Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 33 bilbug á henni að finna. Hún er sterk, baráttuglöð og ákveðin í að lifa leng- ur fyrir dætur sínar, en þó sér inn í kviku. Allt sem hún segir er sagt með hjartanu. Þakklæti fyrir gott líf, þakklæti fyrir dæturnar og móður- ina sterku og traustu. Ekkert skiptir máli, nema kærleikurinn. Jafnvel sjónin sem hún er að missa er lítils virði miðað við allt það góða sem henni hefur verið gefið, enda hefur hún lesið svo mikið þessi næstum fimmtíu ár, eins og hún segir sjálf. Hvílík hetja! Hvílíkur heimspeking- ur! Hún er algerlega hafin yfir hversdagslega hluti og hleypir að- eins því jákvæða að sér. Hún er næstum auðmjúk í þakklæti sínu fyr- ir lífið, en um leið er hún kátust allra. Segir svo skemmtilegar sögur og við hinar grátum úr hlátri. Æðruleysi, jákvæðni og glaðværð Snjólaugar gleymist aldrei. Þessi mynd verður geymd alla tíð. Rúmum tveimur mánuðum síðar var hún öll. Ég þakka þá vináttu sem ég eignaðist í Snjólaugu og fjöl- skyldu hennar og bið Guð og góða vætti að varðveita dætur hennar. Blessuð sé minning Snjólaugar. Edda Þórarinsdóttir. með stuttum fyrirvara. Þá gilti að flýta sér, m.a. til að missa ekki af stætisvagninum og/eða að ná að kaupa miða í tíma. Oft lögðum við bræður það til að við hlypum á undan og bæðum bílstjórann að bíða og/eða að miðinn væri í hendi þegar Stefán kæmi að kvikmynda- húsinu. Stefán samþykkti þessar tillögur oftast og með það hlupum við af stað. Eigi leið á löngu áður en við heyrðum hraðan andardrátt rétt á eftir okkur. Við litum við og sáum Stefán hlaupandi rétt á hæla okkar. Svo kappsamur og vel á sig kominn var hann að hann fylgdi okkur í hvívetna. Við vorum 18 og 19 ára gamlir og Stefán var 76 ára. Þau kvöld sem við eyddum heima með honum fóru oft í pólitískar um- ræður. Stefán var vinstrisinnaður alla tíð. Hann var ungur maður þegar sósíalisminn ruddi sér til rúms í Sovétríkjunum með allar sínar hugmyndir um réttláta skipt- ingu auðæfa þjóðfélagsins svo jöfn- uður ríki milli stétta og þessar grunnhugmyndir komu oft fram í orðum hans. Enn í dag leiftra minningar um skemmtilegar um- ræður og hnyttin tilsvör af Stefáns hálfu. Ein er sérstaklega minnis- stæð: Árið var 1984 og Sjálfstæð- isflokkurinn var í meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur. Á þessum tíma hófust framkvæmdir á holtinu gegnt Vesturbrún, sem hafði hing- að til verið ósnortið umhverfi. Okk- ur öllum þótti alveg ófært að leyfa ekki ákveðnum svæðum innan Reykjavíkur að vera friðuð frá byggingarframkvæmdum. Stefán varð snöggur til og hóf lestur um Sjálfstæðisflokkinn og borgarstjór- ann með þeim orðum að ekkert get- ur nú maðurinn hann Davíð látið í friði. Okkur fannst Stefán kannski heldur fljótur á sér og bentum á að ef til vill hafi ákvörðun um bygg- ingar á holtinu verið tekin í tíð vinstri meirihlutans. Stefán varð hljóður við eitt andartak, en sagði svo: „Ekki hefur hann þá vit á að breyta þessari ákvörðun.“ Þetta er einungis eitt af mörgum tilsvörum hans sem lýsa honum og skoðunum hans. Hann var alla tíð staðfastur í sinni pólitísku sann- færingu, ódeigur að berjast fyrir henni og hélt fast á málstað sínum í rökræðum. Við bræður minnumst Stefáns með virðingu og þökk í huga, sér í lagi fyrir þann tíma sem við feng- um að njóta með honum á Vest- urbrún 14. Auk þess að vera læri- meistari okkar varð hann einn af okkar allra bestu vinum, því það fundum við og vissum að hann bar hag og heill okkar fyrir brjósti. Stefán var einstakur maður og fyr- irmynd. Í skaphöfn hans tengdust annars vegar hugsjónir sem mót- uðu lífsstefnu hans, hins vegar bjartsýni, þor og þrek til að sinna hugðarefnum sínum og leggja þeim lið af alefli. Blessuð sé minning hans. Dætrum hans, tengdasyni og fjölskyldu sendum við okkar sam- úðarkveðjur. Mætur maður er genginn. Hróðmar og Sigurjón Bjarnasynir. Vesturbrún 14. Stofuklukkan tifar taktfast og gefur púlsinn í tilveruna. Ástríksbók á ókunnu tungumáli sem afi kallar esperanto, skiptir engu máli, ég skoða bara mynd- irnar – herir Rómverja áttu aldrei „séns“. Gamla gufan ómar um stofuna, fyllir loftið tali og tónum sem renna hjá eins og niður stórborgarinnar fyrir utan. Maturinn tilbúinn, pylsur og kartöflumús, besti matur í heimi. Afi ósýnilegur en samt allt um kring. Hveramörk 4. Stofuklukkan tifar taktfast og gefur púlsinn í tilveruna. Gamli maðurinn situr við eldhús- borðið og leysir krossgátu Morg- unblaðsins, ég sest niður og dreypi á viskubrunni hans um leið og ég helli í mig mjólkurglasi. Sjónvarpsfréttirnar óma um stofuna, fréttaþulir og -þulur horfa í myndavélina og þvæla um eitt- hvað sem einhverjum þykir merki- legt þennan daginn. Ástkæra ylhýra, kann enginn orðið að tala rétt mál … Afi allt um kring, ósýnilegur. Stefán Ingimar Þórhallsson. Stefán Sigurðsson, kennari og heiðursfélagi Íslenska esperanto- sambandsins, er látinn á hundr- aðasta og fjórða aldursári. Félagar hans í Íslensku esperantohreyfing- unni sjá þar á bak merkum hug- sjónamanni sem vann alþjóðamáls- hreyfingunni ómælt gagn um nær sjö áratugi. Stefán lærði esperanto upp úr miðjum fjórða áratug síðustu aldar undir leiðsögn Þórbergs Þórðar- sonar. Hóf hann fljótlega bréfa- skriftir við erlenda esperantista sem hann hélt áfram um áratugi. Hann gerðist félagi í Auroro, Esperantofélaginu í Reykjavík og var í stjórn þess í nokkur ár. Hann var félagi í Alþjóðlega esperanto- sambandinu, sótti mörg þing þess og var í undirbúningsnefnd 62. al- þjóðaþingsins sem haldið var í Reykjavík 1977. Stefán fékkst nokkuð við kennslu alþjóðamálsins. Hann sá um esper- antonámskeið í barnablaðinu Æsk- unni ásamt Hallgrími Sæmunds- syni, kenndi málið í níu ára bekk í Melaskóla einn vetur og þá einnig nokkrum kennurum við þann skóla. Hann birti pistla um esperanto í Tímanum einn vetur (1960–61). Stefán var ötull kynnir og þýð- andi íslenskra bókmennta á esper- anto, einkum ljóð og smásögur. Þar má nefna Gamla heyið eftir Guð- mund Friðjónsson, Vonir eftir Ein- ar H. Kvaran og Ströndin á Horni eftir Þórberg Þórðarson. Var hin síðastnefnda þýdd á frönsku og vakti þar mikla eftirtekt. Þá þýddi Stefán texta leikritsins Inuk sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á alþjóða- þinginu 1977. Á níræðisafmæli Stefáns (1991) gaf Íslenska esper- antosambandið út bók með ljóða- þýðingum hans og tónsmíðum und- ir heitinu Agorde, Hljómstilling. Ásamt Árna Böðvarssyni sá Stefán einnig um upptöku íslensks menn- ingarefnis á segulband til alþjóð- legrar dreifingar. Stefán frum- samdi á esperanto stutt yfirlit um íslenska menningu sem birtist í Norda Prismo, alþjóðlegu bók- menntatímariti, einnig yfirlit um sögu Íslands í þingbók 62. alþjóða- þingsins. Stefán fékkst einnig töluvert við þýðingar úr frumsömdum esper- antobókmenntum á íslensku. Þar má einkum nefna þrjár bækur sem hann las allar í útvarp, ein þeirra, Boðhlaupið í Alaska, kom einnig út í bókarformi. Íslenskir esperantistar vilja votta Stefáni Sigurðssyni virðingu sína með þessum línum. Baldur Ragnarsson, Hallgrímur Sæmundsson. REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Elskuleg föðursystir okkar, GUÐRÚN J. GUÐMANNSDÓTTIR frá Snæringsstöðum, Mánagötu 22, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtu- daginn 20. maí. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 27. maí kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir, Margrét Lovísa Jónsdóttir, Guðrún Steingrímsdóttir, Benedikt S. Steingrímsson, Guðmann Steingrímssson, Þorbjörn Steingrímsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, ÞÓRIR JÓNSSON, Fagrahvammi 14, Hafnarfirði, sem lést af slysförum miðvikudaginn 19. maí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju fimmtu- daginn 27. maí kl. 13.30. Erla Björg Þórisdóttir, Davíð R. Martinsson, Auður Dögg Bjarnadóttir, Björk Þórisdóttir, Hjörtur Þórisson, Jón Helgi Pálmason, Sigríður Erla Magnúsdóttir, Magnús Jónsson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Karl Albert Manuelsson, Pálmi Jónsson, Margrét Jóhannsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, KRISTINN ÁRMANNSSON, Holtsgötu 41, Sandgerði, lést á krabbameinsdeild Landspítalans föstu- daginn 21. maí. Jarðarförin fer fram frá safnaðarheimilinu í Sandgerði föstudaginn 28. maí kl. 13.30. Sæunn Sigurbjörnsdóttir, Birgir Þór Kristinsson, Linda Ósk Jónsdóttir, Eygló Elísabet Kristinsdóttir, Ásbjörn Árni Árnason, Ragnheiður Kristinsdóttir, Hannes Kristinn Kristinsson og barnabörn, Sigurbjörg Stefánsdóttir og systkini. Elskulegur eiginmaður minn, SIGURÐUR ELÍAS EYJÓLFSSON prentari, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, er látinn. Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Okkar ástkæra, HJÖRDÍS ÓSKARSDÓTTIR WALKERS, lést á heimili sínu í Sacramento í Banda- ríkjunum sunnudaginn 23. maí. Ron Walkers, Tinna J. Walkers, Sigmar Óskarsson, Ingimunda Þorvaldsdóttir, Soffía Óskarsdóttir, Árni Heiðar Óskarsson, Sigríður Friðþjófsdóttir, Ragnar Óskarsson, Sigríður Stefánsdóttir, Gunnlaugur Óskarsson, Lovísa Hermannsdóttir, Guðrún K. Gunnarsdóttir, Sigríður Gunnsteinsdóttir. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5– 15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.