Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 45 Knattspyrnu- samband Evrópu, UEFA, hefur falið danska dómaranum Kim Milton Nielsen að dæma úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á miðvikudag í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Þar mætast Mónakó og Porto frá Portúgal. Jens Larsen og Jørgen Jepsen verða aðstoðardómarar og Knud Erik Fisker verður varadómari. „Ég er glaður og stoltur því að þessi leikur er einn af stærstu viðburðum ársins,“ segir Niel- sen við danska rík- isútvarpið. Dæmt 44 leiki Nielsen hefur dæmt 44 leiki í Meistaradeildinni á síðustu árum, en hefur aldrei áður dæmt úrslitaleik keppninnar. Nielsen, Larsen og Jepsen verða all- ir í eldlínunni í sum- ar er úrslitakeppni Evrópumóts lands- liða í knattspyrnu, fer fram í Portúgal 12. júní til 4. júlí. Garnett skoraði 24 stig og tók 11fráköst í leiknum en aðalleik- stjórnandi liðsins, Sam Cassell, fór af velli meiddur í upphafi leiks og kom ekki inn á eftir það. Darrick Martin, bakvörður Timberwolves, tók við keflinu af Cassell og skoraði alls 15 stig. Martin lék í CBA-deildinni í vet- ur en samdi við Timberwolves í lok síðasta árs, en hann hefur undanfar- in níu ár reynt að sanna sig fyrir NBA-liðum og komið víða við á ferli sínum. „Þetta var stórkostlegt tæki- færi fyrir mig en við vitum það að liðsheildin þarf að vera til staðar ætl- um við okkur að leggja Lakers að velli. Ég hugsaði um það eitt að gera engin mistök og það tókst að þessu sinni,“ sagði Martin eftir leikinn. Latrell Sprewell skoraði 17 stig fyrir heimamenn og Wally Szchis- erbiak var með 16 stig. „Hershöfðinginn okkar gat ekki leikið vegna meiðsla, og við vissum að það var undir okkur komið að setja upp sóknirnar og sjá til þess að leikkerfin gengju upp,“ sagði Gar- nett. Lakers hefur aðeins einu sinni áð- ur skorað 71 stig í úrslitakeppninni, sem er það minnsta sem liðið hefur skorað. Kobe Bryant var atkvæða- mestur í liði Lakers með 27 stig, Shaquille O’Neal hitti afar illa að þessu sinni, skoraði 14 stig og tók 14 fráköst. Karl Malone náði sér engan veg- inn á strik og skoraði aðeins 5 stig en honum var vísað af leikvelli í upphafi fjórða og síðasta leikhluta. Þar átti Malone í útistöðum við Gary Trent. Varamenn Timberwolves skoruðu 41 stig gegn 14 stigum varamanna Lakers. ENGLENDINGAR hafa sett stefn- una á að fá að halda lokakeppni heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu árið 2018. Þá kemur keppnin til Evrópu á nýjan leik, en næst verður hún haldin í Þýska- landi 2006, þá í Suður-Afríku 2010, og væntanlega í Suður- Ameríku 2014. „Við höfum ákveðið að óska eft- ir keppninni þetta ár, en það ger- ist hins vegar ekki meira í þessu máli fyrr en fyrir liggur í sumar hvort við fáum til okkar Ólympíu- leikana árið 2012,“ sagði Richard Caborn, íþróttamálaráðherra Eng- lands. Englendingar héldu heimsmeist- arakeppnina árið 1966 og sigruðu þá Vestur-Þjóðverja, 4:2, í sögu- legum úrslitaleik á Wembley. England stefnir á HM 2018 RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu, tilkynnti í gær 22 manna hóp fyrir loka- keppni Evrópumótsins í Portúgal í sumar. Hann skildi eftir eitt sæti og mun tilkynna 23. leikmanninn í næstu viku. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Oliver Kahn (Bayern München), Jens Lehmann (Arsen- al), Timo Hildebrand (Stuttgart). Varnarmenn: Frank Baumann (Werder Bremen), Arne Friedrich (Hertha Berlín), Andreas Hinkel (Stuttgart), Philipp Lahm (Stutt- gart), Jens Nowotny (Leverkusen), Christian Wörns (Dortmund), Christian Rahn (Hamburger SV). Miðjumenn eru þeir Michael Ballack (Bayern München), Fabian Ernst (Werder Bremen), Paul Freier (Bochum), Torsten Frings (Dortmund), Dietmar Hamann (Liv- erpool), Jens Jeremies (Bayern München), Sebastian Kehl (Dort- mund), Bernd Schneider (Lever- kusen). Þeir leikmenn sem eiga að sjá um að hrella markverði eru Fredi Bobic (Hertha Berlín), Thomas Brdaric (Hannover), Kevin Kuranyi (Stuttgart), Miroslav Klose (Kais- erslautern). Rudi Völler valdi 22 leik- menn fyrir EM í Portúgal  BRENDAN McMahon, 24 ára knattspyrnumaður frá Skotlandi, er genginn til liðs við 2. deildar lið ÍR.  MAGNÚS Lárusson, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun á Opna skoska höggleiksmótinu sem fram fór um síðustu helgi í Skotlandi. Magnús lék á 66 höggum á fyrsta keppnisdegi en hann bætti við 16 höggum á síðari deginum og lék þá á 82 höggum. Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt og komust ekki í gegnum niður- skurðinn.  PÉTUR Óskar Sigurðsson, GR, lék best íslensku kylfinganna, en hann lék báða hringina á 74 höggum. Sigmundur Einar Másson GKG, lék á 76 og 74 höggum en Ottó Sigurðs- son GKG lék á 77 og 81.  FJÓRAR íslenskar stúlkur tóku þátt í Swedbank mótinu í Svíþjóð. María Ósk Jónsdóttir úr GA komst í gegnum niðurskurðinn með því að leika á 76 og 79 höggum. En á þriðja og síðasta keppnisdeginum lék hún á 85 höggum.  TINNA Jóhannsdóttir, GK, Arna Rún Oddsdóttir GH og Sunna Sæv- arsdóttir GA komust ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu í Svíþjóð.  FRANK Sinclair hefur verið leyst- ur undan samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Leicester. Sinclair var einn þriggja leikmanna liðsins sem voru handteknir og ákærðir fyrir kynferðislega árás á þrjár þýskar konur á La Manga á Spáni í vetur. Ákærurnar voru síðan felldar niður þegar DNA-rannsókn leiddi sakleysi þeirra í ljós.  SINCLAIR sagði við BBC í gær að hann óttaðist að þeirra félaganna yrði alltaf minnst sem leikmannanna sem voru ákærðir, ekki leikmann- anna sem voru ranglega ásakaðir. Auk hans sátu Paul Dickov og Keith Gillespie í fangelsi á Spáni í eina viku. FÓLK Nielsen dæmir úrslita- leikinn í Gelsenkirchen Kim Milton Nielsen Reuters Kevin Garnett, leikmaður Minnesota Timberwolves, sækir að körfu Los Angeles Lakers, þar sem Karl Malone (11) er til varnar. Staða liðanna í úrslitum vesturdeildar er 1:1. Úlfarnir jöfnuðu gegn LA Lakers KEVIN Garnett lét mikið að sér kveða í sigri Minnesota Timber- wolves gegn Los Angeles Lakers í öðrum leik liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA í körfuknattleik í fyrrinótt. Minnesota skoraði 89 stig gegn 71 og er staðan jöfn, 1:1, í einvígi liðanna. Í DAG verður dregið í riðla í Evrópu- keppni 18 ára landsliða í handknatt- leik pilta í höfuðstöðvum handknatt- leikssambands Evrópu, EHF, í Vínarborg, en mótið fer fram í Serb- íu/Svartfjallalandi 23. júlí til 1. ágúst í sumar. Íslenska piltalandsliðið tryggði sér keppnisrétt á mótinu um liðna helgi í undankeppni sem fram fór í Makedóníu. Ásamt íslenska lið- inu hafa Þjóðverjar, Hvít-Rússar, Frakkar, Svisslendingar, Búlgarar, Króatar, Slóvenar, Danir, Eistlend- ingar, Svíar, Rúmenar, Ungverjar, Rússar og Slóvakar tryggt sér keppnisrétt auk landsliðs heima- manna. Gangi einhverjar þjóðir úr skaftinu eru Tékkar, Spánverjar og Norðmenn viðbúnir að taka sæti í mótinu. Dregið á EM 18 ára í Vín Aðalfundur Breiðabliks 2004 Aðalfundur Breiðabliks verður haldinn í Smáranum þriðjudaginn 25. maí 2004 kl. 18.00 DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Heiðursveitingar Önnur mál Stjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.