Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 23 TVEGGJA daga Ísr-aelsheimsókn Moham-eds ElBaradei, fram-kvæmdastjóra Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA), hefst í dag og er búist við því að hann muni krefja stjórn landsins um skýr svör varðandi kjarnorkumál landsins, hvort það eigi kjarnavopn eða búi yfir tækni- þekkingu og áhöldum til þess að framleiða þau. ElBaradei sótti landið heim fyr- ir sex árum síðan og ræddi þá þau mál við Benjam- in Netanyahu, þáverandi for- sætisráðherra Ísraels. Ísraelar hafa hvorki staðfest né neit- að því að eiga kjarnorkuvopn fram til þessa. Talsmenn IAEA vilja ekki tjá sig um hversu mikinn þrýsting fram- kvæmdastjórinn muni leggja á stjórnina í heimsókn sinni en Ísr- ael hefur átt aðild að stofnuninni allt frá stofnun hennar 1957. „Við drögum þá ályktun að Ísrael geti framleitt kjarnorkuvopn og eigi þau jafnvel,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Mark Gwozdecky. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels og ráðamenn ísr- aelsku kjarnorkustofnunarinnar ekki hafa í hyggju að ræða þau mál af nokkurri alvöru. Opinber afstaða Ísraelsstjórnar sé að frið- arsamningar verði að nást milli Ísraels og allra nágrannaríkja þess áður en hægt sé að semja um kjarnorkumál. Ísrael muni heldur ekki semja um slíkt á meðan Ír- anar séu í laumi að þróa kjarna- vopn. ElBaradei hefur gagnrýnt Ísr- aelsstjórn fyrir að eiga með leynd kjarnorkuvopn og skapa með því ójafnvægi í Mið-Austurlöndum. Hún ætti frekar að fjalla um þann möguleika að gera Mið-Austur- lönd að kjarnorkulausum heims- hluta, að áliti framkvæmdastjór- ans. Litlar líkur á árangri í heimsókninni Morgunblaðið ræddi við ElBar- adei þann 27. janúar á þessu ári og spurði þá meðal annars um meint kjarnorkuvopn Ísraela. „Ég hef ítrekað sagt að til lengri tíma litið sé ekki hægt að búa við þær að- stæður að sumum þjóðum leyfist að eiga kjarnorkuvopn á meðan öðrum leyfist það ekki,“ sagði El- Baradei. „Þetta ósamræmi, þessi ósamkvæmni, tryggir að sum ríki telja sig hafa ástæðu til að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Ástæða er til að hafa sérstakar áhyggjur af þessari stöðu í þeim heimshluta þar sem hvað mestur órói ríkir, þ.e. í Mið-Austurlönd- um.“ Háttsettir embættismenn sem þekkja vel til starfsemi IAEA segja að heimsókn ElBaradeis muni ekki breyta afstöðu Ísraela og sérstaklega þá í ljósi þess að erkifjendur þeirra Íranar séu að gera tilraunir með framleiðslu slíkra vopna í laumi. „Færið mér frið“ Fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, Shimon Peres, sagði árið 1995 að ef friður næðist í Mið- Austurlöndum gætu þau orðið kjarnorkuvopnalaus. „Færið mér frið og við munum sleppa hönd- unum af atóminu,“ sagði Peres. Stefna Ísraela í kjarnorkumál- um, að gefa ekki skýr svör, er til þess gerð að halda grannþjóðun- um í hæfilegri fjarlægð og hindra mögulegar árásir þeirra á landið. Ísraelum hefur tekist vel að fela spor sín í kjarnorkumálum, þeir virðast kaupa kjarnorkuupplýsing- ar fremur en að stunda sýnilegar tilraunir. Þeir munu á sínum tíma hafa átt samstarf um rannsóknir við stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku sem reyndi að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Ísraelar hafa ekki undirritað Samninginn um bann við út- breiðslu kjarnavopna (NPT) en dagblaðið Haaretz heldur því fram að ElBaradei muni hvetja Ísraela til undirskriftar. En litlar líkur eru sagðar á því að honum verði kápan úr því klæðinu. Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna hefur lagt fram 13 ályktanir frá árinu 1987 þar sem það hvetur Ísraela til þess að gerast aðili að samn- ingnum. Ísrael talið eiga 300 kjarnaodda Stjórn Bandaríkjanna hefur þó ekki þrýst þar á vegna samkomu- lags sem Richard Nixon, þáver- andi Bandaríkjaforseti, og fyrr- verandi forsætisráðherra Ísraels, Golda Meir, gerðu með sér 1969 þar sem ákveðið var að Banda- ríkjastjórn myndi ekki þrýsta á slíka aðild af hálfu Ísraela. Sannanir þykja feikinógar fyrir kjarnorkuvopnaeign Ísraela. Kjarnorkuvísindamaðurinn Mor- dechai Vanunu, sem starfaði við Dimona-kjarnorkuverið, sagði í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times árið 1986 að Ísrael- ar ættu mikinn fjölda kjarnorku- vopna. Hann var látinn dúsa í ísr- aelsku fangelsi í 18 ár fyrir vikið og var látinn laus þann 21. apríl síðastliðinn. Ísraelskir ráðamenn hafa þar að auki margir verið hársbreidd frá því að staðfesta kjarnorkuvopnaeign stjórnvalda. Sérfræðingar telja að Ísraelar eigi allt að 300 kjarnaodda og séu tæknilega færir um að setja fleiri slíka saman með hraði. David Al- bright, fyrrum kjarnorkueftirlits- maður í Írak, segir að þrátt fyrir ófriðarástandið í Mið-Austurlönd- um sé kannski rétti tíminn nú fyrir heimsókn ElBaradeis. Ógn stafi ekki lengur af mögulegum gereyð- ingarvopnum Íraka og Íranar hafi verið „einangraðir“ með alþjóðleg- um kröfum um að þeir upplýsi um sín kjarnorkumál. Haaretz telur að aukinn samstarfsvilji Líbýu- manna, sem horfið hafi frá áætl- unum sínum um auðgun úrans, muni beina enn frekari athygli að kjarnorkumálum í Ísrael. Kjarnorkumálastofnun Ísraels vígði nýtt vefsvæði síðastliðinn sunnudag, 4. júlí. Ensk útgáfa þess sýnir tvær ljósmyndir af kjarnaofnunum í Dimona og Sorek en hvergi er minnst á kjarnorku- vopnaeign eða tæknigetu til fram- leiðslu þeirra. ElBaradei krefur Ísraela svara Fréttaskýring|Ísraelar hafa fram til þessa ávallt neitað að segja af eða á um það hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Æ fleiri krefjast þess nú að þeir leysi frá skjóðunni.                  50#  &    $6 3  ) 73 $3 0 $  0   4   2    7. #0  7 $3  0"     7 '1023!456257892"651:5 8  $$,    : 7&  3 "  6 5 1 : (0 !  7   8    & &'3   4    !" : Q R -  ;   # $% & ' ( 9 .$ CB0).A0 & CA00  A00  *H  DA00 & .A00  D000  , H  C00 & DB0  A0  %<  9 .$ ( . &   2  ( 6 : ; '  (0 "# $  ,     ' &    &8  4  && '3   57 -  ')   & ( 6 CA00 &  AE?1&   @0'7  H   )D.+  -4)<   & - 3H  )D.+ : 4 5++) DA00 & , <+ !  %    4   %<  2  ,8  *8   %7 "4 < !     3  $3  0"  2  Mohamed ElBaradei ’Ísraelum hefur tekistvel að fela spor sín í kjarnorkumálum, þeir virðast kaupa kjarn- orkuupplýsingar fremur en að stunda sýnilegar tilraunir.‘ tta sátta- nar og iðlafrum- r að fjöl- starfa. , formað- – græns hefði upp- ar til að þjóðarat- miðlalög- lfum sól- ð hefjast, nir af því an „til að ð“, sagði nýja fjöl- hann það ótrúlega æstvirtan n hugleitt eða kannað hvort frumvarp ríkis- stjórnarinnar sé þinglegt? Er ekki í því fólgin óþingleg ætlan um að fara á svig við stjórnarskrána og hafa með brögðum af þjóðinni réttinn til þess að kjósa um málið í samræmi við ákvæði 26. gr. stjórnarskrárinn- ar?“ spurði hann. Næstur í pontu var Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Minnti hann einnig á, eins og fleiri stjórnarandstæðingar, að til þessa þings hefði verið boðað til að setja lög um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. „Stjórnarand- staðan hefur nú lagt fram frumvarp um framkvæmdina enda var það verkið sem þessi fundur átti að ljúka og annað mál ekki á dagskrá.“ Sagði hann að nú ætti að haga málum á annan veg; „afnema lög og koma í veg fyrir að málskotsrétturinn sé virtur og setja ný fjölmiðlalög“. Spurði hann því næst hvert ríkis- stjórnin væri að fara. „Vilja menn ekki fá dóm þjóðarinnar? Þola menn ekki að íslenska þjóðin fái að taka af- stöðu til einstaks máls og móta sér þær lýðræðishefðir sem víða eru í löndunum hér í kringum okkur?“ Engin synjun í gildi Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að sú aðferð, að boða til þjóð- aratkvæðis, með þeim hætti, sem miðað væri við í 26. grein stjórnar- skrárinnar, þekktist hvergi í heim- inum. Þá sagðist hann telja að á fundi fulltrúa ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar í síðasta mán- uði hefði náðst ágætt samkomulag um að þingið kæmi saman á þessum degi. Síðan sagði hann: „Í þessum efnum liggur það fyrir að lög taka gildi við synjun forseta. Það liggur einnig fyrir – og þá auðvitað um leið – að ef þingið fellir slík lög úr gildi með lagasetningu þá eru þau ekki lengur í gildi. Þá er engin synjun í gildi. Og sérstaklega þegar búið er um hnútana – eins og gert er hér – að það verði séð til þess að þingkosn- ingar hafi farið fram áður en lögin fá endanlegt gildi. Þá er ekkert vanda- mál á ferðinni, augljóslega ekkert vandamál á ferðinni.“ Davíð sagði síðan að hann hefði tekið eftir tvennu í málflutningi Öss- urar Skarphéðinssonar í fjölmiðlum kvöldið áður. „Í fyrsta lagi að þetta væri fullkomin uppgjöf ríkisstjórn- innar og síðan var þetta algjörlega óstjórnlega ósvífin aðgerð.“ Sagði Davíð að þetta væri í fyrsta skipti sem sagt væri að fullkomin uppgjöf væri óstjórnlega ósvífin. Spurði hann því næst hvernig hægt væri að sam- þykkja að uppgjöf væri ósvífin. Fjórða umræðan Fleiri þingmenn stjórnarandstöð- unnar tóku til máls. Bryndís Hlöð- versdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði áhöld um það hvort þessar fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar stæðust stjórnarskrá og þingskaparlög. Með nýja fjöl- miðlafrumvarpinu væri í raun verið að hefja fjórðu umræðu um sama málið á sama þingi. Það stæðist ekki. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, sagði að ríkisstjórnin ætlaði með offorsi að koma sömu löggjöfinni aftur í gegn- um þingið og Magnús Þór Hafsteins- son, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sagði ömurlegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin reyndi að koma sér undan því að fara eftir stjórnarskránni. a laginu, þ.e. handauppréttingu, og ekki verð- gt að hringja til þingfunda eða atkvæða- slu. „Ljós er ekkert í ræðupúlti né klukka og forseti hafa þá reglu við fyrstu umræðu þeg- mamörk gilda að slá létt í bjölluna þegar mín- r eftir af ræðutímanum,“ sagði Halldór og ingmenn um að sýna þessum aðstæðum skiln- gi kom saman til sumarþings síðdegis í gær ðan gagnrýndi a harðlega Morgunblaðið/ÞÖK r stjórnar- á Alþingi ðagreiðslu nna svo- yrir því að gildra at- Flutnings- eru Össur aður Sam- grímur J. Vinstri- æns fram- istjánsson, lokksins. byggist á ngin kosn- ur um lág- nn meiri- egi setja í d fyrirhug- reiðslu um forseti Ís- stingar 2. gr. stjórn- arskrárinnar,“ segir í greinar- gerð frumvarpsins. „Þeir þrír stjórnmálaflokkar sem að frumvarpinu standa telja engin rök hafa komið fram sem réttlæta slíkar takmarkanir á kosningarétti. Kosningahöft af því tagi væru í andstöðu við ís- lenska lýðræðishefð. Þau væru ennfremur í andstöðu við fyrir- mæli í ákvæðum stjórnarskrár- innar sjálfrar um kosningar, þjóðaratkvæðagreiðslur og jafn- ræði borgaranna. Þá er hætt við að lög af því tagi stæðust ekki al- þjóðlega mannréttindasáttmála sem Íslendingar hafa staðfest. Í samræmi við þetta má benda á að sérfræðingar á sviði stjórn- skipunarréttar treysta sér ekki til að fullyrða að ekki leiki að minnsta kosti vafi á um að slíkar takmarkanir kynnu að brjóta í bága við stjórnarskrána. Þetta kemur m.a. skýrt fram í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Alþingi hefur ríkar skyldur gagnvart stjórnarskránni. Það getur ekki sett lög sem vafi leik- ur á að standist stjórnarskrána.“ Kostnaður greiddur úr ríkissjóði Frumvarpið er sértækt, þ.e. það er samið í kringum þjóð- aratkvæðagreiðsluna um fjöl- miðlalögin. Er þar lagt til að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram 14. ágúst nk. og að at- kvæðagreiðslur utan kjörfundar hefjist svo fljótt sem auðið er eft- ir að kjördagur hafi verið aug- lýstur. Þá er lagt til að allur kostnaður vegna atkvæðagreiðsl- unnar skuli greiddur úr ríkis- sjóði. aldur meirihluti ráði

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu: 23
https://timarit.is/page/3568254

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: