Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 20
UMRÆÐAN
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
E
ftirminnilegasta at-
vikið í Evrópu-
keppni landsliða í
knattspyrnu er, að
mínu mati, þegar
aumingja David Beckham brenndi
af skoti sínu í vítaspyrnukeppni
við Portúgala í átta liða úrslitum.
Það sást allan tímann að hann
myndi klúðra þessu. Hann gekk
niðurlútur að punktinum, mjög
einbeittur á svip, en hann var ekki
að einbeita sér að því að taka
spyrnuna
heldur því að
láta Ricardo
markmann
ekki koma sér
úr jafnvægi
með leið-
indaathugasemdum – þessi portú-
galski sjálfstraustsbelgur var
sjálfsagt að nudda honum upp úr
kvennafarsmálum, illu gengi Real
Madrid eða þessum asnalegu
klippingum sem hann hefur alltaf
á hausnum. Hann stappaði á
punktinum um nokkurn tíma, sem
boðar aldrei gott, gekk síðan sjö
átta skref aftur á bak enn með
hökuna ofan í bringunni eins og
naut, leit upp rétt í þann veginn
sem hann lagði af stað og augun
lýstu ótta. Þegar hann spyrnti sást
augljóslega að það var gert meira
af krafti en öryggi, meira af
hræðslu en gleði, og það kom þessi
ógurlegi hlykkur á fótinn sem
lykkjaðist upp eftir skrokknum og
endaði í mikilli geiflu í andlitinu …
síðan þessi tómleiki í augunum,
ekki einu sinni vonbrigði eða eft-
irsjá, ekki ótti, ekki skömm, bara
tóm eins og það sem maður sér í
deyjandi dýri sem hefur gefið upp
alla von um að lifa, er lent í kjaft-
inum á varginum, er búið með allt
þrek eftir að hafa barist um árang-
urslaust og hangir bara þarna eins
og slytti og bíður eftir dauðanum,
það er ekkert um að hugsa, og lík-
lega eru engar minningar enda
engin orð, bara þessar síðustu leif-
ar af lífseðlinu, afgangurinn af
ómenguðum viljanum til að tóra í
grimmu, ólífvænlegu umhverfi,
enginn glampi, bara feigð. Og
hann benti á punktinn. Eiginlega
gaf það í skyn frekar en hann væri
að segja það af fullri alvöru og
vissu að það væri punktinum að
kenna að hann skaut yfir og upp í
stúku. Hann hefði ekki getað feng-
ið barn til að fá sér sleikjó á
sautjánda júní með þessu lát-
bragði. Líkamsburðurinn lýsti al-
gerri uppgjöf, hendurnar fóru
hálfa leið upp með síðunum, síðan
niður með þeim slappar og al-
gjörlega tilgangslausar uns lóf-
arnir lentu á mjöðmunum þannig
að olnbogarnir vísuðu aftur, ekki
beint út til hliða eins og hann væri
reiður og viss í sinni sök heldur
aftur eins og hann væri full-
komlega búinn að vera, viss um að
hann hefði aldrei getað tekið þetta
víti með sóma, að sjálfstraustið
væri búið, orkan farin í eitthvað
annað fyrir löngu. Þannig staldr-
aði hann við um stund inni í teign-
um, Ricardo hljóp eins og óður
fram hjá honum í átt til félaga
sinna út við miðju á svip eins og
hann vildi minna þá á að hann
hefði alltaf sagt þetta, Beckham
myndi ekki klára sig af þessu,
hann væri auli, ofmetin, ofborguð
tískudúkka með bjánalegan hlaup-
astíl. Höfuðið á Beckham seig allt-
af lengra niður á milli herðanna,
augun leituðu eftir öruggu afdrepi
í grassverðinum, lítilli holu sem
hann gæti horfið ofan í, en angistin
sást alla leið upp í stúku, og alla
leið heim í stofu í 101 Reykjavík,
það fór ekki fram hjá neinum að
þarna stóð maður sem var holur
að innan, ráðalaus, andlaus, líf-
laus, búinn, farinn á taugum.
Hann gekk af stað á þessum und-
arlega mjóu en kraftmiklu fótum,
hjólbeinóttum og útskeifum og
stirðlegum … það er kannski
dæmigert að göngu- og hlaupalag-
ið minnir frekar á ólympíufara í
tuttugu kílómetra göngu en fót-
boltahetju, mjaðmirnar sveiflast
til og mjóir handleggirnir ganga
undarlega hátt fram og aftur í ná-
kvæmlega níutíu gráða horni.
Myndavélin beindist að honum
enn um stund en síðan missti hún
áhugann, jafnvel þótt augljóst
væri hvert stefndi í víta-
spyrnukeppninni eftir þetta. Á
blaðamannafundi eftir leikinn virt-
ist Beckham bregðast reiður við
spurningum um það hvort hann
myndi segja af sér sem fyrirliði.
Hann svaraði með rödd sem var
mjórri og skrækari en hún er
vanalega, það lá við að hún brysti
eins og hjá litlum dreng sem hefur
verið staðinn að því að stela. Það
fór ekki fram hjá neinum að þarna
fór bugaður maður. Augnaráðið
var flöktandi, varirnar herptar, á
hökunni mátti sjá litlar viprur.
Daginn eftir kenndi hann öðrum
um ófarirnar. Þjálfararnir hjá
Real Madrid höfðu ekki haldið
honum nægilega vel við efnið,
hann væri ekki í eins góðu formi
og þegar hann spilaði í Englandi –
undarleg og raunar sorgleg vörn
eins af launahæstu íþróttamönn-
um heims: Fyrir hvað fær hann
greitt ef ekki það að halda sér í
formi? Og þannig var þessi
keppni, þegar upp var staðið,
táknræn fyrir það að íþróttir snú-
ast ekki um stjörnur og peninga;
þær snúast um vinnu og aga og
skipulag. Sigur Grikkja sannar
þetta. Og hann sannar það líka
með svo svívirðilega einföldum og
beinskeyttum hætti að markaður-
inn hefur ekki alltaf rétt fyrir sér,
að það sem markaðurinn hefur
ákveðið að sé besti kosturinn með
sinni grimmilegu útilokunaraðferð
er ekki endilega rétt. Markaður-
inn kann að verðleggja einhverja
hluti með kolröngum hætti bara
vegna þess að hann er fávís um
það sem skiptir máli, vegna þess
að gildismat hans er brenglað,
vegna þess að hann er blindaður af
flottheitakröfum og innantómu
stjörnugliti, tilgangslausum um-
búðum.
Víti
Beckhams
Líkamsburðurinn lýsti algerri uppgjöf,
hendurnar fóru hálfa leið upp með síð-
unum, síðan niður með þeim slappar
og algjörlega tilgangslausar uns lóf-
arnir lentu á mjöðmunum þannig að
olnbogarnir vísuðu aftur, ekki beint út
til hliða eins og hann væri reiður og viss
í sinni sök heldur aftur eins og hann
væri fullkomlega búinn að vera.
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
LEIÐTOGAFUNDURINN í
Höfða 1986 var veigamikill kafli í
lífshlaupi Ronalds heitins Reag-
ans, fyrrverandi Bandaríkja-
forseta. Fundur hans og Gorbat-
sjovs kom Íslandi varanlega á
heimskortið og tryggði þjóðinni
öruggan sess í sögunni. Höfða-
fundurinn er einhver merkasti
leiðtogafundur tuttugustu ald-
arinnar, enda átti
hann stóran þátt í
endalokum ,,heims-
veldis hins illa“, hruni
kommúnismans í Evr-
ópu og lokum kalda
stríðsins. Í kjölfar
andláts Reagans birti
vikuritið The Econ-
omist forsíðumynd á
honum undir yf-
irskriftinni: „Mað-
urinn sem sigraði
kommúnismann.“
Það er ekki ljóst
hvort það var Reagan
eða Gorbatsjovs sem átti hug-
myndina að vali Reykjavíkur sem
fundarstaðar. Báðir vildu eigna
sér heiðurinn af því. Alla vega
voru það Rússar sem urðu á und-
an að setja sig í samband við rík-
isstjórnina og fannst Bandaríkja-
mönnum það súrt í broti þar sem
ákveðið var að það skyldi gera
slíkt sameiginlega.
Maureen Reagan, dóttir forset-
ans, sem var hér fulltrúi föður síns
á 10 ára afmæli fundarins, sagði
mér að pabbi sinn hefði fullyrt að
hann hefði stungið upp á Reykja-
vík. Hún sagði líka að Reagan
hefði ætíð talið að Höfðafundurinn
hefði verið einn af þremur stærstu
sigrum hans í pólitíkinni og hann
myndi lifa í mannkynssögunni.
Það gildir einu hvaða skoðun Ís-
lendingar hafa á Ronald Reagan.
Hann er maðurinn sem „sigraði
kommúnismann“ og það á Íslandi.
Þó svo að bandarískir fjölmiðar
hafi sagt að loknum fundinum að
Reagan hefði mistekist að ná fram
raunhæfum árangri hér, þvert á
það sem heimspressan sagði, þá
hefur komið í ljós að forsetinn
skoraði úrslitamarkið í Reykjavík.
Fjölmiðlamenn vestra hafa skipt
um skoðun og telja nú Höfðafund-
inn hafa skipt sköpum í stjórn-
málasögu síðustu aldar. Nicolas
Ruwie, fyrrum sendiherra, sagði
mér að Reagan hefði verið miður
sín þegar hann kom í bandaríska
sendiráðið við Laufásveg til að
kveðja starfsfólkið. Ég sá Reagan
þegar hann kvaddi bandaríska
hermenn áður hann hélt heim.
Forsetinn var búinn að ná áttum
og lék á als oddi, enda leikari af
guðs náð.
Rússinn Leon Aron, fram-
kvæmdastjóri Russian Studies
Institiute, sagði í nýverið í grein í
USA Today:
„Reagan gerði meira en nokkur
annar til að til að draga úr trú-
verðugleika og siðferðisþreki Sov-
étríkjanna“ og flýtti þannig fyrir
endalokum þeirra. Aron sagði að
„mesta framlag Reagans til rúss-
nesku byltingarinnar (fyrir hrun
Sovétríkjanna) hefði
e.t.v. verið sú einfalda
staðreynd að hann
hafi komið skoðunum
sínum og persónu-
leika inn í þankagang
sovésku valdhafanna
sem voru ráðalausir“.
Aron sagði að Reag-
anefði alls ekki
hræðst sovéska
10.000 kjarnaodda, 5
milljónir hermanna
eða getu Sovétmanna
til að framleiða fleiri
skriðdreka á ári, en
allar herþjóðir heimsins sam-
anlagt.
Financial Times sagði í leiðara
7. júní að skilaboð Reagans til
sovéskra leiðtoga hafi verið ein-
föld og skýr; „afvopnist og rífið
niður heimsveldið ykkar“ annars
munu Bandaríkin knýja Sov-
étríkin til að eyða svo miklum
fjármunum í hermál að þau hrynji
innan frá. Það ber flestum saman
um að óendanleg bjartsýni og
stefnufesta hafi gert Reagan kleift
að ná þeim árangri sem hann
náði, þó svo að hann hafi verið af-
slappaður og jafnvel kærulaus í
daglegum embættisrekstri for-
setaembættsins.
Reagan er í röð vinsælustu
Bandaríkjaforseta. Það er afar
merkilegt þegar grannt er skoðað.
Hann kom ekki úr hinum frægu
háskólum landsins, hvað þá úr öfl-
ugri flokksklíku, né tilheyrði hann
auðugri pólitískri fjölskyldu eins
og Roosevelt, Kennedy og Bush.
Reagan var frá smáþorpi og ákvað
að verða leikari.
Ronald Regan, fyrrum starfs-
mannastjóri Hvíta hússins, sagði
að forsetinn liti á daglegt starf
sitt eins og að leika í kvikmynd
þar sem leikararnir kæmu og
færu, senur væru æfðar, leiknar
fyrir framan tökuvélina og sögu-
þráðurinn þróaðist með hverjum
deginum sem liði.
Það er haft eftir Ronald Reagan
að hann hafi einu sinni sagt:
„Í mörg ár hef ég verið spurður
þeirrar spurningar hvernig getur
leikari verið Bandaríkjaforseti?
Ég hef oft hugsað með mér
hvernig er það hægt fyrir forseta
að vera ekki leikari?“
Eitt það merkilegasta við skap-
höfn Reagans var að enginn þekkti
hans innri mann. Hann var ætíð
mjög inni í sér, nánast einfari sem
kom út meðal manna aðeins sem
leikari á sviði lífsins. Sonur hans
hefur sagt í viðtölum undanfarið
að börnin hans hafi ekki þekkt
nema hluta af persónu föður síns
og að Nancy, kona hans, hefði
aldrei náð að kynnast honum full-
komlega. Reagan hélt „10% al-
gjörlega fyrir sjálfan sig“. Það ber
samt öllum saman um að hann hafi
verið óskaplega hlýr persónuleiki,
heiðarlegur og stefnufastur.
Hann var bæði vinsæll og óvin-
sæll á stjórnmálaferli sínum. Oft-
ast tókst Reagan að snúa á óvin-
sældir sínar með einlægri
skemmtilegri framkomu enda var
hann afbragðs húmoristi. Það
hjálpaði líka að hann naut þess að
hafa verið „maðurinn sem sigraði
kommúnismann.“ Hann gerði
mörg pólitísk mistök, sem virðast
ætla að hverfa í skugga þess að
endalok kalda stríðsins urðu í for-
setatíð hans.
Reagan og Gorbatsjov urðu góð-
ir vinir í kjölfara Höfðafundarins.
Það var merkileg að sjá Gorbat-
sjov ganga að kistu Reagans þar
sem hún lá á viðhafnarbörum í
Washington, leggja hægri hönd á
kistu vinar síns og drúpa höfði.
Þegar Reagan lét af embætti
naut hann 68% vinsælda meðal
þjóðar sinnar. Clinton, fyrrum for-
seti, mun hafa skotið honum ref
fyrir rass í þeim efnum.
Við þurfum að sjá til þess að
heimsbyggðin gleymi ekki sögu-
legu mikilvægi leiðtogafundarins.
Við eigum Reagan og Gorbatsjov
mikið að þakka að halda þennan
örlagaríka fund sem er stærsti við-
burður Íslandssögunnar. Eftir 2 ár
verður 20 ára afmæli fundarins.
Rétt væri að gera styttu af þeim
og bjóða Gorbatsjov að afhjúpa
hana við Höfða í október 2006.
Það yrði veglegt innlegg í sögu
fundarins, sem setti Ísland á
heimskortið.
Reagan og Gorbatsjov
settu Ísland á heimskortið
til framtíðar
Jón Hákon Magnússon fjallar
um fundinn í Höfða ’Við þurfum að sjá tilþess að heimsbyggðin
gleymi ekki sögulegu
mikilvægi leiðtoga-
fundarins.‘
Jón Hákon Magnússon
Höfundur var yfirmaður alþjóðlegu
fjölmiðlamiðstöðvarinnar á leiðtoga-
fundinum 1986 og er framkvæmda-
stjóri almannatengslafyrirtækisins
KOM ehf.
VARLA er til
meira öfugmæli en
það að boðuð lög rík-
isstjórnarinnar um
þjóðaratkvæða-
greiðslu eigi að
hindra að lítil minni-
hlutaklíka geti ráðið
úrslitum kosninganna.
Þvert á móti er ætl-
unin að tryggja að
hægt sé að sigra með
sáralitlu fylgi, jafnvel
án þess að nokkur
fylgismaður frum-
varpsins þurfi að ómaka sig á
kjörstað.
Þeir segja hæfilegt að 25–44%
kjósenda þurfi að segja nei til þess
að hægt sé að fella frumvarpið um
fjölmiðlalögin. Setjum svo að „hóf-
legasta“ talan 25%
verði fyrir valinu. Lít-
um þá á þetta dæmi:
Enginn kjósandi
samþykkir frum-
varpið, en það fær 53
000 mótatkvæði. Það
eru 24,8% kjósenda
eins og þeir voru í
júní. Með öðrum orð-
um: Frumvarpið telst
samþykkt með 0 at-
kvæðum. Halldór og
Davíð hrósa frægum
sigri! Þeir segjast
heldur ekki ætla að
viðhafa neinn kosningaáróður.
Ef 93.000 kjósendur segja nei,
teldist frumvarpið líka samþykkt
þó að enginn greiði því atkvæði, ef
44% reglan er valin. Mótatkvæðin
eru þá nefnilega aðeins 43,5% at-
kvæðisbærra manna. Frumvarpið
er samþykkt!
Við skulum láta það eiga sig að
nefna þessa kosningafléttu sínu
rétta nafni. En ekki er hægt að
kenna hana við það jafnrétti án til-
lits til stjórnmálaskoðana sem
ákvæði er um í stjórnarskrá lýð-
veldisins.
Kosningaflétta
Páll Bergþórsson fjallar um
þjóðaratkvæðagreiðsluna
’Ef 93.000 kjósendursegja nei, teldist frum-
varpið líka samþykkt þó
að enginn greiði því
atkvæði, ef 44% reglan
er valin.‘
Páll Bergþórsson
Höfundur er fyrrverandi
veðurstofustjóri.