnaður Aðspurður segir hann að sveit- arfélögin hafi ekki endilega spar- að fjármuni með því að stilla sam- an strengi sína, en hagur borgarinnar hafi vaxið, sem hafi verið takmarkið. Jensen segist telja að Reykjavík og sveit- arfélögin í kring geti hagnast af auknu samstarfi. Sérstaklega til að styrkja ímynd borgarinnar út á við. Hann telur það ekki vandamál að byggðin á suðvesturhorninu sé ekki öll samtengd, heldur sé t.d. yfir heiðar og úfin hraun að fara. Hann segir að góðar samgöngur á milli þessara svæða séu þó mjög mikilvægar. Samstarf skilar sterkari ímynd Bættar samgöngur og sam-göngutæki hafa stækkaðþað svæði þar sem sam-vinna á sviði atvinnu- og búsetumála er hagkvæm og æski- legt er að sjá fyrir sér að stór-höf- uðborgarsvæðið nái til Reykjanes- bæjar, sveitarfélaganna norðan Hvalfjarðar og Árborgar, eða þeirra sveitarfélaga sem eru innan klukkutíma aksturs frá Reykjavík. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Þórólfs Árnasonar borgar- stjóra á ráðstefnu Aflvaka, þar sem fjallað var um möguleika á auknu samstarfi sveitarfélaga á Suðvest- urlandi. Frummælendur á fundinum voru Þórólfur Árnason borgarstjóri, Jan Jensen, þróunarstjóri sam- vinnuráðs stór-Kaupmannahafnar- svæðisins, Árni Sigfússon, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, stjórnarformaður Aflvaka. Byggð meðfram strandlengju Þórólfur rakti í erindi sínu þróun samstarfs sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu og sagði markmið þess að veita sem besta þjónustu á sem ódýrastan hátt. Sagði hann hagsmuni sveitarfélaganna liggja saman í æ fleiri málum auk þess sem höfuðborgin ætti í samkeppni um ungt fólk við önnur lönd. Eftir erindi Jans Jensens um skipan mála á stór-Kaupmanna- hafnarsvæðinu tók Árni Sigfússon til máls. Í byrjun rakti hann ýmis skipulagsvandamál sem fylgdu því þegar ekki væri hugsað heildstætt í skipulagi samhengis atvinnusvæða og búsetusvæða. Sagði hann gríð- arleg tækifæri fyrir hendi við Faxa- flóa og á Árborgarsvæðinu. Þá myndi íbúabyggð þróast meðfram strandlengju Faxaflóa, út frá stærstu byggðakjörnum. Sýndi hann í því skyni þær framkvæmdir og skipulag sem nú liggja fyrir í Helguvík og benti sérstaklega á það hvernig ætlunin er að skapa gott andrými milli iðnsvæðis og íbúðar- byggðar með hljóðmönum og úti- vistarsvæðum milli hafnarinnar og íbúðarbyggðar. Árni sagði bættar samgöngur gjörbreyta viðhorfum til atvinnu- og búsetusvæða, þá væri einungis þrjátíu mínútna akst- ur frá iðnaðarsvæðinu við Helguvík í miðsvæði Reykjavíkurborgar og ennfremur benti hann á að ef tækist að gera Reykjanesbrautina að einni flæðandi umferðará sem lægi framhjá Reykjavík, myndaðist enn betri tenging við Grundartanga. Fórnir færa ný tækifæri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lagði í erindi sínu áherslu á það að ef ætlunin væri að bæta búsetuskil- yrði þyrftu sveitarfélögin að hugsa út fyrir sína hagsmuni. Þannig myndi Reykjavík draga úr áherslu á sína eigin höfn til að auka veg Grundartanga og Helguvíkur og fleiri góðra hafna og að sama skapi myndi flugvöllurinn á endanum víkja, þar sem of dýrt væri að halda við tveimur fullkomnum flugvöllum á svona litlu svæði. Sagði hún vissu- lega störf tapast þegar flugvöllur- inn færi, en á móti kæmu mun fleiri og áhugaverðari tækifæri bæði til búsetu og atvinnusköpunar. Léttur andi ríkti á fundinum og höfðu fundargestir margar spurn- ingar. Komu því mörg áhugaverð sjónarmið fram í pallborðsumræð- um. Meðal annars benti Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, á þann galla á Reykjanesbraut að gríðarlegur tappi myndaðist á umferðarljósum í Hafnarfirði. Þennan tappa yrði að losa til að hún gegndi sínu hlut- verki, því fyrirtæki bregðist við um- ferðarteppum með því að kaupa fleiri bíla og senda út í umferðina og minnka þannig afköst á hvern bíl. Þá benti Sveinn á nauðsyn þess að vegir liggi milli sveitarfélaga, þannig sé varla hægt að komast ak- andi eða gangandi milli Reykjavík- ur og Kópavogs og nefndi hann sem dæmi Salahverfi í Kópavogi og Seljahverfi í Reykjavík, en þar þyrfti að fara langar leiðir til að komast á milli sveitarfélaganna. Við pallborðsumræður settust frummælendur auk þeirra Gísla Gíslasonar, bæjarstjóra Akraness, Gunnlaugs Júlíussonar frá Sam- bandi ísl. sveitarfélaga og Sveins Hannessonar, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Bættar samgöngur breyta viðhorfum Aflvaki hélt í gær ráð- stefnu um aukna sam- vinnu sveitarfélaganna á suðvesturhorninu á sviði atvinnu- og bú- setumála. Komu þar fram fjölmörg sjón- armið um það hvernig slíku samstarfi er og gæti verið háttað.  (     #        )     *  +       !  )            )   ,      -.&!/      0       )    (  *  Morgunblaðið/ÞÖK Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Aflvaka, Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.