Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert greind/ur og ákveð- in/n og leggur þig alla/n fram . Á þessu ári muntu ganga frá mörgum lausum endum því þú ert að hefja nýtt tímabil í lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þetta er góður dagur til að gera ráðstafanir varðandi framtíðaröryggi fjölskyld- unnar og heimilisins. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að nota daginn í dag til að líta gagnrýnum augum á sambönd þín við fólkið í kring- um þig. Þú átt auðvelt með að sjá kosti þess og galla og hugsanlegar leiðir til umbóta. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert með hugann við fjar- læga framtíð og hefur hugs- anlega áhyggjur af fjárhags- legu öryggi þínu á efri árum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef þú færð tækifæri til að tala við einhvern þér eldri og reyndari í dag skaltu endilega grípa það. Þú getur lært mikið af reynslu annarra. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er góður dagur til að tala við yfirmann þinn. Þú vilt finna góðar og hagkvæmar lausnir á vandamálunum og það mun örugglega falla í góð- an jarðveg. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt auðvelt með takast á við verkefni sem krefjast ein- beitingar í dag. Hugur þinn er tilbúinn til að leggja hart að sér. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þetta er góður dagur til að fara yfir eigna- og skuldastöð- una. Reyndu að fá sem raun- hæfasta mynd af stöðunni jafnvel þótt hún sé ekki eins og þú helst vildir hafa hana. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir fundið til einangr- unar og einmanakenndar í dag. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þú sért vísvitandi að loka á umhverfi þitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur mun meiri áhuga á smáatriðunum en heild- armyndinni í dag. Notaðu tækifærið til að sinna verkum sem krefjast nákvæmni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður dagur til að gera langtímaáætlanir varð- andi sameiginlega ábyrgð á börnum. Þú munt hugsanlega gera ferðaáætlanir með fjöl- skyldunni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Notaðu daginn til að dytta að því sem þarfnast lagfæringar á heimilinu. Þú ættir einnig að gera þitt til að bæta sam- skiptin innan fjölskyldunnar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú verður sennilega annað hvort í hlutverki kennarans eða nemandans í dag. Þú tek- ur mikið mark á því sem aðrir segja og aðrir taka mikið mark á þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Guðs hönd Láttu guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu: blessað hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Hallgrímur Pétursson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 25. maí, er áttatíu ára Jóhanna G. Sigurðardóttir, Aust- urbrún 2. Hún tekur á móti gestum á Grand hóteli Reykjavík, laugardaginn 29. maí kl. 17–19. Afmæl- isbarnið afþakkar blóm og gjafir. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 26. maí, er sextug Margrét Sigurðardóttir úti- bússtjóri, Réttarbakka 21, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Þór Ingi Erlings- son offsetprentari. Þau hjónin taka á móti gestum í sal Meistarafélags húsa- smiða í Skipholti 70 á af- mælisdaginn milli kl. 17 og 19. ÞÓTT leiðin til vinnings sé tæknilega einföld, þarf að horfa langt fram í tímann til að finna millileikinn sem öllu máli skiptir. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠K93 ♥G10862 ♦3 ♣Á982 Vestur Austur ♠Á ♠D105 ♥D75 ♥K943 ♦ÁK107 ♦D98 ♣KG1075 ♣D64 Suður ♠G87642 ♥Á ♦G6542 ♣3 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 2 spaðar Dobl 4 spaðar Dobl Allir pass Vestur kemur út með tíg- ulás og skiptir yfir í hjarta í öðrum slag. Hvernig á nú að taka tíu slagi? Eitt er víst – það þarf að trompa tígul þrisvar í borði, sem þýðir að vörnin er kom- in með efnivið í þrjá spaða- slagi. Galdurinn er að láta einn trompslag varnarinnar hverfa. Og það er hægt ef suður styttir sig FJÓRUM sinnum heima – einu sinni oftar en þörf er á til að ljúka tígultrompunum í borði. Sagnhafi byrjar á því að taka laufás og trompa lauf. Trompar svo á víxl tígul og nær upp þessari endastöðu: Norður ♠-- ♥G10 ♦-- ♣9 Vestur Austur ♠Á ♠D105 ♥-- ♥-- ♦-- ♦-- ♣KG ♣-- Suður ♠G8 ♥-- ♦G ♣-- Suður er inni og spilar spaðaáttunni. Vestur fær á ásinn blankan, spilar laufi og tryggir suðri tíunda slag- inn á trompgosann í framhjáhlaupi. E.s. Auðvitað átti vestur að taka trompásinn í öðrum slag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. e4 d6 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 e5 8. Bd3 Rc6 9. Re2 b6 10. O-O Ba6 11. f4 Rd7 12. Hf3 Ra5 13. c5 Bxd3 14. Hxd3 bxc5 15. dxe5 c4 16. Hd5 Rb3 17. Hb1 De7 18. Rg3 dxe5 19. Rf5 De6 20. Dd1 Rf6 21. Hxe5 Had8 22. De2 Dd7 23. Dxc4 Dd1+ 24. Df1 Dc2 25. Be3 Rxe4 26. He1 Rxc3 27. Df3 Hd1 28. Bf2 g6 29. Rh6+ Kg7 Staðan kom upp á ofurmótinu í Sara- jevo í Bosníu sem stendur nú yfir. Skákfélagið Hrók- urinn hefur verið með starfsemi í Sarajevo með aðstoð utanríkisráðuneyt- isins en þessi skák var einmitt á milli SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson tveggja meðlima Hróksins. Ivan Sokolov (2695) hafði hvítt gegn Viktori Bologan (2665). 30. f5! Kxh6 31. f6 vegna máthótunar verður svartur að gefa manninn til baka en þá fær hvítur yf- irburðatafl. 31...Hxe1+ 32. Bxe1 g5 33. Bxc3 Rd2 34. De3 Dc1+ 35. Kf2 Df1+ 36. Kg3 Df4+ 37. Dxf4 gxf4+ 38. Kxf4 Rc4 39. Hc5 Rxa3 40. Kf5 Hd8 41. Be5 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Allir velkomnir. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgi- stund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Fé- lagsvist mánudaga kl. 13, brids mið- vikudaga kl. 13. Bridsaðstoð á föstu- dögum kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Á morgun, miðvikudag: „Morgunstund og fyrir- bænir“ í kirkjunni kl. 11. Stund fyrir alla sem eru heima við og hafa tækifæri til að sækja kirkju á virkum degi. Allir vel- komnir. Laugarneskirkja. Sumarhlé hjá Fullorð- insfræðlsunni og Þriðjudegi með Þor- valdi. Guðsþjónustur sumarsins verða alla sunnudaga kl. 20.00 og í júnímán- uði mun sr. Bjarni bjóða upp á Biblíu- spjall hvern sunnudag kl. 19.00 um texta og prédikunarefni sunnudagsins. Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgnar kl. 10–12. Kirkjuprakkarar kl. 16.00. Starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Árbæjarkirkja. Kl. 10 foreldramorgnar í safnaðarheimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í safnaðar- heimilinu. Kl. 15.30 TTT-starf með tíu til tólf ára börnum í Ártúnsskóla. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Unglingakór Digranes- kirkju kl. 17–19. Hjallakirkja. Predikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgn- ar í Safnaðarheimili Lindasóknar, Upp- sölum 3, kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10– 12. Sumarfundir Sela kl. 20, veiði og grill. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Dagskrá fyrir 8–9 ára í dag kl. 15.30–16.30. Dagskrá fyrir 10– 12 ára (TTT) í dag kl. 17–18. Skemmti- legar stundir fyrir hressa krakka. Æsku- lýðsfélagið (Megas) heldur vikulegan fund kl. 19.30–21 í kvöld. Umsjón með starfi þessara hópa hafa Anna Hulda Einarsdóttir og Sigríður Rún Tryggva- dóttir. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16.30 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Karlar og konur, yngri sem eldri, eftirlauna- fólk, öryrkjar og atvinnulausir eru vel- komnir. Spilað, spjallað og kíkt í blöðin. Samverunni lýkur með helgistund kl. 16. Umsjónarmaður Nanna Guðrún djákni. Þorlákur sækir þá sem vilja og ekur þeim heim. Sími 869–1380. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30– 19. Þorlákskirkja. Bænastund kl. 09. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Nánari upplýsingar á www.kefas.is Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Glerárkirkja. Kyrrðarstund í kapellu kl. 18.10. Æfing kórs Glerárkirkju kl. 20. Safnaðarstarf FRÉTTIR           Þú hefur ekki misst af neinu! Það var skítkalt í París, hundleiðinlegt í Mónakó og allt of heitt í Róm!  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Maður með mönnum Fræðslu- og umræðufundur fyrir karla á vegum Parísar Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, fjallar um viðhorf og breytt samfélagslegt hlutverk íslenskra karla. Aðgangseyrir kr. 1.000. Kaffiveitingar innifaldar. Stjórnin. Fundurinn verður haldinn 27. maí, kl. 20.00, í Síðumúla 25, 2. hæð (Múrarasalur). www.paris.is Meistarafyrirlestur við tölv- unarfræðiskor verkfræðideildar HÍ verður á morgun, miðvikudag- inn 26. maí kl. 16.15, í stofu 157 í VR-II, húsakynnum verk- fræðideildar Háskóla Íslands. Björg Aradóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í tölvunarfræði: Þróun viðvar- anakerfis um jarðvá. Meist- araprófsnefndina skipa Ebba Þóra Hvannberg dósent, Jóhann Pétur Malmquist prófessor og Hjálmtýr Hafsteinsson dósent. Verkefnið fjallar um þróun viðvar- anakerfis um jarðvá. Á Veðurstofu Íslands hefur verið gerð frumgerð að notendaviðmóti sem hefur verið nefnd BráðaVá. Aðalfundur og fræðsluerindi hjá FAS, Samtökum foreldra og að- standenda samkynhneigðra, verð- ur á morgun, miðvikudaginn 26. maí, kl. 20, í félagsmiðstöð Sam- takanna ’78, Laugavegi 3, 4. hæð. Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræð- ingur flytur erindi: ,,Tíðarandinn og líf samkynhneigðra: Kyn- hneigðarhroki, gagnkynhneigð- arremba og félagsleg brennimerk- ing.“ Fundurinn er öllum opinn og nýir félagar velkomnir. Fyrirlestur í lífupplýsingafræði- málstofu tölvunarfræðiskorar verkfræðideildar Háskóla Íslands verður á morgun, miðvikudaginn 26. maí kl. 15, í fyrirlestrarsal á 3. hæð í Læknagarði. Fyrirlesari er Guðmundur Árni Þórisson og fer fyrirlesturinn framm á ensku. Kynnt verður HapMap-verkefnið í heild og staða þess. HapMap-verkefnið er alþjóðlegt samstarfsverkefni rannsóknarhópa í Japan, Bretlandi, Kanada, Kína, Nígeríu, og Bandaríkjunum. Verk- efninu er ætlað að auka skilning á flóknum sjúkdómum og sögu mannkynsins. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.