Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞINGMENN stjórnarand-stöðunnar gagnrýnduáform ríkisstjórnarinnar ífjölmiðlamálinu svonefnda harðlega á fyrsta þingfundi sumars- ins í gær. Sögðu þeir að hið nýja fjöl- miðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar væri næstum alveg eins og „gamla fjölmiðlafrumvarpið“, eins og það var kallað, og að ríkisstjórnin þyrði ekki að leggja „gömlu“ fjölmiðlalögin í dóm kjósenda með þjóðaratkvæða- greiðslu. Davíð Oddsson forsætisráðherra setti sumarþingið með því að lesa upp forsetabréf, frá 10. júní sl., þess efnis að Alþingi skuli koma saman til að fjalla um tilhögun atkvæða- greiðslunnar vegna fjölmiðlalag- anna. Að því loknu hófust umræður undir dagskrárliðnum: umræður um störf þingsins. Þegar umræður höfðu staðið yfir í um það bil tuttugu mín- útur sleit Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, þingfundi, þrátt fyrir mót- mæli stjórnarandstæðinga, sem vildu ræða fundarstjórn forseta. „Ég mótmæli þessu,“ kallaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Hall- dór Blöndal sinnti þeim mótmælum ekki; sleit fundi, eins og áður sagði, og boðaði næsta þingfund á miðviku- dag kl. tíu. Áður en þingfundi var slitið höfðu tvö frumvörp verið lögð fram á Al- þingi. Annars vegar nýtt fjölmiðla- frumvarp ríkisstjórnarinnar, þ.e. frumvarp um breytingu á útvarps- lögum og samkeppnislögum og hins vegar frumvarp stjórnarandstöð- unnar um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna, en í frum- varpinu er gert ráð fyrir því að ein- faldur meirihluti gildra atkvæði ráði úrslitum. Hrædd við fjölmiðlalögin Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, tók fyrstur til máls eftir að Davíð hafði sett þingið og Halldór hafði tilkynnt útbýtingu þingskjala. „Þinginu í vor lauk við næsta óvenjulegar aðstæður,“ sagði Össur. „Þar voru samþykkt lög, ein- hver óvinsælustu og umdeildustu lög, sem hér hafa lengi verið sam- þykkt. Aldrei óraði mig hins vegar fyrir því að ríkisstjórn Íslands væri svo dauðhrædd við sín eigin fjöl- miðlalög að hún þyrði ekki að leggja þau í dóm kjósenda í þjóðaratkvæða- greiðslu,“ sagði hann. „Ríkisstjórnin hefur ekki kjark til að fara með málið í úrskurð þjóðar- innar, eins og stjórnarskráin mælir þó fyrir um að skuli gerast, þegar forseti Íslands hefur synjað lögum staðfestingar. Hún er bersýnilega viss um að hún myndi koltapa þeirri kosningu og er ég sammála hæst- virtri ríkisstjórn um það.“ Össur sagði að stjórnarandstaðan hefði ávallt viljað fara sáttaleið í þessu máli og að enn væri hægt að fara þá leið. „Hæstvirt ríkisstjórn hefur lýst því yfir að hún ætli að end- urlífga fjölmiðlanefndina og hleypa stjórnarandstöðunni að borði henn- ar. Guð láti gott á vita. En það verður auðvitað tómur skrípaleikur, nema nefndin komi að hreinu borði.“ Spurði hann því næst forsætisráð- herra hvort hann teldi ekki eðlilegt og sanngjarnt að taka í útrét hönd stjórnarandstöðunn fresta samþykkt nýja fjölmi varpsins fram á haust, eftir miðlanefndin hefði tekið til s Steingrímur J. Sigfússon, ur Vinstrihreyfingarinnar framboðs, sagði að Alþingi h haflega verið boðað í sum taka ákvarðanir vegna þ kvæðagreiðslunnar um fjölm in. Í fyrrakvöld, rúmum hál arhring áður en þing átti að hefðu hins vegar borist fregn að þing ætti að koma sama ræða eitthvað allt annað Steingrímur og vísaði til n miðlafrumvarpsins. Sagði h framlag ríkisstjórnarinnar ósvífið. „Ég vil spyrja hæ forseta Alþingis: hefur hann FUNDIR Alþingis eru haldnir við óvenjulegar að- stæður, sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar í gær, því nú standa yfir mikl- ar endurbætur á gamla Alþingishúsinu. „Af þeim sökum er ýmislegt öðruvísi í þinghúsinu en alþing- ismenn eiga að venjast,“ sagði hann. Notast var við bráðabirgðalýsingu í þingsalnum og litrík teppi þöktu gólfið. Atkvæðagreiðslur verða með gamla ur hæ greiðs mun f ar tím úta er bað þi ing. SAMKVÆMT nýju frumvarpi rík- isstjórnarinnar um fjölmiðla er gert ráð fyrir að útvarpsrétt- arnefnd geti afturkallað útvarps- leyfi uppfylli leyfishafar ekki skil- yrði laganna eftir gildistöku þeirra, t.d. vegna breytinga á eign- arhaldi. Frumvarpið skal ekki öðl- ast gildi fyrr en 1. september 2007. Í greinargerð með frumvarpinu segir: „Á þennan hátt er útvarps- leyfishöfum og öðrum sem lögin snerta gefinn enn rýmri tími til að laga sig að þeim skilyrðum sem lögin setja með því að gildistaka frumvarpsins er færð fram um rúmlega þrjú ár frá gildandi lög- um. Til að fyllsta jafnræðis sé gætt meðal fyrirtækja í þessum rekstri er á móti gert ráð fyrir að þau lagi sig öll að þessum kröfum innan þess sama tímamarks, en útvarps- réttarnefnd verði að öðrum kosti heimilt að afturkalla leyfi þeirra. Með þetta rúmum aðlögunartíma gerir frumvarpið því ekki ráð fyrir sams konar heimild og er í bráða- birgðaákvæði við gildandi lög til að framlengja tímabundið leyfi þeirra, sem ekki uppfylla skilyrðin, sem lögin setja, um allt að tvö ár, enda á það ekki við eftir þessa breytingu.“ Þegar núgildandi fjölmiðlalög voru til meðferðar á Alþingi voru gerðar breytingar á frumvarpinu milli annarrar og þriðju umræðu þess efnis að núverandi útvarps- leyfi renni út gildistíma sinn. Í greinargerð með breytingartillög- unni sagði: „Til að gæta ýtrasta ör- yggis með tilliti til verndar þeirra eigna- og atvinnuréttinda sem var- in eru af 72. gr. stjórnarskrárinnar er ekki lengur gert ráð fyrir því að allir leyfishafar þurfi að tveimur árum liðnum að hafa lagað sig að hinum breyttu lögum, heldur renna núgildandi útvarpsleyfi út sam- kvæmt efni sínu og við veitingu nýrra leyfa gilda hin breyttu lög.“ Frumvarp um fjölmiðla Aðlögun skal lokið 2007 Tekist var á um fjölmiðlamálið svonefnda er Alþing Stjórnarandstað ríkisstjórnina Næsti fundur boðaður á miðvikudag Óvenjulegar aðstæður Í FRUMVARPI sem andstaðan lagði fram gær, um þjóðaratkvæ vegna fjölmiðlalagan nefndu, er gert ráð fy einfaldur meirihluti g kvæða ráði úrslitum. F menn frumvarpsins e Skarphéðinsson, forma fylkingarinnar, Steing Sigfússon, formaður hreyfingarinnar – græ boðs, og Guðjón A. Kri formaður Frjálslynda fl „Frumvarp þetta b þeirri meginreglu að en ingahöft, svo sem reglu marksþátttöku, aukin hluta eða skilyrtan, me lögum um framkvæmd aðrar þjóðaratkvæðagr lagafrumvarp það sem lands synjaði staðfes júní sl. samkvæmt 26. g Einfa AÐ NJÓTA VERNDAR OG SKJÓLS Héraðsdómur Reykjaness kvað áfimmtudag upp dóm yfir karl-manni fyrir að hafa framið kyn- ferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi og var 21 mánuði refsingarinnar frestað og fellur niður haldi hann skilorð í fimm ár. Í dómnum er þetta meðal annars rökstutt með vísan til aðstæðna sakborningsins, sem hefur verið heyrnar- og mállaus frá fæðingu. Hann hafi barnungur verið send- ur samkvæmt lagaboði í heimavistarskóla í Reykjavík „þar sem hann, eftir öllum sól- armerkjum að dæma, sætti áralangri, mjög alvarlegri og viðvarandi kynferðislegri misnotkun“. Í dómnum er vísað til upplýsinga frá Fé- lagi heyrnarlausra um almennar uppeldis- aðstæður heyrnarlausra á uppvaxtarárum ákærða, árunum 1976 til 1984. Þar er um að ræða bréf, sem Hafdís Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri félagsins, skrifaði að ósk lögmanns ákærða. Á þessum tíma var fylgt svonefndri talmálsstefnu í kennslu heyrn- arlausra og fólst hún í því að lögð var áhersla á að kenna heyrnarlausum börnum að tala íslensku. „Miðað við frásagnir heyrnarlausra sem voru að alast upp á þessum tíma virðist vera sem nokkuð margir einstaklingar hafi orðið fyrir kyn- ferðislegri misnotkun, sér í lagi þeir sem bjuggu á heimavistinni [í Heyrnleysingja- skólanum],“ segir í bréfi Hafdísar. „Hafa einstaklingar af þessari kynslóð sagt frá reynslu sinni af misnotkun sem þeir urðu að þola í mörg ár. Þeir hafi reynt að segja starfsfólki og kennurum frá því sem gerðist en enginn skilið hvað þau voru að segja.“ Í dómi Héraðsdóms segir: „Umrædd stefna stjórnvalda brást og meðferð sú er ákærði sætti er smánarblettur á þjóðfélag- inu og því til skammar að aldrei hafi farið fram opinber rannsókn á því af hverju og hvernig það gat viðgengist að heyrnarlaus börn sættu kynferðislegri misnotkun á op- inberri stofnun, þar sem þau áttu að njóta verndar og skjóls.“ Gunnar Salvarsson, sem var skólastjóri Heyrnleysingjaskólans 1986 til 1996, gagn- rýndi dóminn í viðtali við Morgunblaðið á laugardag og segir að þar sé sök um ofbeldi varpað á fáa einstaklinga. Bryndís Guð- mundsdóttir talmeinafræðingur, sem starfaði við Heyrnleysingjaskólann á 9. áratugnum, segir í sama tölublaði að rangt sé að halda því fram að hvorki kennarar né aðrir starfsmenn hafi getað talað við eða skilið börnin. „Þetta er alvarleg ásökun á menntakerfið og starfsmenn sem hafa unn- ið gott starf í þágu heyrnarlausra,“ segir hún. „Þarna virðist vera lýst aðbúnaði heyrnarlausra frá þriðja áratug 20. aldar, og jafnvel fyrr.“ Ríkisstjórnin hefur eftir fundi félags- málaráðherra með Félagi heyrnarlausra samþykkt að veita fé til að finna úrræði til að tryggja heyrnarlausum einstaklingum, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, viðeigandi meðferð. Það er grafalvarlegt mál þegar fram koma fullyrðingar um það að markviss misnotkun hafi átt sér stað í Heyrnleysingjaskólanum í fjölda ára. Það er í þágu bæði þeirra, sem gengu í skólann á þessum tíma, og þeirra, sem störfuðu þar og stjórnuðu, að lögð verði áhersla á að rannsaka málið. SPENNAN Í HINU ÓVÆNTA Gríska landsliðið í knattspyrnu hafðiekki bókað hótelherbergi í Portúgal lengur en út riðlakeppnina í Evrópu- mótinu, enda áttu fáir von á því að liðið næði lengra. En þegar grísku landsliðs- mennirnir sneru aftur til herbergja sinna í fyrrinótt, væntanlega eftir mikinn fögn- uð, voru þeir með gullmedalíur um háls- inn. Það er ekki fráleitt að ætla að margir Íslendingar hafi glaðst með Grikkjum yf- ir sigrinum á Evrópumótinu, jafnvel þótt önnur lið kunni að hafa verið í uppáhaldi í keppninni, þar sem Grikkir hafa jafnan talist til „smáþjóða“ í knattspyrnuskiln- ingi, rétt eins og Íslendingar. Þeir höfðu aldrei áður unnið leik á stórmóti en komu, sáu og sigruðu öllum að óvörum í Port- úgal. Grikkirnir, sem enginn hafði trú á, lögðu sum af bestu liðum Evrópu að velli, þar á meðal Frakka, sem síðast hömpuðu Evrópumeistaratitlinum og eiga nokkra af þekktustu leikmönnum heims. Þýska þjálfaranum Otto Rehhagel hefur tekist að skapa sterka og samstillta heild sem náði árangri, þótt liðið hefði ekki neinum heimsþekktum stjörnum á að skipa. Raunar var athyglisvert að fylgjast með því í þessari Evrópukeppni hvernig hver stórstjarnan á fætur annarri olli vonbrigðum með frammistöðu sinni á vellinum. Leikmenn sem ganga kaupum og sölum fyrir fúlgur fjár og fá hærri laun á einni leiktíð en flestir geta vænst á allri starfsævinni stóðu ekki undir væntingum. Það hlýtur að vekja ákveðnar spurningar. Flestir viðurkenna að Grikkir hafi verðskuldað sigurinn, þótt margir séu þeirrar skoðunar að þeir spili ekki sér- lega skemmtilega knattspyrnu. Sumir hafa jafnvel haft á orði að ef öll lið tækju upp sama stíl og Grikkir yrði lítið gaman að leiknum. En hluti af spennunni við stórmót í knattspyrnu felst óneitanlega í hinu óvænta, og það má með sanni segja um sigur Grikkja á EM. ÖRYGGI SJÓFARENDA Í fréttatilkynningu sem Landhelgis-gæslan sendi frá sér vegna atviks er smábátur datt út úr tilkynningarskyldu- kerfinu um helgina segir m.a. að það sé umhugsunarvert hve margir skipstjórar láti hjá líða að hlusta á neyðarbylgjuna og að óhætt sé að segja að það dragi verulega úr öryggi sjófarenda. Sumar vísur eru aldrei of oft kveðnar og það á svo sannarlega við um allt sem lýtur að öryggismálum á sjó. Í frétt í Morgun- blaðinu í gær kom fram að aukin tækni hefur dregið úr hlustun á neyðarbylgju. Það skýtur þó óneitanlega skökku við að þegar tæknileg framþróun er orðin slík, að aldrei áður hafa möguleikar á að tryggja eftirlit með sjófarendum verið jafn miklir og nú, skuli sú sama framþróun í raun vinna gegn öryggi þeirra. Full ástæða er til að veita orðum Friðriks Höskuldssonar, stýrimanns og sigmanns á þyrlum Landhelgisgæslunnar, eftirtekt, en hann sagði í blaðinu í gær að menn „ættu að setja sig í þau spor að báturinn þeirra sykki innan um fjölda annarra báta sem heyrðu ekki neyðarkallið vegna þess að það er lokað fyrir neyðarbylgjuna“. Sjóslys á Íslandi hafa tekið sinn toll í gegnum tíðina og oft orðið til þess að heilu þorpin eða jafnvel byggðarlögin eru harmi slegin. Þótt samfélagið þurfi – og eigi – að axla mikla ábyrgð hvað öryggi sjómanna viðkemur þá getur enginn leyst sjómenn sjálfa undan þeirri ábyrgð sem þeir bera á eigin lífi og annarra á hafi úti. Neyðar- bylgjan er þeirra haldreipi og jafnvel þótt allar aðstæður virðist vera eins og best verður á kosið hefur reynslan sýnt að eng- inn veit hvenær hún getur orðið til þess að skilja á milli feigs og ófeigs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: