Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hérna, Nonni minn, taktu það áður en þú geispar, það verður víst orðið að hafa krítarkortið með, góði. Opinn fyrirlestur um ferðir Williams Morris Áhrif Íslands á verk Morris Sigríður Björk Jóns-dóttir, sagn- og list-fræðingur, heldur fyrirlestur sem nefnist Ís- land augum litið í Snorra- stofu í Reykholti kl. 20:30 í kvöld. Í fyrirlestrinum ætl- ar Sigríður að fjalla um ferðir breska ljóðskáldsins og hönnuðarins Williams Morris til Íslands 1871 og 1873. Reynt verður að greina hvaða áhrif ferðalög hans til eyjarinnar í norðri höfðu á verk hans og kenn- ingar um listina en ekki síst hugmyndir hans um fyrirmyndarríkið eða útóp- íuna. Fyrirlesturinn er að hluta til byggður á MA-rit- gerð Sigríðar sem fjallar um ferðir Williams Morris til Íslands, samskipti hans við heimamenn og persónulega upp- lifun á því samfélagi sem mætti honum á ofanverðri 19. öld. Í fyrirlestrinum verður einnig komið inn á frásagnir erlendra ferðamanna úr Borgarfirðinum og þá einkum úr Reykholti, sem var og er einn helsti viðkomustaður þeirra sem áhuga hafa á norræn- um fræðum. Hvert er tilefni fyrirlestrarins? „Í fyrirlestrinum mun ég fjalla sérstaklega um ferðir Williams Morris til Íslands en hingað kom hann tvisvar, í fyrra skiptið 1871 og hið síðara 1873. Fyrirlestur þessi er hluti af fyrirlestraröð Snorrastofu sem nefnist Fyrir- lestrar í héraði, og eru öllum opn- ir. Í ár er lögð áhersla á ferðasög- ur, fyrr og nú. Byrjað var með fyrirlestri Gests Þorgrímssonar, sem fór á slóðir Íslendingasagna í Noregi, og nú er komið að því að skoða frásagnir erlendra ferða- manna af söguslóðum í Borgar- firðinum.“ Hver var William Morris? „William Morris fæddist í Eng- landi árið 1834 og er líklega best þekktur sem hönnuður og skáld. Upphaflega ætlaði hann sér að verða arkitekt og byrjaði í því námi en færði sig fljótt yfir á önn- ur svið. Hann stofnaði ásamt nokkrum félögum sínum fyrirtæki sem framleiddi handgerðar vörur úr gæðaefnum, og var allt gert til þess að vanda sem mest til verks- ins. Fyrirtækið framleiddi fyrst og fremst húsbúnað, veggfóður, vefn- að, húsgögn og fleira, en einnig fékkst Morris við framleiðslu á glergluggum og flísum og bókaút- gáfu. Hann var hatrammur and- stæðingur vélvæðingar og lagði mikla áherslu á gæði handverks- ins og mikilvægi þess fyrir sam- félagið og ekki síst handverks- manninn sjálfan. Morris vann einnig að þýðingum á Íslendinga- sögunum í samvinnu við Eirík Magnússon í Cambridge og urðu þær honum ótæmandi uppspretta og yrkisefni í eigin skáldskap. Í heimalandi sínu Englandi var Morris þó ekki síður þekktur fyrir þátttöku sína í stjórn- málum og var hann einn af stofnendum fyr- irrennara breska Verkamannaflokks- ins.“ Hvernig tengist hann Íslandi? „Áhugi Williams Morris á Ís- landi var fyrst og fremst tilkominn vegna áhuga hans á Íslend- ingasögunum, eins og raunin var um marga á þessum tíma og er vissulega enn. Hann var farinn að lesa sér til um norræn fræði á há- skólaárum sínum í Oxford og komst árið 1868 í kynni við fyrr- nefndan Eirík Magnússon, sem var síðar bókavörður í Cambridge. Einnig voru ýmsar persónuleg- ar ástæður fyrir því að hann lagði upp í ferðalag til Íslands, en Morr- is var ekki kominn til þess að klífa fjöll eða skjóta fugla heldur að ferðast um fornar slóðir. Í gegnum Eirík komst Morris í kynni við ýmsa Íslendinga, þar á meðal Jón Sigurðsson, en þeir urðu samferða á skipi í annað skiptið sem hann kom hingað til lands. Ísland og ís- lensk menning og þjóðfélag var Morris mikill innblástur og fullyrti hann sjálfur að hann fyndi til mik- illar samkenndar með Íslending- um.“ Hvaða áhrif höfðu ferðalög hans til Íslands á verk hans? „Áhrifin á skáldskap hans eru augljós, en efni margra ljóða sinna byggði hann á efni Íslendinga- sagna. Það sem var meira spenn- andi að skoða voru hugsanleg áhrif á hönnun hans, en þau eru ekki áberandi, ef einhver. Á ferðum sínum um landið safnaði Morris þó að sér íslensku handverki og keypti hann íslenskan búning og gripi handa konu sinni og dætrum. Hann flutti meira að segja með sér íslenskan hest heim til Englands. Það sem hafði mest áhrif á hann að mínu mati var að horfa upp á fá- tæka bændaþjóð sem átti ekki neitt en þar sem handverkið var enn metið mikils. Á ferðum sínum um landið sá hann fátæk en ham- ingjusöm og frjáls börn að leik og í hrörlegum húskofum var að finna listgripi. Þetta fátæka fólk var ekki rænt þeirri ánægju sem fólst í að vinna með höndunum eins og í Bretlandi. Í raun og veru var það íslenskt 19. aldar bænda- samfélag sem hafði áhrif á hug- myndir hans um heilbrigt og gott samfélag. Þetta samfélag sem mætti honum hér var vissulega andstæða hins iðnvædda verk- smiðjusamfélags Viktoríutímans þar sem ójöfnuður var mikill og verkafólk vann einhæfa vinnu við hræðilega aðstæður.“ Sigríður Björk Jónsdóttir  Sigríður Björk Jónsdóttir fæddist í Hafnarfirði árið 1972. Hún lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1995 og MA- prófi í byggingarlistasögu frá háskólanum í Essex í Bretlandi 2001. Hún lýkur MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík nú í júní. Sigríður hefur m.a. starfað á Borgarskjalasafni og sem stundakennari á Bifröst. Nú starfar hún sem stundakennari við Listaháskóla Íslands og sem starfsmaður á Snorrastofu. Hún er gift Magnúsi Árna Magnús- syni, aðstoðarrektor á Bifröst, og á tvo syni. Byggði ljóð á Íslendinga- sögunum LANDSSAMBAND sjálfstæðis- kvenna opnaði á sunnudaginn nýj- an vef, www.kvennanet.is. Vef- urinn var opnaður við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Apóteki og opnaði Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, vefinn form- lega. Á Kvennanet.is munu reglulega birtast pistlar um þjóðmál en vef- urinn er einnig hugsaður sem upp- lýsingavefur um atburði á vegum Landssambandsins og vettvangur fyrir konur innan flokksins. Landssamband sjálfstæðiskvenna var stofnað fyrir rúmu ári. María Hilmarsdóttir er framkvæmda- stjóri sambandsins og situr einnig í ritstjórn vefsisns. Hún segir að þótt Kvennanet.is sé haldið úti af konum innan Sjálfstæðisflokksins sé vef- urinn opinn öllum flokksmönnum, af báðum kynjum og á öllum aldri, og vefurinn gangi þannig þvert á innri félagaskiptingu flokksins. „Á vefnum má finna ýmiss konar upplýsingar um sambandið, þing- konur flokksins og konur sem sitja í sveitarstjórnum fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins. Ég vona að vef- urinn verði lifandi og hvet sem flesta til að nýta sér hann,“ segir María. Sjálfstæðiskonur opna kvennanet.is Morgunblaðið/ÞÖK Þær María Sigrún Hilmarsdóttir og Ásdís Halla Bragadóttir opna nýjan vef Landssambands sjálfstæðiskvenna á sunnudag. Sólveig Pétursdóttir þingkona fylgist með ásamt öðrum gestum. TENGLAR ..................................................... www.kvennanet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.