Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tónskáldin Donal Lunny ogHilmar Örn Hilmarsson,munu leiða stóran hópírskra og íslenskra tónlist- armanna í Laugardalshöll laug- ardaginn fyrir hvítasunnu. Um er að ræða tónlistarferðalag þar sem tón- listararfur og nýsköpun þessara skyldu þjóða mun í fyrsta sinn tvinn- ast saman með tónlistarmönnum. Þeir eru Írarnir Rósín Elsafty sem er söngkona, Noel Eccles tónlistar- stjóri Riverdance, Cathal Hayden fiðluleikari, Graham Henderson, hljómborðsleikari söngkonunnar Sinead O’Connor, Mairtin O’Connor, harmonikkuleikari og síðast en ekki síst Cora Venus Lunny, kornungur fiðluleikari sem spilað hefur með Nigel Kennedy á tónleikum víða um heim. Meðal Íslendinganna sem koma fram eru Guðmundur Pétursson gít- arleikari, Pétur Grétarsson slag- verksleikari, Bryndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari, Steindór Andersen kvæðamaður, Kristín Heiða Kristinsdóttir kvæðakona, Páll á Húsfelli með steinahörpuna sína og Eivör Pálsdóttir frá Fær- eyjum. Í gær kom svo í ljós að Damon Albarn, söngvari hljómsveitarinnar Blur, verður sérstakur gestur dag- skrárinnar og tekur þátt í tónlist- arflutningnum með íslensku og írsku tónlistarmönnunum. Hilmar Örn Hilmarsson segir að upp hafi komið sú hugmynd að helga verk- efnið arfi keltnesku mæðranna, sem hafi borið tónlist og kveðskap áfram frá einni kynslóð til annarrar með vögguvísum, sögum, kvæðum og söng. Damon Albarn hafi hrifist af þeirri hugmynd, hluti dagskrárinnar verði því helgaður vögguvísunum sem íslenskar og írskar mæður hafi sungið börnum sínum gegnum ald- irnar. Á blaðamannafundi í Grasagarð- inum í Laugardal í gær var undirrit- aður samstarfssamningur Lands- banka Íslands og Listahátíðar um stuðning bankans við þetta verkefni, undir dynjandi spilamennsku írsku gestanna. Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður bankans, sagði að þeim bankamönnum hefði þótt þetta verkefni nátengt sér, enda svolítið írskt uppreisnarblóð í Íslendingum. „Við höfum gaman af þessari músík og gaman af fjörinu í henni, eins og þú heyrir hérna. Við viljum hafa líf í tuskunum, og þannig viljum við hafa það í bankanum líka; svolítið írskt blóð. Ég finn talsvert fyrir nálægð- inni við Írland, og að koma þangað er bara eins og að koma í Skaga- fjörðinn. Þetta eru sömu forvitnu ná- grannarnir og eru í Skagafirðinum. Vilja vita allt um þig, áður en þeir svara þér.“ Mikill skyldleiki Samkenndin leynir sér ekki á blaðamannafundinum og íslenskir gestir farnir að iða undir fjörmiklum leik fíólína, flautu og harmóníkku, meðan tveir rauðhærðir ljósmynd- arar smella af myndum í gríð og erg. Íslendingar hafa alla tíð verið með- vitaðir og áhugasamir um sinn kelt- neska uppruna, en forsprakki Ír- anna hér, Donal Lunny, kveðst halda að Írar séu almennt ekki nógu vel áttaðir á skyldleikanum við Ís- lendinga. „Írar finna örugglega sterkt til tengsla við Íslendinga, en ég er þó ekki viss um að þeir geri sér enn grein fyrir því hve frændsemin er sterk og mikil. Ég geri mér æ bet- ur grein fyrir þessu, og ég held að það muni eiga við um Íra almennt líka, eftir því sem tengslin eflast.“ Hilmar Örn tekur undir þetta og nefnir að skáldið Seamus Heaney hafi talað um það hve ímynd Íra af víkingum hefði breyst mikið á liðn- um árum, og að þeir væru æ betur að gera sér grein fyrir því, að gamla klisjan um víkinga sem ruplandi og rænandi óþjóðalýð væri röng; sam- skipti þjóðanna og áhrif hvorrar á hina hefðu verið mun vinsamlegri og frjórri. Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar, segir hátíðina Ísland Írland, eins og verkefnið er kallað, kjörna til þess að Íslendingar leyfi keltanum í sér að blómstra þennan dag, – þeir geti hleypt honum út við að njóta tónlistarinnar. Að hleypa út keltanum í sér Morgunblaðið/SverrirBjörgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands, með hluta írsku tónlistarmannanna. SAMDRYKKJA verður í kvöld kl. 20 á Súfistanum á Laugaveginum með Þorsteini Gylfasyni heimspek- ingi. Þorsteinn mun fjalla um Samdrykkjuna eftir Platon auk þess að spjalla almennt um lær- dómsritin í tilefni þess að átakinu „Lærdómsrit mánaðarins“ hef- ur verið ýtt úr vör. Samdrykkj- an er fyrsta lærdómsrit mánaðarins og fæst á tilboðsverði. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins hafa komið út síðan 1970 og eru þau orðin 55 að tölu. Allmörg rit hafa komið út í tveimur útgáfum og nokkur í þremur eða fleiri. Ein- staka rit hafa verið uppseld um nokkurt skeið, en verið endurprent- uð. Upphafsmaður útgáfu Lærdóms- ritanna var Þorsteinn Gylfason og var hann ritstjóri ritanna í röskan aldarfjórðung eða til 1997. „Ég var búinn að ganga með hug- myndina að svona bókaflokki í mag- anum í tæpan áratug áður en Bók- menntafélagið ákvað að slá til og hefja útgáfuna,“ segir Þorsteinn. „Markmiðið var að gefa út alþjóð- leg og klassísk rit eða nýjar bækur sem gætu staðið við hliðina á klass- íkinni. Sumt varð eins og ég ætlaði mér, annað breyttist eins og geng- ur. Hlutfall heimspekirita varð t.d. hærra en ég hugði enda datt mér aldrei í hug að þau myndu seljast svona vel. Það hefur einfaldlega reynst vera eftirspurn eftir Lær- dómsritunum. Þetta er þolinmæð- isvinna og sumar bækurnar eiga sér langan meðgöngutíma, má nefna að nýleg rit á borð við verk Kants og heilags Tómasar eru 30 ára gamalt plan.“ Samdrykkjan er eitt rómaðasta rit heimsbókmenntanna og forn- grískrar menningar. Í því setur Platon fram hugmyndir sínar um ást og fegurð. Sam- drykkja með Þor- steini Þorsteinn Gylfason SAINT-SAËNS, Biber, Stojowski, Hämeenniemi og Gaubert eru tón- skáldin sem Guðrún Rútsdóttir bás- únuleikari hefur valið sér til flutn- ings á lokatónleikum sínum frá Listaháskóla Íslands, en hún útskrif- ast frá skólanum í vor. Tónleikarnir fara fram í Salnum í kvöld kl. 20. „Þrjú verkanna á efnisskránni eru skrifuð í upphafi 20. aldar, en það má segja að það sé uppáhaldstímabilið mitt í tónlistarsögunni. Þetta eru verkin Cavatine fyrir básúnu og píanó eftir Camille Saint-Saëns, Fantasy fyrir básúnu og píanó eftir Sigismond Stojowski og Morceau Symphonique fyrir básúnu og píanó eftir Philippe Gaubert. En þótt verk- in séu öll frá sama tímabili þá eru þau afar ólík innbyrðis. Þó eiga þau það sameiginlegt að vera mjög ástríðuþrungin, tjáningarrík og lif- andi,“ segir Guðrún. „Síðan fékk eitt gamalt og eitt nýtt verk að fljóta með,“ bætir Guðrún við og vísar þar til barokkverksins Sonata à 3 fyrir tvær fiðlur, básúnu og bassa continuo sem leikið er á fag- ott eftir Heinrich Ignaz Franz Biber og einleiksverksins Akela eftir Eero Hämeenniemi, samið 1997. Guðrún hóf tónlistarnám fimm ára við Tón- listarskóla Mos- fellsbæjar og nam fyrst á fiðlu en síðan á bás- únu. Kennarar hennar voru Sveinn Birgisson trompetleikari, Lárus Sveinsson, heitinn, trompet- leikari og Oddur Björnsson básúnu- leikari. Síðar nam hún við Tónskóla Sigursveins hjá Sigurði Þorbergs- syni básúnuleikara. Snemma árs 2001 hélt Guðrún til Svíþjóðar þar sem hún sótti einkatíma hjá Jan Lindberg bassabásúnuleikara í Sin- fóníuhljómsveit Málmeyjar, en sama haust hóf hún nám við LHÍ í básúnu- leik hjá Sigurði Þorbergssyni. Guðrún stefnir á framhaldsnám erlendis þótt enn sé ekki afráðið hvert ferðinni verður heitið. „Ég ein- setti mér að hugsa ekki um framtíð- ina fyrr en að tónleikum loknum. Ætli ég noti ekki komandi vetur til að skoða hvert mig langar að fara.“ Tjáningarrík og lifandi verk Útskriftartónleikar Guðrúnar Rútsdóttur frá Listaháskóla Íslands Guðrún Rútsdóttir ÍTALSKUR sunnudagur var yfirskrift tónleika Listahátíðar í Hallgrímskirkju á sunnudaginn var. Kammerhópurinn I Solisti Veneti helgar sig fyrst og fremst flutningi á háklassískri ítalskri tónlist. Á efnisskránni fyrir hlé voru þrír konsertar eftir Antonio Vivaldi (1978–1741). Vivaldi samdi yfir 500 konserta fyrir mis- munandi hljóðfærasamsetningar. Hljómsveitin sýndi það strax að hún kann að spila í góðum hljóm- burði og reyndar notaði hún kirkjuna eins og eitt af hljóðfær- unum. Þeir notuðu hljóm hússins á snilldarlegan hátt alla tón- leikana út í gegn. Í fárveiku spili hljómaði tónlistin eins og hún kæmi hvergi frá, hún var alls staðar, til hliðar, aftan, ofan og framan og í sterkara spili fylltist kirkjan af hljóm. Pallurinn sem hljómsveitin sat á frammi við dyrnar var greinilega staðsettur á nákvæmlega réttum punkti hvað hljóðið varðaði og öll mótun og styrkleikabreytingar voru skýrar og skiluðu sér vel til áheyrenda, eini gallinn var að pallurinn var úr hljóðberandi efni sem virkaði eins og hátalarar ef stóll var færður og sellóin og bassinn leiddi beint niður í pall- inn sem magnaði bassann upp. Þessi aukakraftur í bassahljóð- færunum gerði hljómsveitinni erfitt fyrir í veikum leik framan af tónleikunum. Fyrstur á efnisskránni var Konsertinn í D dúr RV 93 fyrir mandólín og strengi. Ugo Orlandi lék listavel á mandólínið sem hljómaði undurvel í kirkjunni, sérstaklega í Largo þættinum. Næstur var d moll konsertinn nr. 11 úr L’estro armonico Op. 3 fyrir tvær fiðlur, selló og strengi. Þau Choara Parrini og Glauco Bert- agnin léku á fiðlur og Guiseppe Barutti á selló í skýru kontrasti á móti hljómsveitinni. Síðast fyrir hlé lék Áshildur Haraldsdóttir með hljómsveitinni í Flautukons- ertinum í D dúr op. 10 nr. 3. Leikur Áshildar var glæsilegur með fallega syngjandi Cantabile og flottu Allegro þar sem dans- andi flaututónar flugu um kirkj- una. Eftir hlé lék Lucio Degani með hljómsveitinni í Tilbrigðum við Carnivale di Venezia op. 10 fyrir fiðlu og strengi eftir Niccolò Pag- anini (1782–1840). Paganini var eins og frægt er afburða fiðluleik- ari og samdi mikið fyrir sjálfan sig. Tilbrigðin opus 10 eru full af gáska og húmor þar sem kennir ýmissa grasa og voru snilldarlega vel leikin. Ljúfar minningar úr La Traviata fyrir óbó og strengi voru angurværar og blíðar í fal- legri túlkun óbóleikarans Giannis Viero. Síðast á efnisskránni var Tilbrigði í Es dúr fyrir klarinett og strengi við stef úr óperunum Mosè in Egitto og La Donna del Lago eftir Gioachino Rossini þar sem Lorenzo Guzzoni lék glæsi- lega á klarinettið og nýtti sér möguleika kirkjuhljómsins. Tónleikarnir voru allir glæsi- lega fluttir enda allir flytjendur með gott orðspor og þaulreyndir. Hljómur hópsins var þéttur og fallegur á öllu styrkleikasviðinu og oft var grunnt á húmornum hjá stjórnandanum og í síðasta aukalaginu lét hann kirkjuskipið eiga síðustu tónana með því að láta styrk hljómveitarinnar dvína niður í margfalt pianissimo sem samt hljómaði og síðan að vekja athygli tónleikagesta á tónunum sem voru að deyja út í hvelfing- unum. Frábærir listamenn og frábærir tónleikar. Ítölsk háklassík TÓNLIST Hallgrímskirkja I Solisti Veneti. Einleikarar: Áshildur Haraldsdóttir á flautu, Ugo Orlandi á mandólín, Chiara Parrini, Glauco Bert- agnin, Lucio Degani á fiðlur, Giuseppe Barutti á selló, Gianni Viero á óbó og Lorenzo Guzzoni á klarinett. Stjórnandi Claudio Scimone. Sunnudagurinn 23. maí 2004 kl. 15. KAMMERTÓNLEIKAR – LISTAHÁTÍÐ Jón Ólafur Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.