Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HINGAÐ til hefur verið siður að kalla hina og þessa tónleika í Reykjavík stórtónleika. Vissu- lega eru tónleikar sífellt að verða umfangsmeiri, en tónleikana í Egilshöll á sunnudagskvöldið var sannarlega hægt að kalla stórtónleika. Alls voru 6% þjóðarinnar saman komin í húsinu og það alveg ótrúlegt út af fyrir sig og þessi 18 þús- und voru allir Metallica-aðdáendur. Metallica er búin að starfa í 23 ár og er þess eðlis að aðdá- endur hljómsveitarinnar standa með sínum mönnum. Annaðhvort ertu Metallica-aðdáandi eða ekki, ekkert hálfkák. Það sást alveg þetta kvöld því þegar hljóm- sveitin hóf leik sinn ætlaði allt um koll að keyra. Allar hendur voru upp í loft og ég hélt ég ætti ekki eftir að ná að sjá á sviðið alla tónleikana. Strákar, sem skyndilega virtust mjög hávaxnir, voru í meirihluta á tónleikunum og byrgðu mér sýn. Eftirvæntingin var líka orðin mikil því Metallica var hálftíma á eftir áætlun á sviðið. Það hægðist um í næstu tveimur lögum, „Harv- ester of Sorrow“ af ... And Justice for All, sem ég gladdist ótrúlega að heyra enda eitt uppá- halds Metallica-lag mitt allra tíma, og ekki síðra lag, „Welcome Home (Sanitarium)“ af Master of Puppets tók við. Greinilegt er að viðstaddir hafa hlustað vel á nýjustu afurð Metallica, St. Anger, og næstum allir sem ég sá í kringum mig á A-svæðinu settu hendurnar upp þegar hinn yfirþyrmandi James Hetfield spurði hvort tónleikagestir ættu plöt- una. Fólkið tók rækilega við sér í lögunum „Frantic“ og „St. Anger“ og auðsýnilegt að þótt aldursbil aðdáendanna á staðnum hafi verði breitt eru margir nýir enn að bætast í hópinn. Svarta platan svokallaða, sem er reyndar samnefnd sveitinni, kom líka sterk inn í tón- leikana og æstust leikar verulega þegar „Sad but True“ var spilað og fylgdu í kjölfarið „Wherever I May Roam“ og „Nothing Else Matters“. Tóku áhorfendur vel undir í síðast- nefnda laginu og var magnað þegar Hetfield- inn fékk alla í lið með sér og fjöldinn söng með í tilfinningaríkum flutningi. Þarna fer að nálgast hápunktur tónleikanna, sem var áreiðanlega fyrir marga þegar Metall- ica spilaði „Master of Puppets“ á ungæðislegan hátt og skrúfaði kraftinn í botn í „One“ enda frábær lög. Áhorfendur tóku líka vel undir í „Enter Sandman“, enda með þekktari lögum Metallica í seinni tíð. Inn á milli kynnti Hetfield-inn vini sína í hljómsveitinni eins og hann kallaði þá og þeir fengu að sýna einir hvað í þeim býr. Bassadýrið Robert Trujillo sýndi góða takta og sannar að hann á vel heima með hinum goðsögnunum þremur. Maðurinn hlýtur að vera með rosalega lærvöðva enda er stíll hans að standa eins langt út með lappir og hægt er. Hann tók m.a.s. bass- ann á milli fótanna eins og hann væri með djembe-trommu og barði í. Það er eitthvað skemmtilega „tribal“ við sviðsframkomu hans. Gítarmúsin glaða Kirk Hammett fékk vel að láta ljós sitt skína milli laga og svo auðvitað í öll- um óteljandi gítarsólóum kvöldsins og eru hæfi- leikar ekki af skornum skammti í hljómsveit- inni. Krafturinn er mikill í trommutrúðnum Lars Ulrich, sem er eins og áttfætla á bakvið trommurnar. Meistari Hetfield stjórnaði síðan öllu saman eins og herforingi og einhvern veg- inn var ekki annað hægt að gera en að hlýða honum enda hafði hann áhorfendur algjörlega á valdi sér. Eftir tvö uppklöpp (annað var nú meira fyrir hljómsveitina til að anda og skipta um föt) lauk tónleikunum með hinum ótrúlega smelli „Seek & Destroy“ af Kill ’Em All. Fyrir lagið var Het- field-inn búinn að biðja tónleikagesti um að gefa síðustu bensíndropana í lagið og gerði fólk það. Eftir tónleikana gáfu Metallica-menn sér góðan tíma til að sinna áhorfendum og gefa ógrynni af gítarnöglum. Hetfield sagði að Reykjavík hefði gert Metallica glaða og var því líka öfugt farið og Ulrich lofaði að Metallica myndi heimsækja landann fljótt aftur. Vonbrigði kvöldsins var hins vegar hljóm- urinn í húsinu og óskandi að hann hefði verið betri. Hljóðið rann saman á köflum og heyrðust bassadrunur. Veit ég ekki hvort annars staðar í húsinu hafi hljómurinn verið betri en það dugar heldur ekki til því ekki geta allir staðið á sama stað. Umkvörtunarefni kvöldsins voru samt fleiri. Það var alltof loftlaust í húsinu. Ég hef farið á marga tónleika og oft verið heitt en þetta var meira en það. Svitinn lak af hverjum manni og hafði Trujillo orð á því snemma á tónleikunum að þetta væri meira eins og Flórída en Ísland. Það dró af fólki fljótar en ella vegna þessa og var farið fljótlega að tæmast að hluta úr A- svæðinu, fólk hreinlega gat ekki meir. Til við- bótar var fólk að reykja, sem var alveg hræði- legt í svona loftleysi og troðningi og mætti al- veg banna slíkt með öllu á svona tónleikum. Athygli vakti að stóru blásararnir í loftinu voru ekki nýttir allan tímann en lögreglan hefur áreiðanlega bætt líðan margra með því að opna út þótt það hafi ekki dugað til. Bannað var að taka töskur með sér inn á tón- leikana, sem er allt í lagi í sjálfu sér, en betra að vita það fyrirfram. Ég var með litla tösku á stærð við vasa en þurfti að hlaupa með hana í bílinn nokkra vegalengd (þar sem maður hafði tekið til sín tilmæli tónleikahaldara um að fjöl- menna í bíla og leggja ekkert endilega við Eg- ilshöll). Þeir sem bjuggu ekki svo vel gátu sett tösku sína gegn 200 króna gjaldi í gám fyrir utan. Í heildina fóru tónleikarnir vel fram og voru gestir fegnir að komast út í hreina sveita- loftið í Grafarvoginum eftir tónleikana. Tónleik- arnir voru tvímælalaust tveir fingur upp, ekki þumlar heldur vísifingur og litli putti. Áfram með rokkið! Morgunblaðið/ÞÖK Gítarmúsin glaða Kirk Hammett kann margar slaufurnar. Hápunkturinn á tónleikunum var áreiðanlega fyrir marga þegar Metallica spilaði „Master of Puppets“. Tveir fingur upp TÓNLEIKAR Egilshöll METALLICA  Tónleikar með Metallica í Egilshöll sunnudaginn 4. júlí. Um upphitun sáu Mínus og Brain Police. Inga Rún Sigurðardóttir Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10. B.I. 16.  SV Mbl www .borgarb io. is SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta...og er allt í einu þrítug! Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐI I Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15 .00 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 16. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 5.20 og 10.40. SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Missið ekki af svölustu mynd sumarsins! Frábær hasarmynd með ofurtöffaranum The Rock Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! ÓHT Rás 2  SV Mbl ETERNAL SUNSHINE  SV Mbl Forsa la ha f in – Frumsýnd 9. jú l í  http://kaninka.net/raskat/ „Frá því ég sá Utangarðsmenn í Laugardalshöll hef ég borið aðra tónleika saman við þá og aldrei hefur neitt staðist sam- anburð. Pixies komust nálægt því og Deep Purple jafnvel ennþá nær. Mínus komust mjög nálægt því í gær líka. Metallica gerði hins vegar gott betur en það og var betri en allt ofantalið samanlagt. Miklu, miklu betri. Nú get ég drepist sáttur.“  http://www.frjalshyggja.is/orri/ „Þar sem ég eyddi nú ófáum klukkustundunum í æsku minni við að hlusta á Metallica, Guns and Roses og fleiri hljómsveitir á vínilplötum í plötuspilaranum sem ég fékk ungur til afnota þá lét ég mig ekki vanta á tónleika sveitarinnar í gær. Ég fór í góðra vina hópi á tónleikana eftir að úrslitaleik EM lauk. Mjög vel gekk að finna stæði og komast inn í höllina. Við vorum á svæði A svo nánast engin röð var fyrir utan og auðvelt að kom- ast um inn í höllinni, sem er ótrúlegt miðað við 18.000 gesti sem þarna voru saman komnir. Heimleiðin gekk einnig mjög vel. Er það ekki met að 6% þjóðarinnar skuli mæta á tónleika hjá einni hljómsveit? Miðinn kostaði að meðaltali um 7000 krónur og voru heildartekjur af miðasölu því um 126.000.000 kr sem er í raun ekki mikið ef horft er til kostnaðar við tónleika sem þessa. Búnaður, starfsmenn, húsnæði, undirbúningsvinna, lög- gæsla og svo greiðslur til hljómsveitarinnar. En ef þetta skilaði hagnaði er það frábært og vonandi að framhald verði á komu slíkra hljómsveita hingað til lands.“  http://dvergur.blogspot.com/ „Metallica ... voru góðir.“  http://malefnin.com (The Newborn Sailor) „Hverjum hefði annars dottið þetta í hug? Metallica spila á Íslandi (og ég fæ að sjá það gerast) og Grikkland verður Evr- ópumeistari í fótbolta. Hvað næst – fæ ég kærustu?“ Viðbrögð af vefnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: