Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðmundur Sig-urður Thor- grimsen fæddist í Hergilsey á Breiða- firði 15. júlí 1928. Hann lést á líknar- deild Landspítalans 15. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sigurðar- dóttir, f. 26. okt. 1899, d. 27. mars 1987 og Þórður Val- geir Benjamínsson, f. 2. ágúst 1896, d. 10. nóv. 1985. Guðmundur kvæntist 1955. Kona hans er Anna Beata (Anita) Böckman, f. 5. júlí 1925, dóttir þeirra er Bergljót, f. 2. sept. 1956, maður hennar er Odd Mathiesen og eiga þau tvo syni, Vidar, f. 11. júní 1984, og Magnus, f. 11. nóv. 1986. Guðmundur ólst upp í Belgs- holti í Melasveit hjá móðursystur sinni Björgu og manni hennar Thorvaldi Thorgrimsen. Hann lærði rafvirkjun í Reykjavík. Seinna fór hann til Noregs og lærði rafmagns- tæknifræði. Guð- mundur vann sem rafmagnstæknifræð- ingur í Trögstad í Östfoldfylki í Nor- egi og síðar í Skedsmo rétt utan við Ósló. Þar bjó hann þar til hann fór á eftirlaun. Fluttist svo til Íslands 1996, en þá keyptu þau hjónin raðhús í Unufelli 16 og hafa búið þar síð- an. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Við Guðmundur kynntumst fyrst á þeim árum er hann vann hjá Raf- magnsveitunum hér heima á Ís- landi. Þá var hann þegar orðinn duglegur frímerkjasafnari og varð þetta sameiginlega áhugamál orsök langra og góðra kynni, ekki aðeins hér heima, heldur einnig eftir að hann var fluttur til Noregs og farinn að vinna þar, uns hann fór á eft- irlaun. Bæði meðan við hjónin bjuggum í Noregi, og eins eftir að við vorum farin heim, hittumst við oftast í frímerkjaklúbbum, en einnig sem gestir á hinu góða heimili þeirra, stundum til lengri eða skemmri dvalar. Gestrisnin var allt- af söm hjá þeim Anitu. Vil ég votta henni og öðrum fjölskyldumeðlim- um dýpstu samúð við fráfall hans. Lengst störfuðum við Guðmund- ur saman í KSS, eða Klúbbi Skand- inavíu safnara. Ég var stofnandi þessa klúbbs hér á landi og hann kom með í hópinn. Það var hjálp sem munaði um, þegar hann gerðist meðstjórnandi og endaði með því að annast fjárgæslu klúbbsins hin síð- ustu ár, þar til heilsu hans hafði hrakað svo að hann kaus að losna frá störfum. Fyrir öll hans störf, vil ég þakka sérstaklega fyrir hönd KSS og með- stjórnarmanna, sem nú sjá á bak góðum og iðnum félaga. Sérstaklega munaði um framlag hans við þjálfun yngri kynslóðanna, þar sem hann lagði mikið á sig endurgjaldslaust, um árabil. Þá var hann ekki síður liðtækur við sýningar og kynningar á vegum klúbbsins. Það átti við störf , bæði uppi í Seljakirkju og í hús- næði klúbbsins í húsi Landssafns frímerkjasafnara. Auk þessa hafði hann starfað með mér í frímerkjaklúbbi bæði í Noregi og í Félagi frímerkjasafnara hér heima á fyrstu árum þess. Guðmundar verður minnst lengi í öllum þessum félögum. Við vottum fjölskyldu hans inni- lega samúð. Sigurður H. Þorsteinsson. Áfram, Kristsmenn, krossmenn, Kóngsmenn erum vér. Fram í stríðið stefnið, sterki æskuher. Kristur er hinn krýndi Kóngur vor á leið. Sjáið fagra fánann frelsis blakta á meið. Þennan hvatningarsöng og marga fleiri lærðum við strákarnir í KFUM fyrir löngu. Við, nokkrir fé- lagar sem áttum þá heima í Rafstöð- inni við Elliðaár fórum á sunnudög- um til Reykjavíkur á fund í Vinadeild KFUM á Amtmannsstíg 2b. Sveitarstjóri okkar var Guðmund- ur S. Thorgrimsen sem nú hefur verið kallaður heim til Drottins síns og frelsara. Guðmundur var trúfast- ur leiðtogi í drengjastarfi KFUM í mörg ár. Hann var góður sveitar- stjóri og vinur. Við drengirnir áttum margar góðar stundir í KFUM og eins á sveitarfundum undir stjórn Guðmundar sem hann sinnti af alúð og áhuga. Starf Guðmundar sem sveitarstjóra í gamla daga átti sinn þátt í því að undirritaður eignaðist þá gjöf sem Guðmundur hafði eign- ast, það er trúin á Jesúm Krist sem er Guðs gjöf. Kynni okkar Guðmundar héldu áfram þegar hann réðst til Raf- magnsveitu Reykjavíkur og stund- aði vinnu sína í rafvirkjun við Elliða- árstöðina um tíma en þar var heimili mitt og við hittumst því oft. Því hagaði svo til að Guðmundur fluttist síðar til Noregs. Hann fór í nám á Biblíuskóla þar sem hann kynntist eftirlifandi konu sinni frú Anitu Thorgrimssen. Þau eiga eina dóttur, gifta í Noregi. Fyrir nokkrum árum flytjast þau Guðmundur og Anita til Íslands. Það gladdi mig að sjá þau og finna hve hamingjusöm þau voru saman. Þau voru einstaklega trúföst við að sækja almennar samkomur í KFUM & K og hjá Kristniboðssambandinu. Guðmundur lét sig ekki vanta á fundi í Gídeondeild sinni. Það hittist nú þannig á að við Guðmundur vorum í sömu Gídeon- deild og áttum við þar góðar og upp- byggilegar stundir. Ég þakka Guði fyrir Guðmund og veit að hann hef- ur gengið inn til fagnaðar Herra síns og þess Drottins sem hann þjónaði í og með lífi sínu. Hann var góð fyrirmynd. Ég votta eiginkonu hans, dóttur þeirra og fjölskyldu mína innileg- ustu samúð. Ásgeir M. Jónsson. Í dag verður lagður til hinstu hvílu Guðmundur S. Thorgrimsen tæknifræðingur. Guðmundur dvaldi mestan hluta starfsaldursins í Nor- egi. Þangað fór hann 1954 til að nema einn vetur við Biblíuskóla. Þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Anitu Thorgrimsen, og áttu þau ástríkt hjónaband og guðrækið heimili í hartnær hálfa öld. Dvölin í Noregi lengdist í 45 ár. Þegar eft- irlaunaaldrinum var náð sneru þau hjónin heim til Íslands. Þá ákvörðun höfðu þau tekið löngu áður. Þau yf- irgáfu Noreg, dóttur, tengdason og barnabörn og héldu til Íslands. Hugurinn hafði svo oft leitað þangað og minningarnar ljúfu um uppvaxt- arárin, vinina og heimahagana var sú ramma taug sem aldrei hafði rofnað með Guðmundi. Strax eftir heimkomuna gerðust þau hjónin virkir þátttakendur í kristilegu starfi. Þau sóttu reglulega kirkju og samkomur KFUM og KFUK og Guðmundur varð fé- lagsmaður í Gideon-félaginu á Ís- landi. Upptakan fór fram á heimili Einars Jónassonar og eiginkonu hans, Halldóru, síðla árs 1999. Strax eftir inngönguna kom í ljós að Guð- mundur var maður sem af heilum hug og staðfastri trú vildi þjóna Guði sínum. „Óttist Guð og gefið honum dýrð“, Opb. 14.7, voru meðal einkunnarorða hans. Með okkur í Gideon-austur og Guðmundi skap- aðist strax einlæg og náin vinátta. Við Gideon-bræður urðum þess fljótt áskynja að hann var vandaður maður sem kom fram af sérstakri hógværð og prúðmennsku. Hann var heiðarlegur í öllum samskiptum. Í mannlegum samskiptum var hann nærgætinn og umhyggjusamur maður. ,,Mesta hnoss, sem mér hefur hlotnast um ævina, er trúin og bæn- in,“ sagði hann stundum. „Gjörið iðrun, himnaríki er nánd“, Mt. 4.17, eru mikilvæg fyrirmæli í daglegu lífi okkar og meðal eftirlætis ritning- artexta Guðmundar. Má segja að lífshlaup hans hafi borið orðum skáldsins vitni, er það segir: Stýr minni hönd að gera gott, að gleði ég öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott að barn þitt gott ég heiti. Guðmundur minnti okkur á að kærleikurinn er nauðsynlegur þátt- ur í sérhverju sambandi manna sem byggir á kristnum gildum, trausti og að kærleiki Guðs er hvergi aug- ljósari en í þjáningum Jesú. Það er sérstök tilviljun að síðasti Gideon-fundurinn með Guðmundi fór einmitt fram á heimili Einars og Halldóru fyrir þremur vikum. Þó að af honum væri dregið lét hann sig ekki vanta á fund í deildinni. Það er okkur félögum hans ómetanlegt að eiga í huga okkar minningarnar um þennan góða dreng sem vissi að orð- in sem frelsarinn sagði á krossinum: „Í dag skaltu vera með mér í Para- dís“, Lk. 23.43, eru ennþá í fullu gildi og eiga við alla sem gefist hafa Kristi og tilheyra honum. Að lifa í trú felur einnig í sér að ganga í ljós- inu. Með söknuði og þakklæti kveðj- um við Gideon-félagar kæran vin og leggjum Anitu eiginkonu Guðmund- ar og fjölskyldu hans í Guðs hendur. Fyrir hönd Gideon-austur, Ómar Kristjánsson, formaður. GUÐMUNDUR S. THORGRIMSEN Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 Englasteinar Legsteinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN KRISTINN GUÐMUNDSSON pípulagningameistari, Skúlagötu 15, Borgarnesi varð bráðkvaddur miðvikudaginn 19. maí. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðviku- daginn 26. maí kl. 14:00. Oddný Kristín Þorkelsdóttir, Trausti Jónsson, Oddný Sólveig Jónsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Júlíana Jónsdóttir, Eiríkur Ólafsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI JÓN HALLDÓRSSON, Akurgerði 22, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 21. maí. Gréta Ámundadóttir, Íris Árnadóttir, Jakob Þorsteinsson, Davíð Andri Jakobsson, Alex Árni Jakobsson, Aron Jakobsson. Elskulegur frændi okkar, PÁLL JÓHANNSSON, Ægisgötu 12, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, að morgni fimmtudagsins 20. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mið- viðkudaginn 26. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Inga Skarphéðinsdóttir, Anna Skarphéðinsdóttir, Lilja Skarphéðinsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ARNDÍSAR ÞORBJARNARDÓTTUR, áður til heimilis á Víðivöllum 10, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsmanna á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Björn Marteinsson, Ólöf Helga Þór, Guðrún Marteinsdóttir, Kristberg Kristbergsson, Hlín Kristbergsdóttir. Systir okkar, ÁSLAUG MATTHÍASDÓTTIR SVANE, andaðist í Kaupmannahöfn laugardaginn 22. maí. Guðný Matthíasdóttir, Svandís Matthíasdóttir. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.