Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI hefur nú til meðferðar ríkisstjórnarfrumvarp um breytingu á svonefndum starfsmannalögum. Þar er lagt til að af- numin verði almenn skylda til þess að rík- isstarfsmaður sé áminntur skriflega og honum gefið færi á að bæta ráð sitt áður en unnt er að segja honum upp starfi vegna þess að hann hafi ekki sinnt starfsskyldum sínum sem skyldi. Þegar þetta er skrifað hefur frum- varpið ekki verið af- greitt frá Alþingi. Eitt tækifæri Samtök opinberra starfsmanna hafa snúist öndverð gegn því að þetta eina tækifæri, sem ríkisstarfsmaður hefur til þess að bæta ráð sitt, verði numið brott úr lögum. Spurt hefur verið hvers vegna samtökin vilji vernda þá sem ekki sinni starfi sínu. Lítum á röksemdirnar með og á móti. Hvers vegna? Fulltrúar fjármálaráðherra og for- maður Félags forstöðumanna rík- isstofnana hafa látið að því liggja að reglur um áminningu séu of stífar og hindri að starfsmanni sé sagt upp ef hann brýtur gróflega og jafnvel með refsiverðum hætti gegn mikilvægum skyldum sínum. Þetta er óumdeilt – og því hafa talsmenn samtakanna ítrekað gefið til kynna að ekkert sé því til fyrirstöðu að semja um einföld- un reglnanna. Fjármálaráðherra sjálfur gaf samningaleiðinni reyndar undir fótinn á þingi er mælt var fyrir frumvarpinu í nóvember sl. Samt hunsaði hann þessa leið og gengur mun lengra en þörf er á til þess að lagfæra þá vankanta sem eru á gild- andi reglum. Röksemdir ráðherra um að samræma þurfi reglur á vinnu- markaði standast ekki eins og fram hefur komið á öðrum vettvangi. Reyndar eru vandfundin einkafyr- irtæki sem gefa ekki starfsmönnum a.m.k. eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt hafi þeir ekki sinnt starfs- skyldum sínum nægilega vel. T.a.m. veit ég að Morgunblaðið segir ekki fyrirvaralaust upp blaðamanni sem hefur gerst sekur um óná- kvæmni eða ef kvartað hefur verið yfir villandi fyrirsögn. Hætta er á að RÚV grípi hins veg- ar til slíks fyrirvara- lauss brottrekstrar fréttamanns verði frumvarpið að lögum. Hvers vegna ekki? Þá hafa sumir spurt hvers vegna fulltrúar samtakanna haldi að góðir og gegnir forstöðumenn grípi til ástæðulausra uppsagna. Svarið er í fyrsta lagi að við höfum ekki áhyggjur af hinum „fullkomnu“ for- stöðumönnum ríkisstofnana – heldur hinum sem ekki fylgja eðlilegum reglum um samskipti og málefna- legar ástæður. Í öðru lagi þekkjum við ótal dæmi þar sem mistök og jafn- vel hrein valdníðsla hefur átt sér stað. Um er að ræða tvenns konar valdníðslu. Röng leið að lögmætu marki Annars vegar er sú misbeiting valds sem felst í því að ekki er valin rétt leið til úrlausnar máls. Þá er aðstaðan t.d. sú að forstöðumaður, sem telur – e.t.v. með réttu – að starfsmaður sinni ekki starfsskyldum sínum eins og vera ber, ákveður að leggja niður starf hans og kallar það stundum skipulagsbreytingu. Raunveruleg ástæða hefði hins vegar átt að kalla á áminningu og tækifæri fyrir starfs- mann að bæta ráð sitt. Sé starfsmaður eins óhæfur og for- stöðumaður telur, er ekkert því til fyrirstöðu að honum verði sagt upp þegar í ljós kemur að starfsmaður bætir ekki úr því sem aflaga fór. Ástæðan fyrir þessari málsmeðferð er einkum sú að starfsmaðurinn var metinn hæfur í upphafi og á að fá eitt tækifæri til að sýna fram á að svo sé enn. Sem dæmi um brot gegn þessari reglu má nefna er Hæstiréttur dæmdi fyrr á þessu ári að Háskóli Ís- lands hefði til málamynda lagt niður starf prófessors við læknadeild. Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna (BHM) rekst ég iðulega á sambærileg dæmi og sækja aðildarfélögin með BHM að bakhjarli þá gjarnan rétt þess sem verður fyrir málamyndaniðurlagn- ingu. Ólögmætt markmið Hin tegundin af misbeitingu valds, sem áminningin á að verja rík- isstarfsmenn gegn, er raunveruleg valdníðsla. Hér á eftir tek ég 3 dæmi úr réttarsögu 3ja alda þar sem stjórnendur eða stjórnmálamenn hafa gerst sekir um að láta ómál- efnaleg sjónarmið og jafnvel geð- þótta ráða ákvörðun um uppsögn op- inbers starfsmanns. Geðþótti borgarstjórans Elsta dæmið er frá lokum 19. aldar og er gjarnan notað til þess að skýra tilurð lagasjónarmiða um valdníðslu (fr. détournement de pouvoir) eða forsendur stjórnsýsluathafna (Ást- ráður Haraldsson, Úlfljótur, XLIV árg., bls. 136). Í því máli, sem dæmt var í æðsta stjórnsýslurétti Frakk- lands árið 1900, vék borgarstjórinn í Denain tveimur lögregluþjónum úr starfi – eins og hann hafði formlegt vald til – vegna þess að þeir höfðu gert skýrslu um lögbrot veitingakonu nokkurrar sem var skyld þjón- ustustúlku borgarstjórans. Dóm- urinn taldi það ekki á verksviði borg- arstjórans að standa í persónulegum refsiaðgerðum. Stóra bomban Annað dæmi er sambærilegt og frægt í íslenskri stjórnmálasögu. Í kjölfar álits yfirlæknis á Kleppsspít- ala um geðheilsu tiltekins ráðherra, svipti ráðherrann yfirlækninn stöðu sinni með eins dags fyrirvara. Sendi hann dyravörð í Stjórnarráðinu ríð- andi inn á Klepp með uppsagn- arbréfið (Guðjón Friðriksson, Dóms- málaráðherrann, bls. 158). Hæstiréttur dæmdi 1932 að ekki hefði verið réttlætanlegt að svipta yf- irlækninn stöðu sinni með tilliti til starfsferils hans (Gunnar G. Schram, Dómar úr Stjórnskipunarrétti, bls. 16). Þrýstingur í Kvikmyndasjóði Þriðja dæmið er frá þessari öld en ár- ið 2002 vék þáverandi mennta- málaráðherra framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands úr embætti um stundarsakir vegna meintrar óreiðu. Því var haldið fram op- inberlega að pólitískur þrýstingur vegna úthlutana sjóðsins hefði verið raunveruleg ástæða en opinber nefnd, sem rannsakaði málið, tók ekki afstöðu til þess. Nefndin taldi ávirðingar í embættisfærslu hafa ver- ið svo veigalitlar og atvik að öðru leyti með þeim hætti að gefa hefði átt framkvæmdarstjóranum tækifæri til þess að tala máli sínu áður en ákvörð- unin um lausn um stundasakir var tekin. Taldi nefndin fremur efni til áminningar. Þriggja alda reynsla af þörf fyrir varnagla Þessi þrjú dæmi eru nefnd til þess að lesendur haldi ekki að um sé að ræða séríslenskt dægurfyrirbrigði og sjái að þörfin fyrir varnagla gegn vald- níðslu af öllu tagi er margsönnuð og mikilvæg. Á fundi efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis fyrir skemmstu nefndi ég í dæmaskyni fjögur önnur tilvik sem ég hef kynnst í starfi mínu af grófri valdníðslu í tengslum við starfslok eða rétt- arstöðu félagsmanna aðildarfélaga BHM. Verði áminningarvarnaglinn afnuminn er hætta á að stjórnendur og einkum pólitísk stjórnvöld á hverj- um tíma komist upp með valdníðslu – beina eða óbeina – enda er engin til- viljun að reglur um málefnaleg sjón- armið og réttaröryggi ríkisstarfs- manna eru strangari en almennar reglur í öllum réttarríkjum. Áminn- ing og tækifæri til þess að bæta ráð sitt er nauðsynlegur varnagli gegn valdníðslu. Því má að lokum enn spyrja: Hvers vegna vill ríkisstjórnin afnema þessa vörn? Varnagli gegn valdníðslu Gísli Tryggvason skrifar um frumvarp um afnám áminningarskyldu gagnvart ríkisstarfsmönnum ’Áminning og tækifæritil þess að bæta ráð sitt er nauðsynlegur var- nagli gegn valdníðslu.‘ Gísli Tryggvason Höfundur er framkvæmdastjóri BHM. Í FRAMHALDI af umfjöllun um sýknudóm Hæstaréttar Íslands í svokölluðu málverkafölsunarmáli, vil ég koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu á rang- færslum Jóns H. Snorrasonar saksókn- ara. Jón H. Snorrason heldur því fram að 5 dómarar af 8 hafi fundið sakborningana seka um fölsun á lista- verkum. Þetta er rangt. Báðir sakborn- ingar voru ákærðir fyrir að falsa eða hafa látið falsa listaverk, báðir aðilar voru sýkn- aðir af þessum ákæru- liðum á báðum dómstigum og í sér- ákvæðum. Í héraðsdómi var undirritaður fundinn sekur um að hafa átt að vita að tvö listaverk væru hugsanlega fölsuð, og í yfir 95% til- fella voru báðir sakborningar sýkn- aðir af öllu því sem ákært var fyrir auk þess sem dæma átti í leiðinni. Þessi rangfærsla Jóns H. Snorra- sonar er frá mínum sjónarhóli skilj- anleg þar sem dómur Hæstaréttar verður að teljast harður áfell- isdómur yfir þeim aðilum sem stjórnuðu rannsókn málsins. Að menn reyni að skera sig úr snörunni er skiljanlegt en að það sé gert á minn kostnað er fyrir mér algerlega óskiljanlegt. Jón H. Snorrason sagði í fjöl- miðlum að hann skildi ekki þann mun sem er á dómi fólksins í landinu og á dómi Hæstaréttar. Ég vil góð- fúslega benda saksóknaranum á að það eru tvö dómstig í landinu og hvorki háttvirtur menntamálaráð- herra né almenningur eru hafnir yfir dóm æðsta valds landsins okkar. Það er hins vegar umhugsunarvert hvort skilja megi orð saksóknarans hvað varðar dóm almennings og vanhæfni dómaranna sem svo að hann sé hér kominn með lausn á því vandamáli sem virðist vera í því fólgið að skipa hæstaréttardómara, það er kannski álit saksóknarans að taka beri upp opinberar hýðingar og færa dóms- valdið aftur á Þingvelli. Hvað er að gerast fyrir land það sem ég unni svo heitt? Saksóknari og lögregla eru að þræta við hæsta- réttardómara og telja þá vanhæfa, þeir keppast um að koma rangfærslum í fjölmiðla í stað þess að líta í eigin barm og læra af þessum mistökum. Rangfærslur þessara manna verða til þess að háttvirtur mennta- málaráðherra fer offör- um, telur sjálfa sig þriðja dómsvaldið og segir menn sem sýkn- aðir hafa verið í Hæsta- rétti vera seka samt sem áður. Þetta gerist á sama tíma og menn tala um hótanir forsætisráðherra á hend- ur umboðsmanni Alþingis, menn vilja setja ofurlög á fjölmiðla og þá um leið á tjáningarfrelsi í landinu. Forseti lýðveldisins er kallaður öll- um illum nöfnum og forsætisráð- herra þessa litla lýðveldis er kall- aður rola og gunga á Alþingi Íslendinga. Á svona tímum finn ég til með litla lýðveldinu mínu. Komið hefur fram í fréttum und- anfarna daga að starfsmenn Lista- safns Íslands bentu ríkislög- reglustjóra á vanhæfi sitt en þáðu samt með þökkum á annan tug millj- óna fyrir fyrirfram pantaðar nið- urstöður og menn velta fyrir sér af hverju ekki var rætt við erlenda sér- fræðinga. Arnar Jensson segir í Kastljósi 21. þ.m. að notaðir hafi ver- ið bestu sérfræðingar í heimi og nú sitji fólk eftir í óvissunni um hvort listaverkin séu yfirhöfuð fölsuð. Þetta eru enn og aftur rangfærslur hjá ákæruvaldinu. Þjóðminjasafn Dana, Listasafn Færeyja, Tate Gall- ery og fjöldi annarra erlendra fræð- inga voru ósammála þessum hér- lendu rannsóknum og ég tel það vera ástæðu þess að málið var að lokum rannsakað innanhúss hjá kæranda í málinu. Að halda því fram að forvörður Listasafns Íslands hafi ekki komið nálægt kæru á listaverki Svavars Guðnasonar „Den Is- landske Gris“ er hneisa. Forvörð- urinn var ritari á fundi þegar ákvörðun um kæru er tekin og hann staðfesti fyrir dómi að hafa rann- sakað málverkið á árunum 1998 til 2002. Af hverju í ósköpunum geta saksóknari og lögregla ekki haldið sig við staðreyndir? Þó svo sýknað hafi verið fyrir 100% ákæruatriða og 95% annarra atriða í héraðsdómi þá ákvað ég að láta reyna á málið á hæsta rétt- arstigi landsins. Eftir niðurstöðu Hæstaréttar er ég mjög sáttur við að hafa tekið þessa ákvörðun. Eftir að dómur Hæstaréttar féll hafa hins vegar skotið upp kollinum fjöldinn allur af skemmdum lista- sveppum sem telja sig hafa dóms- vald og að rétturinn hafi komist að rangri niðurstöðu, þar sem ég man ekki eftir þessu fólki í réttarsal þá skil ég ekki alveg hvaða upplýsingar þetta fólk hefur sem Hæstiréttur Ís- lands hafði ekki aðgang að. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir í Morgunblaðinu að ræða beri þýðingu dómsins. Ég vil leyfa mér að koma með innlegg í þá umræðu því að hafi þessi áfellis- dómur ekki þá þýðingu að Jón H. Snorrason og Arnar Jensson verði færðir í embætti stöðumælavarða, þá skil ég ekkert lengur í réttlæti og almennri skynsemi. Fjölmiðlar hafa farið offari í þessu máli og hafa haldið áfram opinber- um mannorðsaftökum eftir að dóm- ur féll. Ég tapaði orrustunni við fjöl- miðla og ég tapaði orrustunni við listaelítuna, en það sem að lokum sit- ur eftir er að ég barðist vel og vann að lokum stríðið. Leiðrétting á errar- oribus saksóknara Jónas Freydal Þorsteinsson skrifar um sýknudóminn Jónas Freydal Þorsteinsson ’Hvað er að gerast fyrir land það sem ég unni svo heitt? Saksókn- ari og lögregla eru að þræta við hæstarétt- ardómara.‘ Höfundur er listaverkasali. VÍÐIR Kristjánsson beinir til mín orðsendingu í Morgunblaðinu 22. maí sl. undir fyrirsögninni „Er hægt að múta forsetanum?“. Tilefnið var grein sem ég skrifaði í blaðið 18. maí og varðaði hugsanlegt vanhæfi for- seta Íslands við að synja fjölmiðla- frumvarpinu staðfest- ingar. Virðist Víðir telja mig gefa í skyn að unnt sé að múta forsetanum og að hópur fólks sé reiðubúinn að gera það. Sumt í grein Víðis gæti bent til þess að hann sé staddur í skotgröf og eigi helst það erindi við mig að hnjóða til mín af ýmsum tilefnum. En þar sem hugsanlegt er að svo sé ekki, vil ég freista þess að skýra betur fyrir honum sjón- armið sem koma við sögu við athugun á van- hæfi. Alls konar tengsl manns, sem fer með op- inbert vald, geta valdið vanhæfi hans, þegar að því kemur að taka ákvörðun sem skiptir þá sem tengjast honum máli. Þar með er ekki sagt, að eitt- hvað þurfi að vera athugavert við tengslin. Til dæmis getur valdsmaður ekki úrskurðað í hagsmunamáli maka síns. Í því felst ekki að neitt sé at- hugavert við hjónabandið. Í tilviki forsetans og forstjóra Norðurljósa er að sjálfsögðu ekkert athugavert við stuðning forstjórans við forsetann, m.a. með fjár- framlögum til kosningabaráttu. Slík framlög eru hins vegar til þess fallin að valda vanhæfi forsetans við að taka ákvarðanir, sem skipta máli fyr- ir hagsmuni forstjórans eða aðila sem hann starfar fyrir. Það er þýðing- armikið að meðferð opinbers valds sé í þágu þeirra opinberu hagsmuna sem valdi lúta en ekki einkahags- muna þess sem með vald fer. Það er líka þýðingarmikið, að ekki séu fyrir hendi tengsl sem geta gert meðferð valdsins tor- tryggilega. Lagareglur um vanhæfi eru þannig til þess fallnar að auka réttaröryggi og tryggja að ekki sé hætta á að per- sónuleg eða fjárhagsleg tengsl milli manna hafi áhrif á meðferð opinbers valds. Það er fjarri öllu lagi að telja þann sem bendir á hagsmunatengsl af því tagi sem eru milli for- stjóra Norðurljósa og forseta Íslands saka þessa menn um mútur. Þetta þarf Víðir Krist- jánsson að skilja, þótt honum af einhverjum ástæðum hlaupi kapp í kinn vegna málsins. Og af sérstöku tilefni í grein Víðis get ég sagt honum, að verði hann sakaður um glæp en sýkn- aður af honum fyrir dómi, getur hann átt liðsinni mitt víst, ef menn taka að skrifa um það í blöð að hann sé sekur þrátt fyrir dóminn. Ég vona að hann muni þá ekki misvirða það við mig. Mútur og vanhæfi Jón Steinar Gunnlaugsson svarar Víði Kristjánssyni Jón Steinar Gunnlaugsson ’Sumt í greinVíðis gæti bent til þess að hann sé staddur í skotgröf.‘ Höfundur er prófessor við lagadeild HR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.