Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 21 Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin til Mallorka þann 16. júní á hreint ótrúlegum kjörum. Njóttu frísins á fegurstu eyju Miðjarðarhafsins við frábærar aðstæður um leið og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í fríinu. Þú bókar núna, tryggir þér síðustu sætin, og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita á hvaða gististað þú býrð. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Vikuferð, 16. júní, net- verð. Símabókunargjald 2.000 kr. á mann. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í stúdíó/íbúð, vikuferð, 16. júní, netverð. Stökktu til Mallorka 16. júní frá kr. 29.995 MERKUR áfangi náðist í fyrradag í langri og strangri baráttu vélhjóla- manna á Suðurnesjum með því að torfærubraut þeirra á Broadstreet- svæðinu á Njarðvíkurheiði, svoköll- uð Sólbrekkubraut, var formlega tekin í notkun. Var það gert með því að Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, ræsti keppendur í einum flokki bikarkeppni í moto- cross. Fyrir um þrjátíu árum fengu vél- hjólamenn svæði við gamla loft- skeytastöð varnarliðsins, skammt sunnan Reykjanesbrautar. Þar var komið upp torfærubraut sem notuð hefur verið þótt ekki hafi verið fengið opinbert leyfi til þess. „Við gengum í það að stofna Vélhjóla- íþróttaklúbb Reykjaness til að ganga frá svæðinu og afla nauðsyn- legra leyfa,“ segir Ómar Jónsson í Grindvík, einn forystumanna VÍR. Segir Ómar að félagið hafi gengið í það með mörgu góðu fólki að gera þær breytingar sem nauðsynlegar voru til að leyfi fengjust. Meðal annars þurfti að aðgreina og merkja brautir og svæði fyrir kepp- endur og áhorfendur. Fengust leyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og Sýslumanninnum í Keflavík en Reykjanesbær hafði áður heimilað félaginu afnot af svæðinu. „Svæðið er enn nokkuð hrátt enda er verið að vinna í því,“ sagði Ómar. Lengir keppnistímabilið Ekið er inn á svæðið frá tveimur stöðum, beint af Reykjanesbraut- inni og síðan frá Grindavíkurvegi hjá Seltjörn. Ómar segir nauðsyn- legt að loka aðkomunni frá Reykja- nesbraut því hún sé hættuleg. Vegagerðin muni í staðinn aðstoða félagið við að laga aðkomuna frá Grindavíkurvegi. Þá segir Ómar að leggja þurfi út nýtt svæði fyrir þátttakendur og áhorfendur. Ís- lenskir aðalverktakar hafa að- stoðað félagsmenn við vélavinnu. Efnið í brautinni er gott frá nátt- úrunnar hendi, að sögn Ómars. Hann segir að ágætis aðstæður hafi verið í brautinni á sunnudag þrátt fyrir miklar rigningar dagana á undan. Þessi braut gerir það að verkum að hægt er að lengja keppnistímabil vélhjólamanna í tor- færuakstri, því unnt er að hefja keppni fyrr á vorin en í öðrum brautum og hætta seinna á haustin. Þá þykir brautin fjölbreytt og skemmtileg. Telur Ómar að mikið verði sótt í hana. Mótið um helgina var bikarmót. Ekki var mikil þátttaka og segir Ómar að það stafi af því að menn séu að búa sig undir stærsta mót sumarsins sem haldið verður á Kirkjubæjarklaustri um næstu helgi. Vonast hann til að fleiri mót verði haldin á Sólbrekkubraut í sumar og hún verði tekin inn í Ís- landsmeistaramótið á næsta ári. Fylgir börnunum Ómar Jónsson segir að torfæru- hjólum fjölgi ört, meðal annars á Suðurnesjum. Margir noti hjólin til keppni en aðrir í ferðamennsku. „Það skiptir miklu máli að nota hjólin rétt. Fara eftir aflögðum vegum eða slóðum og hlífa við- kvæmum svæðum,“ segir Ómar. Hann segir að motocross sé orðið fjölskylduíþrótt. Heilu fjölskyld- urnar mæti á mótin. Sjálfur á hann tvö börn sem keppa í motocross og fylgir þeim á öll mót. RAGNAR Ingi Stefánsson sigraði í A-flokki í bikarkeppni í moto- crossi í Sólbrekkubraut á Njarð- víkurheiði síðastliðinn sunnudag. Átti hann besta tíma keppninnar. Annar varð Valdimar Þórðarson og Gunnar Sölvason þriðji. Þrír Suðurnesjamenn náðu að sigra í sínum flokkum. Gylfi Freyr Guðmundsson úr Höfnum varð efstur í B-flokki. Aron Óm- arsson úr Grindavík sigraði í flokki 125U og Gunnar Sigurðs- son í C-flokki. Sara Ómarsdóttir, systir Arons, sigraði í kvennaflokki. Þá sigraði Freyr Torfason í flokki 80U. Þrír sigurvegarar af Suðurnesjum Vélhjólabrautin við Broadstreet á Njarðvíkurheiði, Sólbrekkubraut, opnuð með torfærumóti Langri og strangri baráttu lokið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Svifið: Fljótustu keppendurnir í motocross-bikarmótinu fóru af miklum krafti yfir hindranirnar í brautinni og svifu langar leiðir. Allir komu niður á hjólin. Ræsing: Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, ræsti keppendur og opnaði með því formlega motocross-brautina sem kennd er við Sólbrekku. Áhugi: Flaggarinn við einn pallinn og vinir hans fylgdust grannt með frammistöðu keppenda og fögnuðu þegar þeirra menn fóru hjá. Vogar | Hreppsnefnd Vatnsleysu- strandarhrepps hefur ráðið Guðrúnu Helgu Harðardóttur sem tómstunda- og forvarnarfulltrúa í Vogum. Tekur hún við starfinu af Lenu Rós Matth- íasdóttur sem ráðin var prestur í Grafarvogshverfi í Reykjavík. Um starfið sóttu 23 þegar það var auglýst. Fagnefnd gerði tillögu um ráðningu Guðrúnar Helgu og var til- lagan samþykkt samhljóða í hrepps- nefnd. Guðrún er 31 árs, búsett í Kópa- vogi. Hún er að ljúka djáknanámi við Háskóla Íslands og hefur tekið marga kúrsa í uppeldis- og tómstundafræð- um við háskólann. Fram kemur í um- sögn fagnefndar að hún hafi unnið mikið með börnum og unglingum í kirkjustarfi og með öldruðum og fötl- uðum hjá félagsþjónustu sveitarfé- laga. Nýr tóm- stunda- fulltrúi Vatnsleysustrandar- hreppur Stútur undir stýri | Fimm öku- menn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík um helgina. Að morgni laugardagsins hafði lögregla afskipti af ökumanni á Reykjanesbraut en hann var grun- aður um ölvun við akstur. Var hann handtekinn og færður á lög- reglustöðina í Keflavík til skýrslu- og blóðsýnatöku. Aðfaranótt sunnu- dags var annar tekinn og tveir til viðbótar í morgunsárið. Loks stöðv- aði lögreglan ökumann um klukkan eitt í fyrrinótt vegna gruns um að hann æki undir áhrifum áfengis og var hann kærður fyrir það eins og hinir ökumennirnir. Fagnaði ólöglega | Lögreglumenn í Keflavík urðu varir við það aðfara- nótt sunnudags að flugeldum var skotið á loft úr íbúðarbyggð í Njarð- vík. Við rannsókn viðurkenndi mað- ur að hafa skotið upp nokkrum flug- eldum í tilefni af þrjátíu ára afmæli. Lögreglan tekur fram af þessu til- efni að athæfið er með öllu óheimilt. Sandgerði | Fjölmenni var á fyrri vortónleikum söngsveitarinnar Víkinganna en þeir voru haldnir í Safnaðarheimilinu í Sandgerði á dögunum. Fékk sveitin góðar und- irtektir og eftir að sungin höfðu verið nokkuð aukalög var haldið út í veðurblíðuna og sungin tvö auka- lög til viðbótar undir berum himni. Var þetta góð ábót fyrir gesti. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Sungu aukalög utan dyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.