Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 16
Fljótsdælingar höfnuðu því á dög-unum að sameinast öðrum sveit-arfélögum á Fljótsdalshéraði ogætla sér að standa einir og sjálfir í
fyrirsjáanlegri framtíð. Í dalnum þeirra fara
fram umfangsmiklar framkvæmdir vegna
Kárahnjúkavirkjunar og þorp hefur risið í
dalbotninum, þar sem syngur hátt í borkrón-
um og vinnuvélum dagana langa. Gunnþór-
unn Ingólfsdóttir er oddviti þeirra 93 Fljóts-
dælinga og 157 þorpsbúa sem dalinn byggja
og sagði Morgunblaðinu hvað væri efst á
baugi í sjálfstæðisviðleitni hreppsbúa.
„Við munum hafa eitthvert ráðrúm til upp-
byggingar í Fljótsdal þegar tekjur af stöðv-
arhúsi Kárahnjúkavirkjunar koma til okkar
árið 2007 eða þar um bil,“ segir Gunnþórunn.
Sú upphæð er áætluð um eða yfir 45 milljónir
árlega, en liggur þó ekki fyrir. „Samgöngur,
raforkumál, fjarskipti og hitaveita er það sem
við erum að horfa á hér í dreifbýlinu, því
okkur vantar nauðsynlega fleiri stoðir. Nú er
til dæmis verið að fara í nýja hluti tengda
Kárahnjúkavirkjun sem snúa beint að okkur
hér í Fljótsdalnum. Verið er að byrja á fram-
kvæmdum við Fljótsdalslínu 3 og 4, sem fer
þvert yfir Fljótsdal og niður á Reyðarfjörð til
væntanlegs álvers og mun verða mjög áber-
andi þar sem hún þverar dalinn. Hér er verið
að reisa stærstu virkjun landsins, en í daln-
um höfum við ekki þriggja fasa rafmagn og
erum ósátt við það. Taka þarf raflínur niður á
þeim köflum þar sem þær liggja þvert á
Fljótsdalslínu. Þegar raflínurnar eru á annað
borð komnar í jörðu eru þær í raun tilbúnar
til að flytja þrjá fasa. En Landsvirkjun er
eitt og RARIK annað og því á eftir að vinna
þetta nánar. Þá þarf að huga að dauðum
blettum í fjarskiptasambandi í dalnum og að
vegbótum, þrátt fyrir að þær hafi verið
drjúgar í kjölfar virkjunarinnar.“
„Framtíðaráhugamál okkar er heita vatnið
úr stöðvarhúsinu og hitaveita,“ heldur Gunn-
þórunn áfram. „Þetta er hugmynd sem var
komið til okkar af stöðvarstjóra Blönduvirkj-
unar. Honum þótti alltaf sárt að sjá þessa
orku, sem til verður vegna varmaaukningar á
vélunum, ónýtta. Vélarnar sem fara í stöðv-
arhús Kárahnjúkavirkjunar eru hannaðar
með það í huga að þær geti framleitt orku.
Landsvirkjun gæti þá hugsanlega afhent þá
orku við stöðvarhússvegginn og svo ætti eftir
að vinna heilmikið með hana áður en þetta
yrði að einhverjum alvöru möguleika. Vél-
arnar framleiða ekki allan þann varma sem
til þyrfti, sem kallar á notkun varmaskipta.
Þrátt fyrir það segir frumkönnun að þetta sé
mjög hagstæð orka og raunverulegur mögu-
leiki fyrir styttri vegalengdir og til skógar-
iðnaðar, svo dæmi sé tekið. Skógariðnaður
þarf heitt vatn og við horfum einmitt sér-
staklega til hans sem tækifæri til atvinnu-
sköpunar.“
Vaxandi ferðaþjónusta
Gunnþórunn segir ferðaþjónustuna einnig
vaxandi og nefnir að verið sé að setja upp
tjaldsvæði við Végarð. Þá geti Vatnajök-
ulsþjóðgarður, ef af verður, gefið töluverð
tækifæri. Hún segir Fljótsdalinn góðan til
landbúnaðar og að þar liggi einnig mögu-
leikar, þó ekki sé mikil nýliðun í búskap. Í
dalnum eru engin kúabú en á flestum jörðum
sauðfé. Flest eru þetta meðalstór bú og næg-
ir afréttir. 25 jarðir eru nú í byggð, en voru
rúmlega 30 þegar mest lét. Aukin eftirspurn
er eftir jörðum til ræktunar í dalnum og
einnig eftir húsum og jarðnæði, þó fyrirspyrj-
endur séu ekki í búskaparhugleiðingum.
Virkjunarframkvæmdin hefur vissulega
sett mark sitt á dalinn. Þannig hefur gamla
félagsheimilið Végarður verið endurbyggt og
stækkað og er þar, auk hreppsskrifstofunnar,
sýningaraðstaða Landsvirkjunar vegna Kára-
hnjúkavirkjunar. Fosskraft er með miklar
framkvæmdir innst í dalnum og þar hefur
risið þéttbýli við gangamunna að stöðvarhúsi
og strengjagöngum, með tilheyrandi umferð
og skarkala. Sambúðin gengur lipurlega og
reynt er að bæta innstu bæjunum sem verða
mest varir við raskið það upp með ein-
hverjum hætti. Daglegt tal manna snýst nú
oftar en ekki um virkjunartengd málefni og
ekki síst vegna þeirra varnaraðgerða sem
fara þarf í vegna landbrots og blotnunar
lands af völdum vatnsaukningar í Lagarfljóti.
Fallvatn virkjunarinnar mun renna í miklum
skurði frá stöðvarhúsinu út í Jökulsá í Fljóts-
dal og þaðan í Lagarfljót sem við það verður
mun vatnsmeira og þar að auki öðru vísi á lit-
inn, dekkra og gruggugra.
„Stórar spurningar hafa vaknað hjá okkur
um vatnaflutningana og áhrif þeirra á bæði
landbúnaðinn og aðra starfsemi í sveitinni.
Menn hafa áhyggjur af þessu,“ segir Gunn-
þórunn. „Fyrst og fremst snúa varn-
araðgerðir að ræktuðu landi sem blotnar upp,
þannig að ekki komi til skerðingar á landbún-
aði. Mikilli vinnu hefur verið varið til meta
hugsanleg áhrif af vatninu á gróið land af
hendi Landsvirkjunar og svo fengum við
starfsmann Bændasamtakanna til að skoða
þetta líka. Sett var upp heildarviðbragðsáætl-
un sem hefur ekki alveg gengið til enda, því
verið er að ganga frá samningum við hvern
og einn landeiganda um aðgerðir á hverri
jörð fyrir sig. Um er að ræða bakkavarnir,
skurðgröft og ræktun nýrra túna. Þetta er
umfangsmikil framkvæmd sem er að hefjast
um þessar mundir. Það verður byrjað á að
grafa skurði til að þurrka landið, eins þarf nú
að huga að undirbúningi dælustöðvar við
Skriðuklaustur, því gert er ráð fyrir að losa
þessi flötu nes sem liggja innarlega í daln-
um.“
Fljótsdælingar spakir
Gunnþórunn segir varnarframkvæmdirnar
leggjast sæmilega í menn. „Fljótsdælingar
eru yfirleitt rólegir og þróast með sínu um-
hverfi. Ekki þannig að ég haldi að þeir séu
almennt ofsaglaðir eða sáttir, þeir eru mis-
sáttir en líta á þetta sem eitthvað sem var
óhjákvæmilegt fyrst menn vildu þessa fram-
kvæmd. Virkjunin var það eina sem var í
spilunum til að hjálpa fjórðungnum, það var
ekki boðið upp á neitt annað. Því urðu menn
að taka þátt, eða horfa ella upp á hnignandi
landbúnað og erfiðleika í þéttbýliskjörnunum.
Þetta er því sameiginleg fórn.“
Litli hreppurinn með stóru áformin: Gunn-
þórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdælinga,
segir íbúana spaka og bjartsýna.
Lífið í dalnum gengur að mestu sinn vanagang en virkjunin knýr íbúa bæði til sóknar og varnar
Fljótsdælingar
búast til landvarna
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
MINNSTAÐUR
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Reykjanesbær | Breskir fjárfestar
hafa hug á að byggja æfingaakst-
ursbraut á Reykjanesi vegna rann-
sóknar- og þróunarverkefna fyrir
bifreiða- og hjólbarðaframleið-
endur. Hugmyndir eru uppi um að
finna brautinni stað við Reykjanes-
brautina í nágrenni við rústir fjar-
skiptasendistöðvar varnarliðsins við
Broadstreet en þar hafa vél-
hjólamenn og fleiri klúbbar aðstöðu.
„Ljóst er að fullur hugur er hjá
bresku fjárfestunum að halda áfram
með þetta verkefni,“ segir Árni Sig-
fússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar,
sem mætti á fund fjárfestanna, arki-
tekta sem þeir hafa ráðið til að
hanna brautina og starfsmanna sem
vinna að undirbúningnum. Árni seg-
ir að nokkrir staðir komi til greina
fyrir slíka braut en fjárfestunum lít-
ist best á svæðið við Broadstreet,
það er að segja frá Grindavík-
urafleggjaranum og langleiðina að
Patterson-flugvelli við Hafnaveg.
Telja þeir sig þurfa um fimm fer-
kílómetra svæði enda yrði æf-
ingabrautin svipuð og þær brautir
sem keppt er á í Formúlu 1 kapp-
akstrinum. Að sögn Árna telja Bret-
arnir áhugavert að vera nærri al-
þjóðaflugvelli og hafskipahöfn en
um leið krefist starfsemin þess að
ákveðin leynd hvíli yfir þeirri starf-
semi sem þar fari fram. Þess vegna
komi Ísland og Reykjanes til greina.
Þá vilji fjárfestarnir skoða þann
möguleika að starfsemin fari fram á
frísvæði þannig að ekki þurfi að
greiða tolla af bílum og öðrum hlut-
um sem hingað verði fluttir til próf-
ana. Hann segir fordæmi fyrir slíku
en eftir sé að ræða það við rétt
stjórnvöld.
Árni tekur fram að Reykjanesbær
komi ekki að málinu öðruvísi en að
leggja til landið. Hann segir að fjár-
festarnir séu að leita sér að sam-
starfsaðilum meðal bíla- og hjól-
barðaframleiðenda og fleiri
hagsmunaaðila og muni það skýrast
á næstu mánuðum hvernig það
gangi og þá um leið hvort af þessu
verkefni geti orðið.
Breskir fjárfestar vilja aðstöðu til þróunar á Reykjanesi
Morgunblaðið/Júlíus
Braut: Æfingabrautin við Broadstreet yrði byggð upp á svipaðan hátt og algengar Formula 1 keppnisbrautir.
Í athugun að byggja
æfingaakstursbraut
Morgunblaðið/Júlíus
Hugmyndin er að reyna bíla og
hjólbarða við ýmsar aðstæður.
AUSTURLAND
SUÐURNES
Njarðvík | „Það er mikið af fínum
bílum á Suðurnesjum, bæði sport-
bílum og flottum jeppum, en engin
svona stöð. Við hófumst handa við
að koma þessu upp, áður en aðrir
yrðu á undan til þess,“ segir
Trausti Jónsson. Hann og Oddur
bróðir hans hafa opnað bílaþvotta-
stöð með tækjum sem fara vel
með lakk bílanna og er hún á
Brekkustíg 42 í Njarðvík.
Bræðurnir reka flutningafyrir-
tækið OTJ flutninga ehf. og eru
með þrjá bíla í förum, aðallega
milli Suðurnesja og höfuðborgar-
svæðisins. Þeir flytja meðal ann-
ars brauð og kökur fyrir Mylluna.
Þeir láta ekki illa af tækifærum
fyrir unga menn á Suðurnesjum.
„Þegar maður sér tækifærið er
um að gera að grípa það strax,“
segir Trausti.
Bílaþvottastöðin var opnuð um
helgina og hefur verið töluvert að
gera síðan. Þótt þetta sé sjálfsaf-
greiðslustöð segir Trausti að
starfsmaður verði við stöðina til
að byrja með, á meðan menn séu
að læra á tækin. Menn greiða fyrir
ákveðinn tíma og hafa aðgang að
háþrýstisprautum, góðum þvotta-
kústum og viðeigandi efnum í
þann tíma, á meðan þeir eru að
þvo bílana og bóna. Trausti full-
yrðir að þessi þvottur fari betur
með lakkið en hefðbundinn bíla-
þvottur og bendir á reynsluna frá
sambærilegri stöð í Reykjavík.
Tveir ungir athafnamenn opna nýja
gerð af bílaþvottastöð
Vildum vera á
undan öðrum
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Ungir athafnamenn: Bræðurnir Oddur og Trausti Jónssynir hafa
opnað nýja gerð af bílaþvottastöð við Brekkustíg í Njarðvík.