Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 27

Morgunblaðið - 17.06.2004, Side 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 27 w w w .c lin iq ue .c om www.lyfja.is Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á morgun kl. 13-17 Lyfju Smáralind laugardag kl. 13-17 Lyfju Laugavegi þriðjudag kl. 13-17 Lyfju Spöng miðvikudag kl. 13-17 Lyfju Garðatorgi fimmtudag kl. 13-17 Colour Surge Bare Brilliance Nýjir varalitir með sindrandi gljáa. Áferð þeirra líkist silki þegar þeir eru bornir á varirnar. Láttu sérmenntaða ráðgjafa Clinique stækka sjóndeildarhring þinn. Oft þarf ekki nema lítilræði til að töfra fram bros. Ráðgjafi frá CLINIQUE verður í Lyfju: 100% ilmefnalaust ÓHÆTT er að segja að alþjóðlegur blær svífi yfir vötnum á veit- ingastaðnum Vegamótum Bistró & Bar því í eldhúsinu á þeim bæ starfa m.a. sex kokkar, sem allir eru af erlendu bergi brotnir. Þeir koma frá Spáni, Hondúras, Banda- ríkjunum og Frakklandi og hafa tekið með sér eitt og annað frá heimahögunum í matargerðina. Vegamót, sem er alhliða kaffi- og veitingahús og bar á kvöldin og um helgar, stendur við Vegamótastíg 4 og tekur um 120 manns í sæti inni auk þess sem sætisrými er fyrir fjölda manns í útiporti á góðviðr- isdögum sem margir viðskiptavin- anna nýta sér. Veitingastaðurinn hefur verið starfræktur undanfarin sex ár og er í eigu Hauks Víð- issonar, matreiðslumeistara. „Við erum með mjög fjölbreyttan matseðil, allt frá súpum, hamborg- urum og samlokum upp í pasta, sal- öt, heilsu- og kjötrétti. Satay- kjúklingasalatið okkar er hins- vegar langvinsælast meðal okkar viðskiptavina og oftast pantað. Þetta er austurlenskt salat með hnetusósu, kjúkling og grænmeti og kostar hjá okkur 1.190 krónur,“ segir Óli Már Ólason, vaktstjóri á Vegamótum. Hádegin eru gjarnan mikill anna- tími á veitingahúsinu, en þá er auk sérréttamatseðils boðið upp á rétti dagsins, sem yfirleitt eru fisk- réttur, kjúklingaréttur og samloka. Með þessum réttum fylgir súpa með og er verðið í kringum eitt þúsund krónur. „Hjá okkur starfa svo sérstakir tapas-kokkar frá Spáni sem taka að sér að útbúa tapas fyrir veislur,“ segir Óli Már. Satay-kjúklingasalat (fyrir sex) Sex kjúklingabringur, skornar í strimla, kryddaðar með salti og pip- ar og steiktar á pönnu. Salatblanda í poka að eigin vali. Sósa 1 dós kókosmjólk 1 bolli salthnetur ½ ferskt chili 2 msk. sítrónugras, fínt saxað 5 hvítlauksgeirar salt eftir smekk 2 msk. soyasósa 1 bolli púðursykur 1/2 búnt coriander 3 lauf kaffírlime (fæst í aust- urlenskum búðum) kanelduft á hnífsoddi 1/2 paprika, smátt skorin fennelduft á hnífsoddi 1/2 rauðlaukur smátt skorinn cayenne pipar á hnífsoddi Allt hráefnið, sem á að fara í sós- una, er sett saman í pott ásamt tveimur dl af vatni og soðið í hálfa klukkustund. Í lok suðutímans er maukað eilít- ið með töfrasprota, sem er með hnífi á endanum og saxar niður hneturnar og laukinn. Salatblönd- unni er síðan skipt á sex diska og kjúklingastrimlunum raðað ofan á. Að síðustu er sósunni hellt yfir. Bor- ið fram með hvítlauksnanbrauði.  VEGAMÓT|Matargerð í miðborginni Satay-kjúklinga- salatið langvinsælast Kokkarnir og rekstrarstjórinn: Sergio Rodriguez Fernandez, Óli Már Óla- son og Jose Garcia með kjúklingasalatið vinsæla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.