Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 21 ÓLAFUR Teitur Guðnason, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, fjallaði á dögunum um svonefndar Bessastaðabækur, eftir Gunnar Smára Egilsson, ritstjóra Frétta- blaðsins. Bækurnar skrifaði Gunnar Smári sem blaðamaður á Alþýðu- blaðinu, en þær fjöll- uðu um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Ís- lands. Um var að ræða eins konar dag- bækur Ólafs, ritaðar í fyrstu persónu, eins og Ólafur hefði ritað þær sjálfur. Stíllinn var háðslegur og gagnrýnin sem þarna birtist var mjög harkaleg. Eins og Ólafur Teitur benti á var Sigurður Guð- jónsson, forstjóri Norðurljósa, í stóru hlutverki í dagbók- unum og þá iðulega í tengslum við kosn- ingaskuldir Ólafs. Til dæmis á Degi 59. Dagur 59 „Ég veit svei mér ekki. Er það eðlilegt að forseti lýðveldisins sé kominn upp á ein- hvern lögmann úti í bæ um fjárhagslegt sjálfstæði sitt? Þegar Sigurður var farinn var ég vonlaus og magn- þrota. Það féll á mig höfgi og mér rann í brjóst. Mig dreymdi að Mar- lon Brando kæmi til mín og minnti mig á að hann ætti hjá mér greiða og vildi að ég gerðist sérstakur verndari einhvers glæpahrings. Ég hrökk upp með andfælum þegar ég kyssti hring sem hann bar á litla putta hægri handar. Hvað hef ég gert? Er ég platforseti? Er Sig- urður Guðjónsson hinn raunveru- legi forseti eða einhver skjólstæð- ingur hans? Ég verð sjálfur að finna leið til að borga þessar 25 milljónir til að losna. Ég verð. Ég verð.“ Ritstjórinn snýst í hringi Í dag er höfundur bókanna orðinn ritstjóri Fréttablaðsins og einhver harðasti stuðningsmaður Ólafs. Nú kvartar hann sáran undan því að sjálfstæðismenn hafi rofið hefðina um sameiningartáknið! Það er auð- vitað ekki lögbrot að skipta um skoðun, sem er reyndar eins gott fyrir ritstjóra Fréttablaðsins, því þessa dagana snýst hann í hringi. Í leiðara Fréttablaðsins 19. júní síð- astliðinn sagði hann í fyrirsögn: „Ólafur keppir við árangur Vigdís- ar“. Í leiðaranum sagði hann Ólaf geta vel við unað ef hann fengi 80% atkvæða þeirra sem mættu á kjör- stað, þótt Vigdís Finnbogadóttir hefði fengið rúmlega 90% árið 1988. Fimm gírar afturábak Svo bætti ritstjórinn við: „Ef kosn- ingaþátttakan fer mikið niður fyrir 65 prósent má hins vegar ætla að hluti kjósenda hafi setið heima til að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar. Jafnvel þótt hann fengi 90 prósent atkvæða við slíka kjörsókn gæti hann ekki túlkað niðurstöðuna sem sigur.“ Á kjördag bakkaði ritstjór- inn með þetta og sagði þá í leiðara að ef Ólafur fengi atkvæði frá yfir 50% atkvæðisbærra manna yrði það varnarsigur. Ólafur ynni hins vegar mikinn sigur fengi hann stuðning 55–58% atkvæðisbærra manna. 90% af 65% er einmitt 58,5%, sem viku áður var enginn sigur í huga rit- stjórans! Í leiðaranum frá 19. júní sagði ritstjórinn: „[...]Raunverulegir and- stæðingar Ólafs verða hins vegar að reikna sér auða seðla og hluta þeirra sem sitja heima á kjördag. Ef þeir leita eftir sigri í kosning- unum þurfa hátt í 40 prósent að sitja heima eða mun fleiri en 5 pró- sent þeirra sem mæta á kjörstað að skila auðu – helst hátt í 20 pró- sent.“ Skipt um skoðun Allir vita hvernig fór. Kjörsókn var aðeins um 62,5% og Ólafur fékk aðeins 67,9% at- kvæða þeirra sem mættu. Aðeins um 42,5% atkvæðisbærra manna greiddu honum atkvæði sitt. Ekki einu sinni varnarsigur sam- kvæmt skilgreiningum ritstjóra Fréttablaðsins frá því á kjördag. Auðir seðlar voru um 20,5%, meira en það sem rit- stjórinn taldi andstæð- inga Ólafs þurfa til að teljast hafa sigrað hann. En hver skyldi fyrirsögn leiðara Fréttablaðsins hafa verið 27. júní, daginn eftir kjördag? Jú: „Sigur fyrir Ólaf Ragnar“. Ritstjórinn strikaði bara yfir sín fyrri orð um hvað teldist sigur, hvað varnarsigur og hvað tap. „Þótt það séu ekki góð tíðindi fyrir forseta að hátt í fimmt- ungur kjósenda skili auðu í mót- mælaskyni eru niðurstöður þessara kosninga hins vegar nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar.“ Bara platritstjóri? Ég veit ekki hvaða álit ritstjóri Fréttablaðsins hefur á lesendum sínum. Getur varla verið mikið. Ef til vill heldur hann að fólk lesi ekki nema annan hvern leiðara og sé um viku að gleyma því sem þar stend- ur. Túlkunaræfingar ritstjóra Fréttablaðsins fyrir og eftir for- setakosningarnar eru gott dæmi um hvernig hann dregur taum ákveð- inna aðila, breytir forsendum og fer jafnvel með rangt mál ef það hent- ar. Það er næstum því fyndið að sjá leiðara Fréttablaðsins þessa dag- ana. Til dæmis mánudaginn 28. júní, undir fyrirsögninni „Flokkur í álögum“, þar sem ritstjórinn á við Sjálfstæðisflokkinn. Upprifjun á Bessastaðabókunum gefur tilefni til að spyrja hvort ritstjórinn sé í álög- um. Kannski hann sitji nú og spyrji sig spurninganna úr skáldverki sínu: Er ég bara platritstjóri? Er Sigurður Guðjónsson hinn raun- verulegi ritstjóri? Ritstjóri í álögum? Birgir Tjörvi Pétursson fjallar um ritstjóra Fréttablaðsins. Birgir Tjörvi Pétursson. ’Kannski hannsitji nú og spyrji sig spurning- anna úr skáld- verki sínu: Er ég bara plat- ritstjóri?‘ Höfundur er héraðsdómslögmaður. VÍÐA um lönd berjast menn nú við afleiðingar af flutningi manna á lífverum milli landa og heims- hluta. Sumt í þessum efnum hefur gerst í grandaleysi nánast fyrir til- viljun en einnig er um ákvarðanir að ræða sem menn töldu vera til hagsbóta en hafa á ýmsum tilvikum reynst hermdargjöf og snúist í andstöðu sína. Er þar bæði um að ræða dýra- og plöntutegundir og höfum við Íslendingar ekki farið varhluta af því. Klassísk dæmi eru minkur og lúpína en fleira hefur bæst í það safn án þess vart verði stefnumörkunar og við- bragða af hálfu stjórnvalda eins og lög þó kveða á um. Alþjóðasamningar og innlend löggjöf Í ýmsum aðþjóðasamningum og samþykktum sem Ísland er aðili að eru ákvæði sem kveða á um að- gát við flutning lífvera milli landa og er stöðugt að bætast í það safn. Grunnur var lagður með Sáttmál- anum um verndun líffræðilegrar fjölbreytni, sem íslensk stjórnvöld undirrituðu í Ríó 1992 og Alþingi staðfesti 1994 svo og með Bern- arsamningnum um verndun villtra plantna, dýra og lífsvæða í Evr- ópu, en hann hefur verið í gildi hvað Ísland varðar frá árinu 1993. Á síðasta ári var á vegum aðila að þeim samningi samþykkt sérstök stefnumörkun (strategy) um inn- flutning framandi tegunda. Á síð- asta áratug flutti undirritaður ítrekað frumvarp til laga um málsmeðferð varðandi innflutning plantna svo og um gróður- og landslags- vernd. Varð það til þess að í lög um nátt- úruvernd (nr. 44/1999) voru tekin ákvæði um innflutning ræktun og dreifingu lifandi líf- vera (41. gr.) og sér- stakur kafli um lands- lagsvernd. Eins og lögin kveða á um setti umhverfisráðherra sérstaka reglugerð (nr. 583/2000) með það að markmiði „... að koma í veg fyrir að útlendar plöntuteg- undir valdi óæskilegum breyt- ingum á líffræðilegri fjölbreytni í íslenskum vistkerfum“. Skipaði ráðherra sérfræðinganefnd um málið sér til fulltingis, bæði að því er varðar dýr og plöntur. Í nefnd- inni eiga sæti fimm fulltrúar og jafn margir til vara og er formað- ur hennar Sigurður Á. Þráinsson tilnefndur af ráðherra. Ótrúlegur seinagangur Fimm árum eftir skipun nefnd- arinnar virðist sem sáralítið bita- stætt hafi komið út úr starfi henn- ar, a.m.k. að því er varðar innflutning og ræktun plantna og hefur jafnvel meira en ár liðið á milli funda í nefndinni. Með þessu háttalagi eru stjórnvöld að bregð- ast lögboðinni skyldu en vandinn sem við er að fást vex ár frá ári eins og allir sjá sem hafa augu op- in og eitthvað þekkja til gróðurrík- isins. – Alaskalúpínan er öllum sýnileg, dæmigerð innrásarplanta í íslensku umhverfi sem festir ekki aðeins rætur á ógrónu landi heldur dreifist yfir lyngmóa og kæfir lág- vaxinn gróður sem fyrir er. Innan fárra áratuga mun lúpína ef ekk- ert er að gert þekja hlíðar og lág- lendi í heilu landshlutunum. Fleiri ágengar tegundir hafa bæst í þennan hóp svo sem skógarkerfill og nú síðast tröllahvönn sem er al- þekkt og vaxandi vandamál í ná- grannalöndum eins og Danmörku. Hvað dvelur menn að bregðast við svo augljósum vanda og stór- spjöllum á íslenskri náttúru? Innflutningur lífvera, hvað líður stefnumörkun? Hjörleifur Guttormsson fjallar um flutning lífvera milli landa ’Hvað dvelur menn aðbregðast við svo aug- ljósum vanda og stór- spjöllum á íslenskri náttúru?‘ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er líffræðingur, fyrrum alþingismaður og ráðherra. Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 Rómantískur rúmfatnaður NÚ VIRÐIST liggja fyrir að ekk- ert verður af fyrirhugaðri þjóð- aratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalög- in þar sem ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi að afnema lögin sem fyr- irhugað var að kjósa um og leggja þess í stað fram nýtt og breytt frumvarp. Fréttablaðið leitaði viðbragða Jónatans Þórmundssonar við þessum tíðindum hinn 5. júlí sl. Í viðtali er haft eftir Jónatan að fljótt á litið telji hann að löggjafarvaldinu sé heimilt að grípa til þeirra aðgerða sem nú hafa verið kynntar. Jafnframt segir Jón- atan: ,,Þingið getur fellt úr gildi þessi lög. Ég held að formlega séð fái það staðist. Hitt er svo annað mál hvernig það lítur út lýðræð- islega þegar búið er að taka ákvörð- un um að þjóðin fái að segja skoðun sína. Ég held að þetta standist lög- fræðilega en ég er í meiri vafa um þetta lýðræðislega.“ Ég geri ráð fyrir því að lögfræð- ingurinn Jónatan hafi verið að tjá sig um hinar formlegu heimildir Al- þingis en ég er í meiri vafa um þann sem hafði efasemdir um lýð- ræðið í þessu sambandi. Mig grunar að hér sé enn á ferðinni sá hvimleiði kækur að greina ekki á milli þess sem heyrir til lögfræðilegra skoð- ana og þess sem heyrir til pólitískra skoðana eða bara skoðana. Og af því mér er annt um lögfræðina og lýðræðið, eins og Jónatan býst ég við, langar mig að bregðast við orð- um Jónatans á þennan hátt: Hin tilvitnuðu orð benda til þess að Jón- atan Þórmundssyni, talsmanni viðbragðs- hóps Þjóðarhreyfing- arinnar, gangi illa að greina á milli þess lög- fræðings sem segja má að í honum búi og þess stjórnmálamanns sem hann virðist langa til að vera. Þegar sagt er að Alþingi hafi form- lega heimild til að af- nema lög er verið að lýsa lögfræðilegum veruleika sem er satt að segja mjög einfaldur. Svo ein- faldur að það þarf ekki lögfræðing til að koma auga á hann. Þegar efast er um að það sé lýðræðislegt að Alþingi geri það sem Alþingi hef- ur heimild til að gera og er alltaf að gera, þ.e. að afnema lög og setja ný, þá er sú skoðun ekki lögfræðileg. Það er e.t.v. einhvers konar nýlýð- ræðisleg pæling sem kann að vera ávöxtur nútímalegra umræðustjórn- mála. Ég er alveg ósammála Jónatan í því að það geti verið eitthvað ólýð- ræðislegt við að Alþingi geri það sem Alþingi má, eða með öðrum orðum nýti formlegar heimildir sín- ar. Mér finnst það eiginlega liggja í hlutarins eðli að það geti ekki verið ólýðræðislegt. Hvort menn eru póli- tískt sammála því að ríkisstjórnin geri þetta eða vilji að hún geri eitt- hvað annað, það er allt annað mál. Ég tel alveg öruggt að enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar eða þingmaður stjórnarmeirihlutans hafi vilja eða ásetning til að brjóta gegn stjórnarskránni, hvorki í þessu máli né öðrum. Allt ann þetta fólk lýðræðinu, það er ég líka viss um. Menn kann hins vegar að greina á um hvernig það verður best tryggt, bæði gagnvart stjórn- arskránni og í sjálfu sér. Þegar Jónatan Þórmundsson og félagar væna ráðherra og þingmenn stöð- ugt um að vilja brjóta stjórn- arskrána, með þeim rökum sem þeir hafa teflt fram, eru þeir að gengisfella lögfræðina. Og þegar þeir væna þetta fólk stöðugt um að vera andlýðræðislegt eru þeir að gengisfella sjálfa sig. Viðbrögð Jónatans Heimir Örn Herbertsson skrif- ar um breyttar forsendur þjóðaatkvæðagreiðslu ’Og þegar þeir vænaþetta fólk stöðugt um að vera andlýðræðislegt eru þeir að gengisfella sjálfa sig.‘ Heimir Örn Herbertsson Höfundur er héraðsdómslögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: