Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „SAMFYLKINGIN segir þvert nei við því máli sem hér eru greidd at- kvæði um,“ sagði Bryndís Hlöðvers- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, í upphafi atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á Alþingi í gær. Gaf hún með þeim orðum tóninn fyrir það sem koma skyldi í afstöðu þing- manna stjórnarandstæðinga til frum- varpsins. Sagði hún að málið þarfn- aðist frekari skoðunar við og ekkert réttlætti þá fljótaskrift og hraksmán- arlegu vinnubrögð sem viðhöfð hefðu verið. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri-grænna, sagði feril fjöl- miðlafrumvarpsins vera einhvern þann dapurlegasta sem þingsagan á seinni árum geymdi. Þokkaleg sam- staða hefði getað náðst um að setja skynsamlegar og raunhæfar reglur til að tryggja fjölbreytta og óháða fjölmiðlun í landinu. „Þetta mál lenti í gíslingu valdhroka og offors for- manna stjórnarflokkanna og var að óþörfu gert að illvígu og hatrömmu deilumáli. Vinnubrögðin fá fallein- kunn, málatilbúnaðurinn og innihald- ið fá falleinkunn,“ sagði Steingrímur. Illa ígrundað frumvarp Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, rifjaði upp að flokkur hans, Vinstrihreyfing- in – grænt framboð, Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn stóðu að þingsályktunartillögu sl. haust um skipun nefndar með fulltrú- um allra flokka til að kanna hvort skapa þyrfti reglur til að treysta grundvöll sjálfstæðs fjölmiðlarekst- urs hér á landi. Við það hafi ekki verið staðið og stjórnarflokkarnir staðið einir að þessari vinnu og lagt fram illa ígrundað frumvarp. „Við í þingflokki Frjálslynda flokksins höfnum þess- um vinnubrögðum og þessu frum- varpi og segjum því nei,“ sagði Magn- ús Þór. Þegar fulltrúar allra stjórnarand- stöðuflokkanna voru búnir að gera grein fyrir afstöðu flokka sinna tóku þingmenn stjórnarflokkanna til máls í umræðum um atkvæðagreiðsluna. Fyrst kom Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar, í ræðu- stól og sagði þá skyldu hvíla á þing- mönnum að bregðast við óæskilegri þróun á fjölmiðlamarkaði. „Við þurf- um að tryggja að fjölmiðlar geti gegnt því hlutverki sem við ætlum þeim í okkar samfélagi. Þeir geti orð- ið vettvangur fyrir ólík viðhorf gagn- vart stjórnmálum eða menningu og vettvangur fyrir upplýsingamiðlun,“ sagði Bjarni og komið hefði verið til móts við ýmsar athugasemdir. Frum- varpið hamli gegn óæskilegri sam- þjöppun á fjölmiðlamarkaði. „Við ger- um þess vegna rétt að afgreiða frumvarpið frá þessu þingi með því að samþykkja það,“ voru hans lokaorð. Berlusconi-ástand Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að með afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins væri verið að stíga fyrstu skrefin til að fylgja eftir tillögum fjölmiðla- nefndar. Komið sé í veg fyrir sam- þjöppun og stuðlað að fjölbreytileika. Brugðist sé við ákalli þingmanna allra flokka á síðustu misserum. Viðsnún- ingur þeirra í umræðum um þetta frumvarp sé óútskýrður. Kallaði þá Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna, hvort Hjálmar hefði ekki verið viðstaddur umræðurnar um frumvarpið. Hjálmar hélt áfram og sagði næstu skref að styrkja Rík- isútvarpið og sjálfstæði einstakra fréttastofa. „Með þessu er verið að skapa hér þá umgjörð sem ætti að koma í veg fyrir það sem kalla mætti „Berlusconi-ástand“ á íslenskum fjöl- miðlamarkaði,“ sagði Hjálmar. Einnig tók Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknarflokks- ins, sem greiddi atkvæði gegn frum- varpinu, til máls og sagði frumvarpið reyna á þanþol stjórnarskrárinnar. Í frumvarpinu fælust takmarkanir á mannréttindum; bæði athafna- og tjáningarfrelsi. Gengið sé of langt og í ranga átt í frumvarpinu. „Þetta frumvarp grundvallast á vantrú á dómgreind almennings. Þess sama almennings sem eðlilega meðtekur fréttaflutning fjölmiðlafyr- irtækja, vegur og metur og myndar sér sína eigin skoðun á því sem þar er boðið fram. Þess sama almennings sem við treystum til að meðtaka kosningaáróður stjórnmálaflokkanna án þess að um það þurfi að setja sér- staka löggjöf til að vernda almenning fyrir þeim áróðri,“ sagði Kristinn. Skjátlast nú eins og áður Davíð Oddsson byrjaði að lesa upp ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, þegar hann sat á Al- þingi 13. febrúar 1995. Þá vísaði Ólaf- ur í löggjöf í Bandaríkjunum og Evr- ópu þar sem tekið er á hringamyndun í eignarhaldi fjölmiðla. Davíð hafði eftir Ólafi að skoða þyrfti með opnum huga hvort ekki þyrfti að setja lög til að tryggja trúverðugleika fjölmiðla í landinu og koma í veg fyrir óeðlileg valdatengsl og hringamyndun á þessu sviði. Máttur hinna stóru væri slíkur, þótt um leið væri opnað fyrir hina smáu með nýrri tækni, að ekki væri hægt í lýðfrjálsu ríki að sætta sig við slíkt vald. „Ég geri þessi orð Ólafs Ragnars Grímssonar að mínum orðum. Hafi þau verið rétt þá eru þau ennþá réttari núna,“ sagði Davíð. Hann minnti á að þegar frjálst út- varp var samþykkt á Alþingi hafi eng- inn þingmaður Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags eða Kvennalista treyst sér til að styðja það að einkaaðilar fengju að útvarpa. Eingöngu mætti ríkið gera það. Þá hafi þeim rökum verið beitt að málsmeðferðin væri óviðun- andi. „Kannast einhver við hvernig menn reyna að forðast efnislega um- ræðu? Þessum aðilum skjátlaðist þá eins og sagan sýnir; þessum aðilum skjátlast núna,“ sagði forsætisráð- herra. Óskað eftir nafnakalli Að þessu sögðu voru breytingartil- lögur við frumvarpið samþykktar og sjálft frumvarpið lagt fram til sam- þykktar. Var farið fram á nafnakall við atkvæðagreiðsluna og gerðu fjöl- margir þingmenn grein fyrir atkvæði sínu. Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, las upp úr skrifum Jóns Sigurðssonar frá árinu 1841 og sagði nei. Ögmundur Jónasson, þing- maður VG, sagði frumvarpið háska- lega vanhugsað og ekki líklegt til að ná yfirlýstum tilgangi. Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, sagði þetta sorgardag því afls- munar væri neytt til að knýja í gegn ólög. Ágúst Ólafur Ágústsson, sam- flokksmaður Össurar, vitnaði í um- mæli ráðherra til að færa rök fyrir því að lögin bæru vott af ritskoðun. Björgvin G. Sigurðsson sagði prent- frelsið skert og Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi vinnubrögðin sem gengju gegn tjáningarfrelsinu. Jónína Bjart- marz, þingmaður Framsóknarflokks- ins, sagðist hafa stutt breytingartil- lögur við frumvarpið en hún treysti sér ekki til að styðja það af ótta við að það bryti gegn stjórnarskránni. Því sæti hún hjá við atkvæðagreiðsluna. Þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu við samþykkt fjölmiðlafrumvarpsins Stjórnarand- staðan gagn- rýndi máls- meðferðina Formaður allsherjarnefndar segir fjölmiðla vettvang ólíkra viðhorfa Morgunblaðið/ÞÖK Atkvæðagreiðsla um fjölmiðlafrumvarpið og eldhúsdagsumræða voru á dagskrá Alþingis í gær. Össur Skarphéð- insson í ræðustóli, Halldór Blöndal í forsetastóli og Davíð Oddsson fylgist með umræðunum. Morgunblaðið/Ómar Margir fylgdust með atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið. FORMAÐUR Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, sagði að í fréttum væri sagt að hermennirnir, sem íslenska ríkisstjórnin studdi að yrðu sendir til Írak til að verja frelsið, væru sekir um að misþyrma og nauðga unglingsbörnum. „Við berum ábyrgð á því að verndararn- ir, sem við sendum til Írak, reynd- ust vargar í véum alþjóðlegra sátt- mála um að virða mannréttindi,“ og Íslendingar bæru ábyrgð á því að saklausir borgarar liðu ómældar þjáningar þar í landi. „Við berum sömu ábyrgð á pyntingum og stríðs- glæpum í Írak og allar þær þjóðir sem forsætisráðherra kallaði svo hróðugur hinar staðfestu og vilj- ugu,“ sagði Össur og þeir sem bæru ábyrgð á þessum stuðningu væru forsætisráðherra og utanríkisráð- herra. Þetta kom fram í ræðu Öss- urar í eldhúsdagsumræðum. Hann sagði þennan stuðning svartan blett á íslensku þjóðinni. Forystumenn þjóðarinnar skulduðu þjóðinni að þvo þennan blett af heiðri hennar. Össur vék að nýsamþykktum lög- um um eignarhald fjölmiðla. Sagði hann daginn sorgardag og vitnaði í ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar því til staðfestingar að þetta væru lög um opinbera ritskoðun. Þau veiktu fjölmiðla sem ekki vildu sitja og standa eins og ríkisstjórnin vildi. „Þið hafið á síðustu vikum séð hörðustu og málefnalegustu stjórn- arandstöðu í áratugi. Andspænis ríkisstjórninni stendur stjórnarand- staðan sameinuð eins og einn mað- ur,“ sagði Össur og að frjálslynd fé- lagshyggja ætti sé mikinn stuðning í þjóðfélaginu. „Það sem Ísland þarf nú mest á að halda er samhent frjálslynd félagshyggjustjórn.“ Ekkert að sækja í ESB Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði ástandið á Alþingi undanfarn- ar vikur hafa sett nokkurn blett á virðingu þingsins út á við. „Það sama er að segja um kröfur hóps manna um að forseti Íslands, sem er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum samkvæmt stjórnarskránni og sitja ber á friðarstóli að störfum sínum, eigi nú að ganga gegn þingræðis- reglunni og segja Alþingi stríð á hendur með því að synja frumvarpi undirritunar, sem lýðræðislegur meirihluti þingsins hefur að réttum lögum samþykkt.“ Slíkir atburðir yrðu verulegur álitshnekkir fyrir land og þjóð fyrir utan hinar stjórn- arfarslegu afleiðingar. Rifjaði hann upp hversu torsótt það var að fá útvarpsrekstur gefinn frjálsan. Hefði mönnum komið til hugar þá að það ástand yrði, sem nú ríkti á fjölmiðlamarkaði, væri ekki vafi á að slíkar reglur hefðu þá verið settar og öllum þótt það sjálfsagt. Geir talaði um öll nýju ríkin sem gengu inn í Evrópusambandið og sagði suma spyrja hvort það væri ekki ómögulegt fyrir Íslendinga að vera fyrir utan sambandið nú. „Svarið við því er nei. Það er ekkert sérstakt samband þar á milli,“ sagði Geir. „Kalt hagsmunamat sýnir það enn að innan Evrópusambandsins er ekki eftir neinu að slægjast fyrir Íslendinga sem við höfum ekki þeg- ar í hendi, annaðhvort vegna samn- ingsins um EES eða annarra þátta.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, lofaði velferð- arstjórn færi hann í ríkisstjórnar- samstarf. Sagði hann að yfirgangur ríkisstjórnarinnar gagnvart löggjaf- arvaldinu keyrði úr hófi. „Mönnum ofbjóða meðal annars vinnubrögðin í fjölmiðlamálinu. Mönnum ofbýður stuðningur við Íraksstríðið,“ sagði hann og það ætti einnig við um afturhaldssöm útlendingalög, embættisfærslur dómsmálaráðherra og afskipti for- sætisráðherra af umboðsmanni Al- þingis. „Það sem við þurfum nú eru kosningar á morgun. Það væri raun- verulegt lýðræði. Menn eru það sem þeir gera og það sem þeir standa fyrir í stjórnmálum en ekki það sem Þingmenn komu víða við í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi í gærkvöldi „Þurfum kosningar á morgun“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.