Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 27

Morgunblaðið - 13.06.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 27 - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 París 17. og 24. júní frá kr. 9.930 Ein rómantískasta borg Evrópu, áfangastaður elskenda á öllum aldri. París er líka borg nýjunga, einstakra listviðburða og skemmtana. París höfðar til listunnenda og allra þeirra sem hafa áhuga á tísku, hönnun byggingarlist og góðum mat. Kr. 9.930 Flug, önnur leiðin og flugvallarskattar. Aðeins 50 sæti í boði Val um úrval hótela í miðborg Parísar frá kr. 3.900 á mann nóttin í tvíbýli. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 50 17 0 6/ 20 04 www.urvalutsyn.is Trygg›u flér bestu k jörin og bóka›u strax á n etinu! *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur 11.000 kr. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. Elisso 44.900kr.* Örfáar íbú›ir á tilbo›sver›i – N‡legar, einfaldar en vel búnar íbú›ir og stúdíó me› loftkælingu (gegn gjaldi), sundlaug og snakkbar. Gó›ur kostur fyrir flá sem vilja vera í návígi vi› i›andi mannlíf í Platanias. á mann m.v. þrjá í íbúð í eina viku. Aukavika 13.800 kr. á mann. 49.900kr.* á mann m.v. tvo í stúdíói í eina viku. Aukavika 18.700 kr. á mann. Sumartilbo› 21. júní, 28. júní, 5. júlí, 12. júlí og 19. júlí Í marsmánuði voru liðin 60 ár fráþví er Loftleiðir voru stofnaðar.Af því tilefni lét Snorri Snorra-son málarann W. Hardy mála þessa sögufrægu mynd af vélinni yfir Vatnagörðum, þar sem bækistöð fé- lagsins var til húsa. Sigurður Ólafs- son flugstjóri, handhafi flugskírteinis nr. 6, einn af þremur stofnendum Loftleiða, heldur á ljósmynd af mál- verkinu, sem Snorri lét mála, en Sig- urður er nú 89 ára gamall. Þegar dró að lokum heimsstyrjald- arinnar síðari og strax eftir að hild- arleiknum lauk, varð mikil gróska í íslenskum flugmálum. Íslendingar höfðu eignast 20 sæta flugbát af gerðinni Catalina og farið fyrsta millilandaflug sitt með farþega sama árið og styrjöldinni lauk. Margir ung- ir menn höfðu verið við flugnám í Kanada allt frá 1941 og síðar í Banda- ríkjunum. Meðal þeirra sem komið höfðu heim frá námi í Kanada í lok ársins 1943 voru Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson. Áður voru þá komnir heim og teknir til starfa hjá Flugfélagi Íslands, Jó- hannes R. Snorrason og Magnús Guðmundsson. Alfreð, Kristinn og Sigurður höfðu fyrir brottför frá Kanada fest kaup á eins hreyfils, fjögurra sæta flugvél af gerðinni Stinson Reliant og flugu henni til New York, þaðan sem þeir tóku sér far með hana sjóleiðis til Ís- lands. Þegar heim kom voru flot, til lendingar á vatni, sett undir flugvél- ina í stað hjóla, og fékk hún einkenn- isstafina TF-AZX. Þetta varð upp- hafið að Loftleiðum hf., sem voru formlega stofnsettar í marsmánuði 1944. Þessi fyrsta flugvél Loftleiða var notuð til flutninga innanlands, að mestu til Vestfjarða, og svo til síld- arleitar sumarið 1944, með aðstöðu við Miklavatn í Fljótum. Það óhapp varð síðsumars á Miklavatni, að flug- vélin fauk á hvolf í hvassviðri og skemmdist svo að hún varð ekki end- urbætt. Haustið 1944 fór Sigurður Ólafs- son flugstjóri vestur um haf, keypti aðra Stinson Reliant-flugvél sem var flutt sjóleiðina til landsins um haust- ið, og var henni reynsluflogið hér í nóvember. Í þessari sömu ferð keypti Sigurður fyrsta Grumman Goose- flugbát Loftleiða og flaug honum heim til Íslands um Labrador, Nars- arssuaq og afskekktan herflugvöll á Austur-Grænlandi, sem er skammt frá Kulusuk og nefnist Ikateq. Síðari Stinson-flugvél Loftleiða var skráð með einkennisstafina TF- BZX og síðar TF-RVB. Hún var höfð á flotum að sumarlagi en á hjólum um vetrarmánuðina. Mörg sumur var Stinson-flugvélin við síldarleit fyrir Norðurlandi, og var bækistöðin að jafnaði við Miklavatn. Nokkrir flug- virkjar keyptu síðan þessa flugvél ár- ið 1950. Hún var síðar notuð í far- þegaflug milli Akraness og Reykja- víkur í tvö sumur, en lent var í fjörunni við Akranes. Um 1956 var Stinson-flugvélin ekki lengur í flug- hæfu ástandi, og 1967 skemmdist hún í hvassviðri á Reykjavíkurflugvelli og var ekki endursmíðuð. Stinson-flugvélarnar þóttu skemmtilegar og liprar í meðförum og fallega gerðar. Flugvélar Loft- leiða voru málaðar bláar með gula vængi, en fyrsta Stinson-flugvélin var rauðmáluð af öryggisástæðum vegna styrjaldarinnar. Stinson-flugvél Loftleiða TF-RVB Rúm 60 ár eru nú liðin frá því Loftleiðir voru stofnaðar og var fyrsta flugvél fyrir- tækisins fjögurra sæta og af gerðinni Stinson Reliant. Þeir Jóhannes R. Snorrason og Snorri Snorrason fjalla hér um sögu fyrstu flugvéla fyrirtækisins. Stinson-flugvél Loftleiða, sem málarinn W. Hardy málaði. Eini núlifandi stofn- andi Loftleiða, Sigurður Ólafsson, heldur á málverkinu TF-RVB. Eins og sést er myndin máluð af vél á flugi yfir höfuðborginni með Esjuna í baksýn. Sigurður var handhafi flugumferðarskírteinis nr. 6. Höfundar eru bræðurnir og flugmenn- irnir Jóhannes og Snorri Snorrasynir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.