Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 2004 27 - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 París 17. og 24. júní frá kr. 9.930 Ein rómantískasta borg Evrópu, áfangastaður elskenda á öllum aldri. París er líka borg nýjunga, einstakra listviðburða og skemmtana. París höfðar til listunnenda og allra þeirra sem hafa áhuga á tísku, hönnun byggingarlist og góðum mat. Kr. 9.930 Flug, önnur leiðin og flugvallarskattar. Aðeins 50 sæti í boði Val um úrval hótela í miðborg Parísar frá kr. 3.900 á mann nóttin í tvíbýli. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 50 17 0 6/ 20 04 www.urvalutsyn.is Trygg›u flér bestu k jörin og bóka›u strax á n etinu! *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Barnaafsláttur 11.000 kr. Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald, e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist bókunar- og fljónustugjald, sem er 2.000 kr. á mann. Elisso 44.900kr.* Örfáar íbú›ir á tilbo›sver›i – N‡legar, einfaldar en vel búnar íbú›ir og stúdíó me› loftkælingu (gegn gjaldi), sundlaug og snakkbar. Gó›ur kostur fyrir flá sem vilja vera í návígi vi› i›andi mannlíf í Platanias. á mann m.v. þrjá í íbúð í eina viku. Aukavika 13.800 kr. á mann. 49.900kr.* á mann m.v. tvo í stúdíói í eina viku. Aukavika 18.700 kr. á mann. Sumartilbo› 21. júní, 28. júní, 5. júlí, 12. júlí og 19. júlí Í marsmánuði voru liðin 60 ár fráþví er Loftleiðir voru stofnaðar.Af því tilefni lét Snorri Snorra-son málarann W. Hardy mála þessa sögufrægu mynd af vélinni yfir Vatnagörðum, þar sem bækistöð fé- lagsins var til húsa. Sigurður Ólafs- son flugstjóri, handhafi flugskírteinis nr. 6, einn af þremur stofnendum Loftleiða, heldur á ljósmynd af mál- verkinu, sem Snorri lét mála, en Sig- urður er nú 89 ára gamall. Þegar dró að lokum heimsstyrjald- arinnar síðari og strax eftir að hild- arleiknum lauk, varð mikil gróska í íslenskum flugmálum. Íslendingar höfðu eignast 20 sæta flugbát af gerðinni Catalina og farið fyrsta millilandaflug sitt með farþega sama árið og styrjöldinni lauk. Margir ung- ir menn höfðu verið við flugnám í Kanada allt frá 1941 og síðar í Banda- ríkjunum. Meðal þeirra sem komið höfðu heim frá námi í Kanada í lok ársins 1943 voru Alfreð Elíasson, Kristinn Olsen og Sigurður Ólafsson. Áður voru þá komnir heim og teknir til starfa hjá Flugfélagi Íslands, Jó- hannes R. Snorrason og Magnús Guðmundsson. Alfreð, Kristinn og Sigurður höfðu fyrir brottför frá Kanada fest kaup á eins hreyfils, fjögurra sæta flugvél af gerðinni Stinson Reliant og flugu henni til New York, þaðan sem þeir tóku sér far með hana sjóleiðis til Ís- lands. Þegar heim kom voru flot, til lendingar á vatni, sett undir flugvél- ina í stað hjóla, og fékk hún einkenn- isstafina TF-AZX. Þetta varð upp- hafið að Loftleiðum hf., sem voru formlega stofnsettar í marsmánuði 1944. Þessi fyrsta flugvél Loftleiða var notuð til flutninga innanlands, að mestu til Vestfjarða, og svo til síld- arleitar sumarið 1944, með aðstöðu við Miklavatn í Fljótum. Það óhapp varð síðsumars á Miklavatni, að flug- vélin fauk á hvolf í hvassviðri og skemmdist svo að hún varð ekki end- urbætt. Haustið 1944 fór Sigurður Ólafs- son flugstjóri vestur um haf, keypti aðra Stinson Reliant-flugvél sem var flutt sjóleiðina til landsins um haust- ið, og var henni reynsluflogið hér í nóvember. Í þessari sömu ferð keypti Sigurður fyrsta Grumman Goose- flugbát Loftleiða og flaug honum heim til Íslands um Labrador, Nars- arssuaq og afskekktan herflugvöll á Austur-Grænlandi, sem er skammt frá Kulusuk og nefnist Ikateq. Síðari Stinson-flugvél Loftleiða var skráð með einkennisstafina TF- BZX og síðar TF-RVB. Hún var höfð á flotum að sumarlagi en á hjólum um vetrarmánuðina. Mörg sumur var Stinson-flugvélin við síldarleit fyrir Norðurlandi, og var bækistöðin að jafnaði við Miklavatn. Nokkrir flug- virkjar keyptu síðan þessa flugvél ár- ið 1950. Hún var síðar notuð í far- þegaflug milli Akraness og Reykja- víkur í tvö sumur, en lent var í fjörunni við Akranes. Um 1956 var Stinson-flugvélin ekki lengur í flug- hæfu ástandi, og 1967 skemmdist hún í hvassviðri á Reykjavíkurflugvelli og var ekki endursmíðuð. Stinson-flugvélarnar þóttu skemmtilegar og liprar í meðförum og fallega gerðar. Flugvélar Loft- leiða voru málaðar bláar með gula vængi, en fyrsta Stinson-flugvélin var rauðmáluð af öryggisástæðum vegna styrjaldarinnar. Stinson-flugvél Loftleiða TF-RVB Rúm 60 ár eru nú liðin frá því Loftleiðir voru stofnaðar og var fyrsta flugvél fyrir- tækisins fjögurra sæta og af gerðinni Stinson Reliant. Þeir Jóhannes R. Snorrason og Snorri Snorrason fjalla hér um sögu fyrstu flugvéla fyrirtækisins. Stinson-flugvél Loftleiða, sem málarinn W. Hardy málaði. Eini núlifandi stofn- andi Loftleiða, Sigurður Ólafsson, heldur á málverkinu TF-RVB. Eins og sést er myndin máluð af vél á flugi yfir höfuðborginni með Esjuna í baksýn. Sigurður var handhafi flugumferðarskírteinis nr. 6. Höfundar eru bræðurnir og flugmenn- irnir Jóhannes og Snorri Snorrasynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.