Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ REAL Madrid leysti í gær þjálfara liðsins, Carlos Queiroz, frá störfum og réð Jose Antonio Camacho í hans stað, en hann hefur þjálfað Benfica í Portúgal síðan hann lét af starfi sem landsliðsþjálfari Spánar árið 2002. Camacho gerði tveggja ára samning við Real að þessu sinni. Hann lék sem varnarmaður hjá Real í sextán ár og var landsliðs- maður þegar hann var upp á sitt besta. Hann var þjálfari liðsins um þriggja vikna skeið sumarið 1998 en hætti eftir að hann lenti í úti- stöðum við stjórnendur félagsins. Hann gerði Benfica að bikarmeist- urum og fer nú frá félaginu í öðru sæti deildarinnar og með tryggt sæti í Meistaradeild Evrópu. Queiroz, fráfarandi þjálfari, gerði tveggja ára samning í júní í fyrra þegar hann tók við af Vicente del Bosque, sem var rekinn þrátt fyrir að liðið yrði meistari í 29. sinn undir hans stjórn. Hann var aðstoð- arþjálfari hjá Manchester United í Englandi í nokkur ár áður en hann var ráðinn til Real. Florentino Perez, forseti félags- ins, sagði þetta sorgardag fyrir alla. „Tímabilið var ekki nógu gott hjá okkur. Um tíma vorum við með eitt besta lið í heimi, með átta stiga forystu í deildinni og gekk vel í Meistaradeildinni. Við náðum eng- um titlum og hjá svona félagi er það ekki viðunandi,“ sagði hann. Queiroz farinn frá Real Madrid, Camacho ráðinn GRÉTAR Rafn Steinsson, knatt- spyrnumaður úr ÍA, skrifaði í gærkvöldi undir samning við Skagamenn sem gildir út árið. Þar með er ljóst að Siglfirðing- urinn verður með bikarmeist- urunum út leiktíðina en Grétar Rafn var samningslaus við Ak- urnesinga frá og með síðustu ára- mótum. Undanfarin misseri hafa erlend félög borið víurnar í Grétar og á dögunum fékk hann í hendur til- boð frá svissneska liðinu Young Boys en hann varð að hafna því boði þar sem stjórn Knattspyrnu- félags ÍA krafðist þess að fá upp- eldisbætur fyrir leikmanninn, upphæð sem nemur allt að 15 milljónum. Grétar var ekki sáttur við stjórn ÍA vegna þess máls en hann hefur leynt og ljóst stefnt að því að komast út í atvinnu- mennsku. „Ég hefði kosið að vera laus allra mála hjá ÍA og fá að fara til Young Boys en fyrst það var ekki hægt var þetta besta lendingin. Young Boys ætlar að fylgjast með mér áfram og það kemur vel til greina að þráðurinn verði tekinn upp aftur varðandi það mál síðar á árinu. En aðalmálið er að standa sig með ÍA í sumar og ef það gengur eftir er ég viss um að einhverjir möguleikar bjóðast ytra,“ sagði Grétar Rafn við Morgunblaðið í gærkvöldi. Grétar Rafn Steinsson samdi við ÍA út árið KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Laugardalsvöllur: Fram - ÍA ....................20 1. deild kvenna, A-riðill: Ásvellir: Haukar - Ægir.............................20 1. deild kvenna C-riðill: Neskaupstaður: Fjarðabyggð - Sindri .....20 Í KVÖLD KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild ÍBV - FH....................................................... 8:0 Margrét Lára Viðarsdóttir 19., 30., 64., Olga Færseth 9., 79., Íris Sæmundsdóttir 17., El- ín Anna Steinarsdóttir 43., Karen Burke 81. Staðan: ÍBV 2 2 0 0 16:1 6 Valur 1 1 0 0 3:0 3 KR 2 1 0 1 3:4 3 Breiðablik 2 1 0 1 4:10 3 Stjarnan 2 0 2 0 2:2 2 Þór/KA/KS 2 0 1 1 3:4 1 Fjölnir 2 0 1 1 2:4 1 FH 1 0 0 1 0:8 0 1. deild kvenna A UMF Bess. - HK/Víkingur .........................0:6 3. deild karla A Árborg - Skallagrímur................................ 2:2 Deiglan - Freyr............................................ 1:0 Grótta - Númi .............................................. 1:5 3. deild karla B Ægir - Hamar .............................................. 0:3 3. deild karla C Reynir Á. - GKS .......................................... 2:3 3. deild karla D Höttur - Leiknir F....................................... 0:2 Fjarðabyggð - Huginn................................ 1:3 Svíþjóð Djurgården - Örgryte................................. 2:1 Elfsborg - Örebro........................................ 3:0 Helsingborg - Malmö FF........................... 0:2 Gautaborg - Hammarby............................. 0:1 Staðan: Halmstad 9 7 1 1 22:9 22 Hammarby 10 6 2 2 10:6 20 Kalmar 9 5 2 2 13:8 17 Malmö 9 4 4 1 15:5 16 Gautaborg 9 4 2 3 9:6 14 Sundsvall 10 3 4 3 10:10 13 Djurgården 9 3 3 3 12:13 12 Örgryte 9 2 4 3 9:12 10 Örebro 9 3 1 5 12:21 10 Trelleborg 9 2 3 4 7:10 9 AIK 9 2 3 4 5:9 9 Landskrona 9 2 2 5 10:14 8 Helsingborg 9 1 4 4 13:15 7 Elfsborg 9 1 3 5 6:15 6 Noregur Molde - Vålerenga....................................... 1:1 Staðan: Tromsö 8 5 1 2 16:8 16 Odd Grenland 8 4 3 1 15:9 15 Ham-Kam 8 4 3 1 9:6 15 Vålerenga 8 3 5 0 9:6 14 Lyn 8 3 3 2 7:5 12 Rosenborg 8 3 3 2 10:10 12 Brann 8 3 1 4 11:9 10 Bodö/Glimt 8 3 1 4 10:12 10 Stabæk 8 3 1 4 10:13 10 Lilleström 8 2 3 3 10:10 9 Molde 8 2 3 3 9:10 9 Viking 8 1 5 2 6:9 8 Sogndal 8 1 2 5 9:15 5 Fredrikstad 8 1 2 5 10:19 5 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Vesturdeild, úrslit: Minnesota - LA Lakers...........................89:71  Staðan er 1:1. ÚRSLIT Hrefna missti af leiknum í Eng-landi fyrr í þessum mánuði en hún var með gegn Skotum í mars. Þá koma Embla Grétarsdóttir og María B. Ágústsdóttir úr KR aftur inn í hópinn en þær voru ekki með í Englandi. María fór reyndar með þangað en meiddist á æfingu fyrir leikinn. Allir þeir 15 leikmenn sem tóku þátt í þeim leik eru í 18 manna hópnum sem Helena Ólafs- dóttir, landsliðsþjálfari, tilkynnti í gær. Íslenska liðið fer til Búdapest á fimmtudag, með beinu leiguflugi. Ísland á ágæta möguleika á öðru sætinu í sínum riðli og útlit er fyrir einvígi við Rússa um það. Frakkar virðast hinsvegar í nokkrum sér- flokki og hafa unnið alla sína leiki af öryggi. Ísland tapaði í Frakk- landi í haust, 2:0, en vann hins- vegar Ungverjaland, 4:1, á Laug- ardalsvellinum. Helena var á meðal áhorfenda þegar Frakkland burst- aði Ungverjaland, 6:0, fyrir skömmu. „Ungverjar voru daprir í þeim leik en það er það eina sem ég hef séð til þeirra, fyrir utan leikinn gegn þeim hér heima. En það þýðir ekkert fyrir okkur að halda að við getum valtað yfir ungverska liðið. Það er alltaf erfitt að spila á úti- velli en við förum til Ungverja- lands, staðráðnar í að sigra,“ sagði Helena. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði og lykilmaður íslenska liðsins um árabil, leikur ekkert með því í ár þar sem hún sleit krossband í hné í leiknum við Skota í mars. „Það munar mikið um leiðtogann í hópn- um en aðrir leikmenn verða að fylla í skarðið,“ sagði Helena. Kvennalandsliðið hefur fengið sérstakan styrktaraðila í fyrsta skipti því í gær skrifaði Íslands- póstur undir fjögurra ára samning þar að lútandi við KSÍ. Hrefna með á ný gegn Ungverjum HREFNA Jóhannesdóttir, sem leikur með Medkila í Noregi, kemur inn í landsliðshópinn á nýjan leik fyrir leikina gegn Ungverjum og Frökkum í und- ankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu. Ísland mætir Ung- verjalandi í Székesfehérvár á laugardaginn kemur og spilar síðan við Frakkland á Laug- ardalsvellinum miðvikudaginn 2. júní. Markverðir Þóra B. Helgadóttir, KR ................ 30 María B. Ágústsdóttir, KR .............. 4 Aðrir leikmenn Olga Færseth, ÍBV.................... 44/11 Erla Hendriksdóttir, Breiðabl. .. 43/4 Edda Garðarsdóttir, KR ................ 24 Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR . 18 Laufey Ólafsdóttir, Val .................. 11 Íris Andrésdóttir, Val....................... 8 Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val 8 Hrefna Jóhannesdóttir, Medkila.. 8/3 Dóra Stefánsdóttir, Val................. 7/1 Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV.. 7/8 Hólmfríður Magnúsdóttir, KR..... 6/1 Björg Ásta Þórðardóttir, Breiðab... 5 Erna B. Sigurðardóttir, Breiðabliki 5 Rakel Logadóttir, Val....................... 5 Dóra María Lárusdóttir, Val ........ 3/1 Embla S. Grétarsdóttir, KR ......... 3/1 Þær leika FRAM og ÍA mætast í fyrsta leik þriðju umferðar Íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld á Laugardals- vellinum. Að þessu sinni hefst leik- urinn klukkan 20 en ekki 19.15 eins og flestir kvöldleikir í deildinni í sumar. Ekki er öruggt að Þorvaldur Mak- an Sigbjörnsson, markahæsti leik- maður deildarinnar, verði með Fram. Þorvaldur Makan, sem hefur skorað í báðum leikjum Safamýrar- liðsins til þessa, er tæpur vegna meiðsla í nára. Ómar Hákonarson tekur út leikbann en Daði Guð- mundsson er orðinn leikfær eftir að hafa misst af tveimur fyrstu leikj- unum vegna meiðsla. Skagamenn tefla líklega fram áþekkum leikmannahópi og í tveim- ur fyrstu leikjunum. Unnar Örn Val- geirsson er eini leikmaðurinn í þeirra röðum sem er úr leik en hann er meiddur. Síðast sigur ÍA árið 2000 Skagamönnum hefur ekki tekist að sigra Fram á Laugardalsvellinum frá árinu 2000 þegar þeir sigruðu 4:1. Þeir hafa þó aðeins tapað tvisvar í síðustu níu heimsóknum sínum til Framara og hafa sigrað Fram í 22 af 52 viðureignum félaganna á Íslands- móti í Reykjavík á meðan Fram hef- ur aðeins fagnað sigri 16 sinnum. Sá marka- hæsti ekki með Fram gegn ÍA? Á sautjándu mínútu átti MhairiGilmour góða sendingu fyrir mark FH og þar var fyrirliði ÍBV, Íris Sæmundsdóttir, ein og óvölduð og skall- aði knöttinn í netið. Aðeins tveimur mín- útum síðar bættu Eyjastúlkur enn við marki og var þar að verki Margrét Lára Viðarsdóttir. Fjórða markið kom svo eftir hálftíma leik og það var Margrét Lára sem af- greiddi knöttinn í netið og Elín Anna Steinarsdóttir átti lokaorðið í fyrri hálfleik, hennar fyrsta mark fyrir ÍBV. Á 64. mínútu skoraði Margrét Lára glæsilegt mark með hörkuskoti utan vítateigs, sláin inn. Næst var komið að Olgu Færseth en hún stakk sér inn fyrir varnarmann FH og skor- aði á nærstöng og síðasta mark leiks- ins skoraði svo Karen Burke eftir frá- bæra sendingu frá Ernu Dögg Sigurjónsdóttur. Eyjaliðið spilaði gríðarlega vel í þessum leik og þó sér- staklega í fyrri hálfleik. Karen Burke var sívinnandi á miðjunni og Margrét Lára er í feiknaformi þessa dagana. Hjá FH var hins vegar fátt um fína drætti. „Við ætluðum okkur alltaf að reyna að vinna þetta sannfærandi. Við viss- um ekkert hvernig FH-liðið var, þær höfðu ekkert spilað og það hafa verið óvænt úrslit það sem af er þannig að liðið var tilbúið í þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. „Þær höfðu yfirburði,“ sagði Lind Hrafnsdóttir, FH, og fyrrverandi leikmaður ÍBV eftir leikinn. Fyrri hálfleikur var hreinlega ömurlegur hjá okkur en við ákváðum að taka okkur á í seinni hálfleik og mér fannst við gera það.“ Einstefna og átta mörk í Eyjum ÍBV burstaði FH, 8:0, í Eyjum í gærkvöldi. Leikurinn var algjör ein- stefna frá upphafi til enda og voru Eyjastúlkur miklu sterkari á öll- um sviðum leiksins. Að sjálfsögðu var það Olga Færseth sem hleypti markaflóðinu af stað strax á níundu mínútu. Sigursveinn Þórðarson skrifar NÝR knattspyrnustjóri tekur til starfa hjá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool í sumar en á blaðamanna- fundi sem félagið efndi til í gær var til- kynnt að Frakkinn Gerard Houllier væri hættur störfum hjá félaginu. Houllier hefur verið við stjórnvölinn hjá Liverpool undanfarin sex ár og á blaðamannafundinum sagðist hann hefðu kosið að halda starfi sínu áfram en því miður hefði stjórn félagsins verið á öðru máli. „Ég kom hingað á Anfield fyrir sex árum sem mikill stuðningsmaður Liv- erpool og héðan hverf ég á brott sem ennþá meiri stuðningsmaður. Ég er ef til vill farinn frá Liverpool en Liv- erpool mun aldrei fara frá mér. Ég á eftir að koma hingað aftur og fylgjast með liðinu sem stuðningsmaður,“ sagði Houllier. Rick Parry, stjórnarformaður Liv- erpool, sagði sárt að sjá á eftir Houll- ier. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun en eftir langar umræður í stjórn fé- lagsins var tekin ákvörðun um að skipta um knattspyrnustjóra. Það lá alltaf í loftinu að við ætluðum að skoða stöðuna eftir tímabilið og þó svo að við höfum tryggt okkur meistaradeildar- sæti var það aðeins lágmarkskrafa en ekki markmið félagsins,“ sagði Parry. Miklar vangaveltur eru um hver verður eftirmaður Houlliers og meðal þeirra nafna sem hent hefur verið í loftið eru: Rafel Benitez, þjálfari Val- encia, Martin O’Neill, þjálfari Celtic, Alan Curbishley, stjóri Charlton, Gordon Strachan, fyrrverandi stjóri Southampton, Jose Mourinho, þjálf- ari Porto, og Steve McClaren, stjóri Middlesbrough. Houllier hættur hjá Liverpool
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.