Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 182. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Hvað er í
ísnum?
Vélaísinn orku- og fituminni en
frosinn ís | Daglegt líf 19
Blóð úr
málmi
Lars Ulrich, trommuleikari
Metallica, í viðtali | Menning 36
Íþróttir í dag
Fram úr leik í bikarnum Vals-
stúlkur lögðu ÍBV Grikkir
eftirsóttir eftir sigurinn á EM
HALLDÓR Blöndal, forseti Al-
þingis, hyggst leggja fram við upp-
haf þingfundar á morgun, miðviku-
dag, úrskurð sinn um það hvort
fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnar-
innar, sem lagt var fram á Alþingi í
gær, sé þinglegt. Verður sá úr-
skurður lagður fram, að sögn Hall-
dórs, samkvæmt beiðni formanna
þingflokka stjórnarandstöðunnar.
Eftir að Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra hafði sett Alþingi síðdegis
í gær gagnrýndu stjórnarandstæð-
ingar hið nýja fjölmiðlafrumvarp
ríkisstjórnarinnar harðlega.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, spurði Halldór
Blöndal m.a. að því hvort í frum-
varpi ríkisstjórnarinnar væri ekki
fólgin „óþingleg ætlan um að fara á
svig við stjórnarskrána og hafa
með brögðum af þjóðinni réttinn til
þess að kjósa um málið í samræmi
við ákvæði 26. gr. stjórnarskrár-
innar“.
Efast um málsmeðferð
Össur Skarphéðinsson, formað-
ur Samfylkingarinnar, sagði að rík-
isstjórnin hefði ekki kjark til að
leggja fjölmiðlalögin í dóm kjós-
enda og Guðjón A. Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
kvaðst efast um að málsmeðferð
ríkisstjórnarinnar stæðist stjórn-
arskrá og þingsköp Alþingis.
Davíð Oddsson sagði á hinn bóg-
inn að þingkosningar færu fram áð-
ur en nýju fjölmiðlalögin öðluðust
gildi. „Þannig liggur þetta fyrir;
þegar þetta frumvarp hefur verið
afgreitt getur fólk greitt um það at-
kvæði.“
Umræðan í upphafi þingfundar í
gær fór fram undir dagskrárliðn-
um: umræður um störf þingsins.
Þegar mælendaskrá undir þeim lið
var tæmd sleit Halldór Blöndal
þingfundi þrátt fyrir mótmæli
Steingríms J. Sigfússonar og fleiri
stjórnarandstæðinga, sem vildu
ræða fundarstjórn forseta. „Sam-
kvæmt þingsköpum eiga þingmenn
rétt á því að ræða um fundarstjórn
forseta,“ sagði Steingrímur í sam-
tali við Morgunblaðið. Telur hann
Halldór því hafa brotið þingsköp.
Forseta heimilt að slíta fundi
Halldór segist hafa litið svo á að
umræðuefni fundarins væri tæmt.
„Forseti hefur að sjálfsögðu heim-
ild til að slíta fundi. En það má líka
segja að slíkt geti orkað tvímælis
hvenær það sé gert.“
Forystumenn stjórnarandstöðu-
flokkanna funduðu strax að loknum
þingfundi í gær og réðu ráðum sín-
um. Að því búnu funduðu formenn
þingflokkanna með Halldóri Blön-
dal, forseta þingsins. Næsti þing-
fundur Alþingis hefur verið boðað-
ur kl. tíu á morgun.
Forseti Alþingis fellst á beiðni forystumanna stjórnarandstöðunnar
Úrskurðar hvort frum-
varpið telst þinglegt
Morgunblaðið/ÞÖK
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, mótmælti því að
þingfundi væri slitið eftir u.þ.b. 20 mínútur í gær og hrópaði á eftir
Halldóri Blöndal, forseta þingsins, er hann gekk úr þingsal. Stjórnarandstaðan/22
ÞAÐ er auðvelt að brúa kynslóðabilið þegar kemur að garðyrkjustörfunum, en matjurtir kunna öllum græn-
um fingrum góðar þakkir fyrir umönnunina, sama hvort um ræðir börn eða fullorðna. Skólagarðar Reykja-
víkur í Fossvoginum eru fullir af lífi þessa dagana og þar er gott að láta sólina verma reit um leið og haka er
sveiflað í þágu hollustunnar. Náttúran sér svo plöntunum fyrir vökvun á næstunni ef marka má veðurspá, því
gert er ráð fyrir rigningu á morgun, miðvikudag.
Morgunblaðið/ÞÖK
Grænir fingur í skólagörðum
Gamalt en
ekki gott
Bad Berneck. AFP.
ÞAÐ er villugjarnara í Suður-
Þýskalandi en víðast hvar annars
staðar. Um það getur tæplega átt-
ræður bandarískur ferðamaður borið
en hann er nú á heimleið eftir óvenju-
legar hremmingar.
Gamli maðurinn villtist hvað eftir
annað og þótt hann væri með leið-
arvísi átti hann í mesta basli með að
finna vegina, sem hann sýndi. Týndist
hann loks inni í tröllauknum skógi og
festi bílinn í forarvilpu. Varð þá hjálp-
samur bóndi til að draga bílinn upp úr
mýrinni með dráttarvélinni sinni en
þegar lögreglan kannaði málið kom í
ljós, að það var alveg rétt hjá mann-
inum, að hann væri með vegakort, en
það var bara frá árinu 1914.
Olíuverð
hækkar
London. AFP.
TALSVERÐ hækkun varð á verði
olíu á markaði í London í gær.
Hækkaði fatið af viðmiðunarolíu úr
Norðursjó, til afhendingar í ágúst,
um 58 sent í 36,50 dollara.
Talið er að hækkunin skýrist af
því að undanfarið hafa ítrekað ver-
ið framin skemmdarverk á olíu-
leiðslum í Írak, nú síðast um liðna
helgi. Vandræði rússneska olíuris-
ans Yukos eru einnig nefnd til sög-
unnar og þá segja sérfræðingar
vaxandi vísbendingar vera um að
Samtök olíuframleiðsluríkja
(OPEC) kunni að hætta við eða
fresta fyrirheitum um að auka olíu-
framleiðslu.
OPEC samþykkti í byrjun júní
að auka olíukvótann um tvær millj-
ónir fata á dag í júlí og um 500.000
föt í ágúst. Eftir því var hins vegar
tekið um helgina að olíumálaráð-
herra Írans sagði að markaðsverð
á olíu væri „gott“ og að OPEC
kynni á fundi síðar í mánuðinum að
hugleiða að hætta við að hrinda í
framkvæmd ákvörðun um að auka
olíuframleiðslu.
Óttast ofsa-
fengin við-
brögð harð-
línumanna
Jerúsalem. AFP.
YFIRVÖLD í Ísrael hafa áhyggjur af því
að harðlínumenn, sem andvígir eru hug-
myndum Ariels Sharons forsætisráðherra
um að landnemabyggðir gyðinga á Gaza-
svæðinu og hlutum Vesturbakkans verði
lagðar niður, hyggist ekki lengur sitja auð-
um höndum. Óttast sumir embættismenn
að harðlínuöfl muni skirrast einskis við að
tryggja að ekkert verði úr þessum áætl-
unum og rifja þeir í því sambandi upp morð-
ið á Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráð-
herra Ísraels, í nóvember 1995.
Rabin féll fyrir hendi ísraelsks ofstæk-
ismanns sem taldi Rabin hafa gerst „svik-
ara“ þegar hann skrifaði undir Ó́slóar-frið-
arsamningana við Palestínumenn. Og á
ríkisstjórnarfundi í Ísrael á sunnudag var-
aði Avi Dichter, yfirmaður innanríkislög-
reglunnar, Shin Beth, við að „aukin hætta
væri á ofbeldi af hálfu hægri öfgasamtaka“.
Rabbínar varaðir við
Borið hefur á því að áhrifamiklir trúar-
leiðtogar – þ.á m. Avigdor Neventzal, rabb-
íni í gamla hluta Jerúsalem-borgar – hafi
lýst þeirri skoðun að gyðingar sem afhendi
„villtrúarmönnum“ land sem tilheyri hinu
forna Ísrael séu réttmætt skotmark. Lét
Tommy Lapid dómsmálaráðherra þau orð
falla í gær að „sumir menn eru að leika sér
að eldi“. „Þó að þú sért rabbíni geturðu ekki
leyft þér að æsa til ofbeldis,“ sagði Lapid.
Reuters
Ariel Sharon greiðir atkvæði í ísraelska
þinginu í gær. Mikil öryggisgæsla er jafn-
an um ísraelska forsætisráðherrann.