Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2004næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÆÐARVARP er afar breytilegt eftir landshlutum þetta sumarið og mis- jafnt hvenær fuglinn kom á varp- stöðvar í vor. Breytileikinn er einnig misjafn innan hvers landshluta, að sögn Árna Snæbjörnssonar, hlunn- indaráðunautar Bændasamtakanna. Verð hefur verið gott fyrir æðardún undanfarin ár, en aðallega er dúnn- inn fluttur út til Þýskalands og Jap- ans. Um 60 þúsund krónur fengust fyrir kíló af hreinum dúni sl. vetur. Fuglinn kom seint í varpstöðvar „Nokkuð víða er [varpið] í góðu lagi en á öðrum stöðum kom fuglinn mjög seint og eitthvað vantar upp á að varpið nái meðaltali,“ segir Árni. Hann segir að við Breiðafjörð og Húnaflóa, þar sem varpið var lélegt í fyrra, hafi það náð sér á strik í sum- ar, en á Norðausturlandi er varpið frekar slappt. „Það eru alltaf sveiflur milli ára. Í fyrra og árið þar áður var greinilega ætisskortur víða og ef fuglinn hefur ekki nóg æti þá kemur hann seint í varp. En í vor hefur það lagast víða, en þó ekki alls staðar.“ Árni segir erfitt að skýra að fullu lélegt æti. „Fuglinn þarf að komast í mjög kröftugt æti á útmánuðum og á vorin en það er loðnan og síli og fleira slíkt sem hann étur. Af hverju ætið er breytilegt er erfitt að skýra, þarna er náttúran að verki. Loðnan gengur ekki upp að norðaustur- horninu eins og hún gerði, en hvort [lélegt varp] er því að kenna eða ein- hverju öðru er erfitt að svara. Menn hafa auðvitað áhyggjur af þessu, loðnan er undirstaðan í þessu eins og mörgu öðru, en þetta er erfitt að sanna.“ Árni segir að ekkert bendi til þess að stærð æðarstofnsins sé að breyt- ast. „Það hefur verið gott árferði og engin stórfelld áföll, en við sjáum ekkert sem bendir sérstaklega til þess að stofnstærðin sé að breytast.“ Útlit fyrir þokkalega dúntekju Árni segir að útlit sé fyrir að dún- tekjan í ár verði „þokkaleg en það sést þó ekki fyrr en upp er staðið,“ en undanfarin ár hefur meðaldún- tekjan verið um 3.000 kíló á ári. Þá segir hann einnig ágætar horfur á mörkuðunum í ár. Jónas Helgason, formaður Æðar- ræktarfélags Íslands, tekur í sama streng og Árni og segir æðarvarpið víðast þokkalegt. Jónas, sem er með æðarvarp í Æðey og með um 4.000 hreiður í sínu varplandi, segir síð- asta ár hafa verið lakara en í með- alári en að markaðir fyrir dúninn séu góðir nú um stundir og verðið sömu- leiðis. Æðarvarpið misgott í ár Um 60 þúsund krón- ur fengust fyrir kíló af dúni sl. vetur Morgunblaðið/Einar Falur Bændur tína dún frá maí og fram til loka júnímánaðar ár hvert. Útlit fyrir þokkalega dúntekju í ár og ágætar horfur eru á mörkuðum fyrir æðardún Æðarfuglinn er villtur staðfugl, sem verpir í eyjum, hólmum og meðfram ströndinni um allt land, þó minnst meðfram suðurströnd- inni. Fuglinn fer að verpa 3–5 ára og verður líklega að jafnaði 15–20 ára gamall. Hann nýtir sér fjölþætt æti úr sjónum og getur kafað nið- ur á 20–30 m dýpi. Hann verpir í maí og júní 4–6 eggjum í hreið- urkörfu og leggur til dún í kring- um þau til einangrunar. Á vef Bændasamtakanna segir að æð- ardúnninn sé einstakt efni til ein- angrunar og mikið notaður í sæng- ur og föt. Æðarfuglinn tekur vernd og öllum aðgerðum manns- ins til að hlú að honum afar vel. Þetta hafa íslenskir bændur hag- nýtt sér og skapað friðlönd fyrir fuglinn og sinna þar um hann þannig að einstakt þykir í heim- inum þegar villt dýrategund á í hlut. Skilningur yfirvalda á mik- ilvægi æðarræktar hefur einnig verið fyrir hendi, sem m.a. má sjá á því að fuglinn hefur verið alfrið- aður með lögum síðan 1849, segir ennfremur á vef Bændasamtak- anna. Rúmlega 400 jarðir á landinu eru með eitthvert æðarvarp og eru þær dreifðar um mestallt land, þó er engin varpjörð í Rang- árvallasýslu og aðeins ein í Vestur- Skaftafellssýslu. Árleg dúntekja síðari ára er um 3.000 kíló af fullhreinsuðum æð- ardúni. Þótt æðardúnn hafi lengi verið verðmæt útflutningsvara, þá sveiflast verðlag á honum veru- lega, en þegar best lætur þarf dún úr 5–6 hreiðrum til þess að gefa sama arð til bóndans eins og ein vetrarfóðruð kind. Árið 1969 stofnuðu æðarbændur félag, Æðarræktarfélag Íslands, til þess að efla æðarrækt í landinu og vinna að framfaramálum í grein- inni. Rúmlega 400 jarðir með æðarvarp Fuglinn alfriðaður frá árinu 1849 KNATTSPYRNUKAPPINN Hermann Hreiðarsson var meðal áhorfenda á Pollamóti Þórs á Akureyri um helgina, þar sem eig- inkona hans, Ragna Lóa Stefánsdóttir, var á meðal keppenda með liði KR. Hermann brá á leik með nokkrum börnum á litlum fótbolta- velli á leiksvæðinu við Hamar þegar færi gafst, og ungviðið sló ekki hendinni á móti slíku tækifæri; að fá að kljást við alvöru hetju, landsliðsmann og atvinnumann í fag- inu. Hermann var auðvitað einn á móti öllum hinum og gripið var til ýmissa ráða til þess að hafa betur í viðureigninni við landsliðs- manninn og atvinnumanninn með Charlton í Englandi. Nokkrir fyrrverandi atvinnumenn léku á mótinu að þessu sinni, t.d. Arnór Guðjohnsen og Sævar Jónsson með Val, Sigurður Grét- arsson sem var í sigurliði Breiðabliks í Polla- deildinni, og Hlynur Stefánsson, ÍBV. Her- mann er ekki orðinn gjaldgengur á Pollamótinu, sem er aðeins fyrir 30 ára og eldri – hann fagnar reyndar þrítugsafmælinu um næstu helgi en fær hvort eð er ekki að spila á þessum vettvangi meðan hann er enn að á meðal þeirra bestu. En viðstaddir höfðu á orði, eftir baráttuna við krakkana, að hann væri býsna efnilegur; myndi eflaust sóma sér vel á Pollamótinu í framtíðinni. Hermann berst við ungviðið Morgunblaðið/Skapti mættu ekki segja það sem þeim fynd- ist og þyrftu að fylgja handónýtri skipulagsstefnu Reykjavíkurborgar. Hann hefði orðið var við þetta eftir margra ára baráttu um færslu Hring- brautar og mikil samskipti við lang- flesta kjörna fulltrúa og ráðna emb- ættismenn sem hefðu komið að þessu máli með einhverjum hætti. Fleiri en einn og fleiri en tveir embættismenn á skipulags- og tæknisviði Reykjavík- urborgar væru sammála þeim og liði verulega illa undir þessu pólitíska oki. Aðspurður hvort það sé ekki starf embættismanna að fylgja stefnu kjör- inna fulltrúa Reykvíkinga segir Örn það ekki rétt. Góður fagmaður eigi að þjóna fyrst og fremst þeim sem ráða hann, þ.e. borgurunum og samfélag- inu. Þegar Örn er spurður hvort borg- arfulltrúar séu ekki fulltrúar borgar- anna segir hann að ef embættismenn séu ósáttir við stefnu stjórnmála- mannanna ættu þeir einfaldlega að finna sér nýtt starf. SALVÖR Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykja- víkurborgar, óskaði eftir því í gær að Örn Sigurðsson, einn forsvarsmanna átakshóps Höfuðborgarsamtakanna og Samtaka um betri byggð, skýrði fullyrðingar um embættismenn borg- arinnar í nýlegri fréttatilkynningu samtakanna. Þar sagði m.a.: „Illskeyttur tónn í umsögn samgöngunefndar knýr átakshópinn til að upplýsa hér og nú að æðstu embættismenn skipulags- mála hjá Reykjavíkurborg telja ekki mögulegt að hefja vinnu við skipulag í Vatnsmýri og á lóð LSH vegna hat- ramms ágreinings og pólitískra hags- muna.“ Segir hún að þessi orð eigi ekki við rök að styðjast og hún kann- ist ekki við það ástand sem þarna sé lýst. Örn sagði í samtali við Morgun- blaðið að þrælsótti ríkti hjá embætt- ismönnum borgarinnar og þeim væri bannað að hugsa sjálfstætt. Þeir Vill skýringar frá Höfuðborg- arsamtökum Örn Sigurðsson segir þrælsótta ríkja hjá embættismönnum borgarinnar inu, einbýli aðeins um 6%, sem kemur með engum hætti til móts við óskir íbúa um stóraukið fram- boð slíkra eigna. Umferðar-, bíla- stæða- og samgöngumál virðast þar að auki ekki fullleyst. Þetta á ekki hvað síst við um kröfur um bílastæði, sameiginleg stæði í hverfinu og vegtengingu við önnur svæði.“ Innan helgunarsvæðis Úlfarsár Jafnframt minna sjálfstæðis- menn á í bókuninni að íþróttafélagi hafi verið gefið fyrirheit um fram- BORGARFULLTRÚAR Sjálf- stæðisflokksins í skipulags- og byggingarnefnd segja nýja tillögu um skipulag í suðurhlíðum Úlfars- fells, nýju hverfi í Reykjavík, í litlu samræmi við búsetuóskir og bú- setuþarfir borgarbúa, eins og þær hafi t.d. birst í könnunum borg- aryfirvalda. Hanna Birna Krist- jánsdóttir borgarfulltrúi bendir m.a. á að til þess sé byggðin skipu- lögð of þétt og verði svipuð og þekkist á miðborgarsvæðinu og í Þingholtum, Norðurmýri og Skóla- vörðuholti. Í bókun sjálfstæðismanna á fundi nefndarinnar 16. júní sl., þeg- ar skipulagstillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa R- listans gegn atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, segir að hlut- fall ólíkra húsa- og íbúðagerða sé ekki í samræmi við fram komnar óskir Reykvíkinga. „Þannig eru íbúðir í fjölbýli 65% íbúða á svæð- tíðaraðstöðu á svæðinu og viðræð- ur séu í gangi. Mikilvægt sé að nið- urstaða úr þeirri vinnu liggi fyrir og hún notuð sem forsenda í skipu- laginu. Fráleitt sé af formanni skipulags- og byggingarnefndar, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, að halda því fram að nefndin hafi lagt til að íþróttamannvirki verði innan helgunarsvæðis við bakka Úlfarsár. Þær hugmyndir séu ekki í sam- ræmi við umhverfisstefnu Reykja- víkurborgar sem geri ráð fyrir 100–250 metra helgunarsvæði frá bökkum árinnar. Fulltrúar R-listans segja það ábyrgðarlaust að leggja fram til- lögu um að fresta uppbyggingu í Úlfarsfelli nema sjálfstæðismenn vilji sérstaklega stefna að lóða- skorti. Hlutfall sérbýlis sé um 35% í skipulaginu og tekið sé mið af mörgum góðum hverfum í borg- inni. Þá vísa þeir fullyrðingum um að umhverfisstefna borgarinnar sé ekki virt með því að heimila bygg- ingu íþróttamannvirkis í námunda við bakka Úlfarsár algjörlega á bug. Vísa nefndarmenn R-listans í aðalskipulag Reykjavíkur 2001– 2024 þar sem segi að gera megi „ráð fyrir mannvirkjum sem tengj- ast notkun svæðanna til útivistar innan 100 m frá bökkum áa og vatna og innan 20 m frá sjó“. Umhverfisstefna dautt plagg Sjálfstæðismenn segja þetta staðfesta að umhverfisstefna Reykjavíkurborgar sé dautt plagg í augum Reykjavíkurlistans, en Steinunn Valdís hafi verið í starfs- hópi sem samdi þá stefnu og kynnti árið 2001. Fulltrúar R-listans segja þetta útúrsnúning enda eigi að flétta saman útivist og íþrótta- möguleikum á útivistarsvæðinu í dalnum. Sú stefna rúmist innan umhverfisstefnu borgarinnar. Sjálf- stæðismenn segja blákaldar stað- reyndir málsins þær að ekkert sé minnst á skipulögð íþróttamann- virki þar og fráleitt að halda því fram að þau rúmist undir mann- virkjum sem tengjast með beinum hætti náttúruvernd og útivist. Sjálfstæðismenn í skipulags- og bygginganefnd gagnrýna skipulag nýs hverfis í hlíðum Úlfarsfells Ekki í samræmi við bú- setuóskir borgarbúa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 182. tölublað (06.07.2004)
https://timarit.is/issue/256295

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

182. tölublað (06.07.2004)

Aðgerðir: