Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 5 SVISSNESKT fyrirtæki hefur tekið sig til og búið til myntpeninga eins og það telur að íslenska evran líti út, verði hún tekin upp hér á landi í náinni framtíð. Hefur fyrirtækið gert hið sama um nokkur önnur lönd í Evrópu sem ekki hafa tekið upp þennan gjaldmiðil. Er hægt að kaupa þessa myntpeninga á vefsíðu fyrirtækisins. Á myntpeningunum eru ýmsar myndir, sem eiga væntanlega að vera táknrænar fyrir Ísland. Ein- hverjar þeirra eru það óumdeil- anlega, eins og íslenski hesturinn, Geysir og styttan af Ingólfi Arn- arsyni, en einnig bregður fyrir álf- um, trölli, Óðni, ref, lundum og sel. Á þremur peninganna eru hins veg- ar myndir af villtum sveppum, sem til þessa hafa ekki verið taldir tákn- rænir fyrir íslenska náttúru. Að sögn Magna R. Magnússonar, kaupmanns og myntsafnara, eru þessir myntpeningar gefnir út í sér- stökum albúmum og í takmörkuðu upplagi. Einnig hafa verið gefnar út evrur að hætti Norðmanna, Fær- eyinga, Grænlendinga, Svisslend- inga og Liechtenstein-búa. Svona líta íslensk- ar evrur út! Framhlið evrupeninga eins og svissneskt fyrirtæki sér fyrir sér að verði. Jákvæð tillaga en afstaða ekki tekin MIÐLUNARTILLÖGUR átaks- hóps Höfuðborgarsamtakanna að endurbótum á framkvæmdaáætlun vegna færslu Hringbrautarinnar hafa ekki í för með sér verulegar breytingar varðandi þarfir Land- spítala – háskólasjúkrahúss, að sögn Pálma Ragnars Pálmasonar, for- manns stjórnarnefndar LSH. Tillög- ur átakshópsins voru ræddar á auka- fundi stjórnarnefndar LSH í gær og sátu forsvarsmenn átakshópsins fundinn og kynntu tillögurnar fyrir nefndarmönnum. Pálmi segir að tillaga hópsins er lýtur að byggingu skilvirkra hring- torgsgatnamóta við gatnamót Hringbrautar og Snorrrabrautar/ Bústaðavegar sé jákvæð og fylgst verði með framvindu málsins hjá borginni. Nefndin tók hins vegar enga afstöðu til tillagna átakshóps- ins. HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN hefur lokið veiðum á þeim 25 hrefnum sem ákveðið var að veiða árið 2004 í samræmi við áætlun um átak í hrefnurannsóknum. Alls hafa því verið tekin sýni úr 61 hrefnu og margvíslegar mælingar gerðar frá því rannsóknirnar hóf- ust í ágúst 2003. Gervitunglasendar notaðir við rannsóknir Úrvinnsla gagna er hafin og verður greint frá gangi rannsókn- anna á ársfundi vísindanefndar Al- þjóðahvalveiðiráðsins sem nú stendur yfir í Sorrento á Ítalíu. Að sögn Gísla A. Víkingssonar, verk- efnisstjóra, gekk sýnasöfnun og önnur gagnaöflun vel, þótt óhag- stætt tíðarfar hafi tafið veiðarnar á tímabili. Í ágúst og september verða gerðar tilraunir til að fylgjast með ferðum hrefna með aðstoð gervitunglasenda. Morgunblaðið/Alfons Finsson ÞRÍR bátar fóru til hrefnuveiða í júní, samkvæmt rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunar. Alls voru veidd 25 dýr í sumar. Hrefnu- veiðum lokið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: