Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk FRAMTÍÐIN ER FRAMUNDAN EÐA ER ÞAÐ FORTÍÐIN? ÞAÐ ER EKKI AUÐVELT AÐ SJÁ MUNIN HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA VARÐANDI MENGUN? GERA HVAÐ? ÞÚ ERT YFIRHUNDURINN... ÞÚ ÁTT AÐ GERA EITTHVAÐ Í HLUTUM EINS OG MENGUN! HA? VÆL!! GRÁTUR HJÁLPAR ENGUM.. ÞAÐ ERU VANDAMÁL ALLS STAÐAR ÉG KREFST ÞESS AÐ FÁ AÐ TALA VIÐ YFIRHUNDINN! YFIRHUNDURINN VILL EKKI HITTA NEINN Í DAG! VARÚÐ! GRJÓT- HRUN Beini © Le Lombard BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR rúmu ári komum við und- irritaðir ásamt Hrafni Jökulssyni á öflugu skáksamstarfi Ungmenna- félagsins Fjölnis í Grafarvogi við Skákfélagið Hrókinn. Samstarfið er í formi uppbyggingarstarfs í skák meðal barna og unglinga í Grafar- vogi. Skákstarfið hefur verið mjög blómlegt ekki síst í Rimaskóla en skólinn hefur unnið Íslandsmeist- aratitla drengja og stúlkna undan- farin tvö ár. Þeir Hjörvar Steinn Grétarsson og Ingvar Ásbjörnsson, nemendur skólans, eru án efa efni- legustu skákmenn landsins í skák. Ungmennafélagið Fjölnir og Hrók- urinn hafa staðið fyrir mörgum við- burðum í skáklífinu í Grafarvogi. Ber þar að nefna alþjóðlega atskákmótið í Rimaskóla á Skákhátíð Reykjavík- ur, skákmót og fjöltefli fyrir börn og unglinga og skákæfingar í Rima- skóla. Markmið Fjölnis með samvinnu við Skákfélagið Hrókinn er að gera Grafarvog að helsta skákvígi lands- ins á næstu árum. Skákfélagið Hrók- urinn hefur eins og flestum er kunn- ugt reynst afar sigursælt á Íslandsmótinu í skák og unnið þar til allra verðlauna sem í boði eru. Nú stefna Hróksmenn á önnur mið, að fá fleiri félög inn í Skáksamband Ís- lands og fjölga liðum í Íslandsmótinu í skák. Ungmennafélaginu Fjölni er ekk- ert að vanbúnaði að stofna formlega skákdeild innan félagsins og í fram- haldinu taka þátt í Íslandsmótinu og komast sem fyrst í fremstu röð skák- félaga á Íslandi. Skákdeild Fjölnis mun einbeita sér að því að byggja upp skákina í kringum okkar efnilegu skákmenn, drengi og stúlkur. Til þess þarf deildin á reyndum og sterkum skák- mönnum að halda í upphafi. Alþingi Íslendinga samþykkti við fjárlaga- gerð fyrir árið 2004 að verja 5 millj- ónum til uppbyggingarstarfs í skák. Ungmennafélögin og Skákfélagið Hrókurinn fá meirihluta þessa fjár til umráða. Við erum þess vissir að þessi félög eru reiðubúin að leggja skákdeild Fjölnis allt það liðsinni sem þarf til að ná markmiðum Fjölnis. Við Fjöln- ismenn viljum líka leggja okkar af mörkum í uppbyggingarstarfi Hróksins að gera Ísland að nýju að stórveldi í skákheiminum. Boðað er til stofnfundar skák- deildar Fjölnis fimmtudagskvöldið 27. maí nk. í félagsheimili Fjölnis, Dalhúsum 2. Á fundinum verður skákdeildinni sett lög, kosið í stjórn og rædd helstu verkefni skák- deildarinnar á næstu árum. Hrafn Jökulsson, forseti Skákfélagsins Hróksins, verður einn af gestum stofnfundarins en morguninn eftir, hinn 28. maí, hefst Hrafn handa við að setja heimsmet í taflmennsku, tefla í 30 klukkustundir samfellt til áheita fyrir barna- og unglingastarf Hróksins. Við hvetjum alla Grafarvogsbúa og aðra þá sem unna skáklistinni að fjölmenna á stofnfund skákdeildar Fjölnis 27. maí og taka þátt í metn- aðarfullu átaki Grafarvogsbúa að efla skákstarf á Íslandi. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON, alþingismaður og form. Ungmennafélagsins Fjölnis, HELGI ÁRNASON, skólastjóri Rimaskóla. Stofnum skák- deild í Grafarvogi Frá Helga Árnasyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni: Í FLESTUM tilvikum fara al- mennar kosningar þannig fram að einfaldur meirihluti ræður. Sá er kjörinn sem fær flest atkvæði þeirra er eftir kjöri sækjast eða verður efstur á lista eins og við al- þingis- og sveitarstjórnarkosning- ar. Þetta er sem sagt regla. Eftir henni hefur verið farið við biskups- og forsetakosningar hérlendis. Þá hefur það hent þegar um fleiri en tvo hefur verið að ræða og enginn hefur náð hreinum meirihluta að sá sem efstur er að atkvæðatölu sé kjörinn þótt hann hafi ekki náð nema um 30–40% heildaratkvæða- magns. Þegar sigurvegari kosning- anna hefur náð yfir 50% eða hærra atkvæðahlutfalli er þetta ótvírætt. Erlendis er sá háttur á hafður, þegar einn frambjóðandi af fleirum en tveimur í forsetakosningum nær ekki í fyrstu 50% fylgi, að kos- ið er í annað sinn og þá um þá tvo sem efstir eru að atkvæðafjölda. Í síðari umferðinni nást svo fram hrein úrslit. Þetta er reglan í mannmörgum ríkjum eins og í Frakklandi. Vera má að lítið ríki eins og Ísland telji sig ekki geta átt í því að kjósa tvívegis, til að ná fram meirihlutakosningu. Fróðlegt væri raunar að heyra álit lögfróðra manna á þessu. Í lokin vakna spurningar. Hefði reglan um meirihlutakosningu for- seta og biskupa gilt hérlendis fram að þessu hefðu ef til vill önnur nöfn birst en raun varð á með núver- andi fyrirkomulagi. Ég er ekki að spá í þau spil hér en býst við að margir lesenda minna geri tilraun til þess. Er því hér með varpað til þeirra. Með núverandi tilhögun eru líkur á að við fáum forseta yfir okkur með minna en þriðjungs at- kvæðamagn á bak við sig, jafnvel minna. Þetta hefi ég hugleitt lengi og nú læt ég það bara flakka. Með fullri virðingu fyrir biskupum og forsetum. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Þegar kosið er af viti Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.