Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
É
g held að það hafi
sjaldan blásið hvass-
ari vindar um Sjálf-
stæðisflokkinn en nú í
augnablikinu úr ýms-
um áttum,“ segir
Davíð, þegar við
hittumst til spjallsins
í Valhöll.
„Ég tel, að þetta sem nú er uppi sé ein-
mitt lýsandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn,“
svarar hann, þegar ég spyr hvers konar
flokkur afmælisbarnið sé. „Þetta sýnir,
hversu ólíkur mjög hann er þeim flokkum í
Evrópu og Skandinavíu, sem sumir vilja
líkja honum við. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
aldrei verið harður hægri flokkur og hefur
þess vegna jafnan verið þetta öflugur og
áhrifamikill. Hann er flokkur sem horfir til
allra átta.
Hann styður frelsið; annars vegar til að
efla það og hins vegar til að tryggja það í
framkvæmd svo allir geti notið þess, líka
þeir sem eiga minna undir sér en aðrir.“
– En getur það talizt viðeigandi afmæl-
isgjöf handa flokki frelsisins að honum sé
beitt til þess að koma böndum á frelsið?
„Sjálfstæðisflokkurinn vill sem mest
frelsi. En það frelsi, sem flokkurinn berst
fyrir, er ekki frelsi fyrir fáa; það var ekki
meiningin og er ekki.
Þegar leikreglur skortir, verða menn
handbendi hinna stóru, en geta ekki notið
frelsis fyrir sig. Í þeim slag, sem nú er uppi,
er augljóst að menn sjást ekki fyrir og beita
peningum til þess að varðveita stöðu sína og
koma sínu fram. Þá þykir mér vænt um að
Sjálfstæðisflokkurinn sýnir og sannar á 75
ára afmæli sínu, að hann telur að frelsi eins
megi aldrei vera fjötur annars. Menn vita
hins vegar, að hann er og verður alltaf
flokkur frelsis og vill tryggja sjálfstæði og
frelsi einstaklingsins.“
Ekki langt frá
jafnaðarfylginu
– Nú missti flokkurinn fylgi í síðustu
kosningum miðað við þær fyrri. Við sjáum
andlit hans á Alþingi og í ríkisstjórn. En
hefur eitthvað verið gert hið innra til þess
að styrkja flokkinn eftir fylgistapið?
„Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 34% fylgi í
síðustu kosningum. Það var eftir stjórn-
arforystu í tólf ár og í kosningabaráttunni
var hart barizt gegn flokknum, sem tók að
sér að verja málefni, sem andstæðingarnir
þyrluðu upp miklu ryki gegn. Þá tel ég, að
Frjálslyndi flokkurinn hafi tekið 1–2% frá
okkur og klofningur á Suðurlandi hafði sín
neikvæðu áhrif.
Flokkurinn hefur notið þetta í kringum
37% fylgis. Þegar vel gengur í stjórn, eykst
fylgið um 2–3%, en þegar vindur blæs á
móti, þá getur fylgið minnkað að sama
marki.
Þannig má segja að þrátt fyrir allt vorum
við ekki langt frá okkar jafnaðarfylgi.“
Hljómgrunnur með þjóð
sem ætlar sér framtíð
„Við verðum að hafa í huga, að stjórn-
málaflokkur er mannanna verk, skapaður
fyrir þá sem fylkja sér um sameiginlega
hugsjón og stefnu. Hann er ekki til fyrir
sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins
í landinu, á hann engan tilverurétt.
Sjálfstæðisflokkurinn lýtur þessum lög-
málum og hann byggir tilverurétt sinn á því,
að fólkið finnur til samkenndar með grund-
vallaratriðum stefnu hans um frelsi og sjálf-
stæði.
Ég er ekki í vafa um að Sjálfstæðisflokk-
urinn á hljómgrunn með þjóð, sem ætlar að
eiga sér framtíð. Þess vegna er ég svo bjart-
sýnn.
Við sjáum líka flokka sem berast fyrir
vindinum með skoðanir sínar frá degi til
dags og eru stöðugt að laga sig að þess kon-
ar mælistikum.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki þeirrar
gerðar. Þá er ég ekki að halda því fram sem
sérstöðu hans, að hann gangi gegn almenn-
ingsálitinu, þótt mál hafi skipazt svo endr-
um og sinnum. Flokkurinn vill eiga samleið
með fólkinu í landinu.
Það er enginn vafi í mínum huga að fólkið
metur staðfestu flokksins mikils og tekur
hana fram yfir stundarhagsmuni og þá sem
hugsa aðeins um stundarálitið.“
Flokkurinn vill að
allir fái að njóta sín
–Telur þú þá að flokkurinn sé á réttri
siglingu, þrátt fyrir mótbyr og að fylgi fjari
undan honum, ef marka má skoðanakann-
anir?
„Ég tel hann vera á þeirri braut, sem
mörkuð hefur verið af landsfundum.
Sjálfstæðisflokkurinn er stefnufastur, en
hann er ekki kreddufastur. Og hann er
mildur í þeim skilningi að hann vill, að allir
menn fái að njóta sín.
Í þeim slag, sem menn taka nú, er Sjálf-
stæðisflokkurinn að reyna að gæta þeirra
sem hafa ekki eins sterka stöðu í viðskipta-
lífinu og þeir sem mest mega sín.
Menn verða að komast í gegnum áróð-
urinn, sem er svo hömlulaus um þessar
stundir. Það er hægt að halda slíkum mála-
tilbúnaði á lofti um hríð, en svo fellur hann
um sjálfan sig. Ég trúi því, að menn vilji
ekki sjá flokkinn sinn vera í þeim sporum að
vera deild í stórfyrirtæki.“
Framfarir fylgja
frelsi og sjálfstæði
– Hvað með hugmyndafræðilega end-
urnýjun? Er einhver slík vinna í gangi á
þessum tímamótum?
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur endurnýjað
sig í stórum áföngum. Ég var sjálfur for-
maður í svokallaðri aldamótanefnd, þar sem
við rey
hver st
þeim tí
Ég t
brugði
ans rás
hefur g
nafni h
að njót
Við s
afmæli
sjálfstæ
gildir u
þegar þ
sér hæ
Ég v
urkenn
fæti st
sjálfstæ
upp er
Stuð
ekki ei
hyggju
skipula
við þá
– Sé
fyrir Sj
unginn
„Ég
fangse
tökum
og þá l
Það
flokkar
Stefnufastur
kreddufastu
Það er trauðla hægt að segja
urinn sitji á friðarstóli, þegar
75 ára afmæli sitt. En formað
Oddsson, virðist ekki vera me
yfir þessum stormi og hann se
Freystein Jóhannsson, að hon
að flokkurinn sanni á afmælis
ur að frelsi eins megi aldrei ve
Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir m
jákvæða þróun, þótt hann vilji ekki tímasetja það alsæ
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
75 ÁRA
Stjórnmálaflokkar gegna lykilhlut-verki í lýðræðisríkjum. Þar kemursaman fólk úr mörgum, ólíkum átt-
um og vinnur að framgangi hugsjóna sinna
og skoðana. Það hefur lengi loðað við op-
inberar umræður hér að lítið sé gert úr
starfi stjórnmálaflokka eða afskiptum
stjórnmálaflokka. Sú afstaða er á mis-
skilningi byggð. Fremur er ástæða til að
líta á stjórnmálaflokka, sem grundvallar-
stofnanir í lýðræðisríkjum.
Í dag eru 75 ár liðin frá því, að borg-
araleg öfl runnu saman í eina stjórnmála-
fylkingu, Sjálfstæðisflokkinn. Nafngiftin
var ekki út í hött. Það var eitt meginverk-
efni hins nýstofnaða flokks næsta einn og
hálfan áratug að vinna að sjálfstæði þjóð-
arinnar og stofnun lýðveldis á Íslandi. Nú
er það löngu gleymt, að ekki voru allir á
eitt sáttir um það, hvernig standa skyldi að
lýðveldisstofnun. Forystumenn Sjálfstæð-
isflokksins á þeim tíma vildu ganga lengra
en sumir aðrir í þeim efnum.
Næstu hálfa öldina á eftir reyndist það
verða eitt meginverkefni Sjálfstæðis-
flokksins að tryggja þetta sjálfstæði. Það
var gert á viðsjárverðum tímum með aðild
að Atlantshafsbandalaginu og varnar-
samningi við Bandaríkin. Sjálfstæðis-
flokkurinn átti mestan þátt í að móta þá
stefnu og var eini stjórnmálaflokkurinn
sem stóð fast við þessa stefnu í utanríkis-
og öryggismálum, hvað svo sem á gekk en
naut oftast stuðnings Alþýðuflokksins í
þeim efnum.
Allir stjórnmálaflokkarnir komu að út-
færslu fiskveiðilögsögunnar, sem kostaði
mikla baráttu, sérstaklega við Breta en að
hluta til við Þjóðverja. Sjálfstæðisflokkur-
inn var í forystu fyrir upphafsaðgerðum og
lokaaðgerðum, sem leiddu til þess að síð-
asti brezki togarinn hvarf frá Íslandsmið-
um á fullveldisdaginn u.þ.b. aldarfjórðungi
eftir að fyrstu skrefin voru stigin.
Þorskastríðin reyndu mjög á þolrifin í
forystumönnum Sjálfstæðisflokksins enda
skapaðist stundum ástand múgsefjunar
meðal þjóðarinnar, þegar verst lét á mið-
unum, og almenningur krafðist úrsagnar
úr Atlantshafsbandalaginu og brottrekstr-
ar varnarliðsins af þeim sökum.
Það voru Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu-
flokkur, sem sameiginlega börðust fyrir
uppbyggingu stóriðju á Íslandi til þess að
renna fleiri stoðum undir afkomu þjóðar-
innar og að hún væri ekki háð fiskveið-
unum einum. Nú er svo komið, að stóriðjan
hefur grundvallarþýðingu fyrir íslenzkt
þjóðarbú.
Frá stofnun Sjálfstæðisflokksins var
baráttan fyrir viðskiptafrelsi eitt af helztu
stefnumálum flokksins. Á ýmsu gekk í
þeim efnum en með valdatöku Viðreisnar-
stjórnarinnar haustið 1959 voru fyrstu al-
vöru skrefin stigin í þá átt að festa í sessi
frelsi í viðskiptum eftir langvarandi hafta-
tímabil.
Um tveggja áratuga skeið kom ákveðin
stöðnun í þá baráttu vegna óðaverðbólg-
unnar, sem illa gekk að ráða við.
En á síðasta einum og hálfum áratug
hefur smiðshöggið verið rekið á það verk
og viðskiptalífið nýtur nú sambærilegs
frjálsræðis og þekkist í helztu viðskipta-
löndum okkar.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa
hins vegar gert sér grein fyrir að frelsi
getur leitt til ófrelsis og hafa brugðizt við á
þann veg, sem samræmist sögu og hefðum
flokksins. Þeir hafa snúið sér að því verki,
að setja viðskiptalífinu eðlilegan starfs-
ramma. Fjölmiðlalögin, sem samþykkt
voru á Alþingi í gær, eru hluti af þeirri við-
leitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins þurfa að
takast á við viðskiptalífið eða hluta þess. Í
formannstíð Ólafs Thors þurfti hann hvað
eftir annað að taka fast á útgerðarmönn-
um. Þegar ein dýpsta kreppa 20. aldarinn-
ar skall yfir þjóðina á síðari hluta Viðreisn-
aráranna kom það í hlut Bjarna
Benediktssonar að útskýra fyrir kaup-
sýslumönnum í Reykjavík af miklum
þunga, að þeir yrðu að taka á sig kjara-
skerðingu eins og aðrir landsmenn. Þau
átök, sem núverandi formaður Sjálfstæð-
isflokksins, Davíð Oddsson, á í við hluta
viðskiptalífsins, eiga sér því sögulegar
hliðstæður í fyrri tíð. Og eru ein af megin-
ástæðunum fyrir því trausti sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur notið meðal þjóð-
arinnar alla tíð.
MIKILVÆG LÖGGJÖF
Alþingi hefur samþykkt frumvarp rík-isstjórnarinnar um eignarhald á fjöl-
miðlum. Þetta er mikilvæg löggjöf og í
fyrsta sinn, sem slík löggjöf er sett á Ís-
landi, þótt hún hafi þekkzt áratugum
saman í öðrum löndum. Með þessari lög-
gjöf hafa meirihluti Alþingis og ríkis-
stjórn sýnt vilja og þrek til að koma í veg
fyrir of mikla samþjöppun í eignarhaldi
fjölmiðla. Í öllum löndum berjast stórar
fjölmiðlasamsteypur gegn slíkri löggjöf
og beita til þess ýmsum ráðum og það hef-
ur komið í ljós á undanförnum vikum, að
Ísland er engin undantekning í þeim efn-
um. Það er svo önnur saga, hvernig sú
barátta hefur verið háð. Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra spurði að
gefnu tilefni á Alþingi í gær hvers vegna
þingmenn þyrftu að tala á þann veg, sem
sumir þeirra hafa gert í þessum um-
ræðum. Það er tímabær spurning. En hún
á líka við um margt af því, sem sagt hefur
verið í fjölmiðlum á undanförnum vikum.
Það er hægt að koma skoðunum sínum á
framfæri án gífuryrða og persónulegra
svívirðinga.
Eftir umræður undanfarinna vikna
blasir við, að Samfylkingin hefur tapað
áttum, er orðin rótlaus, veit ekki hver hún
er og hvert hún vill stefna. Það hlýtur að
vera eitthvað bogið við það, að þessi
flokkur, sem hefur orðið til á grunni Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags, gerist
helzti málsvari stórra viðskiptasam-
steypna, sem hafa gert tilraun til að
leggja undir sig öll einkarekin fjölmiðla-
fyrirtæki á Íslandi nema eitt. Ætlar Sam-
fylkingin að halda fast við þessa stefnu í
haust, þegar tillögur nefndar Valgerðar
Sverrisdóttur liggja fyrir um leikreglur í
viðskiptalífinu? Verður Samfylkingin að-
alandstæðingur þess?
Össur Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, veit að tal hans um að
fjölmiðlalögunum sé ætlað að hefta tján-
ingarfrelsi á Íslandi á sér enga stoð í
veruleikanum.
Þótt umræður um fjölmiðlafrumvarpið
hafi verið æsingakenndar hafa þær þó
skilið ýmislegt eftir. Það er t.d. augljóst,
að eftir þær verður almenningur í landinu
betur á verði en áður ef stóru viðskipta-
samsteypurnar gera frekari tilraunir til
að leggja undir sig fjölmiðla. Og almenn-
ingur mun líka gera sér betur grein fyrir
því en áður, hvort eigendur fjölmiðla eru
að misnota þá í þágu eigin viðskiptahags-
muna.