Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.06.2004, Qupperneq 27
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. JÚNÍ 2004 27 w w w .c lin iq ue .c om www.lyfja.is Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á morgun kl. 13-17 Lyfju Smáralind laugardag kl. 13-17 Lyfju Laugavegi þriðjudag kl. 13-17 Lyfju Spöng miðvikudag kl. 13-17 Lyfju Garðatorgi fimmtudag kl. 13-17 Colour Surge Bare Brilliance Nýjir varalitir með sindrandi gljáa. Áferð þeirra líkist silki þegar þeir eru bornir á varirnar. Láttu sérmenntaða ráðgjafa Clinique stækka sjóndeildarhring þinn. Oft þarf ekki nema lítilræði til að töfra fram bros. Ráðgjafi frá CLINIQUE verður í Lyfju: 100% ilmefnalaust ÓHÆTT er að segja að alþjóðlegur blær svífi yfir vötnum á veit- ingastaðnum Vegamótum Bistró & Bar því í eldhúsinu á þeim bæ starfa m.a. sex kokkar, sem allir eru af erlendu bergi brotnir. Þeir koma frá Spáni, Hondúras, Banda- ríkjunum og Frakklandi og hafa tekið með sér eitt og annað frá heimahögunum í matargerðina. Vegamót, sem er alhliða kaffi- og veitingahús og bar á kvöldin og um helgar, stendur við Vegamótastíg 4 og tekur um 120 manns í sæti inni auk þess sem sætisrými er fyrir fjölda manns í útiporti á góðviðr- isdögum sem margir viðskiptavin- anna nýta sér. Veitingastaðurinn hefur verið starfræktur undanfarin sex ár og er í eigu Hauks Víð- issonar, matreiðslumeistara. „Við erum með mjög fjölbreyttan matseðil, allt frá súpum, hamborg- urum og samlokum upp í pasta, sal- öt, heilsu- og kjötrétti. Satay- kjúklingasalatið okkar er hins- vegar langvinsælast meðal okkar viðskiptavina og oftast pantað. Þetta er austurlenskt salat með hnetusósu, kjúkling og grænmeti og kostar hjá okkur 1.190 krónur,“ segir Óli Már Ólason, vaktstjóri á Vegamótum. Hádegin eru gjarnan mikill anna- tími á veitingahúsinu, en þá er auk sérréttamatseðils boðið upp á rétti dagsins, sem yfirleitt eru fisk- réttur, kjúklingaréttur og samloka. Með þessum réttum fylgir súpa með og er verðið í kringum eitt þúsund krónur. „Hjá okkur starfa svo sérstakir tapas-kokkar frá Spáni sem taka að sér að útbúa tapas fyrir veislur,“ segir Óli Már. Satay-kjúklingasalat (fyrir sex) Sex kjúklingabringur, skornar í strimla, kryddaðar með salti og pip- ar og steiktar á pönnu. Salatblanda í poka að eigin vali. Sósa 1 dós kókosmjólk 1 bolli salthnetur ½ ferskt chili 2 msk. sítrónugras, fínt saxað 5 hvítlauksgeirar salt eftir smekk 2 msk. soyasósa 1 bolli púðursykur 1/2 búnt coriander 3 lauf kaffírlime (fæst í aust- urlenskum búðum) kanelduft á hnífsoddi 1/2 paprika, smátt skorin fennelduft á hnífsoddi 1/2 rauðlaukur smátt skorinn cayenne pipar á hnífsoddi Allt hráefnið, sem á að fara í sós- una, er sett saman í pott ásamt tveimur dl af vatni og soðið í hálfa klukkustund. Í lok suðutímans er maukað eilít- ið með töfrasprota, sem er með hnífi á endanum og saxar niður hneturnar og laukinn. Salatblönd- unni er síðan skipt á sex diska og kjúklingastrimlunum raðað ofan á. Að síðustu er sósunni hellt yfir. Bor- ið fram með hvítlauksnanbrauði.  VEGAMÓT|Matargerð í miðborginni Satay-kjúklinga- salatið langvinsælast Kokkarnir og rekstrarstjórinn: Sergio Rodriguez Fernandez, Óli Már Óla- son og Jose Garcia með kjúklingasalatið vinsæla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.