Morgunblaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 27
✝ Ingimar Ástvald-ur Magnússon
fæddist á Ytri-Hof-
dölum í Viðvíkur-
sveit í Skagafirði 13.
október 1907. Hann
lést á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ
24. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Magnús Gunn-
laugsson, bóndi, f. 3.
september 1845, d.
22. desember 1912,
og Guðrún Bergs-
dóttir, húsmóðir, f.
19. október 1867, d. 29. febrúar
1956. Þau eignuðust tólf börn sem
komust á legg, en eru nú öll látin.
Ingimar kvæntist 1934 Guð-
rúnu Guðmundsdóttur, f. 10. júlí
1911 í Litla-Holti í Dalasýslu, d.
31. júlí 2001. Börn þeirra eru: 1)
Ragnar Guðmundur Ingimarsson,
verkfræðingur, f. 10. september
1934, kvæntur Halldóru M.
Bjarnadóttur, f. 12. desember
1938, og eiga þau fjögur börn:
Örnu, f. 14. september 1961, Ingi-
mar, f. 6. febrúar 1963, Bjarna, f.
5. maí 1966, og Ívar, f. 15. janúar
1975. 2) Kolbrún Ingimarsdóttir,
f. 31. mars 1944, fyrrverandi eig-
inmaður hennar er Ingólfur Arn-
arson, tannlæknir, f.
25. ágúst 1943, og
eiga þau fjögur
börn: Hrönn, f. 21.
apríl 1968, Ingimar,
f. 19. október 1969,
Ingólf, f. 28. október
1970, og Guðrúnu, f.
31. október 1974.
Barnabarnabörnin
eru nú samtals þrett-
án.
Ingimar fluttist til
Reykjavíkur 1930 og
hóf skömmu síðar
húsasmíðanám hjá
Zóphoníasi Snorra-
syni, húsasmíðameistara. Hann
lauk prófi við Iðnskólann í
Reykjavík 1933, sveinsprófi 1935
og fékk húsasmíðaréttindi í
Reykjavík 1939.
Ingimar starfaði um árabil við
húsasmíðar í þjónustu ýmissa að-
ila, lengst af hjá Ingólfi B. Guð-
mundssyni, sem í marga áratugi
rak Sögina hf. í Reykjavík. Á
sjötta áratugnum stofnaði Ingi-
mar ásamt öðrum byggingar-
félagið Afl sf., sem rak öfluga
byggingarstarfsemi í Reykjavík í
hartnær tvo áratugi.
Útför Ingimars verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Afi gamli er látinn 96 ára að
aldri. Frá því ég man eftir mér hef-
ur afi alltaf búið í gangfæri og við
alltaf sést títt og átt saman stundir
þar til á efri árum hans er ég dvald-
ist mikið erlendis. Afi var húsa-
smíðameistari af lífi og sál og afrek-
aði á ævi sinni slíkum fjölda
bygginga að leit væri að afkasta-
meiri manni.
15 ára byrjaði ég að vinna hjá afa
sem handlangari fyrir smiði hans
og aðra starfsmenn. Sumar eftir
sumar labbaði ég hvern morgun yf-
ir til afa á slaginu. Mátti ekki verða
of seinn, en aldrei þurfti ég að bíða
eftir honum. Volvóinn var kominn í
gang og kaffibrúsinn og samlok-
urnar á sínum stað. Á leiðinni í
vinnuna var lítið talað, en kvæðin
sem hann kunni eftir bæði sig sjálf-
an og aðra í hundraðatali raulaði
hann fyrirhafnarlaust allt eftir til-
efni og oft sagði hann sögur úr
sveitinni eða af sinni ævi.
Afi sá alltaf til þess að maður
hefði nóg fyrir stafni. Sökum smæð-
ar minnar hentaði ég vel í að
hnykkja þaksaum út við útvegg eða
ganga frá mótum í þrengslum. Afi
stóð álengdar og benti og leið-
beindi. Ef ekki þurfti að handlanga
var svo alltaf kústurinn til vara fyr-
ir mig og aldrei skorti heldur smið-
ina og járnbindingamennina verk-
efni. En ég held svei mér þá að
hann hafi sjálfur innt mest af
vinnunni sjálfur af hendi því það
gekk aldrei nógu hratt fyrir sig hjá
okkur hinum og hann var alltaf að
hjálpa til og reka á eftir. Aldrei var
hann lasinn og aldrei tók hann frí.
Ósérhlífni og iðjusemi endurspegl-
aðist í líkamlegum burðum. Breiðar
axlir og handleggir, þykkur háls og
úlnliðir á við ökkla meðalsmiðs. Það
þurfti engar skrúfuborvélar með
slíka burði, enda gat hann léttilega
rekið fírtommu í gegnum rakt
tommuborð með vasaklút einan í
lófanum. Þetta lék enginn eftir.
Mér er minnisstætt að hafa setið í
kaffiskúrnum með smiðunum og
hlustað hreykinn á þá tala um afa
og líkamlega burði, iðjusemi og
þrek hans. Þeir höfðu aldrei kynnst
öðru eins.
Afi var sjálfur sjaldan í kaffi.
Honum fannst hann aldrei hafa
tíma til þess. Og ef hann var ekki í
vinnunni var hann að byggja fyrir
sig eða fjölskyldu sína. Ekki kom til
greina að taka tíma fyrir sjálfan
sig. Alltaf var hann boðinn og búinn
að hjálpa vinum og vandamönnum
við framkvæmdir hvers konar.
Heiðarlegri, fórnfúsari og atorku-
samari mann er ekki hægt að finna,
enda frestaði Elli því seint fram á
áttræðisaldur afa að glíma við hann.
Ég er viss um að þeir sem þekktu
afa minnast hans á sama hátt og ég.
Blessuð sé minning hans.
Ingimar Ragnarsson.
Nú er Ingimar afi látinn eftir
langa ævi. Honum fannst þetta
sjálfum orðið ágætt eins og hann
orðaði það. Hann var tilbúinn að
fara yfir móðuna miklu.
Ingimar afi skipaði stóran sess í
lífi okkar systkina. Hann og Guðrún
amma bjuggu í húsinu fyrir neðan
okkur á Arnarnesinu, þar sem við
ólumst upp mestan hluta æsku okk-
ar. Það má segja að afi og amma í
Haukanesinu hafi verið okkar aðrir
foreldrar. Svo náin voru samskipt-
in. Tíðar ferðir voru farnar á milli
húsa og alltaf gott að koma við hjá
afa og ömmu til að njóta gestrisni
þeirra.
Afi var handlaginn, hörkudugleg-
ur maður og var alla ævi mikill
vinnuþjarkur. Hann starfaði sem
húsasmíðameistari og eftir hann
standa hús víðs vegar um Reykja-
vík. Þegar hann komst á eftirlaun
þá gat hann ekki látið staðar numið.
Hafði ávallt eitthvað fyrir stafni svo
lengi sem heilsa hans leyfði. Þannig
munum við eftir afa.
Hann hafði yndi af söng og kveð-
skap og eftir hann liggur stórt safn
vísna. Sérstaklega þykir okkur
vænt um vísurnar sem hann gaf
hverju okkar í skírnargjöf. Afi var
rólegur og hógvær maður sem tjáði
sig best í gegnum kveðskapinn. Afi
sýndi hug sinn ekki með orðum
heldur í verki. Hann og amma, sem
lést fyrir þremur árum, reyndust
okkur alltaf afskaplega vel. Fyrir
það erum við ævinlega þakklát.
Við kveðjum nú Ingimar afa, en
geymum minninguna um góðan
mann áfram í hjörtum okkar.
Hrönn, Ingimar, Ing-
ólfur og Guðrún.
INGIMAR Á.
MAGNÚSSON
✝ Guðmundur Ein-arsson, fyrrver-
andi bóndi í Reykja-
dal í Hrunamanna-
hreppi, fæddist í
Reykjadal 27. ágúst
1911. Hann lést á
Heilsustofnun Suður-
lands 27. júní síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Pálína
Jónsdóttir, f. 23. okt.
1885 í Grindavík, d.
26. nóv. 1985, og Ein-
ar Jónsson, f. 21.
febrúar 1877 á
Högnastöðum í Hrunamanna-
hreppi, d. 18. sept. 1974. Systkini
Guðmundar eru: Magnús, f. 8. júlí
1906, d. 7. júní 1984, Jóhanna
Guðrún, f. 16. des. 1907, d. 6. jan.
1996, Jón, f. 27. maí 1909, d. 30.
okt. 1995, Margrét, f. 27. nóv.
1912, d. 16. júlí 1941, Sigurður, f.
27. mars 1914, d. 26.
júní 2001, Ásta, f. 7.
okt. 1915, Elísabet,
f. 8. febr. 1917, Jó-
hann, f. 15. okt.
1919, d. 5. mars
1995, Hörður, f. 17.
júní 1921, d. 14. júní
1999, Haukur, f. 3.
des. 1923, og Auður,
f. 10 okt. 1926.
Guðmundur tók
við búi foreldra
sinna í Reykjadal og
bjó þar síðan í félagi
við Hörð bróður sinn
til 1993. Síðan var hann á Flúð-
um og að síðustu á hjúkrunar-
heimilinu Kumbaravogi á Stokks-
eyri.
Útför Guðmundar fer fram frá
Hrunakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verð-
ur í heimagrafreit.
Hann Gvendur frændi er látinn.
Við þá frétt rennur margt í gegn
um hugann því uppvaxtarár mín
voru í faðmi móður minnar og föð-
ur, ömmu, afa og Gvendar frænda.
Gvendur bjó með foreldrum mín-
um alla þeirra búskapartíð í
Reykjadal og þegar þau fluttu á
mölina eins og sagt er þá flutti hann
með þeim og ekki bara að þeim
þætti það sjálfsagt, það þótti öllum,
vinskapur Gvendar og föður míns
var þannig að ég treysti mér ekki til
að lýsa honum, næstum alltaf sem
einn maður.
Þó við höfum öll misst mikið þeg-
ar faðir minn dó fyrir fimm árum
held ég að hann Gvendur hafi misst
hvað mest.
Gvendur var orðheldinn, minnug-
ur og hjartahlýr og þótt hann væri
ekki mikið út á við á seinni árum þá
var hann talsvert lífsreyndur,
stundaði sjó á yngri árum suður
með sjó, rak sláturfé til Reykjavík-
ur, fór margar fjallferðir og sumar
erfiðar, eitt sinn hafði ein óveðra-
söm eftirleit næstum kostað hann
lífið.
Gvendur var sannkallað ljúf-
menni því hann gat verið bróðir
manns eða faðir eftir því sem við
átti hverju sinni og ólíklegt þykir
mér að ég hefði fengið að fara í
fjallferð á köldu rigningarhausti
fermingarárið mitt nema af því að
það var undir verndarvæng Gvend-
ar og hann brást hvergi.
Ég átti því láni að fagna að fara
með Gvendi inn á afrétt árið 2001 á
níræðisafmælinu hans þar sem
hann skoðaði gömlu kofana í Lepp-
irstungum og Fosslæk, auðséður
var glampinn sem brá fyrir í augum
frænda míns þegar hann kom að
Leppirstungnakofanum, hann hafði
þá á yngri árum gist í þessum kofa
sem núna eru rústir einar.
Hann brosti þegar ég sagði hon-
um núna í vor að fara ætti að end-
urbyggja gamla kofann í Leppirs-
tungum og kannski ættum við eftir
að sjá hann.
Nú er ljóst að þú verður á undan
mér þangað, frændi.
Eftir lát föður míns bjó Gvendur
hjá móður minni þar til fyrir rúmu
ári að hann fór á Kumbaravog til
dvalar og ég held að honum hafi lið-
ið vel þar en það var ekki hans að
bera tilfinningar sínar á torg.
Blessuð sé minning þín, góði
frændi.
Úlfar Harðarson.
GUÐMUNDUR
EINARSSON
Ástkær eiginkona mín, dóttir okkar, tengda-
dóttir, systir og mágkona,
SVAVA INGÓLFSDÓTTIR,
lést á líknardeild sjúkrahússins í Lundi í
Svíþjóð að morgni mánudagsins 5. júlí.
Guðmundur Smárason,
Margrét Scheving Kristinsdóttir, Ingólfur Helgi Jökulsson,
Ásdís Elfa Jónsdóttir, Smári Hermannsson,
Helgi Örn Ingólfsson, Annette Ingólfsson,
Guðjón Haukur Ingólfsson,
Sigurlína Sch. Elíasdóttir, Jón Haukur Eltonson,
Olgeir Einarsson, Unnur Skúladóttir,
Hólmfríður Einarsdóttir, Sævar Hafsteinsson,
Kristinn M. Einarsson, Ágústa Jónsdóttir.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN EYÞÓRSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 29. júlí.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk.
Guðjón Guðjónsson,
Guðjón Guðjónsson, Hervör Hallbjörnsdóttir,
Kristín María Guðjónsdóttir,
Guðjón Elmar Guðjónsson, Jórunn Helga Steinþórsdóttir,
Hallbjörn Sigurður Guðjónsson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SIGRÍÐUR GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR,
Torfholti 2,
Laugarvatni,
lést á sjúkrahúsinu á Selfossi sunnudaginn
4. júlí.
Guðmundur Svavar Jónsson,
Hafþór B. Guðmundsson, Sigríður V. Bragadóttir,
Bragi Dór, Vaka Ágústsdóttir,
Guðmundur Sveinn, Árni Páll
og Sigurður Orri Hafþórssynir.
Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
STEINUNN GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR,
Seljavegi 8,
Selfossi,
lést laugardaginn 3. júlí.
Guðmundur Ívar Ívarsson,
Bjarni Ólafsson, Guðný I. Rúnarsdóttir,
Björn Ingi Sveinsson,
Sigurbergur Sveinsson,
Guðmundur Geir Sveinsson,
Þorgerður Björnsdóttir
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
LÁRUS BLÖNDAL GUÐMUNDSSON
bóksali,
Aflagranda 40,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstu-
daginn 9. júlí 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins.
Þórunn Kjartansdóttir,
Kristín Lárusdóttir, Guðjón Hilmarsson,
Ragnheiður Lárusdóttir, Sigurður Dagsson,
Kjartan Lárusson, Anna Karlsdóttir,
Guðmundur Lárusson, Birna Smith,
Steinn Lárusson, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.