Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 36
MENNING 36 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ 1. Fo rsýn . M i ð 07 .07 20 :00 UPPSELT 2 . Fo rsýn . F im 08.07 20 :00 UPPSELT F rumsýn. Fös 09.07 20 :00 UPPSELT 2 . sýn . Lau 10 .07 20 :00 UPPSELT 3 . sýn . F im . 15 .07 20 :00 ÖRFÁ SÆTI 4. sýn . Fös . 16 .07 20 :00 LAUS SÆTI 5. sýn . Lau . 17 .07 20 :00 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008. lau. 10. júlí kl. 16.30 upps. fim. 15. júlí kl. 19.30 fim. 22. júlí kl. 19.30 Yfir 8000 miðar seldir lau. 10. júlí kl. 19.30 upps. fös. 16. júlí kl. 19.30 R eykjavík, Metallica er með ykkur! Eruð þið með Metallica? rymur James Hetfield þar sem hann trónir yfir lýðnum á sviði Egilshallar. Kóngur er krýndur á Íslandi eftir langt hlé. Ekki stendur á svari. Reykjavík er á hans bandi. Gefur sig goðunum, þessu víðfeðma skrímsli, á vald. Á undan er gengið upphafslagið, Blackened, hin endanlega adrena- línsprauta. Eftir 23 ára bið er Metal- lica í bænum. Haldið ykkur fast! Tæpum tveimur klukkustundum áður stend ég á öðrum stað í húsinu og bíð. Ég á bókað viðtal við Lars Ulrich, trommuleikara Metallica, en hann er hvurgi að finna þótt stundin sé runnin upp. Skipuleggjendur skálma um ganga. Hann fór víst út að hlaupa. Aðrir meðlimir þessarar goðsagnakenndu bandarísku hljóm- sveitar eru á staðnum, James Het- field, Kirk Hammett og Robert Trujillo hafa lokið að ræða við aðra fréttamenn og huga nú að aðdáend- um. Ég hef hins vegar skýr fyr- irmæli um að ónáða þá ekki. Lars er minn maður. Vonandi hefur hann ekki villst í Rimahverfinu. Ég gef mig á tal við vöðvabúnt sem virðist vaka yfir þeim félögum. Það róar mig niður. „Lars kemur,“ fullyrðir vöðvabúntið djúpum sann- færandi rómi. Rifjast þá upp fyrir mér umsögn sem ég las í útlensku blaði í gamla daga, þar sem sagði um trommuleik Lars að hann væri ekki sá nákvæm- asti í tímasetningum en hann kæm- ist ávallt á leiðarenda. Það er hugg- un. Það er heldur svo sem engin ástæða til að kvarta, ég hef beðið eft- ir Metallica í tvo áratugi, þannig að nokkrar mínútur í viðbót breyta engu. Herbergi við hæfi Skyndilega verður uppi fótur og fit. Lars er kominn í hús. Hann gengur ákveðnum skrefum í áttina að mér við annan mann. Við heils- umst kumpánlega tæplega hálftíma síðar en fyrirhugað var. Þessi um- deildi maður er lágvaxinn og fín- gerður. Svolítið ör. Ég vísa honum inn í sérstakt fjöl- miðlaherbergi, þar sem menn leggja að jafnaði stund á karate. Kappinn rekur upp stór augu þegar inn er komið. „Þetta hlýtur að vera litrík- asta herbergið í húsinu,“ veltir hann fyrir sér og ég get ekki stillt mig um að skrökva því til að ég hafi pantað það sérstaklega fyrir hann. Lars skellir uppúr. „Fyrirgefðu hvað ég er seinn,“ af- sakar hann strax og við höfum kom- ið okkur fyrir í sófanum, „en dag- urinn hefur verið viðburðaríkur hjá mér. Ég fór að skoða Geysi og það allt saman og snæddi þennan dýr- indis hádegisverð í litlu þorpi sem ég kann ekki að nefna. Á bakaleiðinni lentum við í umferðartöfum og vor- um seinir fyrir af þeim sökum. Ef við höfum ekið eins og Ítalir vil ég nota þetta tækifæri og biðja hlutaðeig- andi afsökunar,“ segir Lars sposkur á svip. Við? spyr ég. Var öll hljómsveitin með í för? „Nei, nei, bara við,“ svar- ar Lars og nikkar kolli til aðstoð- armanns síns sem verður okkur ber- sýnilega innan handar. Hann hefur þá farið einn á stúf- ana. Líklega runnið blóðið til skyld- unnar, að skoða gömlu nýlenduna. Lars Ulrich er nefnilega Dani. Allt um það. Látum þá hendur standa fram úr ermum. Aðstoð- armaðurinn gefur okkur tuttugu mínútur og hvolfir tímahylkinu. Þetta er bara helvíti mergjað! Ferill Metallica hefur verið ótrú- legt ævintýri þessi 23 ár. Yfir 90 milljónir platna seldar. Eitt stærsta tónleikaband heims ár eftir ár. Mér liggur við að segja að þið hafið gert allt. Hvað er það sem brýnir ykkur eftir öll þessi ár? „Það er nú það,“ byrjar Lars hægt og strýkur vangann. „Ætli það sé ekki umhyggja og virðing fyrir því sem við erum að fást við. Nú þegar við eldumst kunnum við betur að meta það sem við erum að gera og njótum þess betur. Tökum okkur ekki eins hátíðlega og áður. Inn í þetta fléttast líka sú staðreynd að þegar maður kemst yfir ákveðinn hjalla á ferlinum hættir maður að metast. Verður víðsýnni. Þegar maður er á þrítugsaldri er maður svo upptekinn af því að upplifa æskudrauminn að ekkert annað kemst að. Fertugsaldurinn fer allur í að átta sig á því hver þessi draumur er og hvaða þýðingu hann hefur. Það er ekki fyrr en nú, þegar maður er orðinn fertugur, að manni verður loksins ljóst að þetta er bara helvíti mergjað. Svona er ekki amalegt að lifa lífinu,“ segir Lars og hlær með bakföllum. „Í vissum skilningi erum við því að byrja upp á nýtt. Núna er- um við til dæmis á stað sem við höf- um ekki sótt heim áður. Vitum hvorki hvað snýr upp né niður og höfum ekki hugmynd um hvað við eigum í vændum. Það er eitthvað tært og heilbrigt við að vera í þeim sporum. Ætli það sé ekki þetta sem brýnir mig og hvetur til ærlegra verka.“ Helstu þungarokkshljómsveitir níunda áratugarins eru ýmist út- brunnar eða horfnar af sjónarsvið- inu. Hver er skýringin á því að vin- sældir ykkar hafa viðhaldist? Að Metallica rís eins og Fönix úr rúst- um þungarokksins? „Ætli skýringin sé ekki sú að við höfum alltaf lifað í eigin heimi. Okk- ar eigin kúlu. Það hljómar kannski eins og hver önnur klisja en við höf- um aldrei farið að leikreglum. Við lútum eigin lögmálum. Við höfum alla tíð virt strauma og stefnur að vettugi og aldrei heyrt til ákveðnum hreyfingum. Þess vegna hafa ófarir annarra engin áhrif á okkur. Kannski liggur skýringin líka í því að við höfum alltaf lagt meiri áherslu á þarfir hljómsveitarinnar en okkar eigin þarfir. Margir forsprakkar rokkhljómsveita sem nutu hylli á ní- unda áratugnum féllu í þá gryfju að setja sjálfa sig í öndvegi. Þar með voru örlög hljómsveitanna ráðin. Í þessum bransa er farsælla að hugsa í heildum en einingum.“ Sækjum í hlýjuna Þið eruð nú að ljúka sex vikna tón- leikaferðalagi um Evrópu. Er tón- leikahald alltaf jafn nauðsynlegt? „Ég myndi ekki velja orðið nauð- synlegt. Ég hef ekki trú á því að neitt sé nauðsynlegt lengur. Það samræmist ekki minni sýn á heim- inn. Á hitt ber þó að líta að þegar maður hefur gefið út vinsæla plötu – og St. Anger er vinsælasta plata okkar í Evrópu síðan „Svarta plat- an“ kom út fyrir þrettán árum – verður maður að hlýða kallinu. Um þessar mundir nýtur hljómsveitin mikillar hylli í Evrópu og við sækj- um einfaldlega í hlýjuna.“ En er þetta ekki lýjandi? Þú misstir af fyrstu Metallica- tónleikunum í 23 ár í Englandi í síð- asta mánuði vegna smávægilegra veikinda. Þið eruð komnir á fimm- tugsaldur. „Auðvitað getur þetta verið lýj- andi. Ferðalögin léttast ekki með ár- unum og maður þarf að vera fjarri fjölskyldunni löngum stundum. En þegar upp er staðið erum við í eðli okkar sígaunar sem spila tónlist og ferðast þangað sem vinnu er að hafa. Á endanum hefur þetta líka fleiri kosti en galla, þannig að við kvörtum ekki.“ Lífsstíll ykkar hefur breyst tals- vert mikið … „Það ætla ég rétt að vona,“ grípur Lars hlæjandi frammí. Það sem ég á við er að þið hafið hægt ferðina. Þrír ykkar eruð giftir og þið James eruð báðir orðnir feð- ur. Hvaða áhrif hefur það haft á hljómsveitina? „Fyrst og fremst jákvæð áhrif. Reynsla okkar af föðurhlutverkinu hefur gefið okkur aukna dýpt sem manneskjur og kennt okkur að meta lífið betur. Vandamálið er alltaf að finna jafnvægið. Þá er ég að tala um fjölskyldu og vinnu. Okkar vinna er um margt óvenjuleg og það hefur reynst ágætt að hafa sitthvað að sýsla utan hennar. Stundum getur verið gott að kúpla sig frá vinnunni. Það er bara mannlegt. Það er dásamlegt að eiga börn og við reyn- um að verja eins miklum tíma og unnt er með þeim. Beinu áhrifin eru þau að við höf- um stytt tónleikaferðir okkar. Ferð- umst yfirleitt ekki lengur en 4–5 vik- ur í einu í stað 8–9 vikna áður. Þetta þýðir að við erum oftar heima hjá okkur, auk þess sem börnin ferðast stundum með okkur, sem er mjög skemmtilegt.“ Nú haldið þið vestur um haf til að vera viðstaddir frumsýningu heim- ildarmyndar um ykkur, Some Kind of Monster, sem þegar er farið að sýna hér á landi. Þetta er um margt óvenjuleg mynd. Eruð þið ánægðir með útkomuna? „Já, mjög ánægðir.“ Og? Ég bíð um stund en svarið verður bersýnilega ekki lengra. Þessi mælskasti maður í rokk- heimum hefur brugðið upp pók- erfésinu og bitið í vörina. Sagt er að við upphaf vinnunnar Með málm í æðum Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið saman komnir undir einu þaki en þegar stærsta og áhrifamesta þungarokksveit allra tíma, Metallica, tók Íslendinga formlega í tölu rokkenda við hátíðlega athöfn í Egilshöll í Grafarvogi sl. sunnudagskvöld. Orri Páll Ormarsson var á vettvangi og ræddi við trommuleikarann umdeilda, Lars Ulrich. Morgunblaðið/ÞÖK Lars Ulrich: Við höfum alltaf lifað í eigin heimi. Okkar eigin kúlu. Það hljómar kannski eins og hver önnur klisja en við höfum aldrei farið að leikreglum. Við lútum eigin lögmálum. Við höfum alla tíð virt strauma og stefnur að vett- ugi og aldrei heyrt til ákveðnum hreyfingum. Þess vegna hafa ófarir annarra engin áhrif á okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: