Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 35
Með Bernódusi
Halldórssyni er geng-
inn mikilhæfur at-
hafnamaður, sem allir minnast sem
trausts og mikilshæfs skipstjóra og
athafnamanns.
Bernódus var einkasonur þeirra
merkishjóna Halldórs G. Pálmason-
ar og Guðrúnar Jónu Sigurðardóttir
og erum við Bernódus systrasynir
og áttum við heima á sömu torfunni
hér í Bolungarvík á uppvaxtarárum
okkar. Og var alltaf mikill samgang-
ur á milli heimilanna, en Guðrún og
Halldór ólu upp systur mína Guð-
rúnu Halldóru.
Benni frændi eins og hann var
alltaf nefndur af okkur systkinunum
var einstaklega ræktarsamur,
traustur og gjafmildur frændi. Fyr-
ir það vil ég þakka honum.
Það var mikill aldursmunur á
okkur frændum, og þegar ég man
fyrst eftir honum var hann skip-
stjóri á bát sínum Maxinum, sem
var þá nýjasti og stærsti báturinn í
Bolungarvík. Hann hafði þá keypt
stóran hluta af Ytri búðum ásamt
íbúðarhúsinu í Aðalstræti 18, sem
þá var eitt glæsilegasta hús í Bol-
ungarvík.
Benni kvæntist stórglæsilegri
konu, Dómhildi Klemensdóttur frá
BERNÓDUS
HALLDÓRSSON
✝ Bernódus G.Halldórsson,
fyrrverandi skip-
stjóri og verslunar-
maður, fæddist í Bol-
ungarvík 26. júlí
1910. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Bolungarvíkur 13.
maí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Hólskirkju í Bol-
ungarvík 22. maí.
Hvassafelli í Norðurár-
dal. Heimili þeirra
hjóna var mjög fallegt
og mikið menningar-
og rausnarheimili.
Í mínum barnshuga
gleymi ég ekki jólaboð-
unum með fjölskyldu
Benna og rausnarleg-
um veitingum og öllum
leikjunum með börn-
unum og ég tala nú
ekki um sleðaferðirnar
sem ég renndi mér
með Sigga og Hadda.
Heimilið í Aðalstræti
18 stóð mér og síðar
fjölskyldu minni opið alla tíð sem
Benni bjó þar eða í 55 ár. Þegar ég
kom heim til Bolungarvíkur eftir
tveggja ára dvöl á Vífilsstaðaspítala
þá tvítugur, með ófríska kærustu og
hún erlend, kom Benni frændi heim
til mín í foreldrahús og hafði með-
ferðis bókhald Vélsmiðju Bolungar-
víkur og gat þess að af því ég mætti
ekki vinna þá væri ágætt fyrir mig
að byrja að vinna þetta því ég mætti
aldrei vinna erfiðisvinnu. Við áttum
svo eftir að hafa mikið og gott sam-
starf í yfir 25 ár.
Ekki var hjálpsemi frænda búin.
Hann tók að sér að vera svaramaður
konu minnar, en hún átti ekki neina
ættingja hér á landi og ég varð að fá
undanþágu til að giftast vegna of
lágs aldurs. Á þessu öllu tók Benni
frændi ábyrgð og fyrir þetta dreng-
skaparbragð erum við hjónin æv-
inlega þakklát.
Þegar maður horfir yfir lífshlaup
Benna finnst mér standa upp úr:
Hann var atgervismaður bæði á sál
og líkama. Hann hleypti heimdrag-
anum 16 ára, fór suður í vinnu og á
togara. Kom heim til Bolungarvíkur
1935, þá 25 ára og með eiginkonu.
Hann lét smíða fyrir sig bát með
Einari Guðfinnssyni útgerðarmanni
og var það níu tonna bátur, en
stærri bát var ekki hægt að róa þá
frá Bolungarvík vegna hafnleysis.
Hann keypti síðan stærri bát þegar
hafnarskilyrði bötnuðu. Hann var
alltaf toppskipstjóri. Benni fór síðan
í land 1945, tók við framkvæmda-
stjórn í Vélsmiðju Bolungarvíkur,
auk þess að vera starfsmaður Íshús-
félags Bolungarvíkur og gerast
hluthafi í þeim báðum. Stofnaði síð-
an verslunina Virkjann 1960 og rak
hana til 1982.
1983 lét hann smíða fyrir sig nýj-
an bát, Lóu ÍS, þá 73 ára, og reri
honum til 1990 með mjög góðum ár-
angri og var þá orðinn 80 ára þegar
hann hætti. Með öllum þessum
störfum var hann með búskap á Ytri
búðum, stundaði veiðarfærarann-
sóknir, var mikill félagsmálamaður
átti mikið og gott bókasafn, var mik-
ill skógræktarmaður og hafði mjög
gaman af stangveiði. En síðast en
ekki síst var hann mikill fjölskyldu-
maður, hann átti sex börn, en þrjú
eru látin, Svanur, Sigurður Viggó,
og Lilja, en kona Benna Dómhildur
lést 5. febr. 1994, en eftir lifa, Erla,
Halldór og Guðmundur.
Nú þegar ég kveð frænda minn
og velgjörðarmann langar mig að
þakka honum fyrir órofa vináttu og
tryggð. Minningarnar um góðan og
sannan mann verma bæði hug og
hjarta.
Í lífi hvers manns skiptast á skin
og skúrir en stærsta lán hans var að
eignast Dómhildi Klemensdóttur að
lífsförunaut. Hún var mikil dugn-
aðar- og mannkostakona, sem bjó
honum og börnum sínum myndar-
heimili. Það var mikill og erfiður
missir að missa son sinn bara fjög-
urra ára og síðan annan son 49 ára
og síðar átti Benni eftir að missa
konu sína og dótturina Lilju.
Kæri frændi, við kveðjumst að
sinni en sjáumst síðar. Guð blessi
þig.
Elsku börn, fóstursystir, tengda-
börn, barnabörn og langafabörn.
Megi góður Guð blessa ykkur og
styrkja í ykkar sorg.
Sólberg Jónsson.
Með Bernódusi Halldórssyni er
genginn einn af þeim mönnum er
kallaðir voru formenn hér í Bolung-
arvík, en svo voru þeir menn kall-
aðir er réðu fyrir bátum sem minni
voru en tíu tonn að stærð. Á bátum
þar fyrir ofan var farið að kalla
menn skipstjóra. Þetta mun hafa
verið arfur frá árabátatímanum.
Bolvíkingar urðu nokkuð á eftir með
stækkun skipa, er vélar komu til
sögunnar, en það stafaði af lélegri
hafnaraðstöðu.
Eins og flestir drengir hér í Vík-
inni byrjaði Bernódus ungur til sjós
og þá með hinum þekkta formanni
Oddi Oddssyni er þá var með Guð-
nýju, sex tonna bát. En útþráin var
sterk og nítján ára réðst hann á
togarann Andra en með hann var
hinn kunni aflamaður Kristján
Kristjánsson, héðan úr Bolungarvík.
Bernódus var á Andra í tvö ár.
Næst lá leið hans á togarann Max
Pemperton frá Reykjavík og var
hann þar næstu fjögur árin. Skip-
stjóri á Max var Pétur Maack.
Bernódus minntist veru sinnar þar
með hlýhug og taldi sig hafa lært
margt þar um borð er átti eftir að
fylgja honum alla ævi.
Meðan Bernódus var í burtu hafði
hann það fyrir sið að koma til æsku-
stöðvanna stuttan tíma á vorin.
Hann var þá vanur að fá lánaðan bát
móðurafa síns, „Lóuna“, og róa hon-
um þann stutta tíma sem stoppað
var. Sigurður Sigurðsson móðurafi
hans var sá maður sem fór út á
hjallloftið og sótti 1.200 gullkrónur í
kistuhandraðann og færði Pétri
Oddssyni, er þá var aðalatvinnurek-
andinn hér, þegar illa stóð á fyrir
honum og spurði hvort hann gæti
notað þær, er bankinn ætlaði að
ganga að Pétri.
Það var vorið 1934 sem svo tal-
aðist til með þeim Einari Guðfinns-
syni og Bernódusi að fá Fal Jak-
obsson til að smíða átta tonna bát er
Bernódus yrði formaður á. Smíði
bátsins var lokið 13. nóvember 1935
og var hann skírður Max en Bern-
ódus var með hann í sjö ár. Á þeim
árum sem Bernódus var með Max-
inn varð að setja alla báta upp og of-
an kambinn því engin höfn var hér í
Bolungarvík. Sjósókn úr Bolungar-
vík hefur alltaf verið hörð og er enn.
Einhverju sinni er ég ræddi um hina
hörðu sjósókn við Bernódus svaraði
hann því til að oft hefðu aðstæð-
urnar ráðið. „Ef veður var tvísýnt
og smástreymt höfðum við ekki
nema eina klukkustund til að ákveða
hvort við ætluðum að róa. Við kom-
um ekki bátunum niður nema á há-
flóðinu og eftir að báturinn var kom-
inn á flot var oftast farið á sjóinn
þótt veðurútlitið væri ekki gott.“
Þegar Bernódus hætti á Max
keypti hann m/b Mumma, tólf tonna
bát, í félagi við Einar Guðfinnsson
og var með hann í rúm tvö ár en eft-
ir það hvarf hann að vinnu í landi.
Fyrst starfaði hann sem vélgæslu-
maður hjá Íshúsfélagi Bolungarvík-
ur og um tíma var hann forstjóri
Vélsmiðju Bolungarvíkur. Bernódus
átti og rak verslunina Virkjann um
margra ára skeið. En hugurinn var
alltaf við sjóinn og hann brá sér oft
á handfæri á sumrin á ýmsum bát-
um. Þegar Bernódus var orðinn
roskinn maður keypti hann sér bát
er hét Lóa og stundaði handfæra-
veiðar á sumrin á meðan heilsan
leyfði. Hann var sæmdur heiðurs-
merki Sjómannadagsins árið 1985.
Bernódus lét félagsmál mikið til
sín taka. Hann var formaður Sjó-
mannadagsins hér árið 1945 og á
fyrstu árum Sjómannastofunnar
beitti hann sér fyrir styrkjum til
hennar frá Fiskideildinni í Bolung-
arvík og frá Fjórðungsdeild fiski-
deildar Vestfjarða. Sömuleiðis stuðl-
aði hann að því að þessi félög styddu
sundlaug UMFB er tók til starfa ár-
ið 1932 og starfrækt var til 1969.
Bernódus átti sæti í stjórn þessara
deilda um 40 ára skeið og var oft
fulltrúi þeirra á fiskiþingum um ára-
tuga skeið. Bernódus sýndi sjó-
minjasafninu í Ósvör mikinn áhuga
og vildi framgang þess sem mestan.
Hann gaf safninu nokkra ómetan-
lega hluti. Hann hafði mikinn áhuga
á skógrækt og ber skógræktarlund-
ur hér nafn hans.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Bernódusi velvild hans í garð Sjó-
mannadagsins, Ósvarar og sund-
laugar UMFB. Innilegar samúðar-
kveðjur til aðstandenda.
Geir Guðmundsson.
✝ Þorsteinn GesturEiríksson fædd-
ist á Skeggjastöðum
17. mars 1927. Hann
lést á Landspítalan-
um 5. maí síðastlið-
inn. Hann var sonur
hjónanna Eiríks
Matthíasar Þor-
steinssonar og Ingi-
bjargar Pálsdóttur.
Fyrri kona Þor-
steins var Ragna
Bergmann Guð-
mundsdóttir, f.
1933, og eignuðust
þau einn son, Eirík
Þorsteinsson, f. 1950, búsettur í
Svíþjóð, kvæntur Berglindi
Björnsdóttur. Eirík-
ur og Berglind eiga
tvo syni, þá Björn
Steinar, f. 1973, og
Ásgeir, f. 1977.
Björn Steinar á
tvær dætur, þær
Stinu Charlotte
Steinarsdóttur og
Selmu Charlotte
Steinarsdóttur.
Seinni kona Þor-
steins hét Sigríður
Þóra Konráðsdóttir,
f. 1928, d. 1982.
Útför Þorsteins
fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Steini dáinn? Ég trúi því varla að
þessi lífsglaði vinur minn sé farinn
fyrir fullt og allt, þrátt fyrir að það
hafi legið í loftinu síðustu þrjá og
hálfan mánuð. Kynni okkar Steina
hófust fyrir um 40 árum þegar ég
lék einn vetur með hjómsveit hans.
Þau endurnýjuðust síðan þegar
hann bauð mér að koma í kvart-
ettinn sinn fyrir einum sjö árum til
að spila djass og bætti mér svo inn
í Sveiflukvartettinn þar sem við
spiluðum stríðsáralög. Það var æft
minnst tvisvar í viku og gjarnan
spilað jafnoft og ekki brást að ég
var varla kominn inn úr dyrunum
heima þegar Steini hringdi (sæll
svingari) til að „diskútera spileríið“.
En það var líka rætt um heima og
geima, rifjuð upp gömlu árin okkar
og hann sagði mér sögur frá
Móraveks-árum sínum með Guðna,
Villa Guðjóns, Eyþóri, Siffa, Jóni
bassa og öllum þeim snillingum.
Það voru ekki margir dagar á ári
sem við heyrðumst ekki, hann alltaf
jafnhress og aldrei misdægurt.
Ég kom til hans kvöldið fyrir að-
gerðina og hann sagði mér að hann
kviði fyrir henni. Þá fann ég enn
einu sinni hvað hann var hreinn og
einlægur. Eftir aðgerðina fannst
mér stöðug afturför á heilsu hans í
hvert skipti sem ég sá hann alveg
þar til yfir lauk.
Ég kveð þig með söknuði, vinur
minn, „yfirstórsvingari“, og hlakka
til að taka sveiflu með þér hinum
megin.
Gunnar H. Pálsson.
Í fáum orðum langar mig að
minnast Þorsteins Eiríkssonar
trommara. Steini var hann oftast
kallaður í hópi okkar tónlistar-
manna. Við Steini kynntumst fyrst
við jammsessjón í Sveiflunni á
Vesturgötunni, þar sem Baldur
Geirsson bauð mönnum reglulega
til veislu á spiladögum. Þetta hefur
verið um 1988 og síðan hittumst við
Steini reglulega í tríói með Jóhanni
Kristinssyni píanista í nokkur góð
ár. Þorsteinn var þá starfandi á
Bílasprautuverkstæði og var um
það bil að hætta störfum sökum
aldurs. Á þeim tímamótum skellti
kallinn sér meira og meira út í
spilamennsku og var alltaf í tveim-
ur til þremur hljómsveitum, alveg
fram á þá síðustu mánuði sem hann
lifði.
Það sem mér fannst svo áberandi
í fari Steina, var að hann tók lífið
ekkert allt of alvarlega. Hann var
samt fastur fyrir í sínum skoðunum
og hafði einnig sterka skoðun á
þeirri tónlist sem hann var að spila
hverju sinni. Einnig var hann já-
kvæður og alltaf til í að stökkva
fram af klettinum án þessa hugsa
sig of mikið um. Hann var vinur
vina sinna og yfir höfuð mjög hrein-
skilinn maður. Steini var hress og
skrafhreifinn og alltaf góður andi
þar sem hann lét sjá sig. Húmorinn
var til staðar og hann hermdi oft
eftir mætum mönnum hér í bæ.
Hann hafði ávallt skoðanir á koll-
egum sínum í músíkinni, ekki síst
trommurum sem fengu oft harða
gagnrýni. Hann sagði við mig einu
sinni um kollega sinn sem hann
spilaði með í þá gömlu góðu daga:
,,Hann kunni ekkert að spila, en
var fjandi músíkalskur.“
Gaman og fróðlegt var að heim-
sækja Steina í Álftamýrina og þá
spilaði hann iðulega fyrir mann
gamlar upptökur og það sem hann
var að spila hverju sinni með
hljómsveitum sínum. Einnig hafði
hann yndi af því að segja sögur úr
tónlistargeiranum hér áður fyrr og
segja frá þeim aðbúnaði sem
tónlistarmenn bjuggu við þá, og var
ekkert dregið undan þegar Steini
komst á flug í frásögnum sínum.
Fyrir mig sem tónlistarmann var
það sönn ánægja að fá að spila með
Steina og hans góðu burstameðferð
leika fáir eftir og sennilega hverfur
sú aðferð með kynslóð kollega
hans.
Mig langar að votta ættingjum
og vinum Þorsteins Eiríkssonar
samúð mína.
Blessuð sé minning hans.
Ólafur Stolzenwald.
Kæri Steini, vinur okkar, ungur
að árum, sem stundum fékk að slá
gítarinn sinn á æfingum
Sveiflukvartettsins, sat hljóður
nokkra stund eftir að ég hafði sagt
honum að þú værir dáinn. „Er
Sveiflukvartettinn þá hættur að
spila?“ var spurt. „Já, nú er Steini
farinn og við erum bara þrír eftir
og þar með er Sveiflukvartettinn
ekki lengur til.“ „En nú er Steini
orðinn engill, og þegar þið farið og
hittist aftur haldið þið áfram að
spila,“ sagði þessi ungi bjartsýnis-
maður, sem sá í hendi sér að allt
myndi þetta fara vel að lokum.
Já, Steini minn, þú ert farinn og
þín er sárt saknað af þínum mörgu
vinum sem áttu með þér margar
glaðar og góðar stundir og vonuðu
að enn fleiri væru framundan, þeg-
ar þú kæmist aftur til heilsu eftir
erfið og þungbær veikindi.
Stundum finnst mér að það sem
gerir lífið þess virði að lifa því séu
eins konar happdrættisvinningar,
ekki síst finnst mér það eiga við
þegar maður óvænt kynnist fólki
sem hefir varanleg áhrif á lífshlaup-
ið, auðgar það og gefur því meiri
fyllingu.
Steini minn, elsku kallinn, að
kynnast þér og eiga þig að vini var
einn af þessum happdrættisvinning-
um sem ég er afar þakklátur fyrir
að hafa hreppt (og þurfti ekki einu
sinni að kaupa miða!)
Kæri vinur, að lokum vil ég
þakka þér fyrir allar samveru-
stundirnar, þolinmæðina og þraut-
seigjuna þegar þú tókst að þér
stjórn Sveiflukvartettsins og fórst
að reyna að kenna mér að „spila
eins og maður“. Það var góður tón-
listarskóli og hef ég ekki kynnst
öðrum betri.
Megi orð hins unga vinar okkar
verða að veruleika; þá getum við
„svingað“ saman á Astralplaninu
þegar þar að kemur.
Baldur Geirsson.
ÞORSTEINN
GESTUR EIRÍKSSON
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
www.mosaik.is