Morgunblaðið - 25.05.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 142. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Sofið í
tjaldi
Land og synir sýnd í Cannes
fyrir 25 árum | Fólk í fréttum
Roni Horn sýnir ný verk sín á
Kjarvalsstöðum | Listir
Himneskir
búningar
Klassíski listdansskólinn fagnar
10 ára afmæli | Daglegt líf
FULLTRÚAR Bandaríkjastjórn-
ar afhentu í gær ríkjum öryggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna drög að
ályktun um málefni Íraks og fyr-
irhuguð valdaskipti þar 30. júní en
þá mun írösk bráðabirgðastjórn
taka við af Paul Bremer, æðsta
fulltrúa Bandaríkjamanna í Írak,
og hernámsstjórn hans. Fyrstu
viðbrögð bentu til þess að eining
gæti náðst um tillögurnar.
Gert er ráð fyrir því í tillögunum
að SÞ gegni lykilhlutverki í Írak
meðan verið er að koma á friði og
lýðræðisstjórn sem á að taka við
2005 í síðasta lagi. „Ályktunin mun
slá því föstu að nýtt skeið sé hafið í
Írak,“ sagði sendiherra Þýska-
lands hjá samtökunum, Gunter
Pleuger, í gær.
Stjórnir Bandaríkjanna og Bret-
lands vonast meðal annars til þess
að verði ályktunin samþykkt muni
það auðvelda þeim að telja fleiri
þjóðir á að senda herlið til að efla
öryggi í Írak. Einnig myndi sam-
þykkt valda því að innrásarliðið
yrði frá 1. júlí skilgreint sem frið-
argæslulið á vegum SÞ.
Drögin eru sögð kveða á um að
erlent herlið geti verið í Írak í
a.m.k. ár en þá geti lýðræðislega
kjörin stjórn Íraks endurmetið
stöðuna, bráðabirgðastjórnin geti
þó farið fram á slíkt endurmat fyrr.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
Colin Powell, hefur sagt að fari
bráðabirgðastjórnin fram á að er-
lenda herliðið hverfi úr landi verði
orðið við þeirri ósk. Ekki er það
samt tekið skýrt fram í drögunum.
Einnig virðist ljóst að Bandaríkja-
menn áskilji sér rétt til að stýra
sjálfir hermönnum sínum en lúta
ekki ákvörðunum íraskra ráðherra.
Fyrirhugað var að George W.
Bush Bandaríkjaforseti flytti ræðu
í herskóla í Pennsylvaníu á mið-
nætti í gærkvöldi að íslenskum
tíma og gerði grein fyrir stefnu
sinni varðandi Írak í von um að
draga úr áhyggjum landa sinna.
Ályktun um Írak lögð fram
Miklar líkur sagðar vera á að eining náist í öryggisráði SÞ um tillögurnar
Sameinuðu þjóðunum, Washington. AP, AFP.
Reuters
Velkominn heim!
SÍÐUSTU spænsku hermennirnir
komu í gær heim frá Írak og hér
fagnar eiginkona manni sínum. Rannsóknin/16
Elgur stelur
reiðhjóli
Stokkhólmi. AP.
BJÖRN Helamb og eiginkona hans,
Monica, sem búa í Vuoggatjalme í
Norður-Svíþjóð, hafa í áratug þurft
að sæta því að hungruð elgskýr hef-
ur öðru hverju heimsótt garðinn
þeirra og hámað í sig rósarunnana.
Hjónin ákváðu að reyna að sporna
við þjófnaðinum.
Þau stilltu reiðhjóli upp fyrir
framan runnana í von um að elg-
urinn sneri sér að öðru fóðri. „Við
héldum að við gætum að minnsta
kosti verndað eftirlætisrósirnar fyr-
ir græðginni í henni með því að tor-
velda aðganginn að þeim,“ sagði
Helamb. En niðurstaðan varð önnur.
Kýrin, sem er dálítið útlitsgölluð
og hefur verið nefnd Lafandi eyra,
stakk hausnum í gegnum hjólastell-
ið og át af sama kappi og áður.
„Síðan hvarf hún á brott með hjólið
utan um hálsinn,“ sagði Helamb.
Hjólið fannst um 500 metra frá hús-
inu, illa beyglað og ónýtt með öllu.
Þegar Lafandi eyra birtist aftur
nokkrum dögum síðar beittu hjónin
annarri aðferð: þau hröktu hana
burt.
NEFND, sem vinnur að skýrslu um
hringamyndun og samþjöppun í at-
vinnulífinu, mun skila niðurstöðu í
september nk., að því er Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra sagði í
eldhúsdagsumræðum á Alþingi í
gærkvöldi. Slíkri vinnu hefði lokið
hvað varðar fjölmiðla með niður-
stöðu fjölmiðlanefndar og samþykkt
laga um eignarhald á fjölmiðlum.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og
viðskiptaráðherra sagði við sama
tækifæri að unnið væri að gagna-
söfnun sem nýttist við vinnu nefnd-
arinnar. Vonaðist hún eftir málefna-
legri umræðu um þetta mikilvæga
mál þegar skýrslan yrði lögð fram.
Frumvarpið um eignarhald á fjöl-
miðlum setti mjög svip á eldhús-
dagsumræðurnar en frumvarpið
var samþykkt sem lög frá Alþingi í
gær með 32 atkvæðum gegn 30.
Jónína Bjartmarz, þingmaður
Framsóknarflokksins, sat hjá við at-
kvæðagreiðsluna og samflokksmað-
ur hennar, Kristinn H. Gunnarsson,
greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
studdu frumvarpið og þingmenn
stjórnarandstöðuflokkanna voru því
andsnúnir.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði í samtali við Morgunblaðið að
það tæki um 24 klukkustundir að
ganga frá lögunum frá Alþingi. Síð-
an færi það sína hefðbundnu leið til
staðfestingar hjá forseta Íslands.
Því ferli yrði hvorki flýtt né seinkað.
Við atkvæðagreiðslu um fjöl-
miðlafrumvarpið í gær var farið
fram á nafnakall. Gerðu allmargir
þingmenn stjórnarandstöðunnar
grein fyrir sínu atkvæði en það
gerðu einnig Jónína, Kristinn og
Halldór Blöndal úr stjórnarflokkun-
um. Áður höfðu fulltrúar allra
flokka, auk forsætisráðherra, sem
lagði frumvarpið fram, gert grein
fyrir afstöðu síns flokks í umræðum
um atkvæðagreiðsluna.
Davíð Oddsson vitnaði í þingræðu
Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta
Íslands, frá 13. febrúar 1995 þar
sem Ólafur lýsti yfir áhyggjum af
hringamyndun á sviði fjölmiðla og
sagði hana ganga þvert á nútíma-
hugsun á vettvangi lýðræðis. Í lög
væru sett margvísleg ákvæði, t.d. í
Bandaríkjunum og Evrópu, til að
koma í veg fyrir hringamyndun.
„Ég geri þessi orð Ólafs Ragnars
Grímssonar að mínum orðum. Hafi
þau verið rétt þá eru þau ennþá
réttari núna,“ sagði forsætisráð-
herra.
Við meðferð frumvarpsins í gegn-
um fyrstu, aðra og þriðju umræðu
var fjallað um það úr ræðustól Al-
þingis í 82 klst. og 36 mínútur. Alls
voru 104 þingræður haldnar og 710
athugasemdir gerðar. Þar af töluðu
þingmenn ríkisstjórnarflokkanna í 9
klst. í 25 ræðum. Stjórnarandstöðu-
þingmenn töluðu samtals í 55 klst. í
79 ræðum. Allar athugasemdirnar
tóku hins vegar tæpar 19 klst.
Ekkert þingmál hefur fengið
jafnmikla umfjöllun á Alþingi ef frá
eru taldar umræður um Evrópska
efnahagssvæðið 1992–1993. Um það
þingmál var talað í rúmar 100 klst.
Skýrsla um hringamyndun í atvinnulífinu lögð fram í september
Fjölmiðlalögin tilbúin
til staðfestingar í dag
Morgunblaðið/Sverrir
Frumvarpið
samþykkt á
Alþingi í gær
Eldhúsdagsumræða á Alþingi
NÝSAMÞYKKT lög um eignarhald á fjölmiðlum settu mark sitt á eldhús-
dagsumræðurnar á Alþingi í gærkvöldi. Hér má sjá fulltrúa allra þingflokka
fylgjast með umræðunum, Ögmund Jónasson, Jónínu Bjartmarz, Pétur
Blöndal, Magnús Þór Hafsteinsson og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Alþingi/10
KB BANKI og fyrrverandi stjórnendur hjá
bresku hverfisverslanakeðjunni T&S hafa
lagt fram tæplega 8 milljarða króna kaup-
tilboð í bresku verslanakeðjuna Londis. Það
er jafnhátt og tilboð sem stjórn Londis hefur
þegar mælt með og er frá írska keppinautn-
um Musgrave. Munurinn felst í því að kaup-
mönnum Londis-verslananna, sem jafn-
framt eru hluthafar í Londis, er boðið að eiga
áfram meirihluta í félaginu með því að fá
hluta kaupverðs greiddan með hlutabréfum.
Stjórn Londis hefur ekki fengist til við-
ræðna um tilboðið sem KB banki stendur að
en það hefur verið gert opinbert til þess að
sýna hluthöfum fram á að þeir hafi valkost.
Fyrrverandi stjórnendur
T&S-keðjunnar með í tilboðinu
Það er Geoff Purdy, sem áður var inn-
kaupa- og markaðsstjóri hjá T&S, sem
Tesco keypti árið 2002, og fleiri fyrrverandi
stjórnendur hjá T&S, sem standa með að-
stoð KB banka að tilboðinu sem lagt var
fram í gær. Lagt er til í tilboðinu að stjórn-
endahópur á þeirra vegum taki við stjórn
fyrirtækisins en fjórir yfirstjórnendur hjá
Londis, þar á meðal forstjórinn, urðu að
segja af sér nýlega eftir að hafa mælt með
mjög ríflegum greiðslum til sín við sölu
Londis. Purdy yrði forstjóri Londis.
Big Food Group, sem er í fimmtungseigu
Baugs Group, hefur meðal annarra lýst ein-
dregnum áhuga á að eignast Londis en heim-
ildir Morgunblaðsins segja að Baugur teng-
ist ekki tilboðinu sem KB banki stendur að.
KB banki
vill kaupa
Londis
Jafnar tilboð keppi-
nautarins Musgrave
KB banki/12
Verk um
gægjur