Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 29.06.2004, Síða 2
MÓTSSVÆÐIÐ á Gaddstaðaflöt- um, þar sem Landsmót hesta- manna er nú hafið, hefur tekið al- gerum stakkaskiptum og má búast við að mörgum sem þar eru kunn- ugir muni bregða í brún við að sjá svæðið. Nýir vellir og góð um- gjörð þeirra setja mikinn svip á svæðið og sömuleiðis malbikað planið milli austur- og vesturvalla. Má því segja að Gaddstaðaflatir séu komnar í sitt fínasta púss til þessa. Risaskjár við vesturvellina kemur í góðar þarfir og færir gestum og keppendum upplýs- ingar jafnóðum. Þá birtast hrossin sem eru í brautinni í mynd á skjánum. Eftir var að tjalda stærsta tjald- inu en unnið var hörðum höndum að því í gær. Veðurhamurinn um helgina varð þess valdandi að taka varð niður tjöld og tafði það nokk- uð fyrir. Veðrið á mótsstað var hið besta og útlitið fyrir næstu daga hagstætt fyrir landsmóts- hald. Talsverður fjöldi fólks var mættur á svæðið í gær og strax komin góð stemning. Um 1.500 manns voru mættir á svæðið síðla dags í gær. Landsmót hófst með dómum á sjö vetra hryssum og eldri þar sem Pyttla frá Flekkudal hélt for- ystunni, hlaut 8,69 fyrir hæfileika og kemur út með 8,52 í aðal- einkunn. Næst henni kom Hending frá Úlfsstöðum með 8,41 og Nótt frá Oddsstöðum er þriðja með 8,39. Þá hófst forkeppni unglinga og ungmenna eftir hádegið og eru þar í efstu sætum Valdimar Berg- stað, Fáki, á Kólfi frá Stangarholti með 8,62 í einkunn. Næstur hon- um varð Þórhallur Dagur Pét- ursson á Fonti frá Feti með 8,61 og þá Hekla Katarína Krist- insdóttir í þriðja með 8,43 á Össu frá Ölvisholti. Tuttugu og fimm efstu komast áfram í milliriðil þar sem sýndar verða allar gangteg- undir. Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu hófst í gær Risaskjár og nýir vellir Ljósmynd/Valdimar Kristinsson Valdimar Bergstað og Kólfur frá Stangarholti mörðu fyrsta sætið í ung- lingaflokki og var það einkum brokkið sem tryggði þeim forystuna. FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 25–44% TAKI ÞÁTT Starfshópur ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu telur, að við ákvarðanatöku um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu mætti til dæmis miða neðri mörk við að 25% atkvæðisbærra manna greiddu at- kvæði gegn lögunum og er þá horft til þess viðmiðs að a.m.k. helmingur kosningabærra manna tæki þátt í kosningum. Í skýrslunni er einnig sagt að hægt væri að miða efri mörk við meðalkjörsókn í alþingiskosn- ingum á lýðveldistíma, 88,58%, og þá krefjast þess að helmingur þess fjölda, eða um 44% atkvæðisbærra manna, þurfi að greiða atkvæði gegn lögunum eigi að ganga gegn vilja Alþingis. Skipt á húsbréfum Íbúðalánasjóður býðst nú til að skipta húsbréfum út fyrir íbúðabréf og stendur útboðið yfir frá 28. til 30. júní. Hallur Magnússon, hjá Íbúða- lánasjóði, segir að verið væri að skipta húsbréfunum út fyrir mun seljanlegri bréf. Hann leggur þó áherslu á að það sé ekki sjóðsins að ráðleggja húsbréfaeigendum hvað gera skuli. Valdaskipti í Írak Hernámsstjórnin í Írak afhenti í gær völdin í hendur heimamönnum, bráðabirgðaríkisstjórninni, og fóru valdaskiptin fram tveimur dögum fyrr en áður hafði verið áætlað. Hef- ur þeim verið fagnað víða um lönd og á leiðtogafundi NATO í Istanbúl í Tyrklandi var samþykkt, að banda- lagið kæmi að þjálfun íraska hers- ins. Þótt Írak sé aftur orðið fullvalda ríki er við mikinn vanda að glíma. Fangar hafi rétt Hæstiréttur Bandaríkjanna úr- skurðaði í gær, að fangar, sem grun- aðir væru um aðild að hryðjuverka- samtökum, erlendir menn sem bandarískir, gætu skotið máli sínu til dómstóla. Er þessi niðurstaða mikið áfall fyrir Bandaríkjastjórn, sem hefur haldið mönnunum, eink- um í Guantanamo, án ákæru og meinað þeim aðstoð lögfræðinga og réttarkerfisins. Um 200 í öryggisgæslunni Um 200 manns munu koma að ör- yggisgæslu og umferðarstjórnun vegna tónleika hljómsveitarinnar Metallica í Egilshöll um næstu helgi. Um 18.000 manns munu að öllum líkindum sækja tónleikana og eru þeir þar með þeir stærstu sinnar tegundar sem haldnir hafa verið hér á landi. Búist er við töluverðum um- ferðartöfum vegna tónleikanna. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 22 Viðskipti 11 Hestar 39 Erlent 12 Minningar 22/26 Höfuðborgin 15 Bréf 19 Akureyri 14 Dagbók 28/30 Suðurnes 14 Kvikmyndir 31 Landið 15 Fólk 34/37 Neytendur 16/17 Bíó 34/37 Listir 26/29 Ljósvakar 38 Forystugrein 30 Veður 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnar- fulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkj- ustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl RÚMLEGA 2.700 nýnemar munu hefja nám við Há- skóla Íslands í haust. Að sögn Þórðar Kristinssonar, framkvæmdastjóra akademískrar stjórnsýslu, mun ein- hver fækkun meðal nýnema eiga sér stað frá síðasta ári. „Við fylgjum mjög vel eftir settum reglum um skrán- ingartímabil og greiðslu gjaldsins. Við munum því beita meira aðhaldi en við höfum gert en markmið okkar er að geta skipulagt skólastarfið með góðum fyrirvara,“ segir Þórður. Þá hefur verið ákveðið að nýta ekki heimild til þess að leyfa fólki að hefja nám sem ekki uppfyllir formleg inntökuskilyrði. Sú ákvörðun gildir einungis í eitt ár. Að sögn Þórðar hafa á milli 200 og 300 manns að jafn- aði komið inn í skólann vegna þessarar heimildar. Hann segir aðhaldsaðgerðir skólans hafa skilað veru- legum árangri. „Þær felast einnig í innra eftirliti með þeim hætti að nemendur standi við aðrar dagsetningar í námsframvindunni sem hafa áhrif til hvatningar,“ seg- ir Þórður. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að fleiri stundi nú nám við skólann en gert er ráð fyrir í fjár- lögum. Unnið sé að því að fá þetta leiðrétt, en óvíst sé hvort stjórnvöld sjái sér fært að verða við því. Á meðan svo er sér Háskóli Íslands sig knúinn til að veita engar undanþágur frá inntökuskilyrðum skólans. „Að öllu samanlögðu eru öll merki um það að við höf- um náð töluverðum árangri í því að færast nær því marki sem við þurfum að miða við í fjárlögum,“ segir Þórður. HÍ veitir engar undanþágur frá inntökuskilyrðum skólans Munu beita meira aðhaldi en áður 25 ÁRA gamall Ísraeli varð úti á Laugaveginum svokallaða, vinsæl- ustu óbyggðagönguleið landsins, á sunnudag. Leiðin liggur milli Landmannalauga og Þórsmerkur og er vanalega gengin á 2–4 dög- um og er fyrsti áningarstaður við Hrafntinnusker. Talið er að mað- urinn hafi aldrei náð þangað, en hann fannst látinn um 1 km norð- an við skálann. Hinn látni hét Ido Keinan og var fæddur 31. ágúst 1979. 70 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni Hann fór með rútu upp í Land- mannalaugar og hugðist ganga yfir í Þórsmörk á sunnudaginn, en var illa búinn til slíkrar göngu. Var hann á strigaskóm og gallabuxum og sumarjakka. Skálaverðir í Landmannalaugum löttu hann til ferðarinnar en án árangurs og hélt hann því af stað um hádegið. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli hafa skálaverðir ekki heimild til að banna mönnum för og fara þeir á eigin ábyrgð í gönguferðir. Klukkan 17 barst tilkynning frá Neyðarlínunni til lögreglunnar um mann sem væri villtur og hugs- anlega slasaður. Hófst í kjölfarið leit 70 björgunarsveitarmanna á tólf jeppum. Maðurinn hafði sjálf- ur hringt í Neyðarlínuna úr gsm- síma sínum og sagst vera villtur, auk þess sem hann kvartaði undan kulda. Starfsmenn Neyðarlínunnar reyndu að fá nánari upplýsingar hjá honum um hvar hann væri staddur og gat hann lýst snjó í kringum sig, en þoka, ausandi rigning og rok var á þessum slóð- um á sunnudag. Leit björgunar- sveitarmanna bar síðan þann ár- angur að maðurinn fannst klukkan hálfeitt í fyrrinótt, en var þá lát- inn.                                       Ferðamaður varð úti við Hrafntinnusker ÞREK Helga Einars Harðarsonar hjarta- og nýrnaþega vex dag frá degi og er hann á hröðum batavegi á Sahlgrenska- sjúkrahúsinu í Gautaborg. Í gær voru tekin sýni úr hinu ígrædda hjarta Helga til að ganga úr skugga um hvort líkami hans sýni merki um höfnun hjart- ans. Ættu nið- urstöður að liggja fyrir í dag, þriðju- dag. Að því er Helga sjálfan varðar og líðan hans, er þó ekki hægt að merkja höfnun að svo komnu máli, því blóðþrýstingur er fínn og hjart- slátturinn sömuleiðis. Sem dæmi um þær breytingar fyr- ir og eftir aðgerðina má nefna að Helgi segist nú geta hjólað 30 mín- útur á þrekhjóli á spítalanum, en gafst upp eftir 7 mínútur með „gamla hjartanu“ sem hann fékk grætt í sig 1989, þótt hjólað væri á helmingi lægri stillingu. „Hjartað slær 70–80 slög á mínútu og fer upp í 100 slög þegar ég fer á þrekhjólið. Maður verður að halda aftur af sér því það var alveg geggjað að geta farið á þrekhjólið og svitnað,“ segir hann. „Þetta hjarta slær svo mjúkt og er allt öðruvísi en gamla hjartað, sem tifaði miklu hraðar og var veikara. Þetta er allt annað líf og maður er með fiðring í bringunni. Með hverjum deginum sem líður verður betra að draga djúpt andann, en fyrstu dagana fylgdi því smábrak, þegar sárin voru að gróa. Nú er ynd- islegt að draga djúpt andann og blása frá sér. Maður er í sæluvímu.“ Nýra, sem grætt hefur verið í Helga, starfar líka mjög vel og fékk hann staðfestingu hjá nýrnalækni í gær að þar væri allt með felldu. Helgi Einar Harðarson hjarta- og nýrnaþegi „Allt annað líf“ Helgi Einar Harðarson SAMFYLKINGIN mælist með mest fylgi stjórnmálaflokkanna í maí og júní, samkvæmt nýrri könnun Þjóð- arpúls Gallup. Mældist flokkurinn með 33,6% fylgi, en næstur kom Sjálfstæðisflokkurinn með 31,1% fylgi. Vinstri-grænir mældust með 17,5% fylgi, Framsóknarflokkur með 13% fylgi og Frjálslyndi flokk- urinn með 4,8% fylgi. Ekki var marktækur munur á breytingum milli mánaða. Tæplega 6% sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið væri nú. Rúmlega 42% sögðust styðja rík- isstjórnina, en tæp 58% studdu hana ekki. Stuðningur við rík- isstjórnina er meiri meðal karla en kvenna, eða 47% karla á móti 37% kvenna. Símakönnun var gerð dag- ana 26. maí til 24. júní, og var úr- takið 2.638 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 63%. Samfylking mælist með mest fylgi RÚMLEGA 87% þjóðarinnar vilja leyfa samkynhneigðum ein- staklingum að gifta sig, og þar af vilja 69% að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju. Þetta eru nið- urstöður nýrrar könnunar IMG Gallup. Um 13% telja að samkyn- hneigðir eigi ekki að fá að gifta sig, hvorki borgaralega né í kirkju. 18% telja að samkyn- hneigðir eigi aðeins að fá að gifta sig borgaralega, og 3% að þeir megi bara gifta sig í kirkju. Meirihluti vill leyfa giftingar samkynhneigðra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.